Mánudagur, 16. maí 2011
Og fólk vill þessa bullukolla áfram í valdastólunum.
Síðan Icesave samningarnir voru gerðir, þá hefur gengið lækkað umtalsvert. Þegar verið var að kynna samninginn fyrir þjóðinni, þá var því haldið fram að gengið muni sennilega ekki lækka. Þegar andstæðingar Icesave skuldbingarinnar bentu á hugsanlega gengislækkun, þá var það kallað hræðsluáróður.
En andstæðingar samningsins höfðu rétt fyrir sér, gengið lækkaði, einnig sögðu þeir það, sem studdu skynsemina í málinu, að engin hætta væri á lækkun á lánshæfismati þótt samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En þrátt fyrir að hrakspár stjórnvalda og svokallaðra fræðimanna, þá hefur lánshæfismatið ekki lækkað enn og fátt sem bendir til þess, að svo verði.
Samt sem áður er til hér á landi, fámennur hópur sérvitringa, sem trúir stjórnvöldum og skrítnum háskólaprófessorum, sama hversu oft kemur í ljós að fyrrgreindir aðilar, vita ekkert hvað þeir eru að tala um.
Ef fólk hefði treyst stjórnvöldum í þessu máli, þá er hætt við að lánshæfimatið hafi farið niður fyrir ruslflokk, því vaxtagreiðslur hefðu orðið illviðráðanlegar fyrir ríkið.
En þrátt fyrir allar staðreyndir, þá situr ríkisstjórnin ennþá og sumir, með óútskýranlega heilastarfsemi, styðja þau til illra verka.
Fitch breytir horfum í stöðugar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.