Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010
"Vandi Glitnis er lausafjárvandi".
"Líklegast virðist úr því sem komið er, að Sjálfstæðisflokkurinn búist nú til að afhenda einkavinum sínum í Landsbankanum bréf ríkisins í Glitni sem fyrst með kveðju frá skattgreiðendum."
Ofangreind tilvitnun er í grein sem Þorvaldur nokkur Gylfason ritaði í Fréttablaðið þann 2/10 2008. Sá Þorvaldur er sá sami og margir hafa hrósað fyrir að hafa séð þetta allt saman fyrir og hann var helsta vonarstjarna margra varðandi stöðu seðlabankastjóra.
Ef Þorvaldur hefði sest í stöðu seðlabankastjóra í aðdraganda bankahrunsins, þá er hætt við að staða okkar væri enn verri en hún er í dag. Hann hefði hugsanlega farið sömu leið og Írar og það hefði kostað okkur 8000. milljarða króna.
Þrátt fyrir mikið hól í hans garð, bæði frá honum sjálfum og örðum, þá sýndi hann ekki mikla framsýni né heldur þekkingu á raunverulegu ástandi hins hrunda fjármálakerfis. Á þessum tíma trúði hann því að sjálfstæðismenn myndu afhenda Landsbankamönnum Glitnisbréfin á silfurfati. En hann er eins og margir samfylkingamenn, afar veikur fyrir hinum ýmsu samsæriskenningum og mikill meistari í spuna.
Hann hafði ekki hugmynd um raunverulega stöðu fjármálakerfisins, Davíð Oddson virtist fara næst sannleikanum í því máli, enda voru teknar bestu ákvarðanirnar sem mögulegt var haustið 2008.
Benda má á að greiðslumiðlun við útlönd hélst og þar af leiðandi stöðvaðist hvorki inn né útflutningur á þessum tíma. Það var engan veginn sjálfgefið.
Og ef tillögu Þorvaldar hefði verið fylgt, þá hefði það kostað okkur ca. 8000. ma., það er stór upphæð fyrir litla þjóð, þannig að eflaust hefðu þær aðgerðir sett landið í þrot. Írar fóru Þorvaldarleiðina og hægt er að sjá það í fréttum liðinna daga hvernig hún tókst til.
Vandi Glitnis var nefnilega miklu stærri en aðeins lausafjárvandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010
Enn eitt ruglið hjá ríkisstjórninni.
Í þeim hörmulegu kynferðisafbrotamálum sem upp hafa komið á Breiðavík og Bjargi svo dæmi séu tekin, þá hafa brotaþolar fengið bætur fyrir þann skaða sem þeir hlutu.
Þótt peningar bæti ekki þennan ára skaða, þá sýna þær vissulega viðleitni hins opinbera og gefa skilaboð um að brotaþolar njóti samúðar samfélagsins.
Í þessu tilfelli kristallast sú afar sérstæða stjórnsýsla sem vinstri menn boða, það snýr eiginlega allt á röngunni hjá þeim.
Skjaldborg er slegið um útrásarvíkinga og auðmenn en almenningur er látinn blæða út.
Svo kemur upp tilvik þar sem kynferðisafbrot er framið á vistheimili fyrir börn.
Börnunum eru ekki greiddar skaðabætur og lítið fréttist af umhyggju stjórnvalda þeim til handa.
Heldur er þeim aðilum sem ábyrgð báru á rekstri vistheimilisins greiddar þrjátíu milljónir í bætur.
Ef þjóðin getur ennþá sætt sig við þessa ríkisstjórn eftir allt sem á undan er gengið og þetta atvik ættu að senda skýr skilaboð varðandi vanhæfni "hinnar tæru vinstri stjórnar, þá er hún algerlega steingeld.
Vitanlega á að gera eins og In defence hópurinn gerði varðandi Icesave, það á að safna undirskriftum og mótmæla þessari ríkisstjórn harðlega, krefjast þess að hún fari frá völdum hið fyrsta.
Það að greiða fólki þrjátíu milljónir eftir að börn í þeirra umsjá voru misnotuð kynferðislega er mjög alvarlegt mál.
Ef þjóðin státar af alvöru réttlætiskennd, þá ætti enginn að kjósa vinstri flokka framar.
![]() |
Ráðherrar sömdu þrátt fyrir mótmæli Barnaverndarstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010
Að fara eftir núverandi stjórnarskrá.
Einn úr hópi okkar fróðustu lögspekinga Sigurður Líndal benti á ónauðsyn þess að boða til stjórnlagaþings, betra væri að fara eftir núverandi stjórnarskrá heldur en að breyta henni.
Ég er sammála Sigurði.
Hættan er sú að þetta verði enn einn óþarfinn sem ríkisstjórnin framkvæmir til þess eins að geta slegið áríðandi verkefnum á frest.
Aðeins hef ég lesið greinar eftir frambjóðendur til Stjórnlagaþings, sumir hafa eitthvað til síns máls en aðrir rita eins og þeir þekki lítt til núverandi stjórnarskrár.
Ungur lögfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið í dag, sá bíður sig fram til þingsins.
Ungi maðurinn bendir á nauðsyn þess að koma í veg fyrir að meirihluti alþingis "velji leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu".
Í 15.gr stjórnarskrárinnar segir orðrétt; "Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim".
Þannig að ef farið er eftir stjórnarskránni, þá liggur það ljóst fyrir hver myndi skipa framkvæmdavaldið sem síðan fer með það í umboði forseta.
Margt af því sem sett hefur verið fram af frambjóðendum minnir á frænda Andrésar Andar, en ágætt er að leita í heimsbókmenntirnar til að finna hliðstæður.
Frændinn sem um ræðir var snjall uppfinningamaður, en oftar en ekki fann hann upp ýmislegt sem nú þegar hafði verið fundið upp. Hann fann m.a. upp ljósaperu og gerðist þá glaður mjög, allt þar til hinir spakvitru þríburar Ripp, Rapp og Rupp bentu honum á þá staðreynd að Edison væri löngu búinn að finna hana upp.
Við þurfum ekki nýja stjórnarskrá, við þurfum að læra að þekkja þá gömlu til hlítar og fara eftir henni. Svo má skoða ýmsar breytingar og viðauka í framhaldinu.
Það er viturlegast að auka verðmætasköpun í formi útflutnings frekar en að eyða dýrmætum tíma í þras og þrætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. nóvember 2010
Varúð, hætta á vinstri stjórn!!!
Það ætti að setja fram viðvaranir í öllum fjölmiðlum landsins fyrir kosningar framtíðarinnar ef sýnilegt þykir að vinstri flokkarnir séu að auka við sig fylgi. Þá mun þjóðin staldra við um stund og rifja upp verk "hinar tæru vinstri stjórnar" sem nú situr.
Það má vel fyrirgefa fólki þann skynsemisbrest sem varð í kjölfar hrunsins, þá virðist harður áróður misvitra manna eiga greiða leið að hugum margra. Svei mér þá, margir trúðu því frá innstu hjartarótum að vinstri stefna myndi virka. Svona getur heimskan farið illa með þessa vel upplýstu þjóð.
Eftir tæplega tveggja ára setu vinstri stjórnar virðist flest vera á niðurleið, því miður. Skattar hafa snarhækkað og skattkerfið orðið flóknara en áður, í stað þess að skapa hagstætt rekstrarumhverfi fyrirtækja þá er krafturinn dreginn úr þeim með alls kyns boðum og bönnum, það er leitast við að friða þjóðina með fordæmislausum tilraunum til að lögsækja fyrrum ráðherra.
Það er eins augljóst og að það kemur myrkur eftir að sól hnígur til viðar að vinstri stjórn hækkar skatta. Það er óumbreytanlegt náttúrulögmál. Fyrir síðustu kosningar reiddist Steingrímur joð því ágæta fólki sem benti á þessa staðreynd, Jóhanna kvaðst ekki heldur ætla að hækka skatta. En þau eru eins og sporðdrekinn í sögunni um froskinn, hann varð að stinga og þau verða að hækka skatta.
Hækkun skatta virkar lamandi á samfélagið í heild sinni. Þetta vita allir og vinstri mennirnir líka. En þeim er ekki sjálfsrátt, eiturlyfjaneytandinn veit það að sprautan er honum ekki holl, hann sprautar sig samt því í augnabliksfirringu leitar hann fróunar í dópinu sínu.
Sama er með vinstri menn, í algerri veruleikafyrringu leita þeir fróunar í skattahækkunum, því þeir halda að þá hafi þeir meira svigrúm til eyðslu úr opinberum sjóðum.
Ef farið er yfir söguna í stórum dráttum, þá sést glöggt að vinstri stefnan er í besta falli þægileg sjálfsblekking veruleikafyrrtra háskólamanna.
Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að fá að vera haldinn sjálfsblekkingu í friði.
En að stjórna landi með blekkingunni, það getur haft svolítið alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21. nóvember 2010
Óviðeigandi afskipti af dómsvaldinu.
Fundurinn hjá Vinstri grænum samþykkti tillögu þess efnis, að dómsstólar hyrfu frá því að lögsækja hina frægu níu menninga.
Það lýsir best hversu mikill tvískinnungur ríkir í þessum flokki, að fyrir nokkrum árum fylltust þeir vandlætingu og reiði þegar Davíð nokkur Oddson lét í ljós skoðanir sínar á störfum dómsstóla. En taka ber fram að Davíð lét eingöngu skoðanir sínar í ljósi, hann krafðist þess ekki að dómar yrðu dregnir til baka.
Það hefði allt farið á annan endann í þjóðfélaginu ef sjálfstæðismenn hefðu lagt svona þvælu fram á fundi hjá sér. Enda hafa orð forystumanna Sjálfstæðisflokksins gjarna haft mikið vægi í samfélaginu.
VG er bara lítill flokkur sem slysaðist í ríkisstjórn sökum þess að skynsemin hjá stórum hluta þjóðarinnar hrundi um leið og bankarnir. En skynsemin er að taka við sér aftur hjá þjóðinni, þannig að langur tími líður þar til vinstri stjórn kemst til valda á ný.
Þess vegna er kannski viturlegast að leyfa þeim að standa með vinum sínum og semja fáránlegar ályktanir sem engar stoðir eiga hvorki í lögum né almennum stjórnsýslu hefðum.
Þeirra orð hafa nefnilega ekki nokkra vigt í samfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. nóvember 2010
Foringjadýrkun vinstri manna.
þessi ummæli Lilju Mósesdóttur sýna það með augljósum hætti hversu auðsveipir vinstri menn eru og hræddir við að berjast gegn vilja forystunnar. Oft hefur því verið logið í fjölmiðlum að sjálfstæðismenn eigi við þennan vanda að etja, en svo er ekki.
Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vildi forystan að þingflokkurinn gerði málamiðlun varðandi ESB. Fundurinn reis upp og mótmælti kröftuglega og fékk sínu framgengt. Við sjálfstæðismenn höfum nefnilega sjálfstæðar skoðanir og erum óhrædd við að láta þær í ljós, jafnvel þótt forystan sé ekki á sama máli.
Enda rúmar Sjálfstæðisflokkurinn margar ólíkar skoðanir, þótt öll séum við vitanlega fylgjandi meginstefnu flokksins varðandi frelsi einstaklinga til orða og athafna.
En sjálfstæðismenn hafa lítt verið að gorta af þessu, okkur finnst einhvern veginn það liggja í hlutarins eðli að allir séu jafnir og hafi þar af leiðandi jafnmikið um málin að segja.
Þeir sem setið hafa fundi flokksins muna eflaust eftir mörgum dæmum þar sem hurðum var skellt og hart tekist á um hin ýmsu mál. En það er ekki alltaf verið að auglýsa öll rifrildi sem fram fara, á endanum tekst yfirleit að ná sáttum sem betur fer.
En Vinstri grænir eru stöðugt að grobba sig af miklum byltingarhug og að þeir standi svo fast við sínar sannfæringar.
Mér dettur í hug gamalt og gott máltæki; "hæst gellur í tómri tunnu".
![]() |
Líkjast kommúnistaflokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 20. nóvember 2010
Hvrs vegna er pólitíkin svona eins og hún er?
Í nýútkominni bók sem rituð er um ævi Gunnars Thoroddsen er talsvert fjallað um fyrirgreiðslupólitík. Margir hafa hneykslast á henni og nefnt hana sem dæmi um gjörspillta stjórnmálamenn. En stjórnmálamennirnir, þegar betur er að gáð, voru ekkert spilltari heldur en hinn almenni borgari.
Fyrirgreiðslupólitík komst á vegna þess að eina leiðin til þess að fá atkvæði var að gleðja kjósendur sína á einn eða annan hátt. Í bókinni er tekið dæmi um sjálfstæðismann sem hótar að hætta stuðningi við flokkinn fái hann ekki sínar óskir uppfylltar, þá er átt við hans persónulegu óskir en ekki var verið að hugsa um þjóðarhag í þessu tilfelli. Á öðrum stað er fjallað um konu sem hliðholl var Sjálfstæðisflokknum, en hún var gift vinstri manni. Gunnari, sem þá var borgarstjóri, var bent á það, að með því að útvega þeim lóð, væri væntanlega hægt að snúa honum til hægri.
Það var almenningur í samstarfi við stjórnmálamenn sem bjó til fyrirgreiðslukerfið, þar eru báðir aðilar jafnsekir.
Svo eru það allir styrkirnir sem talað hefur verið um og af sumum hefur verið rætt um mútur í því samhengi. Hver getur verið ástæðan fyrir þeim?
Skyldi það vera vegna þess að landsmenn margir gefa sér ekki tíma til að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á stjórnmálum?
Ef að fólk myndi með yfirveguðum hætti yfirfara málin og skoða sinn hug gagnvart hinum ýmsu stjórnmálaöflum, þá þyrfti minna fé í kynningar á þeim. En mörgum finnst svo þægilegt að láta mata sig á upplýsingum. Og oftast eru þeir kosnir sem lofa að borga nógu mikið fé úr opinberum sjóðum almenningi til handa.
Svo eru það fjölmiðlarnir, mörgum finnst þeir ægilega neikvæðir. En blöðin virðast seljast hvað best þegar þau segja á dramatískan hátt frá hinum ýmsu hneykslismálum sem oft á tíðum eru misjafnar heimildir fyrir. Það selst enginn fjölmiðill sem segir bara frá ánægju, kærleika og gleði.
Áður en farið er að dæma aðra er skynsamlegt að skoða vel í eigin ranni. Við mótum þetta samfélag öll sem heild og stjórnmálamenn dansa með en ekki öfugt. Kröfur hinna ýmsu hagsmunahópa setja stjórnmálamenn í þá aðstöðu að þurfa að ausa oft á tíðum of miklu af opinberu fé í hin og þessi gæluverkefni landsmanna. En með þessu er ekki verið að segja að þeir séu saklausir, vitanlega hættir þeim líka til að maka krókinn fyrir sig og sína.
En þessu öllu þarf að breyta. Við erum örsmá þjóð á lítilli eyju. Við þurfum stjórnmálamenn sem umgangast opinbert fé af mikilli varúð, við þurfum líka að vera sátt við það. Öll þurfum við að líta í spegil, hafa kjark til að horfa á það sem kemur fram og einurð til að sníða af okkur hina ýmsu vankanta. Þá er átt við allar stéttir þjóðfélagsins, stjórnmálamenn líka að sjálfsögðu og ekki síst.
Við þurfum að innræta orðin sem Kennedy sagði fyrir ca. hálfri öld og heimfæra þau á okkar litla land; "ekki spyrja hvað Ísland getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getir gert fyrir Ísland". Því fleiri sem tileinka sér þessa innrætingu, því meiri möguleikar verða til þess að við stöndum flestum þjóðum framar. Of mikil heimtufrekja er nefnilega alþjóðlegt fyrirbæri.
Við eigum að heimta lágmarks skatta og gera lágmarks kröfur til hins opinbera. Ríkið á eingöngu að sjá um grunnþjónustu í mennta, heilbrigðis og velferðarkerfi. Ef allir hætta að heimta frá hinu opinbera, þá er viðbúið að okkar minnstu bræður og systur geti nú loks litið glaðan dag, haft þokkalegt viðurværi. Og þá væri líka auðvelt að mæta erfiðum tímum án þess að finna svo mikið fyrir þeim á eigin skinni.
Það þarf nefnilega samstöðu þjóðarinnar allrar ef við viljum lifa í góðu samfélagi hér á landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 11. nóvember 2010
Haltur leiðir blindan.
Sitjandi ríkisstjórn hefur sannað þetta gamla máltæki svo um munar, hún er eiginlega máltækið svo notast sé við Bandaríska málhefð.
Samfylkingin er hölt. Hana skortir bæði sjálfstraust og getu til að stjórna landinu. Fyrir kosningarnar árið 2007 kvað þáverandi formaður engan eða fáa treysta þingflokknum. Þessi ummæli benda ekki til mikils sjálfstrausts, enda hefur það komið í ljós að þau treysta ekki einu sinni landsmönnum til að ráða fram úr sínum vandamálum upp á eigin spýtur. Þess vegna horfa þau vonaraugum til ESB.
Svo er það blindi helmingur ríkisstjórnarinnar.
Vinstri grænir eru staurblindir á að við þurfum tilfinnanlega á erlendu fjármagni að halda. Þau halda að það sé hægt að hafna hvers kyns atvinnuskapandi tillögum sem í boði eru. Þau eru nefnilega haldinn vinstri blindu á háu stigi, en vitað er að vinstri stefnan hefur aldrei dugað til framþróunar efnahagslífs þjóða.
Spurningin er hvort við viljum láta þann halta leiða þann blinda inn í myrkur vonleysis og doða, eða viljum við lýsandi bjartsýni og hvatningu til góðra verka?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11. nóvember 2010
Er gott að hafa mikið af nýju fólki á alþingi?
Síðustu misseri hafa margir óskað eftir endurnýjun á alþingi og sumir hreinlega viljað skipta öllum út og fá nýtt fólk í staðinn.
Það er ekki heil brú í þessari hugsun.
Það er eins og landsmenn hafi gleymt því í kjölfar hrunsins að þeim sem haldnir eru þeim takmörkunum að þvælast um í holdi hér á jörð, hættir til að gera mistök. Því miður er hér engin undantekning, þannig að engin trygging er fyrir bættara samfélagi þótt öllum þingmönnum yrði skipt út fyrir nýja.
Þvert á móti þá hættir nýliðum oftar en ekki til að gera fáránleg aulamistök sökum reynsluleysis. Það hefur komið berlega í ljós að þekking margra nýrra þingmanna á þrískiptingu valdsins er fremur rýr, þótt nauðsynlegt sé að þeir sem gefa kost á sér til þingstarfa kynni sér einfaldasta grunn stjórnsýslunnar.
Nokkrir þingmenn lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis að níumenningarnir yrðu ekki ákærðir.
Það er alls ekki hlutverk alþingis að skera úr varðandi sekt eða sýknu, alþingi hefur það hlutverk helst að setja lög en ekki dæma eftir þeim. Það er einmitt vegna þrískiptingarinnar
Svo er það einn nýliðinn sem kveðst vera hættur að segja háttvirtur bæði og hæstvirtur. Þar ruglar viðkomandi saman embættinu og þeirri persónu sem því gegnir.
Það er ekki verið að segja "hæstvirt Jóhanna", heldur "hæstvirtur forsætisráðherra". Á þessu tvennu er nefnilega heilmikill munur.
Það er nefnilega sama hvort við höfum reynt fólk eða byrjendur á þingi. Mistök eru og munu verða hluti af mannlegu eðli og er þar enginn undanskilinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 7. nóvember 2010
Auka þarf atvinnu og lækka skatta.
Hvernig stendur á því að tvær einfaldar staðreyndir ná ekki eyrum stjórnarherranna um þessar mundir?
Tvö góð skref til endurreisnar eru einfaldlega að auka atvinnu og lækka skatta. Það þarf að liðka fyrir erlendum fjárfestingum til álframleiðslu og snarauka fiskveiðikvóta svo um munar. Í framhaldinu er hægt að lækka skatta, lágmarksskattar eru góð leið til að auka almenna velsæld hér á landi.
Vitað er að vinstri mönnum líkar ákaflega illa við skattalækkanir, en þeir verða seint taldir glöggir samfélagsrýnar.
Þensla getur bæði verið í einkageiranum og hinum opinbera.
Ef hið opinbera þenst út, þá er hættan sú að opinberu fé verði veitt í gæluverkefni sem gleðja vinstri menn, en eru þjóðinni til lítils gagns. Aukin eyðslugleði ráðamanna kallar á frekari skattahækkanir, allt þar til skatttekjur fara að lækka. Á vissum tímapunkti minnkar hvatinn til verðmætasköpunar þegar skattar eru orðnir of háir.
Margir vinstri menn afneita þessari staðreynd, en það eru menn sem þekkja betur til talnaleikfimi en mannlegs eðlis.
Maðurinn er langt frá því að vera auðtaminn skepna. Fólk hefur löngun til að ráða yfir sínum fjármunum að mestu leiti og ef það þrengir að á því sviði, þá bólgnar neðanjarðarhagkerfið út.
En ef einkageirinn þenst út, þá skapast almennari hagsæld sem kemur til vegna aukinnar verðmætasköpunar. Einnig líður fólki margfalt betur með bólgna buddu en tóma.
Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd, að hver einasta króna leitar á endanum í ríkiskassann, hvort sem skattar eru háir eða lágir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)