Við höfum tvo kjána við stjórnvölinn.

Það eru óskrifuð lög í pólitíkinni, að ekki má segja forystumenn stjórnmálaflokka vera kjána, nema þá helst Jón Gnarr, því hann er nýr á sjónarsviðinu og hefur ekki myndað áratuga tengsl við fólk úr öðrum flokkum.

Það myndast einhver óskiljanleg samkennd á milli stjórnmálamanna úr öllum flokkum, þannig að menn passa sig á að fara ekki yfir línuna.

En samt get ég ekki sagt annað en, að Steingrímur Joð og Jóhanna séu kjánar, í þeim embættum sem þau gegna. Augljóst er að þeirra hæfileikar njóta sín betur á öðrum vettvangi.

Steingrímur skammast yfir fortíðinni og kveðst hafa séð þetta allt saman fyrir.

Fátt benti til andúðar hans á bönkunum, þegar hann dró í land fyrir Ögmund, sem þá var góður vinur hans, en Ögmundur hafði nefnt það í blaðagrein, að best væri ef bankarnir flyttu bara úr landi.

Allt varð vitlaust í samfélaginu, því enginn mátti segja neitt ljótt um bankamenn á þessum tíma. Ekki sagði Ögmundur þetta vegna hættunnar á því að bankarnir myndu hrynja, því enginn vissi það þá, heldur vegna þess að það væri orðinn allt of mikil tekjumunur í samfélaginu.

Einnig er það flestum í fersku minni, hversu blíðmáll hann var við sjálfstæðismenn, í aðdraganda kosninganna vorið 2007.

En ekki er gott að dvelja við fortíðina.

Icesave malið bendir ekki til hygginda af hálfu þeirra tveggja. Bæði héldu þau að allt færi á annan endann ef Svavars samningarnir yrðu ekki samþykktir.

Svo nokkru eftir að þeir voru ekki samþykktir, þá rituðu þau bæði í blöðin, greinar um batnandi stöðu þjóðarbúsins.

Þau áttuðu sig ekki á því, að staðan hafi breyst aðallega, vegna þess, að þau gátu vælt lán, út úr útlendingum.

Varla telur nokkur sig milljónamæring þótt hann hafi fengið milljónir að láni?

Já, leiðtogar þjóðarinnar töldu landið vera að rísa, eftir að þjóðarframleiðslan hafði minnkað þrjá ársfjórðunga í röð.

Alvöru þjóðarleiðtogar telja það vera kreppu.

Lýsir þetta ekki óttalegum kjánaskap?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband