Sorpblaðamennska af verstu sort.

Sorpblaðamennskan hefur lengi loðað við DV, þótt ýmsar áhugaverðar fréttir rati þangað inn annað slagið.

En það var sorglegt að sjá forsíðumynd af ungri stúlku sem lést í Seláshverfi og í blaðinu var talsverð umfjöllun um stúlkuna og rætt við ættingja hennar og vini.

Fólki getur orðið á mistök og margir hljóta slæmar byltur á lífsins hálu braut, sumir hverfa úr þessum heimi sökum eigin mistaka. En það er engum til góðs, að fá nákvæmar upplýsingar um slíkt.

Minningu látinna ber að heiðra og eftirlifandi ættingjum á að sýna tillitssemi.

Vera má að ættingjar stúlkunar hafi veitt samþykki sitt, blaðamaðurinn hefur með skrúðmælgi náð að sannfæra fólkið um nauðsyn þess að fjalla um þessi mál í forvarnarskyni.

En ætla má að í fyllingu tímans, líði foreldrum stúlkunnar, sem og nánustu ættingjum ekki vel með það, að nú veit alþjóð það, að hún hefur fiktað við eiturlyf.

Hin ógæfusama stúlka hefði vel mátt fá að hvíla í friði, ekkert bendir til þess að birting nafns hennar hafi eitthvað forvarnargildi.

Þetta er dæmi um afskaplega óvandaða blaðamennsku, sem ætti ekki að líðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband