Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Íslendingar gáfu mjög gott fordæmi.
Þeir sem eiga og reka fjármálafyrirtæki eiga sjálfir að vera ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir valda viðskiptavinum sínum, en ekki skattgreiðendur.
Ef skattgreiðendur neyðast til að bæta viðskiptavinum bankanna það tjón sem þeir verða fyrir, þá verður það til þess, að fjármálamenn geta hagað sér eins og þeim sýnist, í þeirri vissu að þeir þurfi aldrei að axla ábyrgð gjörða sinna.
Fyrrum eigendur hinna föllnu banka og útrásarvíkingar almennt, eru allir í ágætis málum, fjárhagslega séð.
Á sama tíma þarf almenningur að þola þrengingar af þeirra völdum.
Það er ekkert annað en bölvaður aumingjaskapur, að vilja borga fyrir græðgi og óábyrga hegðun eigenda og stjórnenda hinna föllnu banka.
Betra er að þola jafnvel tímabundnar þrengingar, heldur en að leggjast kylliflatur og láta fjármálaheiminn stjórna sínu lífi.
Þjóð sem hræðist hótanir og þorir ekki að standa með réttlætinu, getur ekki staðið undir þeirri ábyrgð, að teljast sjálfstæð og fullvalda.
Óttast fordæmi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er akkúrat það,sem ég í skrifum,að atkvæðisgreiðslan hefði fordæmi.Almenningur um víða veröld á ekki að greiða fyrir tap einkabankanna.-Þeir aðilar,sem eru að keppast við að kaupa hlut eða stofna banka,hafa ætlað sér að ræna sína eigin banka innan frá,og láta svo almenning um að greiða tapið,sem að því verður.
Af þessu virðast ekki allir hafa lært.Erlendir og innlendir leggja nú fé til að halda lífinu í bönkum og stofna nýja.
Þjóðin þarf að hefja sókn,og stofna sinn eiginn þjóðarbanka,þar sem að eingöngu er viðskiptabanki.Sá banki yrði tryggur vörslubanki fyrir sparifé almenning.
Almenningur getur þá,tekið inneignir sína út úr þeim einkabönkum sem eru alltof margir,og flutt það í þjóðarbankann.
Hættum öllu því bulli,að láta fáeina einstaklinga,lúgja að okkur að inneign okkar sé trygg í þeirra höndum.
Ingvi Rúnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 14:45
Annað ber ríkisstjórnin að varast.Það stendur til að breyta lögum að lágmark innstæðu trygging á að hækka upp í ca.10 milljónir.
Nú fréttist af því að bankar víðsvegar um heiminn eru að sækast eftir kennitölu hér á landi.
Maður spyr sig.Hvort hér séu mál,sem tengjast á einhvern hátt?-Hugleiðing,sem vert er að skoða.Og þá hvort hér sé uppspretta af nýju bankahneysli.
Ingvi Rúnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 20:08
Við erum sammála í þessu Ingvi minn, eins og svo mörgu öðru.
Fjármálamarkaðurinn á að þjóna heiminum en ekki stjórna honum.
Jón Ríkharðsson, 12.4.2011 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.