Fastur í ævafornri hefð.

 

Fjármálaráðherrann segir jákvæðan frumjöfnuð vera merki þess, að þjóðarskútan sé að komast á flot. En hann nefnir það ekki, að frumjöfnuður er jöfnuður milli gjalda og tekna að frádregnum vaxtatekjum og vaxtagjöldum, en vaxtakostnaður þjóðarbússins er stórt vandamál, ca. áttatíu milljarðar króna.

Þetta þýðir ekkert annað en það, að Steingrímur Joð er með afbrigðum fastheldinn á venjur. Fyrir ca. þrjúþúsund árum æfðu forn Grikkir sig í að finna rök til að verja sinn málstað, hvort sem hann var réttur eður ei. Kallast sú aðferð "súfismi". Þessi ævaforna aðferð hefur gengið sér til húðar, vegna þess að alþýða manna er orðin upplýstari og vanari betra uplýsingaflæði, heldur en var til löngu fyrir fæðingu Krists.

Það er æði þversagnakennt að ríkisstjórn sem þykist ætla að feta nýjar leiðir, skuli kolföst í ævafornri og úreltri hefð, að öðru leiti en því, að hún getur nýst ungmenum ágætlega sem eru að læra grunnatriði í rökræðum.

 


mbl.is „Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband