Hann er fyrst að skilja þetta núna.

Gáfur eru svo sem ekki allt og hægt er að komast ágætlega af, með hóflega greind í veganesti. En það er afskaplega óheppilegt að veita treggáfuðu fólki ábyrgðarstöður eins og komið hefur í ljós eftir að vinstri stjórnin komst til valda.

Árni Páll Árnason státar augljóslega ekki af mikilli greind, þótt hann hafi logið sig í gegn um háskóla með einhverju móti. Í tæp þrjú ár hefur það legið fyrir, að engin Icesave innheimtubréf hafi borist til landsins, en vesalings maðurinn er fyrst að átta sig á því núna.

Það ber ekki vitni um miklar gáfur, að átta sig ekki á svona einföldu atriði, en efnahagsráðherrann telur sig hafa uppgötvað merkilegan sannleik, sem hann ætlar nú að nota sem málsvörn í deilum okkar við Breta og hollendinga.

Látum það vera, þótt strákurinn sé frekar lengi að skilja einfaldar staðreyndir, en að hann hafi barist fyrir því allan tímann, að íslendingar skyldu, með góðu eða illu, borga skuld sem engin lagastoð er fyrir, það er aftur verra mál.


mbl.is Engin Icesave-innheimtubréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband