Hvað gladdi Jóhönnu?

Siv Friðleifsdóttir hélt ræðu á alþingi í dag og sagði eitt, sem eflaust hefur glatt Jóhönnu Sigurðardóttur afskaplega mikið.

Ekki er sjálfgefið að Jóhanna sé að spekúlera í breytingunum sem slíkum, heldur hefur hún eflaust glaðst yfir því, að Siv sagði það betra að auka völd forsætisráðherra, heldur en að láta misvitra ráðherra hafa óþarflega mikil völd.

Vitanlega gæla svona ummæli við eyru Jóhönnu, því henni leiðist ekki að fá aukin völd í hendur.


mbl.is Svona eiga vinnubrögðin að vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fari þessi óksapnaður í gegn er nokkuð annað en að skora á Forseta að hafna þessu og þjóðin tekur eitt iceslave á því.

Kristján B Kristinsson 15.9.2011 kl. 08:16

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Kristján og þótt fyrr hefði verið.

Gallinn við mig er sá, að ég er óttalegur asni í öllum tölvu og tæknimálum, ég hef líka afskaplega litla þolinmæði.

Ef ég væri ekki svona gallaður á þessu sviði, þá væri ég fyrir löngu búinn að búa til undirskriftalista á netinu og skora á forsetann að taka umboðið af Jóhönnu, þessi ríkisstjórn er það alversta sem komið hefur fyrir í íslenskri pólitík til þessa, þannig að ég myndi vilja að hún færi frá eins og skot og fengi ekki að koma álægt starfsstjórn sem starfaði til næstu kosninga.

Jón Ríkharðsson, 15.9.2011 kl. 08:58

3 identicon

Er ekki málið að ýta umræðunni af stað svo boltinn fari að rúlla?

Kristján B Kristinsson 15.9.2011 kl. 10:26

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jú, ég er að reyna það og geri allt sem í mínu valdi stendur.

En þótt ég geri fullt, þá er frekar hæpið að mér takist einum að fella ríkisstjórnina.

Nú þarf að gera eins og í Icesave, þá sýndi þjóðin sannarlega hvers hún er megnug og það er vel hægt að koma ríkisstjórninni frá, ef þjóðin stendur saman.

En ég nenni ekki að standa niður á Austurvelli og hrópa, það er ekki minn stíll. Mér hugnast aðferð In-Defence mikið betur, undirskriftalistar og umræða.

Jón Ríkharðsson, 15.9.2011 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband