Málpípa fjármálaráðherra bullar.

Ég hlustaði á viðtal við Björn Val Gíslason alþingismann á Útvarpi Sögu. Þar hélt hann því fram, að lán erlendra ríkja til Íslands væru í uppnámi vegna höfnunar Icesave.

Þáttastjórnandi benti honum á það, að Pólverjar hefðu nú lánað okkur, án tilliti til Icesave, en frændþjóðir okkar Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar voru víst eitthvað að setja skilyrði um  lausn deilunnar.

Þingmaðurinn sagði að öll lán væru í uppnámi, lánið frá Póllandi líka, hægt væri að lesa um það á vef Stjórnarráðsins.

Mig minnti það sama og þáttastjórnanda, en til að vera viss, þá kíkti ég á vef Stjórnarráðsins.

Þar kemur fram að norðurlandaþjóðirnar segja að lausn Icesave deilunnar skipti máli, varðandi lán frá þeim, en Pólverjar og Færeyingar settu engin slík skilyrði, allavega kemur það ekki fram á vefnum.

Það má vel vera að mér hafi yfirsést eitthvað, en það sem mér blöskraði hvað mest, voru hugmyndir þingmannsins um aðgerðir í atvinnumálum.

Honum fannst það ægilega sniðugt og líklegt til árangurs, að setja stórfé í vegaframkvæmdir og önnur verk á vegum hins opinbera.

Þetta er dæmigerður hugsunarháttur vinstri manna og minnir að vissu leiti á hugmyndir þeirra, sem þeir settu fram á fundi með ríkisstjórn Davíðs Oddsonar á fyrstu árum þeirrar stjórnar.

Þá fannst þeim rosalega briljant, að hækka hátekjuskatt og nýta þá hækkun, í atvinnuskapandi verkefni.

Þótt þeim leiðist ákaflega mikið allt sem snýr að arðsemi og hagnaði, þá þarf nú líka að hugsa um það.

Hver einasta króna sem sett er í framkvæmdir á vegum hins opinbera, skapar gervihagvöxt. 

Það er eins og að gefa fótbrotnum manni sterk verkjalyf, en gera ekki við fótbrotið.

Það eina sem dugar er útflutningsdrifinn hagvöxtur, fjárfesting sem skilar raunverulegum arði og fyrsta skrefið hlýtur að vera virkur lánamarkaður.

Björn Valur gerði eins og Jóhanna, nöldraði yfir tregðu bankanna til að sinna skyldu sinni, en kvað stjórnvöld afskaplega vanmáttug varðandi þá.

Hann lofaði reyndar því, að nú væri verið að þvinga bankanna til þess að fara að sinna alvöru fjármálastarfsemi, en kannski hefur hann sama tímatal og Jóhanna og Guð almáttugur.

Ætli við þurfum ekki að bíða í nokkur þúsund ár eftir árangri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

ÞAÐ ÞARF ÖRUGGLEGA EKKI AÐ BÍÐA LENGI EFTIR AÐ ÞETTA LIÐ FARI FRÁ, OG ÞÁ VERÐUR KANNSKI EKKI EINS LANGT AÐ BÍÐA EFTIR AÐ EITTHVAÐ GERIST AÐ VITI . þAÐ GETUR AÐ MINNSTA KOSTI EKKI VERSNAÐ. MAÐUR FÆR GÆSAHÚÐ AF HRYLLINGI ÞEGAR MAÐUR HEYRIR Í ÞESSU LIÐI.

Eyjólfur G Svavarsson, 11.4.2011 kl. 23:24

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Svona er þetta bara Eyjólfur minn, skynsemin hvarf hjá meirihluta þjóðarinnar í kjölfar hrunsins.

Þess vegna komust þau skötuhjú til valda.

Jón Ríkharðsson, 12.4.2011 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband