Þetta mættu stjórnmálamenn taka til fyrirmyndar.

Það er fátt sem er klaufalegra, en stjórnmálamaður, sem  klúðrað hefur málum og mætir svo í viðtöl og þykist hafa gert allt rétt, en kennir öllum öðrum um mistökin.

Því miður höfum við þesskonar dæmi úr öllum flokkum.

Vel er hægt að skilja og umbera mistök, öllum getur orðið á.

Það þarf styrk til þess að viðurkenna þau undanbragðalaust, án þess að afsaka nokkuð.

Sá stjórnmálamaður sem getur horft framan í þjóð sína, fullur iðrunar yfir eigin gjörðum og beðist auðmjúklega afsökunar, hann væri svo sannarlega traustsins verður.


mbl.is Guðmundur: Biður þjóðina afsökunar(myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: V

Já, og það þarf líka pólítíska vizku og hugrekki að taka þjóðina með í ráðum í staðinn fyrir að þykjast geta gert allt rétt sjálfir. En það hafa íslenzkir stjórnmálamenn ekki.

V, 13.3.2011 kl. 23:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sá sem ber saman handbolta og pólitík er laskaður hið innra. Fuss!

Björn Birgisson, 13.3.2011 kl. 23:27

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Liberty, pólitísk viska er ekki algeng í heiminum.

Jón Ríkharðsson, 13.3.2011 kl. 23:45

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég get fúslega viðurkennt að vera að einhverju leiti laskaður "hið innra" eins og þú segir, en hver er það ekki?

Hættulegastir eru þeir, sem þykjast heilsteyptir og ólaskaðir, því þeim tekst oft að telja fólki trú um þá sannfæringu sína.

Við erum öll meira eða minna meingölluð Björn minn, hvort sem okkur líkar það betur eða ver.

Jón Ríkharðsson, 13.3.2011 kl. 23:54

5 Smámynd: Björn Birgisson

Fus!!

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 00:00

6 Smámynd: V

Hvort sem þér líkar það betur eða ver, Björn, þá er þessi samanburður vel til fundinn af Jóni. Mér virðist þú sýna furðulegan skort á ímyndunarafli. Maður sem skortir ímyndunarafl gengur ekki heill til skógar.

En það eru ekki aðeins stjórnmálamenn, sem ættu að biðjast afsökunar þegar þeir gera mistök, heldur líka hrokafullir embættismenn (og -konur) sem misbeita valdi sínu. Sérstaklega þeir (eða þær) sem beygja lögin og vaða yfir saklaust fólk á skítugum skónum.

V, 14.3.2011 kl. 01:09

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó ekki sé hægt að segja að landsliðið sé skyldugt að sýna frammistöðu yfir einhverjum vissum gæðastaðli, var þetta óvenjuslakt í kvöld hjá þeim.

Það er allavega ljóst að handknattleiksyfirvöld telja sig ekki skyldug til að sjá til að þjóðin sjái leiki landsliðsins á stórmótum og sé ekki þvinguð til að eiga viðskipti við fjárglæpamenn til að sjá leikina.

Það hefur síðan orðið til þess að ég hef spurt hvort ég sé nokkuð skyldugur til að styðja landsliðið yfirhöfuð, hvort sem er fjárhagslega eða með hvatningum. Ekki einu sinni af þjóðernisástæðum.

Spurning hvort Guðmundur hafi ekki náð vissum endapunkti með liðið, sé orðinn þurrausinn og tími kominn til að skipta um karlinn í brúnni. Það er samt bara eðlilegt, erfitt er að gera betur en silfur og brons á tveimur stórmótum, nánast ógerningur fyrir sama manninn.

Theódór Norðkvist, 14.3.2011 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband