Þjóðernishyggja er af hinu góða.

Þjóðernishyggja er lífsnauðsyn þeim þjóðum, sem vilja teljast þjóð meðal þjóða. Við þurfum að rækta okkar þjóðararf og vera stolt af honum, það er góður grunnur til að byggja á.

Okkar sérkenni aðgreina okkur frá öðrum þjóðum og eru í vissum skilningi okkar helsta vörumerki, þegar kemur að markaðssetningu fyrir okkar afurðir erlendis.

Helsti gallinn er sá, að ýmsir grunnhyggnir þvargarar, sem ryðjast á ritvöllinn, skilja ekki hugtakið "þjóðernishyggja" og rugla því saman við "öfgaþjóðernishyggju" sem er algerlega óskylt fyrirbæri, öfgaþjóðernishyggja er nefnilega slæm, eins og allir öfgar.

Það þarf ekki að lítilsvirða aðrar þjóðir og gera lítið úr þeirra menningu, þótt lögð sé rækt við að efla eigin þjóðernisvitund og vera stoltur af eigin þjóð.

Það er líka nauðsynlegt að tileinka sér það sem aðrar þjóðir hafa fram yfir okkur, við getum fjölmargt lært af eldri og reyndari þjóðum varðandi marga þætti. Stjórnskipanin í Sviss er til fyrirmyndar, Þjóðverjar eru með afbrigðum duglegir og skipulagðir osfrv.

En við þurfum ekki að sameinast öðrum þjóðum til þess að læra af þeim.

Við getum lært af öllum þjóðum heims og ræktað það sem er gott hjá okkur. Mest er um vert, að við náum að þroskast á eigin forsemdum, sem sjálfstætt ríki, án aðildar að ESB.

Hætt er við að hávært hringl í beinum látinna höfuðskálda þjóðarinnar heyrist, þegar þau snúa sér marga hringi í gröfum sínum, vegna heimsku og fáfræði nokkurra íslendinga, sem hafa meiri möguleika heldur en þau höfðu á sinni tíð, til þess að skilja lífið.

Höfuðskáldin skyldu nefnilega mikilvægi þess, að elska sitt land og vilja auðga það, eins og ódauðleg verk þeirra, gefa sterklega til kynna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband