Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Hvers vegna álver?
Álver hafa ýmsa góða kosti í för með sér. Auk þess að bjóða upp á ca. 500. störf hvert fyrir ófaglærða jafnt sem faglærðra auk hámenntaðra einstaklinga, þá greiða þau umtalsvert í formi skatta, eru í hópi fjögurra stærstu skattgreiðenda landsins. Það munar um minna.
En til að einfalda málið, þá þurfum við störf sem skapa gjaldeyri. Það skiptir engu máli hvort það er álframleiðsla eða eitthvað annað. Ekki skal gera lítið úr tölvuleikjafyrirtækinu CPP, en þeir skapa 300. störf og það er vissulega mjög gott. En hvers vegna eru þá ekki fleiri fyrirtæki í sama geira?
Nú stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að okkur vantar tekjur strax. Og þá þurfa menn að leggja tilfinningarnar tímabundið til hliðar.
Álfyrirtæki eru tilbúin til að hefja starfsemi og við höfum ekki efni á að sleppa þeim.
Okkur ber að nýta öll þau tækifæri sem sannarlega gefa okkur peninga og lágmarka alla áhættu. Engum er bannað að þróa góðar hugmyndir og vinna þeim brautargengi. Staðan er hinsvegar sú að óábyrgt er um þessar mundir að leggja mikið fjármagn í áhættustarfsemi þá sem fylgja sprotafyrirtækjum.
Meðan stjórnvöld leggjast gegn álframleiðslu og leitast við að leggja auknar álögur á sjávarútveginn, þá eru þau að vinna gegn þjóðarhagsmunum.
Annars hafa þau verið að vinna gegn þjóðarhagsmunum frá því þau tóku við valdataumunum. Það nægir að nefna Icesave vitleysuna í þessu samhengi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Er hagkerfið að vaxa?
Það er hægt að beita allskyns brellum til að fegra ástandið, en þær duga ekki til langframa.
Ríkisstjórnin hefur lítið gert til þess að hvetja þjóðina og greiða fyrir endurnýjun fjármagns.
Lánsfé á reikningum Seðlabanka Íslands sem kallast gjaldeyrisvarasjóður getur varla staðist til langframa. Ef svo væri þá ætti ég að vera milljónamæringur ef ég gæti t.a.m. fengið 100. milljónir að láni.
Útflutningur atvinnuleysis til Noregs fegrar tölurnar að einhverju leiti, en gortið vegna lækkandi verðbólgu er hálf undarlegt.
Hvernig á að geta orðið til verðbólga þar sem fjármagn er af skornum skammti og þar af leiðandi lítil eftirspurn? Ég held að menn ættu frekar að hafa áhyggjur af verðhjöðnun sem gæti verið yfirvofandi ef ekkert verður að gert.
Það þarf enn og aftur dugandi ríkisstjórn sem vakið getur upp von og trú hjá almenningi í stað þess að vera í stöðugum blekkingarleik.
![]() |
Enginn minnst á Parísarklúbbinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Kreppan er alþjóðlegt fyrirbæri.
Þótt ýmsir hafi fjallað um kreppuna hér á landi og gefið í skyn að hún sé einna dýpst hér hjá okkur, þá sleppa afar fá ríki við hana. Það er einnig huglætt mat og erfitt að sanna með óyggjandi hætti, hvar hún kemur verst niður.
Það er engum til góðs að skammast út í fyrrum stjórnarherra og eftirlitsstofnanir, þekkt er að heimurinn var steinsofandi á verðinum og þar af leiðandi Ísland líka.
Biðraðir eftir matargjöfum segja sumir vera sér íslenskt fyrirbrigði. Ég hef samúð með því fólki sem þarf að þiggja matargjafir, en við því miður erum að upplifa erfiða tíma og þeir verða ekkert auðveldari þótt fólk skammist út í allt og alla.
Í Danmörku er líka kreppa þótt margir hafi dásamað Norræna velferðarkerfið sem þar ríkir. Í danska blaðinu "Politiken" er sagt frá því, að 200.000. manns lifa við eða undir fátæktarmörkum og þar af séu 107.000. manns sem séu langt undir fátæktarmörkum.
Biðraðir eftir matargjöfum hafa aldrei verið lengi og talsmaður Hjálpræðishersins í Danmörku segir að það þurfi að neita barnlausum um matargjafir, því miður.
Erfitt er að segja til um hvort Davíð Oddson hafi eitthvað komið að stjórn mála í Danaveldi eða Geir H. Haarde, en að sögn sumra eru þeir helst ábyrgir fyrir flestum ef ekki öllum afleiðingum kreppunnar.
Nei þetta gerist í Danmörku, þrátt fyrir að jafnaðarmenn hafi ríkt þar lengi. Fjármálahrunið bitnar á öllum heiminum, þótt nokkrir þröngsýnir einstaklingar hér á landi haldi annað.
Haldi einhver að nöldur, skammir og ofbeldismótmæli komi okkur út úr kreppunni, þá er það misskilningur.
Besta leiðin er sú að halda ró sinni og rækta vonina. Erfiðir tímar taka alltaf enda.
Við þurfum að auka gjaldeyristekjur og virkja hugmyndaflugið, öðruvísi komumst við ekki út úr kreppunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. nóvember 2010
Gamli ritsóðinn.
Þegar ég er í landi þá ferðast ég gjarna um netheima til þess að stytta mér stundir. Ég hef orðið var við að sumir vitna í gamalmennið Jónas Kristjánsson og ergja sig yfir skoðunum hans.
Ég hef gaman af undarlegu fólki og þess vegna les ég stundum skrifin hans, en að vitna í hann eða taka mark á honum, það hefur mér aldrei dottið í hug.
En hann má eiga það að honum tókst oft að plata mig til að kaupa DV meðan hann hélt um stjórnvölinn. Fyrirsagnirnar bentu oft til þess að eitthvað áhugavert lesefni leyndist í blaðinu, en eftir að hafa flett í gegn um það henti ég því oft ansi argur í ruslatunnuna. Samt tókst honum að plata mig aftur og aftur, sennilega vegna þess að ég er afskaplega einfaldur og trúgjarn að eðlisfari.
Það er vel hægt að skilja reiði hans yfir kosningaþátttökunni varðandi stjórnlagaþingið.
Áratugum saman hefur hann reynt að vera marktækur í samfélaginu en ekki tekist það. Innihaldslaust reiðinöldur biturs gamalmennis höfðar illa til fjöldans.
Svo langar honum á stjórnlagaþing til að reyna að hafa áhrif á samfélagið og þá er enginn þátttaka.
Vitanlega finnst honum kjósendur vera fífl, þeir eru fáir sammála honum. Reiðum gamalmennum finnst allir vera fífl sem eru ekki á sömu skoðun og þau.
Og fyrst fjöldi manns lýsti ekki yfir aðdáun á hans framboði, þá telur hann þá sem ekki kusu vera fávita sem ekkert kunna.
Hver hefur ekki kynnst bitrum gamalmennum sem kalla þá sem eru á öndverðri skoðun fífl og fávita?
Ég skil ekki hvers vegna alltaf er verið að vitna í óráðshjalið hjá honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 29. nóvember 2010
Hví allt þetta fár út af Gunnari í Krossinum?
Ekki þekki ég neitt til þessa máls, þannig að ég tjái mig ekki um það. En hvers vegna setja menn stöðugt fólk upp á stall?
Þeir einstaklingar sem lyft er upp á háan stall eiga það sameiginlegt með öllum að lifa í holdi og vera fæddir af jarðneskri móður eftir að jarðneskur faðir hefur getið þá eftir hefðbundnum leiðum.
Við erum öll jöfn og eigum skilið að njóta sömu virðingar. Aðeins einn maður er verður þess að vera settur á stall og það er Jesú Kristur, enda er hann algerlega hreinn og laus við synd. Hann er algerlega fullkominn í alla staði.
Þessi umræða um Gunnar hvetur mig enn meir í þeirri afstöðu minni að standa utan trúfélaga, reyndar er ég skráður í þjóðkirkjuna og hef ekki séð ástæðu til að leita annað. Ég á við söfnuði þá sem telja sig þekkja betur til Drottins en aðrir menn.
Aldrei hef ég vænst þess að prestar séu að neinu leiti öðrum mönnum fremri. En þeir geta margir flutt prýðis góðar ræður og eru margir góðum gáfum gæddir. En þeir eru menn eins og ég og það segir sitt.
Fyrir fjölmörgum árum var ég leitandi mjög á hinum trúarlega vettvangi og kynnti mér flesta söfnuði landsins. Í þeim öllum kynntist ég afskaplega góðu og kærleiksríku fólki sem umfaðmaði mig með mikilli hlýju. Öllum var þeim það sameiginlegt að vilja mér vel. En jafnframt höfðu allir söfnuðirnir þá einkennilegu áráttu að vilja stjórna mínu lífi og sannfæra mig um að þeirra túlkun á Biblíunni væri sú eina rétta.
Ég er afskaplega sjálfstæður í hugsun, þannig að svona stjórnsemi hentaði mér engan veginn, mér er líka ákaflega illa við að einhver maður er talinn mér æðri. Mín bjargfasta skoðun er sú, að ég á mér aðeins einn leiðtoga og það er Jesú kristur, hann er sá eini sem ég get fullkomlega treyst.
Svona aðeins í framhjáhlaupi langar mig að geta þess, þar sem ég er einn harðasti sjálfstæðismaður Íslands, að ef Valhallarfólkið eða forystan myndi reyna að stjórna mínum skoðunum, þá segði ég mig úr flokknum undir eins.
Það er illa gert gagnvart hverjum sem er að hefja hann upp á stall. Allir hafa einhverja hæfileika sem hægt er að nýta. Þótt menn hafi lipra tungu og góða þekkingu, þá eru þeir sömu gerðar og við hin. Sagan hefur sýnt fjölda hrasana fólks sem sett hefur verið á stall. Það er eðlilegt, því enginn maður er öðrum fremri.
Við getum treyst mönnum til hina ýmsu verka, læknum til að lækna okkur, leiðtogum til að leiða okkur osfrv.
En gerum aldrei meiri væntingar til annarra en við gerum til okkar sjálfra.
![]() |
Gunnar stígur til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. nóvember 2010
Vel heppnuð leikflétta hjá VG
Þótt vinstri menn séu algerlega vanhæfir til að stjórna landinu, þá geta þeir búið til ágætar leikfléttur sem plata saklausan almúgann Og það er einmitt að koma í bakið á okkur núna.
Ekki skal fullyrt að VG hafi átt upphafið að "Búsáhaldabyltingunni", en þau studdu hana með ráðum og dáð, nægir að nefna mótmælaspjöldin sem geymd voru á skrifstofu þeirra, einnig bendir margt til að Álfheiður Ingadóttir hafi veitt mótmælendum dyggilegan stuðning.
Allt fyrir völdin.
Í upplausninni sem ríkti í kjölfar hrunsins sáu þau sér leik á borði. Þeim tókst að ljúga því að almenningi að sjálfstæðismenn væru höfundar hrunsins ásamt framsóknarmönnum og nú þyrfti nýja stjórn.
Veruleikafirrtur og óttasleginn almenningur beit á agnið og treysti fagurgalanum. Fléttan heppnaðist og þjóðin fékk þá vanhæfustu ríkisstjórn sem sögur fara af. Hægt er að nefna mjög altvarlegt klúður í Icesave málinu þegar valdir voru algerlega reynslulausir menn til samninga við Breta og hollendinga. Enda hefðu þeir klúðrað efnahag þjóðarinnar til langframa ef hún hefði ekki risið upp með dyggum stuðningi forsetans og stjórnarandstöðunnar á alþingi. Það hefur lítinn tilgang að rifja upp fleiri dæmalaus klúðursmál þessarar ríkisstjórnar, flestum ættu þau að vera kunn.
En nú hefur margt komið í dagsljósið sem staðfestir að margt reyndist örðuvísi en ætlað var þegar hrunið skall á.
Heimskan tröllreið heiminum á árunum fyrir hrun, allir treystu því að heimurinn ætti endalausa auðfistíma fyrir vændum. Íslenska ríkisstjórnin, ásamt flestum ríkisstjórnum hins vestræna heims, var haldin sömu sjálfsblekkingunni. Þetta kallast heimska en ekki glæpur þótt vinstri menn rugli því stöðugt saman. Ef það ætti að lögsækja menn fyrir heimsku þá væri réttarkerfið óstarfhæft að öðru leiti en því að rannsaka asnastrik vinstri manna á liðnum árum.
Viðbrögð fyrri ríkisstjórnara voru ekki svo slæm miðað við þær aðstæður sem ríktu þegar hrunið skall á. Greiðslumiðlun við útlönd gekk ágætlega og það þótti kraftaverk á þeim tíma. En vinstri menn lugu því að þjóðinni að Davíð Oddson og fleiri hefðu búið til efnahagshrunið og gott ef mestu ákafamennirnir kenndu þeim ekki um alheimshrunið. Og margir trúðu þeim.
Maður að nafni Matthew Lynn sem er sérfróður um bankahrunið og viðbrögð við því ritaði grein í Breska vikuritið Spector. Þar leiðir hann rök fyrir því að viðbrögð íslendinga hafi verið hárrétt. Þeir létu bankanna falla en dældu ekki peningum í það eins og aðrar þjóðir. Írar eru í slæmri stöðu vegna þess að þeir fóru ekki íslensku leiðina, sama má segja um Bandaríkjamenn og Breta. En fjölmiðlar halda svona fréttum frá almenningi vegna þess að þeir eru vinir vinstri manna og haldnir vinstri villu.
"Heimskur er heimaalinn hundur" segir gamalt og gott máltæki. Þeir sem hæst gapa um hin meintu mistök fyrri ríkisstjórnar og dásama ESB ættu að skreppa til Írlands og spjalla við almenning þar. Skyldu Írar vera glaðir með sína stöðu og þakklátir fyrir það að vera í ESB um þessar mundir?
Það gengur erfiðlega að koma því í höfuð margra, að græðgi fjármálamanna olli hruninu. En dropinn holar steininn með því að falla oft, þannig að ekki er öll nótt úti enn.
Finnski sérfræðingurinn Kaarlo Jäänari benti á þá staðreynd, að sama hversu öflugt eftirlit væri til staðar, þá væri ekki hægt að koma í veg fyrir gjaldþrot banka. En hljótt hefur verið um skýrslu finnans eftir að hún kom út, vegna þess að hún hentar ekki málstað ríkisstjórnarinnar.
Allt eftirlit má þróa og bæta, en það þarf að gerast á yfirvegaðan hátt en ekki með gaspri og lygaþvættingi valdagráðugra vinstri manna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 29. nóvember 2010
Stjórnlagaþing, til hvers?
Þessi tæra vinstri stjórn sem nú ríkir viðhefur hin ýmsu sálfræðitrikk í þeirri vona að hægt sé að róa almenning. Það nýjasta er víst hið víðfræga stjórnlagaþing, sem engan tilgang hefur.
Stjórnmálamenn móta sína eigin stefnu og þegar þeir spyrja ráða, þá eru þeir oftar en ekki að leita staðfestingar á sínum eigin skoðunum. Ef stjórnlagaþingið kemur með ályktun sem brýtur í bága við skoðanir ríkjandi stjórnvalds, þá verður hún felld. Stjórnlagaþingið er ekkert annað en óþarfa bruðl og það hefur engan tilgang annan en þann, að ríkisstjórnin vill telja fólki trú um að hún virði óskir þess.
Pirrað gamalmenni sem gegndi stöðu ritstjóra í áraraðir telur íslendinga vera fífl. Það er sjónarmið út af fyrir sig, en stenst varla skoðun. Hann er vitanlega argur yfir litlum stuðningi við stjórnlagaþingið, enda vildi hann komast á það í þeirri von að geta drýgt þann rýra lífeyri sem öldruðum er skammtaður hér á landi.
Það er búið að leggja í mikinn kostnað við að halda þjóðfund. Niðurstaða hans var ekkert annað en ágæt lífspeki sem hefur verið þekkt lengi og hefði verið hægt að nálgast með litlum tilkostnaði, jafnvel engum. Það þarf bara aðeins að setjast niður og hugsa, en stjórnarherrum er það víst ekki tamt um þessar mundir.
Svo á að eyða peningum í þetta gæluverkefni sem stjórnlagaþing kallast. Það er víst gamall draumur forsætisráðherra, en þegar draumar hennar verða uppfylltir, þá ætti þjóðin að kvíða.
Hvað gerðist ekki þegar hennar tími loksins kom?
Þá settist við völd ein vanhæfasta og skrítnasta ríkisstjórn sem mannkynssagan þekkir og er þó af nógu þar að taka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Vanhæfir leiðtogar.
Ekki þarf að lesa mikið í sögunni til að átta sig á eiginleikum þeim sem leiðtogar þjóða þurfa að hafa til að bera.
Þeir þurfa að marka stefnu samfélagi sínu til handa og framfylgja henni, einnig verða þeir að geta vakið vonir hjá þegnunum. Ágætt er líka að senda hvatningarorð til þjóðarinnar og segja hana sterka bæði og dugmikla. Það eykur þjóðerniskenndina og þjappar fólki saman.
Leiðtogar þurfa að hafa mikinn sannfæringakraft og tala beint inn í hjarta sinnar þjóðar, þeir þurfa að fá þjóðina til að öðlast sjálfstraust sem gerir hana hæfari til þess að takast á við verkefnin.
En það gerðist víst að tími Jóhönnu kom og hún gerðist leiðtogi þjóðarinnar, því miður.
Hún og hennar flokkur hefur ekki nokkra trú á þjóðinni, vegna þess að þau skortir sjálfstraust. Frægt er þegar fyrrum formaður Samfylkingarinnar kvað þjóðina ekki treysta flokknum fyrir landsstjórninni. Samfylkingarfólkið telur allt sem íslenskt er handónýtt og að okkar helsta von sé sú, að Evrópusambandið reddi okkur.
Margir gætu sagt að með svona leiðtoga ættum við litla von.
En þjóð sem hefur barist áfram af eigin rammleik og sigrast á sárri fátækt, henni eru allir vegir færir. Okkur tókst á undraskömmum tíma að breyta torfbæjum í nútíma hús, brothættum fleytum í hátækniskip og við útrýmdum nær ungbarnadauða sem þjakaði þjóðina öldum saman.
Við eigum góða sögu og mikinn mannauð ásamt stórkostlegum náttúruauðlyndum. Við breyttum fljótum úr því að vera farartálmar í verðmæti.
Ríkisstjórnin heldur sjálfri sér sofandi í öndunarvél, hún er ósamstíga og sjálfri sér sundurþykk. Meðan hún í afneitun dvelur þá getur þjóðin undirbúið sig fyrir nýja tíma.
Og þegar hún hverfur frá völdum þá eru okkur loksins allir vegir færir.
Þegar sá tími kemur þá líða áratugir þar til þjóðin yfirgefur skynsemina á ný og hallar sér til vinstri, ef hún gerir það þá nokkurn tíma aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Stóra Íraksmálið?
Ríkisstjórnin virðist mjög áhugasöm um það, að hefja rannsókn á ástæðu þess að íslendingar fóru á lista yfir "viljugar þjóðir".
Ef hæstvirt ríkisstjórn nýtir sér almenna skynsemi, til tilbreytingar einu sinni, þá má glöggt sjá ástæðuna. Hún hefur lengi legið fyrir.
Nú hefur mikilvægi hersetunnar á Keflavíkurvelli komið í ljós. Eftir að herinn hvarf á brot þá varð atvinnuleysi mikið á suðurnesjum. Árið 2003 voru uppi hugmyndir Bandaríkjamanna þess efnis að skera niður í hernaðarmálum og fækka herstöðvum. Vitanlega tóku æðstu menn landsins þá ábyrgu ákvörðun að styðja Bandaríkjamenn á þessum tímapunkti.
Bandaríkjamenn hafa reynst okkur ákaflega vel, nægir að nefna þá ríkulegu Marshall aðstoð sem við hlutum, að sumu leiti óverðskuldaða. Einnig er hægt að týna fleira til sem staðfestir velvilja Bandaríkjamanna í okkar garð. Vitanlega spila hagsmunir þeirra stóra rullu í þessu samhengi, enda fæst víst ekkert ókeypis í þessum heimi.
Það hefði verið óskynsamlegt að neita þeim um stuðning á þessum tíma og líklegt var á þessum tíma, að herinn hyrfi eins og skot ef íslendingar styddu ekki stríðið.
Það er nefnilega ekki alltaf hægt að vera þiggjandi í samskiptum við aðra.
Nú hefur komið í ljós að kjarnorkuvopn voru ekki til staðar og ýmislegt fleira sem þá var ekki vitað.
Ýmsum þætti nú viturlegra að einbeita sér frekar að þeim vandamálum sem þarf að leysa heldur en að rannsaka mál sem liggur ljóst fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Grunnhyggnir fábjánar.
Grunnhyggnir fábjánar hafa verið hluti mannlífsflórunnar og má rekja sögu þeirra allt til upphaf búsetu mannsins hér á jarðríki. Fólk í þessum hópi á það helst sameiginlegt að éta einhverja vitleysu upp eftir öðrum og dreifa á milli sín.
Það er mjög vinsælt hjá þessu ágæta fólki að bera lygar upp á fólk eins og mig, þ.e.a.s. þá sem aðhyllast stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Við eigum að vera viljalaus verkfæri þeirra sem í Valhöll starfa.
Nýjasta bullið er víst það, að við sjálfstæðismenn höfum fengið fyrirmæli um hverja við ættum að kjósa til stjórnlagaþings.
Ég er þakklátur Valhallarfólki fyrir þennan lista, því ekki hefði ég viljað kjósa einhvern sem vill umbylta stjórnarskránni og gera einhverjar fljótfærnis þvælur við þetta virðulega plagg sem þjónað hefur okkur með stakri prýði. Sigurður Líndal benti á nauðsyn þess að fara betur eftir því sem þar stendur í stað þess að breyta henni. Ég er sammála Sigurði og þarf engin fyrirmæli frá Valhöll þess efnis. Ég er stoltur sjálfstæðismaður sem er fullfær um að móta mínar eigin skoðanir á hinum ýmsu málum.
Ef einhver úr þessum flokki les þetta og ætlar að brigsla mér um að telja alla þá grunnhyggna fábjána sem ekki eru sammála mér, þá skal það leiðrétt hér með. Ég hef miklar mætur á sumum þeim er til vinstri hallast, Lilja Mósesdóttir hefur staðið sig vel, Ögmundur Jónasson á marga ágæta spretti osfrv. Þetta snýst um ákveðið eðli sumra sem mér þykir afar hvimleitt en ekki endilega stjórnmálaskoðanir eða lífsstefnu viðkomandi.
Grunnhyggnir fábjánar hafa fullan rétt a að vera eðli sínu samkvæmir og ég hef fullan rétt til að hafa mínar skoðanir á þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)