Afskaplega seinheppin kona, hún Jóhanna.

Það er eins og óheillastjarna svífi yfir Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar verkum, eftir að hún varð forsætisráðherra.

En ætli skýringin sé ekki sú, að hún sé bara alltof vinnusöm og dugleg.

Hún vann svo mikið í að efla völd alþingis á kostnað framkvæmdavaldsins, að hún jók völd framkvæmdavaldsins.

Að minnka launamun kynjanna hefur lengi verið hennar baráttumál og hefur hún rætt mikið um að það þurfi að laga.

Svo verður hún forsætisráðherra og vinnur svo mikið í því, að minnka launamun kynjanna, að hann eykst.

Þetta á náttúrulega ekki að vera hægt, en Jóhanna Sigurðardóttir, hún lýtur ekki eðlilegum náttúrulögmálum, svo mikið er víst.

 


mbl.is Aukinn launamunur kynjanna skelfileg þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ekki má gleyma því að Jóhanna, barðist svo vel og lengi fyrir nýjum jafnréttislögum, að hún braut þau, loksins þegar þó tóku gildi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.9.2011 kl. 21:12

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Kalli, við skulum rétt vona, að hún fari ekki að berjast fyrir friði í Miðausturlöndum, þá fyrst byrjar stríðið þar fyrir alvöru.

Jón Ríkharðsson, 19.9.2011 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband