Enn einn vitleysisgangurinn.

Jón Bjarnason birtist landsmönnum sem nýbakaður sjávarútvegsráðherra sperrtur mjög, íklæddur þjóðbúningi íslenskra karla.

Eitt af hans fyrstu axarsköftum voru, að gefa út yfirlýsingu þess efnis, að eftirfylgni við tillögur Hafró yrði 100%. Látum það var þótt hann hefði sagt það í íslenskum fjölmiðlum, íslendingar eru mörgu vanir og taka ekki hátíðlega allt, sem úr munni stjórnmálamanna kemur.

En hann sagði þetta í bréfi til alþjóðlegu hafrannsóknarstofnunarinnar og hætt er við, að umheimurinn taki það alvarlega, sem maður skreyttur ráðheratitli lætur frá sér fara.

Það nýjasta hjá honum er víst, að takmarka veiðar í dragnót, því honum hefur verið talin trú um, að snurvoðin sé hættulegt veiðarfæri fyrir lífkerfi hafsins.

Dragnótin veiðir eingöngu á sand eða leirbotni, þar sem lítið er um gróður. Prýðis hráefni kemur úr dragnótinni, því hún er dreginn stutt á grunnu vatni.

En honum er sama um flottroll, sem drepa viðkvæmar lífverur sem búa ofarlega í sjónum.

Ef honum langar til að banna eitthvað, þá væri óneitanlega vitlegra að banna flottroll heldur en snurvoð.

Það væri skynsamlegast fyrir hann, að beita sér fyrir öflugri hafrannsóknum, heldur en taka ákvarðnir sem engu máli skipta.

Sá sem að lendir í því, að fara með dragnót annarstaðar en í sand eða leir, hann passar sig á að gera það ekki aftur.

Nema hann hafi gaman af netabætningum og eigi of mikið af veiðarfærum.


mbl.is Dragnótaveiðar takmarkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón.

Ekki þekki ég svo gjörla veiðarfæri þau er gefa okkur björg í bú, enda landkrabbi, hef aldrei verið á sjó utan þrjú vor á grásleppu.

Hins vegar er Jón Bjarnason mér jafn kunnur og flestum Íslendingum og ekki er hægt að segja að þau kynni séu neitt sérstaklega áhugaverð. Þó verður að mæla Jóni til bóta að hann er eini ráðherrann sem hefur reynt að standa gegn ESB aðlöguninni, þó samráðherrar hans takist oftast að svindla sér framhjá honum. Fyrir það fær Jón hrós. Ef einhver annar væri í þessu ráðherraembætti er ekki víst að sú andstaða væri fyrir hendi.

Gunnar Heiðarsson, 3.5.2011 kl. 09:38

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Gunnar.

Ég get tekið undir það með þér, að nafni minn Bjarnason hefur góða og rétta afstöðu í Evrópumálunum, enda er fáum alls varnað, hann er einlægur í andstöðu sinni við ESB og það er mjög gott.

En ég vona að fólk fari að hugsa um þessi ESB mál af einhverju viti.

Það er ekkert sem bendir til þess, að við verðum betur sett í sambandinu. Ég efast um að Írar, Grikkir, Portúgalar og Spánverjar myndu halda því fram, að við myndum græða eitthvað á aðild.

Jón Ríkharðsson, 3.5.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband