Get ég orðið milljónamæringur á næstu dögum?

Miðað við forsendur ríkisstjórnarinnar, er möguleiki á að ég geti orðið milljónamæringur á næstu dögum.

Eina sem ég þarf að gera er að sækja um lán upp á nokkrar milljónir, gefum okkur að ég fái lánið og geti sýnt upphæðina á bankareikningum, þá er ég orðin milljónamæringur samkvæmt skilgreiningu æðstu ráðamanna landsins.

Og þar sem ég verð orðinn milljónamæringur á allra næstu dögum, þá get ég hætt að þvælast út á sjó, setið heima hjá mér í rauðum silkislopp, lesið góðar bækur og hlustað á klassíska tónlist.

Afgangurinn af laununum mínum gætu dugað smátíma, þannig að ég þarf ekki að ganga strax á lánið. Ég get þá notið þess að vera milljónamæringur, rölt um bæinn og verslað mér Armani fatnað hjá Sævari Karli, ég get setið á kaffihúsum og tjáð öllum að ég sé milljónamæringur.

Já, ég þarf þá ekki lengur að þvælast a sjónum í allavega veðrum og slíta skrokknum út.

Svona get ég lifað í nokkurn tíma, áhyggjulaus og glaður, en það kemur að skuldadögum og bankinn fer að rukka mig um lánið.

Finnst fólki þetta undarleg afstaða?

Þetta er ósköp svipað og ríkisstjórnin er að gera og þau eiga sína fylgismenn, ótrúlegt en satt.

Forsætis bæði og fjármálaráðherra hafa verið að telja þjóðinni trú um að hún sé ekki í svo slæmum málum, hagvöxtur sé að aukast og staðan að batna, því við fáum slatta af lánum.

Eins og tala um að sleppa við að slíta skrokknum út, þá þykjast þau geta sloppið við að slíta landinu út með því að virkja fyrir stóriðju, sem gefur ágætlega af sér.

Vitanlega þarf ég að slíta skrokknum út til að fá tekjur, samt eyðilegg ég hann ekki alveg.

Á sama hátt þarf mögulega að skaða lítinn hluta landsins, án þess að eyðileggja það alveg. Þótt við förum í álversframkvæmdir og jafnvel virkjum neðri hluta Þjórsár, þá erum við ekki að eyðileggja Ísland, það verður ennþá til ósnortin náttúra til að njóta.

Það þýðir ekki stöðugt að lifa í draumaheimi og halda að það sé hægt að lifa endalaust á lánum.

Útrásarvíkingarnir reyndu það og allir vita hvernig það fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband