Mánudagur, 27. desember 2010
Þakkir til vinstri manna.
Vinstri menn hafa í gegn um tíðina unnið Sjálfstæðisflokknum ómetanlegt gagn.
Þegar vinstri stjórn ríkti í höfuðborginni, þá högnuðust nágrannasveitafélögin vel á því, vegna þess að fólk flykktist úr höfuðborginni vegna kjánalegra ákvarðana R-listans, en hjá nágrönnum okkar reykvíkinga voru gjarna sjálfstæðismenn við völd.
Frá 1971-1991 voru vinstri menn áberandi í landsstjórninni. Eftir þá leiðindareynslu fékk Sjálfstæðisflokkurinn stórkostlegt fylgi sem hélst í átján ár, reyndar var það farið að dala í restina, en þá komu vinstri menn og björguðu okkur aftur.
Eftir aðeins tveggja ára stuðning frá vinstri hliðinni er fylgi Sjálfstæðisflokksins að aukast.
Þannig að ef Sjálfstæðisflokkurinn fær slæma útreið úr kosningum, þá tekur það vinstri flokkanna ekki orðið nema tvö ár að snúa fylginu sjálfstæðismönnum í hag.
Guði sé lof fyrir vinstri flokkanna, þeir sýna landsmönnum ávallt yfirburði sjálfstæðisstefnunnar, hafi þeir kæra þökk fyrir stuðninginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.