Lausnir Steingríms Joð veturinn 2008.

Þann 30. nóvember árið 2008 voru forystumenn stjórnmálaflokka spurðir um áheyrslur sínar og stefnur.

Steingrímur svaraði spurningunni sem varðaði leiðir út úr efnahagsvandanum á eftirfarandi hátt:

Nýta ber alla möguleika til innlendrar verðmætasköpunar í hefðbundnum greinum atvinnulífsins með því að blása lífi í skipasmíðaiðnað, ullar og skinn iðnað, hefja kornrækt osfrv.

Ekki hefur hann hrint þessum hugmyndum í framkvæmd, enda vandséð að þær myndu hjálpa mikið við núverandi aðstæður.

Við þurfum að efla þær útflutningsgreinar sem við þekkjum hvað best, en það skilur Steingrímur ekki.

Svo var hann spurður um, hvort erlendir kröfuhafar eigi að eignast hlut í bönkunum.

Svar hans var á þessa leið; "Nei, ég tel að það orki tvímælis að opna á slíkt, því þá fara önnur markmið forgörðum".

En sá hann ekki til þess að erlendir kröfuhafar, sem enginn nema hann vita seili á, eignuðust hlut í bönkunum, gott ef ekki ráðandi hlut?

Það virðist ekki vera orð að marka vesalings manninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ertu viss um að hann viti einhver deili á erlendu kröfuhöfunum?

Mér hefur ekki virst hann vera vel að sér eða heima í einu eða neinu.

Það væri fróðlegt að fá nöfn þessara aðila því að með eignarhlut í bönkunum eru þeir einnig komnir með klærnar í fiskveiðiheimildir útgerðarfyrirtækjanna sem skulda bönkunum fé.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.1.2011 kl. 11:04

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei Óli minn, ég er ekki viss um að Steingrímur viti nokkurn skapaðan hlut sem máli skiptir.

Hann virðist alltaf úti á þekju í flestum málum.

Jón Ríkharðsson, 17.1.2011 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband