Varúð, hætta á vinstri stjórn!!!

Það ætti að setja fram viðvaranir í öllum fjölmiðlum landsins fyrir kosningar framtíðarinnar ef sýnilegt þykir að vinstri flokkarnir séu að auka við sig fylgi. Þá mun  þjóðin  staldra við um stund og rifja upp verk "hinar tæru vinstri stjórnar" sem nú situr.

Það má vel fyrirgefa fólki þann skynsemisbrest sem varð í kjölfar hrunsins, þá virðist harður áróður misvitra manna eiga greiða leið að hugum margra. Svei mér þá, margir trúðu því frá innstu hjartarótum að vinstri stefna myndi virka. Svona getur heimskan farið illa með þessa vel upplýstu þjóð.

Eftir tæplega tveggja ára setu vinstri stjórnar virðist flest vera á niðurleið, því miður. Skattar hafa snarhækkað og skattkerfið orðið flóknara en áður, í stað þess að skapa hagstætt rekstrarumhverfi fyrirtækja þá er krafturinn dreginn úr þeim með alls kyns boðum og bönnum, það er leitast við að friða þjóðina með fordæmislausum tilraunum til að lögsækja fyrrum ráðherra. 

Það er eins augljóst og að það kemur myrkur eftir að sól hnígur til viðar að vinstri stjórn hækkar skatta. Það er óumbreytanlegt náttúrulögmál. Fyrir síðustu kosningar reiddist Steingrímur joð því ágæta fólki sem benti á þessa staðreynd, Jóhanna kvaðst ekki heldur ætla að hækka skatta. En þau eru eins og sporðdrekinn í sögunni um froskinn, hann varð að stinga og þau verða að hækka skatta.

Hækkun skatta virkar lamandi á samfélagið í heild sinni. Þetta vita allir og vinstri mennirnir líka. En þeim er ekki sjálfsrátt, eiturlyfjaneytandinn veit það að sprautan er honum ekki holl, hann sprautar sig samt því í augnabliksfirringu leitar hann fróunar í dópinu sínu.

Sama er með vinstri menn, í algerri veruleikafyrringu leita þeir fróunar í skattahækkunum, því þeir halda að þá hafi þeir meira svigrúm til eyðslu úr opinberum sjóðum.

Ef farið er yfir söguna í stórum dráttum, þá sést glöggt að vinstri stefnan er í besta falli þægileg sjálfsblekking veruleikafyrrtra háskólamanna.

Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að fá að vera haldinn sjálfsblekkingu í friði.

En að stjórna landi með blekkingunni, það getur haft svolítið alvarlegar afleiðingar í för með sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2010 kl. 02:09

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér Jóna mín.

Jón Ríkharðsson, 23.11.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband