Færsluflokkur: Bloggar

Undarleg þráhyggja hjá aldraðri konu.

Jóhanna Sigurðardóttir á nú stutt í þann áfanga að komast á áttræðisaldur. Í rúma þrjá áratugi hefur hún setið á þingi og oft staðið í ströngu. Erfitt er að sjá hversu miklum árangri hennar störf hafa skilað, hún kom á fót húsbréfakerfi sem entist ekki lengi og píndi sveitarfélög til þess að byggja húsnæði, sem enginn þörf var fyrir.

Hún hefur verið þekkt fyrir vænisýki og þrjósku í gegn um tíðina og oftast haft allt á hornum sér.

Ekki skal það dregið í efa að kerlingaræfillinn sé vel meinandi, en æði hefur hún verið mistæk í sínum störfum.

Hún vildi breyta vinnubrögðum bankastjóra árið 1998. Þegar hún hafði náð að fá bankastjóra Landsbankans burt úr bankanum, þá varð hún södd. Jafnvel þótt talið hafi verið að sambærileg vinnubrögð hefðu verið viðhöfð í Búnaðarbankanum. 

Svo á tímum útrásarinnar þegar auðmenn voru mjög í tísku hjá Samfylkingunni, þá lét hún lítið fyrir sér fara. Ekki er vitað til þess að hún hafi mótmælt því að fulltrúum auðmannastéttarinnar hafi verið boðið að taka þátt í landsfundum flokksins. En eflaust hefur hún ekki farið varhluta af "tvöþúsund og sjö gírnum" fræga, hún er jú hluti af hinni tískumeðvituðu Samfylkingu.

Núna er hún í miklum vandræðum við erfið verkefni, smölun katta er afskaplega krefjandi starf.

Skynsamlegast væri fyrir hana að hætta þessu brölti, það er engum til gagns og allra síst henni sjálfri. Hún hefur væntanlega unnið sér inn ágætis eftirlaun sem hún getur notað þau ár sem hún á eftir ólifuð, ég vona fyrir hennar hönd og hennar ættingja, að þau verði mörg.

Kannski getur einhver góður sálfræðingur hjálpað kerlingaræflinum með þessa þráhyggju?

Sá einstaklingur yrði verður þess, að skreppa til Bessastaðabóndans, til að þiggja Fálkaorðu að launum.


Sjötíu og fimm milljarðar!!!

Þar sem ég hef löngum verið hrifinn af konum og unað glaður í þeirra návist, langar mig til að fá lánaða hjá þeim góða setningu sem lýsir tilfinningum mínum þegar ég sá þessar tölur: "ó mæ god!!.

Þetta hljómar betur en það hrjúfa málfar sem ég hef tamið mér að nota þegar ég finn til hneykslunar og reiði.

Í marsmánuði árið 2009, tímasetningin getur verið ónákvæm, en hún er ekki aðalatriðið, heldur þau afglöp sem hæstvirtur fjármálaráðherra framdi þegar hann sendi vini sína tvo, sem komnir eru á gamalsaldur til að semja um Icesave, en þá lofaði hann í viðtali að þeir myndu "landa stórkostlegum samningi".

Núna hefur ríkisstjórnin víst komist að þeirri niðurstöðu að hægt væri núna að ná samningum sem myndu minnka kostnaðinn um sjötíu og fimm milljarða.

Svo mikið hefur verið rætt og ritað um Icesave að ekki er ætlun mín að gera það að umtalsefni núna, heldur er það hin meinta vanhæfni og sjálfumgleði "hinnar tæru vinstri stjórnar".

Guði sé lof að komið var í veg fyrir undirritun samningsins á sínum tíma, þökk sé stjórnarandstöðunni.

"Ó mæ god", svo hótar forsætisráðherrann því að sitja út kjörtímabilið. Þetta er reyndar ekki illa meint af hennar hálfu, því hún, eins og samráðherrar hennar, trúa því að þau séu að gera rétt.

Einn góðvinur minn úr stjórnmálastétt sagði mér að þetta væri óskaplega erfitt fólk að fást við. Í pólitík eru átök eðlileg og fólk skiptist í hópa eftir skoðunum og stefnum.

En þessi ágæti maður, sem mikla reynslu hefur af þingstörfum, sagðist aldrei áður hafa þurft að takast á við svona "greindarskert fólk" á þingi eins og nú. Yfirgripsmikil vanþekking á efnahagsmálum er svo mikil hjá hæstvirtum forsætisráðherra og of mikið sjálfstraust miðað við getu, að ómögulegt er að ræða eitthvað af viti við kerlingarangann.

Jesús Kristur gefur víst ekki kost á sér til pólitískra starfa, þannig að ómögulegt er að fá gallalausan einstakling á þing. En það má þó segja sjálfstæðismönnum til hróss að þeir gera sér grein fyrir því að það þarf peninga til að reka þjóðfélagið. Hæstvirt ríkisstjórn virðist halda að lán dugi til, það er svona tvöþúsund og sjöþankagangur hjá þeim.

Við þurfum alvöru ríkisstjórn sem er tilbúin til þess að leyfa atvinnulífinu að blómstra.

Þær jákvæðu breytingar sem gortað er af eru að mestu leiti fengnar að láni. Það sjá það vitanlega allir, sem ekki eru blindaðir af draumórum vinstri stefnunnar, að það þarf nýt fé inn í landið í formi fjárfestinga í framleiðslu.

Íslenska hagkerfið er nefnilega að stærstum hluta framleiðsludrifið þótt vinstri menn átti sig seint á því.


Einn stóran lífeyrissjóð fyrir alla.

Á tímum hagræðingar í hverskyns rekstri væri gott að íhuga möguleikann á því að fækka lífeyrissjóðum og enda uppi með einn sjóð fyrir alla landsmenn.

Höfuðkosturinn við það er óhjákvæmilega sá að mikið myndi sparast í yfirstjórninni.

Á umliðnum árum hafa lífeyrissjóðir verið misvel reknir og margir tapað miklu fé sökum óábyrgrar og klaufalegrar fjárfestingarstefnu. Landsmenn eiga heimtingu á því að þeir sem fara með þeirra lífeyri hagi sér með ábyrgum hætti og lágmarki alla áhættu.

Það að verkalýðsfélögin haldi utan um lífeyrissjóðina er alls ekki gott. Forystumenn verkalýðsfélaga eiga að halda sjónarmiðum þeirra umbjóðenda á lofti.

Það hlýtur að flækja málin umtalsvert þegar verkalýðsforkólfar eru farnir að stjórna atvinnufyrirtækjum umbjóðenda sinna.

Einn stór lífeyrissjóður ætti ekki að standa í rekstri fyrirtækja. En vissulega væri í lagi að ávaxta hluta sjóðsins í arðbærum atvinnurekstri, verkalýðsfélög kæmu þar hvergi nærri.

Stjórn sjóðsins yrði kosinn með lýðræðislegum hætti til einhverra ára og það væri á hennar höndum að ráða framkvæmdastjóra og hann í framhaldi myndi ráða starfsmenn. Það yrði auðveldara að hafa yfirsýn yfir einn stóran sjóð heldur en marga smærri.


Endurskoða þarf verðtrygginguna.

Verðtryggingin er að sliga almenning í landinu. Það hlýtur að teljast hálfundarlegt að húsnæðislán hækki þegar skattaglöðum fjármálaráðherra dettur í hug að öngla saman nokkrum aurum með því að hækka áfengisgjald svo dæmi sé tekið.

Þótt forsvarsmenn lífeyrissjóðanna væli eins og stungnir grísir ef einhverjum dettur í hug að hreyfa við verðtryggingunni, þá verða þeir að læra að hugsa til framtíðar, en ekki alltaf að hámarka hagnaðinn hverju sinni.

Það er ekkert réttlæti í því að láta lántakandann bera alla áhættuna. Lánveitandi ber enga áhættu, því ef lántaki getur ekki borgað þá hefur lánveitandi tryggt sig með öruggum veðum. Ef verðbólgan ríkur upp, þá eru þeir tryggðir fyrir því.

Sá sem tekur lánið þarf að bera alla hugsanlega áhættu sem af láninu hlýst, varla getur það talist sanngjarnt í frjálsu hagkerfi.

Það er engum til góðs ef hópur fólks tapar sínum eignum, sá kostnaður kemur fyrr eða síðar niður á ríkinu. Til að örva atvinnulíf í landinu þarf að vera hægt að fá lán á hagstæðum vöxtum, öðruvísi verður allt efnahagslífið gaddfreðið. Þótt ríkisstjórnin hafi stuðlað að útflutningi á atvinnuleysi, þá eru takmörk fyrir því hve mikið sú útflutningstarfsemi getur borið. Einnig væri betra fyrir íslenskt samfélag að fá skattanna heldur en að leyfa frændum okkar í Noregi að njóta þeirra.

Fyrsta skref til framfara hlýtur að vera aðgengi að fjármagni. Það er fyrsta skrefið í endurreisninni en ekki stjórnlagaþing sem kostar stórfé eða handtaka fyrrum bankastjóra þótt forsætisráðherrann hæstvirtur vilji meina það.


Hvar er skjaldborgin?

Ef einhver heldur að kosningaloforðin varðandi skjalborgina frægu hafa verið svikin, þá er það misskilningur. Ríkisstjórnin hefur svo sannarlega slegið upp myndarlegri skjaldborg fjármagnseigendum til handa.

Mér datt Húsasmiðjan í hug, en það hefur verið brothætt fyrirtæki um hríð. Hvers vegna er henni haldið á lífi?

Getur það verið vegna þess að hún leigir helling af húsnæði undir starfsemi sína? Það eru náttúrulega bankarnir sem eiga flest þau húsnæði sem Húsasmiðjan leigir. Bankarnir yrðu af miklum tekjum ef fyrirtækið yrði látið falla og bankarnir meiga ekki tapa neinu.

Sökum aukningar líkamsþyngdar landsmanna hafa stjórnaherrar sennilega talið almenning hafa breiðustu bökin, það eru margir orðnir svo fjandi breiðir um þessar mundir. Grunnhyggni vinstri manna er vel þekkt, þau heyra um það að best sé að láta breiðu bökin bera byrðarnar og þau setja það vitanlega í samhengi við breið bök.

Það hefði verið mögulegt að afskrifa t.a.m. tutugu prósent af húsnæðislánum almennings í upphafi þegar lánasöfn hina föllnu banka voru keypt með fjörtíu til fimmtíu prósent afföllum. Þótt bankarnir hefðu aðeins þurft að minnka sínar arðsemiskröfur, þá hefði fólki liðið betur og margir andað léttar.

Ef þau halda áfram að þétta skjaldborgina utan um fjármálamenn, þá verður þetta afar einsleitt samfélag sem stenst illa til lengdar.

Þjóðfélag sem samanstendur af auðmönnum með dautt fjármagn í höndunum ásamt slatta af öryrkjum og gamalmennum, því þeir sem geta unnið neyðast til að flýja land, það er allavega ekki góð framtíðarsýn.

 


Eru kjósendur fífl?

Þessari klassísku spurningu hefur oft verið varpað fram og æðimisjöfn eru oft svörin. En óhætt er að segja með nokkurri vissu að þeir sem kusu Besta flokkinn í vor hafi verið fífl, í það minnsta á því augnabliki sem staldrað var við í kjörklefanum.

Öll eigum við einhverja stundir í lífinu sem við erum fífl, en það er ágætt að læra af fíflaskapnum og reyna að halda honum í skefjum til þess að lágmarka skaðann.

Nú hefur borgarstjórinn sýnt það og sannað að sem stjórnmálamaður er hann sá vanhæfasti frá upphafi. Þótt ýmsir stjórnmálamenn hafi reynst vanhæfir, þá eru þeir allir sterkir leiðtogar og öflugir stjórnmálamenn við hlið núverandi borgarstjóra.

Enda er hann háðfugl sem gerir grín að lífinu og reynir að hafa samborgara sína að fíflum. Það tókst honum svo sannarlega í sl. borgarstjórnarkosningum. En sennilega ber hann af varðandi heiðarleik og þá er enn verra að átta sig á þeim atkvæðum sem hann hlaut.

Hann ætlaði að fá sér þægilega innivinnu og koma vinum sínum í góð störf, þessu lofaði hann í aðdragandi kosninganna. Hann hefur ekki svikið neitt, hann sagðist einnig ekkert vit hafa á pólitík.

Gott og vel, ef maður býður sig fram segjandi það að hann hafi ekkert vit á pólitík og takmarkaðan áhuga, vill einungis koma sér í örugga vinnu, því harkið á listabrautinni er svo þreytandi og verður kosinn út á það, þá getur ekki skynsemi hafa ráðið för þegar honum voru greidd atkvæði.

Ef einhver vil koma fram með nýtt framboð, þá þarf viðkomandi að hafa raunhæfar lausnir á helstu málaflokkum, hvernig á að skapa tekjur til að hægt sé að standa undir kostnaði osfrv. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa.

Og ef fólk hefur gaman af gríni, þá er til fullt af góðum grínmyndum sem hægt er að skemmta sér yfir, einnig er hægt að sjá gamanleiki í leikhúsum osfrv.

En milljón á mánuði fyrir það að spauga og fremja listgjörninga, undarlegt er að Bandalag listamana hafi ekki gert athugasemdir við það, því þetta er dýrasti styrkur til listamanns sem sögur fara af hér á landi.


Gjá milli þings og þjóðar.

Engum ætti að koma á óvart sú gjá sem skapast hefur á milli þings og þjóðar, sennilega hefur hún varað lengur en fólk almennt gerir sér grein fyrir.

Stjórnmálamenn hafa verið tregir til að upplýsa almenning um raunverulega stöðu mála.

Almenningur hefur verið ósköp sáttur ef hann hefur getað fengið einhverjar dúsur frá hendi ráðamanna, ef ríkjandi stjórn hefur ekki gefið dúsurnar þá hefur stjórnarandstaðan lofað þeim og jafnan svikið það um leið og hún hefur komist til valda.

En hvernig hafa dúsurnar sem gleðja almenning verið fjármagnaðar?

Að mestu leiti með lánum. Við höfum ekki haft efni á að reka samfélagið á þann hátt sem gert hefur verið. Utanríkisþjónustan er of stór og dýr fyrir svona smáríki, sama má segja um menntakerfið. Meðan önnur lönd láta sér nægja einn háskóla fyrir hverja milljón íbúa þá erum við með fjóra fyrir rúman fjórðung úr milljón. Það segir sig sjálft að þetta gengur ekki upp.

Neyslugleði þjóðarinnar er slík að við höfum hærri lífs standard en margar aðrar þjóðir, vegna þess að stjórnmálamenn hafa talið okkur trú um að við værum svo rík þjóð, þótt staðreyndin sé sú að af peningum höfum við aldrei verið tiltakanlega rík. Verðbólguþróun síðustu áratuga staðfestir það með óyggjandi hætti.

Þjóðfundur sem boðaður er ætti að fjalla um væntingar og getu þjóðarinnar til að standa undir sjálfri sér. Breytingar á stjórnaskrá eykur ekki getu okkar til að lifa á þann veg sem við höfum gert.

Við þurfum öll að standa saman, stjórnvöld, þing og almenningur, að því að byggja okkur upp, til þess að við getum talist þjóð meðal þjóða. Við þurfum að skera niður allan óþarfa kostnað og afleggja allt sem ekki er lífsnauðsynlegt, meðan við erum að byggja upp traustan grunn til framtíðar.

Vitanlega þarf að vera til góð heilbrigðisþjónusta og öryggisnet þeim til handa sem ekki geta séð sér farborða sökum andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. En þar sem margar kynslóðir byggðust upp án þess að foreldrar fengu styrki frá ríkinu, þá er óhætt að leggja þá af, allavega fyrir fólk með tekjur fyrir ofan meðallag.

Það þarf að lækka skatta til að koma hjólum efnahagslífsins í gang því peningar eru betur komnir hjá einstaklingum en hinu opinbera. Fólk þarf að byggja sig upp fjárhagslega áður en það fer að veita sér ýmiskonar munað. Ef þetta verður framkvæmt þá verður almenningur lítið var við skert lífskjör, því með lægri sköttum hefur almenningur meira svigrúm og ríkið þarf að einbeita sér að lágmarka kostnaðinn við hið opinbera.

Það sem stjórnvöld þurfa að gera er að upplýsa almenning um tekjur og kostnað, hægt er að velta fyrir sér hvað okkur þykir nauðsynlegt og hvar er hægt að skera niður. Þannig eiga þjóðfundir að vera, fjalla um nauðsynleg málefni íðandi stundar og sameinast um raunverulega uppbyggingu.

Stjórnvöld eiga alls ekki að auka kostnað við sinn rekstur, sama hversu lítill hann er. Það má ekki á tímum sem þessum vera að stofna einhverskonar fjölmiðlastofnun fyrir lánsfé upp á fjörtíu milljónir. Það á ekki að bæta við störfum til að kyngreina stjórnsýslu osfrv.

Heldur þarf að greina og leysa grundvallarvandann sem er ekkert annað en skortur á fjármagni.

Við rekum ekki samfélag til lengdar fyrir lánsfé og ekki heldur með því að færa sömu seðlanna á milli hópa þjóðfélagsins.

Það þarf að spara fé þegar það er af skornum skammti og alls ekki ljúga því að fólki að við séum eða höfum verið rík þjóð í fjárhagslegum skilningi.

Við erum rík af góðum mannauði og náttúruauðlyndum, en sé þjóðarauðurinn ekki nýttur til verðmætasköpunar þá er hann einskisverður.


Af hverju fær almenningur ekkert skjól?

Heyrst hefur að fyrirtæki í eigu útrásarvíkinga hafi fengið afskriftir lána til að þau geti haldið velli. Fyrrum útrásarvíkingar og fjármálafurstar eiga vel til hnífs og skeiðar og þurfa ekki að kvíða því að geta ekki átt fyrir mat á morgun. Einnig hafa einstaklingar úr þessum hópi verið í vinnu við að endurskipuleggja fyrirtæki sem þeir settu á höfuðið.

Þeir sem komu þjóðfélaginu á hliðina eru ósnertanlegir, ja nema Björgólfur Guðmundsson, það mátti gera hann gjaldþrota, sennilega vegna þess að hann er ekki vinur Samfylkingarinnar.

Svo er það hinn almenni launamaður sem þarf að borga allt upp í topp og jafnvel meira til. Um leið og fólk úr þessum fjölmenna hópi telur sig geta andað léttar vegna rýmri fjárhags um stund, þá kemur ríkið og hirðir viðbótina í sína botnlausu hít.

Nú á tímum þarf einhver að tapa hluta af sínu, það er sár staðreynd.

Eru lífeyrissjóðir og útbólgnir bankar þá ekki betur í stakk búnir til að tapa heldur en almenningur sem hefur ekki yfir miklu fjármagni að ráða?

Ríkisstjórnin hefur talað fyrir því að láta breiðu bökin axla byrðarnar. Það eru afskaplega mjó bökin hjá almenningi þessa lands.

Samt er harðast gengið að þessum örmjóu bökum og breiðu bökin, um þau er slegin þétt skjaldborg og passað vel upp á að þau tapi sem minnstu.

Bágt á ég með að skilja þessa svonefndu fyrstu "tæru vinstri stjórn" lýðveldisins, en eitt er deginum ljósara.

Hún er ekki til staðar fyrir heimilin í landinu, nema kannski í hátíðarræðum forystum,anna hennar.

En á tímum sem þessum duga innihaldslaus orð og frasar afar skammt, það er kominn tími á efndir.

Gallinn er sá að vinstri mönnum leiðast efndir, þeir kunna betur við að mæla falleg orð á hátíðarstundum en að vinna í þágu þjóðarinnar.


Kolröng forgangsröðun.

Brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar ætti að vera framkvæmdir aðgerða sem stuðla mun að aukinni verðmætasköpun í samfélaginu, einnig þarf að finna leiðir til að koma til móts við skuldavanda landsmanna. Á tímum sem þessum er mikilvægt að skapa eins mikla sátt og hægt er, en mikil reiði ásamt miklum ótta ríkir hjá mörgum um þessar mundir.

En í stað þess að vinna að mikilvægustu verkefnunum þá taka stjórnarherrarnir uppá því að reyna að lögsækja forvera sína og búa til þras um ESB aðild ásamt því að afneita hinu raunverulega ástandi.

Það er ekki mikið fjárhagslegt svigrúm um þessar mundir, þannig að nauðsynlegt er að stilla eyðslunni í hóf á flestum sviðum. Þá fara þau að búa til ný störf í opinbera geiranum og ný embætti. Svo til að almenningur fái það á tilfinninguna að hann hafi eitthvað um málin að segja, þá er farið út í stjórnlagaþing og boðað til þjóðfundar.

Þjóðin er í sárum út af hruninu sem varð. Reitt fólk í sárum er ekki vel til þess fallið að taka afdrifaríkar ákvarðanir um stjórnarskrána svo dæmi sé tekið. En reiðin getur orðið drifkraftur ef staðið er rétt að málum. Ef ríkisstjórnin opnaði fyrir gáttir sem leiða myndu til atvinusköpunar, þá kæmu í kjölfarið vinnufúsar hendur sem og frjóir hugar menntamanna.

Með því að bjóða upp á hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki með lækkun skatta og tryggingargjalds þá er ágætt skref stigið í endurreisninni. Síðan mætti stórauka fiskveiðar til muna og veita fólki tækifæri með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og fylgjast um leið með afleiðingunum.

Mörgum bregður við tillögur um stórauknar fiskveiðar, en með því að skoða umræður síðustu misseri um fiskveiðimál er það ljóst að áhættan er ekki mikil.

Haustið 2007 var farið í miklar skerðingar á aflamarki sökum of mikillar veiði árin á undan. Þrem árum seinna virðist þetta vara farið að skila árangri þannig að óhætt er að auka veiðar á ný.

Það á að fara á fullt í að auðvelda fólki hverskyns atvinnusköpun, ekki með ríkisstyrkjum heldur með skattaívilnunum og hagstæðum reglum.

 


"Frekar þann versta en þann næstbesta".

Hugarfar Snæfríðar Íslandssólar virðist hafa heltekið borgarbúa í aðdraganda kosninga til borgarstjórnar sl. vor.

Stúlkan sú sagði að hún vildi frekar þann versta en þann næstbesta og alltof margir reykvíkingar gerðu þessi orð hennar að sínum er þeir kusu Jón Gnarr og Besta flokkinn. Það var ein alvitlausasta atkvæðanotkun sem nokkur maður hefur framkvæmt síðan kosningaréttur varð almennur hér á landi.

Í viðtölum hefur Jón Gnarr lýst því yfir að hann eigi í miklum erfiðleikum með einbeitningu og nú nýlega afsakaði hann sig með kækjaáráttu sem kennd er við einhvern Tourec ef ég man rétt.

Starf borgarstjóra er erfitt bæði og krefjandi, það hefur verið vitað lengi. Hvernig stóð þá á því að fólk sem telur sig hafa einhverja dómgreind til að bera kaus hann í þetta embætti?

Myndi einhverjum detta til hugar að leyfa skemmtilegum blindum manni að keyra rútu með hóp af fólki?

Það var í upphafi vitað að hann væri engan veginn maður til að valda starfinu og nú reynir hann að létta álaginu með því að óska eftir öðrum borgarstjóra. Þá höfum við tvo borgarstjóra á launum á sama tíma og þörf er á niðurskurði. Sennilega verður hinn borgarstjórinn látinn sjá um hefðbundin verk borgarstjóra meðan aðalborgarstjórinn sinnir því að spjalla við gesti og gangandi, jafnvel lætur hann einhver fyndin og mögulega óviðeigandi ummæli fylgja með.

Það verður áhugavert að heyra skoðanir útlendinga á málefnum Reykjavíkurborgar um þessar mundir.

Skyldi borgarstjórinn vera vel til þess fallinn að bæta ímynd Íslands með kjánalegum ummælum sínum og almennum fíflagangi? 

Það er ólíklegt. Ég hef samúð með öllum sem haldnir eru andlegum fötlunum af öllum toga en einstaklingur með ofvirkni og athyglisbrest getur ekki verið vel til þess fallinn að stýra borginni.

Eða er þetta kannski "hið nýja Ísland" sem boðið er uppá, allskonar fólk sem ekki hefur starfað í stjórnmálum kosið og þá er ekki spurt að verðleikum. Mætti ég þá biðja um hið gamla með stjórnmálamenn sem hafa mannlega breyskleika en verða sér ekki daglega til skammar með allavega fáránlegum uppátækjum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband