Skynsamleg ákvörðun hjá Karólínu.

Þeir sem hafa lesið mín skrif draga kannski þá ályktun, að ég hafi lítið álit á vinstri mönnum yfirhöfuð. Það leiðréttist hér með.

Ég á góða vini sem eru gallharðir vinstri menn, því sú stefna samrýmist þeirra lífsskoðun og þeir eru heiðarlegir í sínum skoðunum. Þótt mér finnist vinstri stefnan hlandvitlaus og algerlega vonlaus til að stjórna eftir, þá er hún engu að síður nauðsynleg til mótvægis við hægri stefnuna, sem ég þó álít hvað besta af því sem fundið hefur verið upp.

Vinir mínir á vinstri hliðinni þekkja þessa skoðun mína og virða hana eins og ég virði þeirra.

Það er stórhættulegt lýðræðinu ef aðeins ein stefna verður allsráðandi, því öfgar til hægri eru líka slæmir. Lýðræðisþjóðfélag þarf að leita jafnvægis.

Karólína Einarsdóttir er augljóslega sömu gerðar og framangreindir vinir mínir. Hún er vinstri sinnuð því hún telur þannig kerfi henta sér best og það er vel.

Gagnrýni mín hefur fyrst og fremst beinst forystuliði vinstri flokkanna, þau virðast ekki hafa neina aðra hugmyndafræði heldur en þá, að halda völdum hvað sem það kostar.

Sterkir einstaklingar á borð við Karólínu sætta sig ekki við svoleiðis óheilindi, hún virðist hugsjónamanneskja með hjartað á réttum stað og slíkt fólk er samfélaginu dýrmætt mjög.

Ég vona að hún ásamt öllum þeim innan raða VG stofni alvöru vinstri flokk og að þau berjist fyrir sínum hugsjónum.

Málefnaleg barátta um hugmyndafræði veldur jákvæðri gerjun í samfélaginu sem á endanum skapar upplýst og gott þjóðfélag. 

Lífið býr yfir óendanlegu litrófi, við hægri menn getum lært margt af vinstri mönnum og öfugt, en þá verða menn að halda persónum utan við málefnin og ekki brigsla hvert öðru um óheilindi.

Mig langar að enda á orðum frjálshyggjumannsins og mannvinarins Milton Friedman, en hann sagði í sjónvarpsþætti falleg orð árið 1984; 

            "Ólíkar skoðanir bæta heiminn!!"


mbl.is Formaður segir sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Hjartanlega sammála þér hér Jón og ég veit að Karólína er engan vegin hætt í pólitík heldur mun hún og félagar hennar hugsa sér til hreyfings í átt að öðrum flokki.

Rafn Gíslason, 17.1.2011 kl. 17:13

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Rafn, ég myndi fagna því innilega að sjá alvöru vinstri flokk sem knúinn er áfram af sönnum hugsjónum.

Ef þú ert þátttakandi í þeirri stofnun, þá máttu gjarna skila kærri kveðju til alvöru vinstri manna, frá harðasta sjálfstæðismanni landsins.

Það er alltaf gott að fá nýjar víddir í pólitíkina.

Jón Ríkharðsson, 17.1.2011 kl. 17:37

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

´Það hlýtur að vera ansi erfitt að vera í flokki þar sem stefnuskránni, er snúið á hvolf eftir að hafa fengið kosningu. Og ekki staðið við neitt sem fólki var lofað fyrir kosningar. ( ESB..... icesafe......skjaldborg um heimilin.)  ofl. Svo þegar heiðarlegt fólk í flokknum vill standa við loforðin, þá er það atað auri og svívirðingum af flokksstjórninni, og hótað öllu illu ef ekki er farið eftir því sem hún segir. Á meðan VG. Haga sér svona fyrirlít ég  þennan flokk.!!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.1.2011 kl. 17:51

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Eyjólfur, það hlýtur að vera erfitt fyrir heiðarlegt fólk að vera í gjörspilltum flokki,

Jón Ríkharðsson, 17.1.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband