Byggja upp sprotafyrirtæki, hvað svo?

Stjórnvöld hafa talað mjög fyrir því, að stuðla að uppbyggingu sprotafyrirtækja og leyfa þeim að vaxa og dafna. Það er vissulega falleg hugsun og vel getur verið að það sé sniðugt, að vissu marki.

Það þarf náttúrulega að afla tekna, með þeim aðferðum sem við kunnum nú þegar, efla sjávarútveg og áliðnað. Vafasamt er að veita of miklu opinberu fé í sprotana, því óvíst er að það skili sér til baka og opinberir styrkir hafa stundum gert fólk værukært.

En ef sprotafyrirtækin vaxa, dafna og skila miklum hagnaði?

Þá er nú vissara að þessi ríkisstjórn verði ekki mjög lengi við völd, því þeir sem skila hagnaði eru ekki vinsælir hjá stjórnvöldum. Nema að þeir hafi verið vinsamlegir Samfylkingunni, en óvíst er að allir sprotarnir séu þannig þenkjandi.

Núverandi ríkisstjórn skattpínir alla sem græða og það ergir fyrirtækjaeigendur svo mikið, að þeir fara með starfsemina úr landi.

Þá er nú hætt við að stuðningurinn hafi farið fyrir lítið.

Það þarf að hvetja fólk og búa til góðan farveg til framkvæmda. síðan þarf að huga vel að þeim sem fyrir eru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig væri að við færum að byggja upp og reka okkar eigin stóriðju í stað þess að selja erlendum risafyrirtækjum orkuna á brunaútsöluprís og horfa svo á eftir arðinum úr landi í greinum sem skapa ekki störf fyrir meira en 1% vinnufærra manna?  Ég held að menn ættu alvarlega að fara að endurhugsa þessa stefnu.  Hvernig væri t.d. að við opnuðum titan verksmiðju eins og eldfjallafræðinguinn Haraldur Sigurðsson hefur bent á?  Bara svona þanki.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 03:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er hinsvegar rétt hjá þér að skattpíningarstefnan leiðir það af sér að fyrirtæki í þróun gefast upp og nú er slatti af þeim að fara úr landi. Gjaldeyrishöftin spila náttúrlega stæstu rulluna þar og dilemmað erfitt að tækla. Hin áhrifin af skattapólitík sem þessari eru að hagkerfið er óðum að færast undir yfirborð jarðar og þar með rýrna ríkistekjurnar.

Nú er evrópusambandið komið að fótum fram vegna beiláta til fjármálageirans, sem sýna sig ekki hafa nein áhrif. Andevrópusinnum vex hratt fiskur um hrygg í evrópubandalaginu og fólk neitar að styðja þetta rugl. Samt ætla menn með lygum, prettum og klókindum að sjanghæja okkur þarna inn.  Nú þarf að þrýsta á að draga þessa umsókn til baka.  Ef evrópubandalagið hefði deilt þessu beiloutfé í hendur borgaranna, (t.d. á Írlandi) þá hefðu þeir bjargað þessu.  Þá hefðu þeir líka bjargað bönkunum í leiðinni. Meðan þeir sjá ekki að verðmætasköpun verður ekki til í bankakerfinu, þá eru þeir bara að grafa sér dýpri gröf.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 03:23

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er alveg innilega sammála þér Jón Steinar, vissulega væri best, að íslendingar stæðu sjálfir fyrir öllum framkvæmdum og hefðu allan hagnaðinn hér á landi.

En það virðist eitthvað standa í veginum, þekkingarskortur, erfiðleikar með fjármögnun eða hreinlega framtaksleysi.

Þessi mál hafa aldrei almennilega verið rædd á þessum nótum sem þú nefnir, en það er nauðsynlegt að gera það.

Jón Ríkharðsson, 18.4.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband