Hverjir kjósa ranglæti?

Guðmundur Andri Thorsson ritar grein í Fréttablaðið í morgun og þar segir hann m.a., að þeir sém að kjósi vinstri flokkanna kjósi réttlæti.

Erum þá við sem kjósum Sjálfstæðisflokkinn að kjósa ranglæti?

Skrif skáldsins eru til merkis um þá fáránlegu grunnhyggni sem hrjáir ansi marga sem eru að fjalla um pólitík á opinberum vettvangi.

En því miður er þessi heimska og grunnhyggni hluti af umræðunni, en hún þvælist óneitanlega fyrir vitrænni umræðu.

Þótt ég sé hægri maður, þá dettur mér aldrei annað í hug, en að núverandi ríkisstjórn se´að gera sitt besta.

Þau vilja réttlæti öllum til handa og fara af stað með góðan ásetning í farteskinu.

Menn ættu að reyna að troða því í hausinn á sér, að þetta snýst um aðferðarfræði og stefnur, hvernig til tekst. Vitanlega vilja allir stjórnmálamenn láta gott af sér leiða. Mikið væri gott að sem flestir áttuðu sig á þeirri staðreynd, sem reyndar er mjög augljós, þá fyrst er hægt að fara að ræða um pólitík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband