Fimmtudagur, 17. mars 2011
Hún er svolítið utan við sig, blessunin.
Eftir áratuga setu í stjórnarandstöðu, þá tekur það vissulega tíma að átta sig á nýju hlutverki.
Deila má um, hversu langan tíma, en flestir hljóta að geta fallist á það, að eftir tvö ár í starfi forsætisráðherra, þá ætti Jóhanna að vera búin að átta sig á nýrri stöðu sinni í pólitíkinni.
En tímaskyn hennar er afar sérstætt, þannig að hún hefur greinilega ekki áttað sig enn.
Hún spyr nú eftir stefnu Framsóknarflokksins í efnahagsmálum.
Það er skiljanlegt í ljósi þess, að framsóknarmenn ríktu ansi lengi og kannski heldur hún, að hún sé stjórnarandstöðuþingmaður að leita eftir lausnum hjá ríkistjórninni.
Margir muna eflaust eftir því, þegar Guðlaugur Þór var að leita eftir upplýsingum, þá sagði Jóhanna að vissulega væri fjandi hart að geta ekki fengið þessar upplýsingar, en Guðlaugur gæti bara kennt helvítinu honum Davíð um þetta, hann setti jú lögin.
Fjárfesting hér á landi verður aldrei aukin, meðan forsætisráðherra, sem heldur að hann sé í stjórnarandstöðu er við völd, ásamt fjármálaráherra sem er ekki meðmæltur því að fólk græði um of.
Fjárfesting fari í 18-20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll Jón; æfinlega !
Ég hefði; í þínum sporum, kallað helvítis kerlinguna fordæðu - en ekki; blessun, í þinni fyrirsögn, fornvinur góður.
Þú skalt ekki halda það; Jón minn, að Ísland verði endurreist á ný, á forsendum þeirra einka gróða afla, sem komu landinu á kné - og allra sízt; með áframhaldandi lántökum í útlöndum, til einhverra óþarfra gæluverkefna.
Við þurfum; að loka hagkerfinu, ALGJÖRLEGA, og byggja upp, með afrakstri framleiðslugreinanna - ekki; einhverju dekri, við skriftlærða kjána, suður í Reykjavík, sem verið hafa landsmönnum allt of dýrkeyptir á fóðrum, til þessa.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason 17.3.2011 kl. 14:21
Heill og sæll Óskar Helgi, fornvinur góður.
Það má vel vera aumingjagæska hjá mér, en ég á alltaf bágt með að skammast mikið í gömlum konum, svo finnst mér Jóhanna eiginlega of vitlaus til að hægt sé að skammast mikið út í hana, það væri nær að skammast út í þá sem kusu kerlinguna.
En ég er sammála þér með framleiðsluna, það þarf að efla hana og mann ættu ekki að vera of ginkeyptir fyrir menntamönnum, heldur að líta til þeirra sem státa af heilbrigðri skynsemi.
En skynsemin á víst ekki alltaf upp á pallborðið hjá fólki Óskar minn.
Með bestu kveðjum utan af hafi,
Jón Ríkharðsson.
Jón Ríkharðsson, 18.3.2011 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.