Við höfum kjána við stjórnvölinn.

Það eru vissulega stór orð að segja æðstu ráðamenn þjóðarinnar vera kjána, en því miður virðist það vera staðreynd. Ef leiðtogar vorir búa yfir greind og hæfileikum á einhverju sviði, sem ég svo sannarlega vona, þá er það ljóst að hæfileikar þeirra myndu betur nýtast á öðrum vettvangi.

Á erfiðum tímum sem þessum þá þarf þjóðin leiðsögn. Alvöru þjóðarleiðtogar móta stefnu og koma styrkleikum þjóðar sinnar á framfæri á erlendum vettvangi. Þessi ríkisstjórn segir útlendingum að íslenska þjóðin vilji ekki borga skuldir, sem er náttúrulega lygi. Ástæðan fyrir góðu lánshæfismati fortíðar var einmitt sú, að íslenska ríkið þótti ávallt traustur lántakandi.

Stór hluti ríkisstjórnarinnar hefur þá sannfæringu að íslendingar séu óhæfir til að stjórna sér sjálfir, þess vegna væla þau utan í forkólfum ESB. Svoleiðis málflutningur telst varla góð landkynning.

Ekki er hægt að kenna reynsluleysi leiðtoga ríkisstjórnarinnar um, því bæði hafa þau áralanga reynslu, en vitið er víst ekki meira en Guð gaf.

Nú hafa þau haft tvö ár til þess að vinna úr þeim möguleikum sem þjóðin hefur. Eina sem þau hafa gert er að væla út lán og allskyns millifærslu fjármuna. Vitanlega hefur eitthvað tekist vel, enda er hópur fólks sem hefur góða menntun á fjármálasviði að starfa fyrir þau.

En hvaða möguleika hefur þjóðin?

Við erum rík af náttúruauðlyndum sem hægt er að nýta. Að hafa ekki fundið út úr því, búandi yfir allri þessari reynslu, eftir tveggja ára starf, lýsir engu nema óttalegum sauðshætti.

Þrátt fyrir ýmsa galla, þá eru íslendingar kröftugir og vinnusamir upp til hópa. Fortíðin kennir okkur það, að með góðri leiðsögn hefur okkur tekist að gera kraftaverk. En það er illmögulegt þegar ríkisstjórnin bregður stöðugt fæti fyrir atvinnuskapandi tækifæri.

Það að vera á móti álverum er sjónarmið út af fyrir sig, en æði vafasamt. Álframleiðsla er ekkert annað en löglegur atvinnuvegur sem hefur reynst vel. Sjávarútvegurinn getur illa blómstrað þegar stöðugt er hótað að skerða kjör þeirra sem í honum starfa. Einnig mætti með góðum hug finna ný tækifæri, en það þarf þá að gera það, atvinnuvegurinn "eitthvað annað" er ekki til.

Alvöru leiðtogi hvorki barmar sér  yfir erfiðum verkefnum né vælir um þreytu, heldur gleðst yfir öllum áskorunum og fær fólk á flug með sér. Það að halda því fram, að ekkert vestrænt ríki standi frammi fyrir jafn erfiðu verkefni eins og íslendingar er þvættingur. forsætisráðherrann hæstvirtur sagði þetta nú samt, og oftar en einu sinni. Leiðtogar Íra, Grikkja og fleiri ESB ríkja vildu gjarna vera í sömu sporum og við. Fyrri ríkisstjórn hafði nefnilega vit á því að setja ekki stórfé í handónýta banka eins og ríki innan ESB gerðu.

Það ætti að vera gaman að vera íslendingur og hafa allar þessar auðlyndir til að nýta, bæði mannlegar og náttúrulegar. Við gætum verið á leið til mikilla framfara og farin að sjá alvöru hagvöxt, þótt ekki værum við búin að leysa allan okkar vanda.

En kjánarnir koma í veg fyrir það með neikvæðu hugarfari, ótta og hefðbundnum sauðshætti sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er vek sagt og stjórnin ætti að skammast sín. Við eigum að horfa í vestur en ekki austur og byrja með samvinnu með grænlendingum

Valdimar Samúelsson, 27.12.2010 kl. 09:22

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Valdimar, ég er sammála þér, við eigum að leita samstarfs við Grænlendinga og Færeyinga. Íslendingar eiga margt sameiginlegt með þessum þjóðum.

Ég veit ekki hvort ríkisstjórnin eigi beinlínis að skammast sín, það eru miklu frekar þeir sem kusu hana yfir saklausa borgara landsins. Vinstri menn eru bara svona, Steingrímur kveðst vera að gera sitt besta og eflaust er það rétt hjá honum.

Engum dettur til hugar að skammast í eldinum þegar hann veldur eyðileggingu, heldur eru þeir ákærðir sem kveiktu eldinn.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2010 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband