Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 8. janúar 2011
"Tiltekt eftir íhaldið".
Hinn margtuggni frasi "tiltekt eftir íhaldið" er vinstri mönnum mjög á tungu tamur.
Þegar betur er að gáð, þá er þessi frasi gjörsamlega innhaldslaus með öllu.
Ekki skal tekið pláss til að sýna í smáatriðum samsetningu ríkistjórna lýðveldistímans, auðvelt er að fletta því upp á netinu og í hinum ýmsu bókum, en eitt er ljóst, að fáar ríkisstjórnir hafa setið hér á landi án þátttöku vinstri flokkanna, þá er átt við forvera VG og SF.
Þannig að miðað við málflutning vinstri manna, þá hafa þeir verið að hluta til í tiltekt eftir sjálfa sig.
Og sé það rétt hjá þeim að sjálfstæðismenn hafi skaðað þjóðina í sinni stjórnartíð, þá er ábyrgð vinstri manna afskaplega mikil.
Þeir ættu þá að biðja þjóðina afsökunar og játa sig vanhæfa, því það er ekkert annað en roluháttur að sitja í ríkisstjórn án þess að hafa áhrif á þróun mála.
En erfitt er að sjá í hverju tiltektin er fólgin.
Þegar vinstri flokkarnir mynduðu ríkisstjórn með framsóknarmönnum árið 1988, þá var stjórnin í stöðugum vandræðum með að finna sér stuðning. Þá voru búin til ráðuneyti fyrir tvo þingmenn Boraraflokksins, umhverfisráðuneytið sem þá var nýlunda sem og sérstakur ráðherra hagstofumála varð ráðinn, en forsætisráðherra hefur án mikilla vandkvæða gengt því hlutverki.
Háir skattar voru að kirkja atvinnulífið á þessum tíma og fáar umbætur voru gerðar, ef undanskildir eru þjóðarsáttarsamningarnir frægu. En þeir voru ekki eiginlegt verk ríkisstjórnarinnar, heldur stóðu samtök atvinnulífsins að þeim að mestu leiti, ríkisstjórnin lagði vissulega sitt af mörkum.
En flestir sjá að þeir hefðu vart orðið að veruleika án aðkomu sjálfstæðismannsins Einars Odds Kristjánssonar heitins. Hann miðlaði málum af mikilli lipurð og hlaut af því titilinn "bjargvætturinn", það ætti að segja sitt. Vinstri menn hafa fátt gott gert án aðkomu sjálfstæðismanna.
Svo var það náttúrulega R-listinn sem tók til eftir sjálfstæðismenn með því að auka álögur á borgarbúa og setja besta fyrirtæki borgarinnar í áhætturekstur. Það sér vart fyrir endann á þeirri tiltekt enn þann dag í dag.
Eftir að síðasta ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í splundraðist byrjuðu vinstri menn enn á ný að fjasa um "tiltekt eftir íhaldið".
Þá voru skattar í framhaldinu snarhækkaðir og flækjustigið aukið umtalsvert og stöðugur vandræðagangur hjá tiltektarliðinu. Ekki sér enn fyrir endann á afleiðingum tiltektarinnar, en hún er víst ennþá í gangi.
Það væri ágætt ef vinstri menn hættu að standa í ímyndaðri tiltekt og tækju aðeins til í eigin ranni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 7. janúar 2011
Skara sjálfstæðismenn fram úr á öllum sviðum?
Ég var að skoða hinn stórgóða vef Óla Björns Kárasonar T24 og þar vitnar Óli Björn í samfylkingarmann sem bendir á þá skoðun sína, að handboltamenn séu upp til hópa sjálfstæðismenn.
Óli Björn gleðst vitanlega yfir þessari góðu ábendingu samfylkingararmannsins glögga. Við sjálfstæðismenn getum verið stoltir mjög, ef það reynist rétt að handboltamenn fylgi okkur að málum, því þeir eru sannarlega öflugir liðsmenn eins og dæmin hafa sannað.
Það ber að varast að gleðjast um of, en ekki er hægt að neita þeirri staðreynd, að flestallir málsmetandi menn samfélagsins og þeir sem skarað hafa fram úr í þjóðlífinu, eru upp til hópa sjálfstæðismenn. Mestu stjórnmálaskörungar þjóðarinnar og þeir sem staðið hafa fyrir mestu framförunum, eru líka sjálfstæðismenn.
Gaman væri ef einhver gæti bent á galharða vinstri menn, sem byggt hafa upp sveitarfélög með eigin dugnaði og frumkvæði, hægt er að nefna Aðalstein Jónsson á Eskifirði, Einar Guðfinnsson í Bolungarvík osfrv., þetta voru upp til hópa góðir og gildir sjálfstæðismenn.
Enda sést það glöggt, ef saga lýðveldisins er skoðuð og sá frábæri árangur sem þjóðin náði, sjálfstæðismenn hafa lengst af verið í fararbroddi.
En ef illa gengur og skynsemin minnkar sökum reiði manna, þá kemur stundum vinstri stjórn. En hún stendur yfirleitt stutt yfir, sem betur fer.
Til að gæta að staðreyndum, þá ber að geta þess sjálfstæðismenn af holdi og blóði, þeim hættir vissulega til að misstíga sig herfilega. En þegar þeir fylgja sjálfstæðisstefnunni, þá er það þjóðinni ávalt til farsældar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 7. janúar 2011
Femínismi og vinstri stefna.
Stefna femínista þarf ekki endilega að vera slæm, því konum ber að sjálfsögðu að halda sínum málstað á lofti.
En þegar vinstri stefnan blandast inní þessa ágætu stefnu, þá kemur út ein allsherjar þvæla. Sumar konur sem telja sig til femínista og fylgja vinstri stefnu hafa tilhneigingu til að tala um karla á neikvæðum nótum.
Þegar vinstri femínistinn Sóley Tómasdóttir lét það í veðri vaka, að hún væri hálf hissa á því, hversu mjög hún gæti glaðst yfir því, að eignast strák, þá vakti það óhjákvæmilega upp ýmsar spurningar.
Vafalaust hefur hún ekki meint þetta eins og framsetning hennar gaf til kynna, en óneitanlega lýsir þetta sérstæðu hugarfari.
Kynin eru ólík frá náttúrunnar hendi, það þarf eiginlega varla frekari útskýringa við.
En kynin eiga ekki að berjast við hvert annað heldur að standa saman. Í raunveruleikanum tel ég mjög fáa karlmenn sýna konum lítilsvirðingu. Allir eiga mæður og það er tilfinningalaus maður sem býr móður sinni ekki sérstakan stað í hjarta sínu sem enginn annar kemst á.
Það er móðirin sem fæðir okkur, það er móðirin sem yfirgefur okkur aldrei og stendur með okkur, sama hvað á dynur. Móðirin vakir margar andvökunætur með barni sínu og huggar hvítvoðunginn sem ekki getur tjáð sig og móðirin kvartar aldrei yfir hlutskipti sínu. Allir finna hlýjar tilfinningar við það eitt að hugsa orðið "mamma".
Að þessu leiti verður konan ávallt manninum æðri.
Vinstri sinnaðir femínistar reka fleyg á milli kynjanna með neikvæðum málflutningi sínum. Það að ásaka karlmenn fyrir að lítilsvirða konur, er mjög alvarlegt mál og hverjum manni erfitt undir að sitja.
En svona er því miður vinstri stefnan í hnotskurn, að ala á sundurlyndi í stað þess að skapa sátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. janúar 2011
Heilbrigð skynsemi virkar ávallt best..
Upplýsingasamfélag nútímans er troðfullt af allskyns sérfræðingum og álitsgjöfum, sem láta gamminn geysa um hin ýmsu málefni líðandi stundar.
Svo þykir mörgum afskaplega gáfulegt að geta vitnað í orð sérfræðinganna máli sínu til stuðnings.
Þrátt fyrir áralanga setu í merkustu háskólum veraldar og vandlegan rýnilestur í hinar ýmsu fræðibækur, þá er það oft eins og viðkomandi sérfræðingur skilji ekki út á hvað lífið gengur.
Það þarf nefnilega heilbrigða dómgreind til að skilja lífið og hún er nú ekki kennd í skólum.
Oft er gaman að heyra af niðurstöðum fræðasamfélagsins, fyrir nokkrum dögum komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu, eftir þó nokkrar rannsóknir, að fólk sýndi þreytumerki í andliti eftir langar vökur.
En með heilbrigðri skynsemi ætti öllum að vera þessi "vísindalega" niðurstaða ljós, vitanlega verða menn rauðir í augum og beyglaðir í framan eftir langar vökur, þetta hefur nú lengi verið vitað.
Svo er það blessuð pólitíkin. Hámenntaður prófessor á félagsvísindasviði eyddi mikilli vinnu í það, að sannfæra fólk um að skattalækkun væri skattahækkun og hlaut víst talsvert lof fyrir.
Ofanritað ætti að kenna okkur það, að taka ekki endilega meira mark á sérfræðingum bara vegna þess að þeir bera þann titil. Við þurfum ávallt að beita gagnrýnni hugsun og ekki taka neinu sem gefnu.
Og það má alls ekki heldur fara þá leið, að fordæma fræðasamfélagið, því þrátt fyrir allt, þá hefur það staðið fyrir mestu framförum veraldar.
En það ber að varast "skemmdu eplin" sem þar leynast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. janúar 2011
Að gera mönnum upp skoðanir.
Ég geri mér það stundum til gamans að líta á blogg ESB sinna og hef oftast af því hina mestu skemmtun.
Þeir tóku sig til og birtu gömul ummæli Davíðs Oddsonar varðandi áhuga hans á að sækja um aðild að EB sem var forveri ESB. Þeir sem fylgjast með staðreyndum, en þær hafa oft þvælst fyrir ESB sinnum ef marka má orð stækkunarstjóra sambandsins, vita það, að Davíð Oddsson er alls ekki aðildarsinni.
Þótt hann hafi látið þessi orð falla, þá sagði hann víst líka, að íslendingar þyrftu að halda sínum hagsmunum vel til haga og ekki ætti að ana að neinu, enda hefur Davíð ávallt verið fremur varkár maður. Svo hefur líka oft verið bent á það, að margt varðandi ESB hefur breyst frá því það var EB, þannig að þetta er nú ekki alveg sambærilegt.
Mér þætti hæpin röksemd og fáránlegt að vera að nefna ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur frá árinu 2001, en þá sagði hún hagsmunum okkar betur borgið utan ESB. Hún hefur einfaldlega skipt um skoðun og það er ekkert athugavert við það.
Aldrei myndi ég telja Jóhönnu í liði með okkur sem andstæðir erum aðild, en skil að mörgu leiti afstöðu Evrópusinnanna. Þeir hafa ekki sterka talsmenn, þannig að þeir nota nafn Davíðs sér þá til framdráttar. Enda ber öllum saman um, að hann er öflugur liðsmaður hvar sem hann er, þótt gömul og úrelt skoðun hans sé kannski ekki mjög til framdráttar og hann löngu búinn að henda henni.
En það sjá andstæðingar staðreynda ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 1. janúar 2011
Hissa á viðbrögðum Lilju.
Ég hef ágætt álit á Lilju Mósesdóttur og hef m.a. hælt henni í mínum pistlum. Álit mitt á henni hefur ekkert breyst, hún er góð og heiðarleg kona ásamt því að vera góðum gáfum gædd.
En að ergja sig á ummælum Össurar eða einhverskonar líkingamáli sem hann notar, hún ætti ekki að vera að því. Enda er ekkert að marka það sem hann segir, en ég get fallist á það að hann sé oft á tíðum fjári fyndinn.
Mig langar t.a.m. að rifja upp brot úr viðtali sem við hann var tekið í Viðskiptablaðinu árið 2004, þann 11. júní nánar tiltekið ef menn vilja fletta þessu upp.
Þar segir trúðurinn þrælfyndni m.a.; "Að því er hringamyndun varðar er ég þeirrar skoðunar, að samþjöppun sé ekki eins skaðleg og hún var áður fyrr og umferðarreglurnar skýrari". Svo segir hann á öðrum stað í viðtalinu; "Núna er hér komið upp margs konar veldi. Ég las það í Viðskiptablaðinu að það séu kannski um tíu viðskiptasamsteypur, sem séu að slást hér. Mér finnast hætturnar ekki jafn yfirþyrmandi og þegar ég var yngri þingmaður".
Þarna var hinn sanni samfylkingaandi yfir Össuri, það var verið að mynda vinartengsl við auðmennina, þannig að vinstri maðurinn sem hann áður var, breyttist í argasta auðvaldshyggjumann á einni nóttu.
Svo að sjálfsögðu þegar umhverfið breytist, þá var hann jafnsnöggur í vinstri gírinn á ný, því það kom stemming fyrir vinstri stjórn.
![]() |
Segir Össur sýna VG fyrirlitningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 1. janúar 2011
Sátt, samstaða og bjartsýni.
Forsætisráðherra hæstvirtur kallaði etir sátt, samstöðu og bjartsýni þjóðar sinnar.
Þetta hljómar fallega í fyrstu, en oft hafa orð dulda merkingu.
Þessi úr hennar munni, hafa aðra merkingu en þau gefa til kynna, við fyrstu sýn.
Með því að tala um sátt meinar hún, að við eigum að vera sátt við hana og hennar sjónarmið.
Með því að tala um samstöðu, þá er hún að tala um að við eigum að standa með henni.
Með því að tala um bjartsýni, þá er hún að vonast til þess að þjóðin fyllist ákveðnu óraunsæi og sé ekkert að hafa fyrir því, að krefja hana svara um ýmislegt misjafnt varðandi hennar gjörðir. Bjartsýni getur líka stundum þýtt ákveðið óraunsæi, þ.e.s. fólk lifir í ákveðnum draumaheimi og telur sér trú um að allt sé svo gott og fallegt.
Það er engu betra en mikil svartsýni, meðalhóf er best í þessu eins og öðru.
Af þessum sökum get ég engan veginn verið sammála þessum orðum þegar þau koma frá Jóhönnu Sigurðardóttur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. janúar 2011
Icesave, enn á ný.
Alger aulaháttur ásamt drjúgum skammti af vanhæfi hrærist saman í illa lyktandi grautarskál, þegar hugsað er til vinnubragða ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. Og ræfildómur fjölmiðla varðandi það, að sækja stíft á fjármálaráðherra og krefja hann almennilegra skýringa á þessum "gungu og drusluhætti" sínum í þessu mál, er til háborinnar skammar.
Eining fékk Steingrímur drjúga aðstoð frá utanríkisráðherra til að ljúga sig út úr þessum alvarlegu mistökum sem hann framdi, er hann sendi vanhæfa samninga nefnd til að tala fyrir okkar hönd.
Össur sagði í umræðunni þann 8. júní 2008 (heimildir eru fengnar af vef Björns Bjarnasonar); "Ég get staðfest það, að samningsblaðið sem var undirritað við Hollendinga elti okkur eins og afturganga í gegn um alla þessa samninga".
Annað hvort er Svavar lyginn bæði og ómerkilegur eða hefur ekki vitað staðreyndir í málinu. Ég veit ekki hvort Hollendingar hafi hreinlega logið að honum, en látum það liggja milli hluta.
Í annarri tilvitnun á vef Björns Bjarnasonar segir og þar er vitnað til Ingibjargar Sólrúnar, sem var utanríkisráðherra þegar Brusselviðmiðin voru gerð; "Hinn 14. nóvember árið 2008 náðu viðræðunefndir Íslands, Hollands, Bretlands og Þýskalands undir forystu Frakklands (sem þá var í forsæti innan Evrópusambandsins) samkomulagi um stuttan texta..."
Niðurstaðan af þessum viðræðum var sú, að samkomulagið við Hollendinga var þar með úr sögunni.
Þannig að ekkert minnisblað hefur verið að þvælast fyrir, né heldur samkomulag, því allt slíkt var numið úr gildi.
Það sem Össur og Svavar sögðu varðandi þetta er ekkert annað en haugalygi.
Flestir íslendingar þekkja svo framhaldið til dagsins í dag.
Hafi menn viljað ná fram réttri niðurstöðu, þá hefði þurft að sækja málið á hefðbundnum forsemdum.
Íslendingar hefðu getað haldið því til streitu að greiðsluskylda ríkisins væri ekki til staðar, smkv. EES samningum. Þá hefðu viðsemjendur getað bent á að neyðarlögin hafi mismunað innistæðueigendum. Hægt hefði verið að fara yfir það mál og sú niðurstaða fengist, sem þekkt er í dag, að neyðarlögin standast fyrir dómi.
Svo varðandi ásökun ESA um það að rangt hafi verið staðið að innleiðingu tryggingasjóðsins, þá hefði verið hægt að skoða það vandlega og grípa til varna, eins og gert er í svona málum.
Menn hefðu átt að krefjast tíma til að fá öll mál á hreint. Það er ekkert annað en helber "gungu og drusluháttur" að hlaupa dauðhræddur eftir öllu því sem útlendingar segja. Það er ekki til þess að efla virðingu þjóðarinnar út á við.
Svo eftir að allt væri komið á hreint varðandi neyðarlögin og innleiðingu innistæðutrygginga, þá hefði verið hægt að skoða málin á réttum grundvelli.
Það var nefnilega greinilegt, þegar "Svavarsnefndin" var send út, að ekki voru allar forsendur þekktar þá. Og að fara út í samningasviðræður í flóknum milliríkjadeilum, án þess að hafa fengið allar staðreyndir á borðið, það lýsir meiri heimsku en æskilegt er, að æðstu ráðamenn lýðveldisins séu haldnir.
Og ef Steingrímur ætlar enn og aftur að hanga í þeirri þvælu, að frestun samkomulags hafi kostað okkur stórfé, þá er honu ekki viðbjargandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. janúar 2011
"Þeir hlusta þá bara svona mikið á ykkur".
Eftir að foringjar stjórnarandstöðunnar höfðu bent Jóhönnu á þá staðreynd, að landsmenn væru nú ekki alveg sammála hennar sjónarmiðum, varðandi batnandi hag landsmanna, þá sagði hún blessunin; "þeir hlusta þá svona mikið á ykkur".
Það var rétt sem Davíð sagði á landsfundinum forðum daga, hún er alveg eins og álfur úr hól.
Þeir sem fylgst hafa með fjölmiðlum síðustu ára ættu að vita að, þeir hallast flestir til Samfylkingar og eru lítt gefnir fyrir að halda á lofti sjónarmiðum hinna flokkanna, nema ef vera skildi sjónarmiðum VG.
Í hvíld sinni frá erli dagsins settist hún eitt sinn fyrir framan sjónvarpið og horfði á fréttir. Þá kom henni víst alveg í opna skjöldu ofbeldi bankanna gagnvart almenningi, hún sagði frá því í Kastljósi að hún hafi verið rasandi hissa þegar hún sá þetta í fréttunum.
Augljóslega er hún svo upptekin af að ljúga sig út úr allri vitleysunni og halda sér í stólnum frá degi til dags, að hún gleymir því, að hún hefur talsvert um aðgerðir fjármálageirans að segja og ætti nú að fylgjast með hvernig gengur að slá skjaldborg utan um almenning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. janúar 2011
Er enginn þekking til staðar eftir áratuga reynslu?
Nú rifjaðist upp fyrir mér tæplega þrjátíu ára gamalt atvik.
Þannig var að um borð í togara sem ég var á starfaði ungur stýrimaður, rúmlega tvítugur. Hann var afburða verkmaður og snar í tilsvörum. Í áhöfninni var eldri maður sem hafði verið ansi lengi til sjós, en frekar fljótfær og ekki mjög klár í trolli. Hann hafði verið að gera ákveðið verk í trollinu, ungi stýrimaðurinn sá strax að sá gamli var að gera vitleysu. Þegar hann vinsamlega benti manninum á mistökin, þá svaraði sá gamli; "ég er nú búinn að gera þetta í fjörtíu ár drengur minn", þá kom svarið; "það er ekki nóg að hafa gert þetta í fjörtíu ár, kolvitlaust allan tímann.
Jóhanna hefur starfa í stjórnmálum yfir þrjátíu ár en samt aldrei lært neitt um efnahagsmál, sem er undarlegt.
Að halda því fram að allt sé á uppleið á meðan eðlileg fjárfesting er ekki til staðar og ekkert gert til að auðvelda útlendingum að koma með fjármagn inn í landið, tafið fyrir álversuppbyggingu og sjávarútvegnum hótað frekari álögum, það telst vafasöm sýn á efnahagsmálin.
Ástæðan fyrir lágri verðbólgu er náttúrulega ekki jákvæð, þótt lág verðbólga sé góð. Ástæðan er nefnilega sú að neysla hefur dregið saman og þar af leiðandi eftirspurnin. Ekki er það gleðilegt að gjaldeyrisvaraforðinn sé að stórum hluta fenginn að láni, þau kosta nefnilega sitt.
Frægt er þegar hún talaði um uppsveiflu þegar það ríkti í raun samdráttur.
Það má segja að það góða sem gerst hefur í samfélaginu sé ekki þeim að þakka. Ástæðan fyrir jákvæðum vöruskiptajöfnuði er lágt gengi krónunnar og minni eftirspurn eftir innfluttum vörum, sökum peningaskortsfyrirtækja og einstaklinga.
Þótt afleiðingarnar hafi að vissu leiti góð áhrif, þá er orsökin skelfileg í raun.
Og ef menn eru að velta fyrir sér ástæðu þess að ég kom með togarasöguna til samanburðar, þá upplýsi ég það, að Sigmundur Davíð var eiginlega í hlutverki stýrimannsins unga í Kryddsíldinni í dag.
![]() |
Uppbygging og vöxtur framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)