Alltaf sami aulahátturinn.

Margir muna þá tíð, þegar bannað var að selja bjór hér á landi, en fyllilega löglegt var að selja sterkt áfengi í lítravís og það var hraustlega drukkið um helgar af landsmönnum mörgum.

Þegar ég hef sagt yngra fólki frá þessum kjánalegu tímum, þegar bannað var að selja ýmsar sælgætis tegundir og bjór var ólöglegur, þá hafa ungmennin gjarnan skemmt sér yfir frásögnum af liðinni tíð.

En nú erum við komin með vinstri stjórn og þar á bæ dettur mönnum í hug að framkvæma ýmislegt, sem ekki nokkrum öðrum dytti til hugar að hugsa um.

Fólk sem náð hefur tilsettum aldri getur keypt reyktóbak af öllum gerðum og hinum ýmsu styrkleikum, einnig er leyfilegt að troða íslenski neftóbaki í öll nef og vör.

En það á nú að banna skro og allt tóbak sem inniheldur lyktar bæði og aukabragðefni. Reyndar sá ESB til þess að mönnum var gert kleyft að spúa illþefjandi reyk framan í samferðarfólk sitt, en Brusselmenn bönnuðu fínkorna neftóbak og munntóbak það, sem Svíar hafa notað um aldir.

Það er svo undarleg þessi árátta, að vera að banna vörur, án þess að það þjóni nokkrum tilgangi.

Það mun vera umhverfisvænna að notast við tóbak í nef og vör, heldur en að fólk reyki eins og kolatogarar samborgurum sínum til ama.

Ekki vil ég banna reyktóbak, því ég er fylgjandi valfrelsi fólks, hver og einn verður að ráða því, hvaða nautnalyf hann kýs að notast við til að seðja sína fíkn.

Það hljóta að finnast meira aðkallandi verkefni hjá velferðarráðherranum, en að vera að dunda sér við að semja frumvarp um bann á vörum, sem eru ekki einu sinni til sölu hér á landi.

En það er sama hvert litið er til verka stjórnarliða, þetta er allt sami andskotans aulahátturinn, en þau lafa enn í stólunum af einhverjum ástæðum.

 


mbl.is Vilja banna skrotóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Skorið tóbak... fer þá líka hið íslenska neftóbak?

Óskar Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 18:26

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei, það er skro sem er nokkurskonar tuggutóbak.

Ég mæti snarvitlaus með sleggju og tunnu, ef þeir fara að banna neftóbakið íslenska, því neftóbak og sterkt kaffi, eru þær einu nautnir sem ég leyfi mér.

Annars veit maður ekkert hvað þeim dettur næst í hug þessum kálfum, kannski banna þeir kaffið líka og skylda okkur til að drekka te.

Jón Ríkharðsson, 14.3.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband