Uppboð á aflaheimildum?

Fyrir nokkrum árum ríkti jafnaðarmannastjórn í Reykjavíkurborg.

Þeim datt í hug, að efla borgarsjóð með því að efna til uppboðs á lóðum.

Eftir þá vitleysu, snarhækaði lóðarverð upp úr öllu valdi, fjöldi byggingaverktaka lenti í stórvandræðum og gjaldþroti og ómögulegt var fyrir venjulegt fólk að slást við fjársterka verktaka um einbýlishúsalóðir. Vitanlega hafði þetta líka áhrif á óeðlilega hátt íbúðarverð, þótt ekki sé verið að horfa framhjá öðrum orsökum.

Núna vilja fulltrúar nýja vandarins, sem á víst að sópa vel á þingi, þ.e.a.s.Hreyfingin, setja aflaheimildir á uppboð.

Hætt er við að einhver strá vanti í vöndinn, því þessi leið verður til þess, að ómögulegt verður fyrir aðra en þá, sem eru fjársterkir nú þegar, að hefja útgerð.

Talaði þetta lið ekki einhvern tíma um, að það þyrfti að jafna möguleika fólks?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband