Sæluríkið Svíþjóð.

Georg Bjarnfreðason, Stefán B. Ólafsson og fleiri þjóðþekktir vinstri menn hafa dásamað sæluríki það, sem þeir telja að sé til staðar í Svíþjóð.

Ég hef nú einu sinni skroppið til Svíþjóðar og get svo sem fallist á það, að þar í landi búi óskaplega hlýlegt og elskulegt fólk. Ég ákvað að spjalla við nokkra innfædda og þeir voru að ergja sig á ýmsum verkum stjórnvalda eins og gengur.

Einn sagði mér, að þegar óskað væri eftir sjúkrabíl, þá þyrfti langan tíma til að útskýra fyrir starfsmönnum neyðarlínunnar, hvað væri á seiði. Sá sem sagði mér af þessu, borinn og barnfæddur Svíi, sagði mér sögu af því, þegar móðir hans fékk slag. Þá þurfti hann að svara ótal spurningum um ástand gömlu konunnar, síðan hló viðmælandi minn og sagði að hann hafi verið spurður að því, hvort hún andaði, hann sagðist ekki vera að óska eftir læknisaðstoð ef sjúklingurinn væri dáinn.

Hann var nú alveg á því, eins og fleiri sem ég spjallaði við, að opinberir starfsmenn væru nú óskaplega tregir, allflestir.

Þanig að Svíþjóð er ekki án vandamála, að mati þeirra sem hafa alið allan sinn aldur þar. En kannski þurfa Stefán og fleiri, sem dásama Svíþjóð hvað mest og telja þar vera Paradís á jörð, að fræða þarlenda um það. Þeir geta gert eins og einn íslenskur ESB sinni reyndi að gera á You to be, en þar var hann að berjast við að sannfæra Íra um ágæti ESB, en sá írski lét sér ekki segjast, hann var ekkert hrifinn af ESB, sama hvað sá íslenski reyndi.

Kannski verður prófessornum íslenska betur ágengt með þá Sænsku, hver veit.

Til þess að telja sjálfum sér trú um, að allt sé svo vont hér á landi, þá reyna margir að hefja önnur lönd upp til skýjanna. En önnur vestræn ríki eru bara eins og litla Ísland, þau hafa kosti bæði og galla.

Annars er það ábyrgðarleysi, sem margir vinstri menn hafa gerst sekir um, að lofa einhverju sambærilegu kerfi og jafnaðarmennskan kom upp í Svíþjóð, Svíar eru nefnilega að gefast upp á því, það er svo dýrt.

Á síðari hluta nítjándu aldar varð mikill uppgangur í Svíþjóð, vegna þess að kapítalisminn ríkti þar þá. Svo þegar jafnaðarmennskan tók við, þá fór að halla undan fæti.

Opinberum störfum fjölgaði hraðar en störfum í einkageiranum, þannig að færri og færri stóðu undir framleiðslunni. Svo byggðu þeir upp rándýrt velferðarkerfi, sem þeir eru nú að skera niður og hækkuðu skatta, sem þeir eru nú að lækka.

Á sama tíma og Svíar eru farnir að átta sig á mistökum sínum, þá vilja íslenskir jafnaðarmenn gera þessi sömu mistök hér á landi.

Það að taka upp og tileinka sér stefnu, sem augljóst er að gengur ekki upp, það getur seint talist góð stjórnviska, nema í huga veruleikafirrtra vinstri manna, sem halda að peningarnir verði til í ríkiskassanum og skilja ekki nauðsyn þess að framleiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband