Er aumingjapólitík í sókn?

Einhver leiðinda aumingjapólitík virðist farin að festast í sessi hér á landi, því miður.

Frægt er þegar ríkisstjórnin vildi gefast upp fyrir kröfum Breta og Hollendinga, sem betur fer þá reis þjóðin upp með forsetann í broddi fylkingar.

Margir óttast hótanir útlendinga út af hvalveiðunum, Ólafur Stephensen velti því fyrir sér hvort nauðsynlegt væri að veiða hval yfirhöfuð.

Ef þjóðin ætlar að varðveita sjálfstæði sitt og reisn, þá þarf að sýna kjark og dug. Stundum þarf að berjast fyrir réttlætinu og stundum er baráttan tvísýn.

En með því að beygja sig alltaf fyrir vilja útlendinga, þá minnkar sjálfstraustið jafnt og þétt og það endar með því, að útlendingar geta haft okkur í vasanum.

Vissulega má segja að það sé ágæt leið, fyrir þá sem eru hræddir. Við verðum þá væntanlega örugg með af hafa ofan í okkur og á, en það er ekki nóg.

Við þurfum stöðugt að berjast fyrir okkar rétti og halda okkar hagsmunum á lofti. Þeir sem ganga hart fram í baráttu fyrir sínum hagsmunum uppskera alltaf virðingu umheimsins.

Í erlendum miðlum var fjallað um framgöngu þjóðarinar í Icesave og látið að því liggja, að við hefðum skapað fordæmi fyrir aðrar þjóðir, heimurinn á ekki að láta bankana stjórna sér, heldur á heimurinn að stjórna bönkunum.

Ef við gefum eftir okkar sannfæringu í hvalveiðimálinu, hvernig líður okkur með það?

Við vitum að hvalveiðar okkar ógna ekki lífríkinu og enginn heldur því fram, að þær geri það.

Þess vegna eigum við að standa fast á okkar skoðunum, berjast fyrir okkar hagsmunum og öðlast virðingu umheimsins að lokum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband