Heldur Jóhanna að hún sé Guð almáttugur?

Því miður bendir margt til þess, að forsætisráðherra nafnbótin hafi stigið konugreyinu það hátt til höfuðs, að hún telji sig vera Guð almáttugan.

Af þeim sökum telur hún sig eflaust getað gert eins og frelsarinn, er hann mettaði fjöldann á örfáum fisktittum, það átti að vera ómögulegt, en það tókst vegna þess að hann er almáttugur.

Jóhanna taldi sig einnig geta gert hið ómögulega er hún reyndi að breyta áfellisdómi stofnunar sem berst gegn spillingu í hrós.

Einnig reyndi hún að breyta neikvæðum hagvexti í jákvæðan, hún hefur reynt að smala köttum, en það gerðu þeir himnafeðgar reyndar aldrei, þeir vissu vel að svoleiðis aðferðir hentuðu ekki kisunum, þótt eflaust hafi þeir getað það, sjálfsagt hafa þeir ekki séð neinn tilgang með því.

Henni mistókust ofangreind atriði, en vel má vera að henni takist eitt, það er að notast við tímatal Guðs, en eins og allir vita, þá er hver dagur hjá himnaföðurnum eittþúsund ár samkvæmt okkar tímatali.

Hún hefur talað um að margt ætti að gerast eftir viku, kannski meinar hún eftir sjöþúsund ár, þótt alþýðan skilji ekki svona háleita hugsun.

Hún hefur lagt drjúga vinnu í að skapa samfélagið árið 2020, kannski gengur það betur en "Ísland án eiturlyfja árið 2000".

Enginn veit víst hvað framtíðin ber í skauti sér, 2020 er okkur ansi fjarlægt í dag, þótt það ártal komi vissulega eftir níu ár.

En hæpið er að vita hvað gerist eftir þúsundir ára, kannski birtist öll skjaldborgin þá eins og þruma úr heiðskýru lofti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.3.2011 kl. 21:31

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

mikið sammála þessu!!! Jón bloggvinur/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 15.3.2011 kl. 22:04

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir, Ingibjörg og Halli, við erum sammála í þessu máli.

Jón Ríkharðsson, 17.3.2011 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband