Er beint lýðræði til góðs eða ills?

 Íslenska þjóðin á að kalla eftir beinu lýðræði og krefjast þess að hafa áhrif á mótun samfélagsins sem hún lifir í.

En hvort beint lýðræði er til góðs eða ills, hægt er að svara því á þann veg, að beint lýðræði er hvorki til góðs eða ills, beint lýðræði skapar ekki samfélagið heldur er það þjóðin.

Ef að þjóðin tekur sig ekki til og bætir umræðuhefðina hjá sér, þá er hætt við að mikið af röngum ákvörðunum verða teknar, en það er ekki við beint lýðræði að sakast.

Stjórnmálamenn hafa líka tekið arfavitlausar ákvarðanir, þannig að segja má um beint lýðræði og fulltrúalýðræði að hvort tveggja er áhrifalaust eitt og sér, þetta snýst alltaf um þá sem fara með valdið.

En kosturinn við beint lýðræði er óumdeildur, það minnkar tortryggni hjá þjóðinni, því ekki er þá lengur hægt að saka þingmenn um vafasamar hvatir í ákvarðanatökum, þá hefur þjóðin úrslitavaldið í öllum málum.

Einnig þroskar beint lýðræði þjóðina og bætir samfélagsvitund hennar, það eitt og sér gerir beint lýðræði nauðsynlegt hér á landi.

Sumir benda á Kaliforníu, þar hefur beina lýðræðið virkað illa, í Sviss hefur það gengir vel, þannig að þetta snýst allt um fólkið sem þarf að kjósa.


mbl.is Forsetinn: Valdið til fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband