Mánudagur, 4. október 2010
Er AGS illa við íslenskan almenning?
Heyrst hefur af afskriftum á 2. ma. skuld útgerðarfyrirtækis á Austfjörðum, einnig hefur blessuð ríkisstjórnin verið óskaplega dugleg við að styðja við bakið á auðkýfingum þjóðarinnar. Og af einskærri tillitssemi við styrktaraðila sína hefur samfylkingarfólkið ekkert verið að núa auðmönnum því um nasir, að þeir eigi nú einhvern þátt í bankahruninu og kreppunni sem kom í kjölfar hennar.
AGS hefur ekki svo ég viti verið að biðja ríkisstjórnina að hætta að afskrifa skuldir auðmanna.
En þegar kemur að heimilunum í landinu sem eiga vart til hnífs og skeiðar, AGS mönnum þykir það vel við hæfi að senda saklaust fólk út á guð og gaddinn.
Ríkisstjórnin, sem kennir sig við velferð og þykist fylgja einhvers konar stefnu sem á að ganga út á hag almennings í landinu, hún hefur sennilega slegið heimsmet í lygi.
Þótt margir stjórnmálamen hafi gerst sekir um að ljúga að þjóð sinni , þá held ég að þetta met verði seint slegið.
Kommúnistarnir máttu þó eiga eitt, þeir voru ekki að hygla auðvaldstéttinni í sinni byltingu, þótt ekki vilji ég leita fyrirmyndar hjá þeim.
En að þessu leiti voru þeir þó skárri en okkar vinstri stjórn, þeir sýndu þó allavega viðleitni í því að hugsa um lýðinn og sáu til þess að almenningur hafði þó allavega nóg að bíta og brenna.
Engin fleiri úrræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
allt fólk sem sjóðurinn á ekki
Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.10.2010 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.