Um hvaða Sjálfstæðisflokk er verið að tala?

Stundum heyri ég fólk ræða um einhvern Sjálfstæðisflokk þar sem foringjaræði ríkir. Í þeim flokki eru allar ákvarðanir teknar af einhverskonar elítu, sem stjórnar öllu og nytsamir sakleysingjar trúa öllu sem elítan segir þeim að trúa.

Í þeim flokki eru flestallir gjörspilltir og veikir fyrir mútum, þingmenn hans gera lítið annað en að skara eld að eigin köku.

Oft hef ég velt fyrir mér hvaða flokk er verið að fjalla um, en mögulega er það stjórnmálaflokkur í hulduheimum.

Þekkt er frá aldaöðli, að sumir telja sig í nánu sambandi við álfa og huldusfólk, sem sagt er að búi í steinum víða hér á landi. 

Kenningin um tilvist huldufólks og álfa hefur hvorki verið afsönnuð né sönnuð, þannig að vera má að slíkir einstaklingar búi víða í steinum og klettum landsins.

Kannski eru álitsgjafar og aðrir vinstri menn nátengdir við hulduheima, en vita ekki af því. Sumir spíritistar halda því fram að allt rafmagnið í umhverfinu trufli næmni hjá skyggnu fólki, þannig að mögulega vita álitsgjafarnir ekki hvort þeir eru tengdir við þennan heim eða annan. 

Mig skortir þessa næmni,þannig að ég get ekkert fullyrt um pólitík hulduheima, en ég er virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins sem hefur tilvist hér í raunheimum og hann er annarra gerðar en nafni hans í hulduheimum.

Sá Sjálfstæðisflokkur sem ég þekki hafnar öllu foringjaræði. Á síðasta landsfundi, sumarið 2010 var sáttatillögu forystunnar varðandi ESB hafnað af hinum almenna flokksmanni. Forystan sætti sig við það, að sjálfsögðu, enda eru allir jafnir í Sjálfstæðisflokknum.

Svo gekk forystan í berhögg við hinn almenna flokksmann, varðandi Icesave. Þá hélt forystan sig til hlés og ákvað góða málamiðlun. Þjóðin fékk að greiða atkvæði um samningana.

Ég hef tekið þátt í landsfundum Sjálfstæðisflokksins og þar eru oft mikil átök. Umdeild mál geta verið lengi í umræðu þar til niðurstaða fæst og það er ekki alltaf sú niðurstaða sem hugnast forystunni best. En hún þarf að virða lýðræðið og sætta sig við að vera undir í sumum málum.

Vitaskuld hafa orð forystunnar oft meira vægi en annarra flokksmanna, það er ekkert óeðlilegt við það. Forystan er kosin með lýðræðislegum hætti og ástæða þess að fólk er kosið til forystustarfa er vitanlega sú, að hinn almenni flokksmaður ber virðingu fyrir því og álítur það fremst meðal jafningja.

Sem betur fer er ég félagi í Sjálfstæðisflokki mannheima en ekki þessum gjörspillta flokki hulduheima.

Álitsgjafarnir og vinstri mennirnir þurfa að jarðtengja sig betur, til þess að rugla ekki hulduheimum saman við mannheima.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón minn; æfinlega !

Mér; Falangistanum (af meiði; þeirra Gemayels í Líbanon - svo og Francó´s, á Spáni) blöskrar einfaldlega sú sjálfhverfa, sem fram hjá þér kemur, hér að ofan, fornvinur góður.

Ætla mætti; að svokallaður Sjálfstæðisflokkur, hefði ákveðið tví- eðli, í þínum huga, eins og plagaðist forðum austur í Persíu, hjá Zaraþústra Spámanni, með þá Ahura Mazda (hinn góða Guð), og Ahriman (hinn illa Guð), í hans farteski, forðum.

Þú verður einfaldlega; að viðurkenna nauðsyn þess, landsmönnum ÖLLUM til velfarnaðar, að þessi dekur flokkur þinn, verður að hverfa af sjónarsviðinu Jón minn, eftir ALLA hans forystu, í Allsherjar hryðjuverkum hans, á höndur íslenzkri þjóð - landi og fénaði, öllum.

Því auðveldari; yrði eftirleikurinn, með hina þrjá, sem fara mættu, sömu leið.

Fyrst; Kambódíumenn, hins eldforna Konungsríkis, austur í Asíu, höfðu burði til - sem þrótt, að banna alfarið, illræmda hreyfingu Rauðra Khmera, austur þar, á sínum tíma, ættu Íslendingar fullt eins, að fá óskorað tækifæri til, að banna þann flokk hér, sem huglægt;; er einna áþekkastur, hinum Rauðu Khmerum.

Þetta segi ég þér; í fullri einlægni Jón minn, því sýnt þykir mér, að öngvu verði til betri vegar farið, í Valhöllu þeirri, sem við Háaleitisbraut Reykvízkra stendur, og lítt hefir frá komið, annað en illgirnis- og sérgæðingshyggja, ein.

Vona svo; að þú megir stund finna, til austurkomu nokkurrar, til framhalds þess Kaffi spjalls, sem við áttum svo ánægjulegt, síðla Júlí mánaðar, síðast liðins.

Með beztu kveðjum; sem jafnan - og fyrri, úr Árnesþingi; utanverðu /   

Óskar Helgi Helgason 21.11.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég get vitanlega viðurkennt allt sem þú vilt minn kæri vinur Óskar Helgi, en þá væri ég ekki heiðarlegur.

Þessi svokallaði "dekurflokkur" minn, eins og þú kýst að kalla hann hefur tekið þátt í öllum þeim framförum sem orðið hafa hér á landi, án hans hefur ekkert almennilegt verið gert.

Vitanlega hafa sjálfstæðismenn gert mistök, þeir hafa gleymt sér í græðgi osfrv., en það hafa ansi margir gert, þótt þeir aðhyllist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Það er lítið mál að fyllast grunsemdum varðandi spillingu sjálfstæðismanna og sérhygli þeirra, en það er hægt með flesta flokka hér á landi.

Menn tengdir flokknum hafa komist ágætlega áfram, fengið góðar stöður hjá hinu opinbera osfrv., sama gildir líka um fólk sem tengist öðrum flokkum eðan þeir voru við völd.

Ef það á að sannfæra mig um aðra skoðun en ég hef, þá þurfa að fara fram víðtækar rannsóknir, ég tek aldrei mark á kjaftasögum.

Hvaða einstaklingar sem ráðnir hafa verið í embætti á vegum Sjálfstæðisflokksins eru vanhæfir í asínum störfum?

Sömu spurningu þarf að svara varðandi þá sem ráðnir hafa verið af öðrum flokkum.

Hreyfingin heitir nýr flokkur á þingi, þeir hófu sinn feril, eða snemma á stjórnmálaferlinum sömdu þeir við Samfylkinguna um að vera ekki neikvæðir gagnvart ESB og fengu óskir sínar virtar, varðandi setu í nefndum.

Fleiri atriði gæti ég nefnt, en það er erfitt að sanna þau. Enda er þetta sem ég segi um Hreyfinguna aðeins kjaftasaga, á meðan ekki er hægt að sanna hana, ég hef þetta frá þingmanni sem ég þekki.

Fullt af trúlegum sögum heyri ég, en ég fjalla ekki um þær, nema að ég geti sannað þær. Það kemur enginn með kjaftasögu um Hreyfinguna, því hún nýtur samúðar meðal fólks, þau telja sig betri en aðra stjórnmálamenn.

En Birgitta vildi ekki að þjóðin fengi að kjósa, þegar tillaga kom fram um að boða til kosninga, vegna vantrausts á ríkisstjórnina.

Slík afstaða ber ekki merki lýðræðisástar viðkomandi þingmanns, hægt er að gruna hana um að vilja njóta þess aðeins lengur að sitja á þingi, en ég get ekki sannað það.

Spilling er til í okkur öllum, sumir ná að hemja hana, aðrir fá ekki tækifæri til að standast freistingar osfrv.

En að lokum vil ég segja og það er ekki hægt að hrekja.

Af einhverjum ástæðum stendur Ísland og hefur staðið ágætlega í samanburði við aðrar þjóðir á flestum sviðum.

Sjálfstæðisflokkurinn tók við valdataumunum í upphafi lýðveldistímans og hann hefur verið í ríkisstjórn lengst allra flokka.

Þannig að ekki er nú árangurinn slæmur þegar á heildina er litið.

Spilling á Íslandi mælist minni en í öðrum löndum, landið telst ekki spillt að mati eftirlitsstofnanna. Ekki hefur neinn farið illa með mig og ég ásamt ansi mörgum upplifi það, að ég búi í ansi góðu landi, en ekki fullkomnu, það er alltaf hægt að bæta alla hluti.

En frjálst er þér kæri vinur að halda þínum skoðunum á lofti, hræddur er ég um að þú náir aldrei að sannfæra mig um hana. En sömu lífssýn deilum við báðir að flestu leiti, við viljum frelsi og réttlæti heiminum öllum til handa, okkur mislíkar það að fólk skuli þurfa að þola ofbeldi og við höfum samúð með þeim sem höllum fæti standa og ekki skiptir máli hver hörundslitur viðkomandi er né heldur hvaða þjóðerni hann tilheyrir.

Jón Ríkharðsson, 21.11.2011 kl. 19:43

3 identicon

Sæll á ný; Jón minn !

Sé; að þér verður ekki haggað, í hjólförum flokks vanafestu, þinnar.

Á daginn virðist samt komið; að Lýðveldisstofnunin 1944, hafi verið afar stór mistök, sem eftirmáli allur, vottfestir bezt.

Segi; að öðru leyti PASS !

En; ítreka vil ég, endurtekið Kaffiboðið, þér til handa, fornvinur góður.

Mrð; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason 21.11.2011 kl. 20:09

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Kæri vinur, það er rétt, mér verður aldrei þokað í þessum málum.

Þú veist það, að ættfeður mínir í Ölfusi voru allir þrjóskir mjög og miklir málafylgjumenn. Ætli ég hafi ekki eitthvað af genunum þeirra.

En kaffiboðið þigg ég gjarna, það er svo margt sem sameinar okkur og það er aldrei þannig, að tveir menn geti verið sammála um allt.

Svo er til ágætis kaffi í Gravarvoginum, ef þú hyggur á kaupstaðarferð á næstunni. Ég er í landi á fjögurra til fimm daga fresti, þú hefur númerið mitt og getur líka sent mér skilaboð.

En ég virði alltaf heðarlega og eindregna málafylgjumenn, það er karlmennska að standa með sínum skoðunum, hvort sem ég er sammála þeim eða ekki.

Kær kveðja í Árnesþing ytra,

Jón Ríkharðsson

Jón Ríkharðsson, 21.11.2011 kl. 20:14

5 identicon

Og; bæta vildi ég við, að í stað Lýðveldis, hefðu komið 5 sjálfstjórnar Héröð (Suðurland - Vesturland - Vestfirðir - Norðurland og Austurland), í stað þessa ógnar miðstýrða Reykjavíkur dæmis, sem er að stærðargráðu skipulags - og að 3; eða þá, 30 Milljónir manna, byggju allt landið - í stað; rétt innan við þeirra 300 Þúsunda, sem nú er (sé mið tekið; af hratt vaxandi fólksfækkun, af manngerðu hallæri, valdandi).

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason 21.11.2011 kl. 20:19

6 identicon

Sæll enn; Jón minn !

Á meðan; ég var að pára til þín, nr. 5 - hefir þú verið að svara mér, með ágætum reyndar, í nr. 4.

Reikna samt með; að þú ígrundir ábendingu mína, sem fram kemur, í nr. 5 - og; eðalþakkir jafnframt, fyrir gagnkvæmni Kaffiboðs, þíns.

Sömu kveðjur - sem þær síðustu; að sjálfsögðu / 

Óskar Helgi Helgason 21.11.2011 kl. 20:25

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Því miður Jón þótt umgjörðin sé fögur dylst engum eftir þennan Landsfund hver ræður öllu í Sjálfstæðisflokknum og hver ætlar sér að halda hreðjartaki á formanni og þingmönnum flokksins hvað sem á dynur. Ég vona að nógu margir kjósendur geri sér grein fyrir að þetta er ónýtur flokkur og kemur ekki til með að gangnast hinum almenna kjósanda á einn eða neinn  hátt með EINOKUNAR stefnu sína í atvinnumálum.

Tilgangurinn ljós að  STAÐFESTA EIGNINA A AUÐLINDINNI í eitt skipti fyrir öll.

Ofbeldi, skoðanakúgun og þöggun í stað frelsi einstaklingsins og stétt með stétt. Þið svamlið enn í haughúsi framsóknar Jón því miður með Trúðinn sem aðal brandar kallinn. Mikið að þið drógu Halldór ekki líka í pontu þá hefði þetta verið fullkomnað hjá ykkur. 

Ólafur Örn Jónsson, 21.11.2011 kl. 21:39

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Óli minn, Halldór er víst að vinna í útlöndum, þannig að sennilega hefur ekki náðst í hann.

Annars get ég sagt það sama við þig og Óskar Helga vin minn, að seint verðum við sammála varðandi Sjálfstæðisflokkinn, en ég ber viðringu fyrir einlægum hugsjónamönnum sem segja sínar skoðanir umbúðarlaust.

Ekki var ég var við þrýsting frá forystunni né heldur fyrrum formönnum flokksins.

Og ekki veit ég hvort þú átt við niðurstöðu formannskjörsins, en hæpið er að Davíð hafi beitt sér í því. Hann var ekki lengi á fundinum í senn og það fór lítið fyrir honum. Stuðningsfólk Bjarna og Hönnu Birnu var úr röðum almennra flokksmanna og ég efast um að stór hluti þes ágæta fólks hafi talað við Davíð, enda er hann ekkert að taka þátt í neinu starfi innan flokksins.

Eina dæmið sem ég veit um viðbrögð Davíðs, varðandi stefnumótun og innra starf er að einn hafði samband við hann varðandi nokkur atriði og leitaði álits á þeim. Davíð varð pirraður og saðist vera löngu hættur í pólitík.

Ég mæti á alla fundi sem haldnir eru á vegum flokksins, ef ég er í landi, og ég hef aldrei séð Davíð á neinum þeirra, nema hann hefur mætt á landsfundi en ekki tekið þátt í málefnastarfi landsfundarins, eingöngu spjallað við gamla vini á léttum nótum.

En ég verð víst að gera eins og þið Óskar, fylgja minni sannfæringu og hún er önnur en ykkar, varðandi Sjálfstæðisflokkinn og Davíð, ég sé þetta ekki á sama hátt og þið. En menn þuirfa ekki og eiga ekki alltaf að vera sammála.

Jón Ríkharðsson, 21.11.2011 kl. 22:51

9 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Óska sjálfstæðismönnum til hamingju með mestu mistök í sögu flokksins. Þið höfðuð möguleika á að velja heiðviðra manneskju sem formann, en höfnuðuð henni og völduð frekar mann sem tók þátt í að ræna bótasjóði frá öryrkjum og sjúklingum. Flokkurinn mun gjalda mistökin dýru verði í næstu kosningum.

Sveinn R. Pálsson, 21.11.2011 kl. 23:03

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Sveinn minn, þú ert hugulsamur maður og það er fallega gert af þér, að bera hag Sjálfstæðisflokksins fyrir brjósti.

En við sjálfstæðismenn erum bjartsýnir á næstu kosningar, svo kemur þetta bara í ljós.

En þú ert enn við sama heygarðshornið, heldur áfram að ástunda lygina eða réttara sagt hálfsannleik, sem reyndar getur verið verri en hrein lygi.

Bjarni ástundaði aldrei þjófnað né aðra glæpi, þannig að hann er saklaus af því sem þú segir hann hafa gert.

Um daginn vældir þú yfir því, að fólk væri ómálefnanlegt í þinn garð.

Þeir sem verstir eru í skítkastinu eru oftast ansi viðkvæmir og litlir í sér.

Hafir þú rökstuddan grun um að Bjarni hafi stolið, ég er ekki í aðstöðu til að afsanna það, enda hef ég ekki fylgst með honum allar stundir, þá ættir þú að sýna manndóm og kæra.

Nema að þú viljir vera hluti af vesalingahópnum, röfla á netinu, koma með ásakanir hægri vinstri og gera ekkert með það.

Ég minni þig á, að það er ábyrgðarlaust hjal og ómarktækt með öllu, að bera sakir á fólk, án þess að sanna þær eða kæra.

Jón Ríkharðsson, 21.11.2011 kl. 23:15

11 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það er búið að fjalla um þetta á DV. Þeir birtu meira að segja afrit af pappírunum sem Bjarni skrifaði undir. Ekki um það að villast að hann tók þátt í þessu.

Sveinn R. Pálsson, 21.11.2011 kl. 23:20

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sveinn minn, það er þá eftir að dæma hann ef hann er sekur.

Þú verður nú að fara að læra þesa einföldu reglu sem gildir í öllum alvöru réttarríkjum, "engin er sekur uns sekt er sönnuð".

Og þótt hann hafi skrifað undir pappíra, þá hefur ekkert komið fram að það hafi verið ásetningur um þjófnað.

Ég nenni ekki að taka mark á kjaftasögum, annað hvort eru menn ákærðir og dæmdir, eða þeir eru saklausir í mínu augum.

Jón Ríkharðsson, 21.11.2011 kl. 23:46

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sveinn, ég leitaði að skrifum DV varðandi þetta mál og það hefur komið fram, að Bjarni var þátttakandi í vafasamri viðskiptafléttu, en ekki sekur um neitt glæpsamlegt. Það stóð í DV þann 21/10 2011.

Það hefur enginn neitað því, að Bjarni hagaði sér eins og fábjáni í tengslum við fyrirtækið Vafning ehf,það hefur verið vitað lengi, þannig að þú ert ekki með nýjar fréttir.

Aldrei nokkurn tíma dytti mér til hugar að grípa til svona óþverrabragðs gegn mínum pólitísku andstæðingum, því ég er lítt gefinn fyrir að niðurlægja sjálfan mig á opinberum vettvangi.

Eins og ég hef margoft sagt, þá álít ég þig ágætlega greindan og Óskar Helgi hefur oft sagt mér frá þekkingu þinni og færni á tæknilega sviðinu.

En í pólitískum umræðum ertu gjörsamlega úti að aka og varla hægt að taka mark á einu einasta orði sem þú skrifar á netið.

En miðað við hringsnúning þinn í skoðunum, eins og Óskar hefur bent á, þá ertu kannski að grínast.

Munurinn á þér, Óskari Helga og Ólafi Jónssyni er ansi stór.

Þeir ljúga aldrei neinu, oft er ég ósammála þeirra túlkun, en þeir halla aldrei réttu máli, þú gætir lært margt af þessum tveim heiðursmönnum. Hægt er að vera ósammála um margt en bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars, ég veit að Óli og Óskar bera virðingu fyrir mínum skoðunum eins og ég þeirra.

Ég ber virðigu fyrir þér sem persónu, en það er erfitt að virða skoðanir sem byggjast á hálfsannleik og lygi.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 00:09

14 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hver var að tala um Davíð? Ég óska þér alls hins besta Jón en ekki reyna að halda því fram við fólk að þessi flokkur gangi erinda meirihluta kjósenda sinna. EINOKUN atvinnugreina er og verður ekki stefna Sjálfstæðismanna.

Ólafur Örn Jónsson, 22.11.2011 kl. 00:17

15 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Jón; fornvinur vísi !

Þakka þér fyrir; viðhorf þitt, til okkar Ólafs Arnar, baráttumannsins knáa.

En; þótt svo, við Sveinn Rosenkrantz Pálsson, höfum oftlega grátt Silfrið eldað, okkar í millum, vil ég koma honum til nokkurrar varnar; hér, hjá þér, ef ég má.

Rosenkrantz ættin; á sér uppruna, í Norðanverðu Þýzkalandi, og sunnanverðri Danmörku, á 6. og 7. öldum, og af því slekti er margt mætra manna - sem kvenna komið, síðan.

S.R. Pálsson; er fjarri því, að vera gallalaus maður, umfram okkur hin, en ég hygg hann vilja setja sitt mál fram, með þeim hætti, að eigi sér stoðir, nokkrar.

Því; beini ég því eindregið til þín, Jón minn, að Sveinn fái nokkurrs sannmælis notið, og fái að reifa betur, sitt mál, áður en þú dragir jafn harkalegar ályktanir, af hans orðfæri, í þeim viðfangsefnum, sem hér um ræðir, fornvinur góður.

Ég segi ekki; að Sveinn myndi siga á þig, hinum alkunnu Haqqaní feðgum (samstarfsaðilar : Al- Kaída / Lashkar-e-Tayyiba/ Talibana, og fleirri hreyfinga, þar eystra), austur í Pakistan og nærsveitum þar, brygðist honum rökræðan við þig, miklu fremur; er S.R. Pálsson þrjóskari til umræðunnar, en svo.

Við Sveinn; ákváðum á dögunum, að koma á, einskonar vopnahléi, okkar í millum - þó svo; hvorugur hafi lofað hinum, að stæði eins lengi, eins og hið víðkunna vopnahlé, milli Norður- og Suður Kóreumenna (síðan; 1953, misminni mig ekki), Jón minn.

Þannig að; sjáum, hverjum Klukkan glymur, áður en Rökkur rökræðu ykkar Sveins, nái lokið að verða, um síðir, fornvinur kæri.

Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum fyrri /     

Óskar Helgi Helgason 22.11.2011 kl. 01:18

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég hef þá misskilið þig Óli minn, biðst afsökunar á því.

Sjávarútvegsmálin, það þarf að skapast sátt um þau og auka umræðuna. Það eru ansi harðar deilur um þau í Sjálfstæðisflokknum en það þarf að koma niðurstaða sem flestir geta unað.

Þegar á heildina er litið, þá gengur flokkurinn erinda meirihluta flokksmanna að mínu mati.

En við verðum að átta okkur á því, að svona umræða getur verið erfið leiðinleg og löng. Við höfum ólíka sýn á þessi mál og getum sennilega aldrei breytt hver öðrum, að því leiti.

Eins og ég sagði við Óskar, þá hafa engar haldgóðar upplýsingar komið fram sem styðja það, að mikil spilling ríki hér á landi, heilbrigðiskerfið þykir viðunandi á heimsmælikvarða, velferðarkerfið líka og hér er friðsamt samfélag, svona að mestu leiti.

Atvinnuástand hefur verið nokkuð gott alla tíð, þótt oft hafi hrikt í, en slíkt gerist í öllum löndum.

Og Sjálfstæðisflokkurinn við völd mestallan lýðveldistímann, þannig að hann getur ekki verið alslæmur.

Ég veit það fullvel, að talsvert óréttlæti hefur fylgt kvótakerfinu og það þarf að laga. Einnig eru l+ánamálin í ólestri, það þarf líka að laga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur dregið lappirnar í þeim málum allt of mikið.

En ég er mjög hófstilltur að eðlisfari og sáttur við ástandið hér á landi., því ég veit að fullkomið þjóðfélag þekkist ekki hér í mannheimum.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 01:39

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki kann ég illa við Svein Rósinkrans að neinu leiti, en ég svara stundum harkalega ef mér finnst tilefni til.

Hann setur fram snargalnar hugmyndir sem ekkert vit er í, á síðunni hans heldur hann því m.a. fram að skattahækkanir auki hagvöxt og fleira ruglingslegt er þar að finna.

Mér er ekki illa við nokkurn mann og það getur hver sem er sett það sem hann vill á síðuna mína, ég hef aldrei útilokað neinn né eytt einni einustu athugasemd.

Menn hafa rétt til að handskammast í mér, ef þeim líður betur með það, ég hef aldrei tekið skammir nærri mér.

Þeir sem hafa verið lengi til sjós verða ónæmir fyrir orðræðum sem beint er að þeim, oftast er engin illska á ferð, hvorki á sjónum eða í netheimum.

Sennilega er ég svona harkalegur við Svein vegna þess að ég skil aldrei hvert hann er að fara.

En ég skil þína afstöðu og einnig afstöðu Óla, þið hafið báðir skrifað eftir sömu línunni árum saman og þið eruð að berjast fyrir ákveðnum málsstað.

En Sveinn vinur okkar, hann er að berjast fyrir málsstað sem ég finn mig alls ekki í. Hann réttlætir verk núverandi ríkisstjórnar og það fer ekki svona skynsömum manni, eins og Sveinn er, að gera svoleiðis þvælu.

Ég hef oft rifist harkalega við föður minn um pólitík, hann er svo ægilega mikill vinstri maður. En mér er ekki illa við hann, enda hefur alltaf verið mjög kært á milli okkar feðga og við erum samála um allt annað en pólitískar skoðanir hvers annars. Pólitík er bara hluti af margbreytileika lífsins.

Annars hef ég hálft í hvoru gaman af Sveini, þannig að þegar ég virðist vera að skammast, þá get ég líka verið að grínast.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 01:51

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Um hvaða Sjálfstæðisflokk er verið að tala spyr pistilshöfundurinn Jón, og undrast þá gagnrýni sem flokkunin hefur fengið fyrir að vera undir stjórn flokkseigendanna svokölluðu. Jón, Þetta er flokkurinn sem  sá ástæðu til þess, eftir miklar hremmingar og afhroð 2008 að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða innri mál flokksins og meðhöndlun þeirra, eða eins og því er lýst á heimasíðu nefndarinnar;  ,,Framtíðarnefnd alla sjálfstæðismanna“ telji Sjálfstæðisflokkinn geta betur mætt þörfinni fyrir opið og lýðræðislegt flokksstarf, þar sem skoðanir og sjónarmið allra flokksmanna fá notið sín.

Tilvisst þessarar nefndar sannar að innan Sjálfstæðisflokksins er til fólk sem tekur undir þá gagnrýni sem þú ert að reyna að vísa á bug og líkir við álfasögur. - Ein af tillögum þessarar nefndar var að auka lýðræði í flokknum með að gefa öllum flokksmeðlimum kost á að kjósa sér formann. - Því var hafnað á síðasta landsfundi. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.11.2011 kl. 04:59

19 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Jón #17: ég hef bent á það á minni síðu, að sé skattur lagður á fé sem liggur dautt í bönkum og skattféð notað til að aðstoða fjölskyldur í skuldavanda, þá auki slíkur skattur hagvöxt, því þá hafi þessar fjölskyldur eitthvað milli handanna til að eyða.

Er ekki auðséð að fjármagn sem er á hreyfingu gerir meira gagn en fé sem liggur dautt?

Það er ein af meinlokum sjálfstæðismanna, að halda að skattfé hverfi inn í eitthvað svarthol og geri ekkert gagn. En sýna má fram á það að skattfé nýtist í mörgum tilfellum miklu betur en annað fé. Til dæmis er heilbrigðisþjónustan hjá okkur, sem rekin er að mestu fyrir skattfé, um það bil helmingi hagkvæmari í rekstri en heilbrigðisþjónustan úti í Bandaríkjunum.

Sveinn R. Pálsson, 22.11.2011 kl. 07:58

20 identicon

Svanur, mönnum kom ekki saman um að opna landsfundinn fyrir öllum sem vildu og voru efasaemdaraddirnar aðalega fólknar í að þá myndi halla á landsbyggðina verulega.

Enn að kjósa sér formann meðal allra flokksmanna þá í formi rafrænna kosninga kemur vel til greina en það var ekki nein lausn komin á þeirri framkvæmd en þegar hún verður fundinn þá verður það auðsótt mál.

óskr Hall. 22.11.2011 kl. 11:25

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Svanur Gísli, það eru skiptar skoðanir um öll má innan Sjálfstæðisflokksins.

Margir úr hópi almennra flokksmanna, sem tengjast ekki forystunni meira en hver annar, eru andvígir því að opna frekar möguleika fólks á að sækja landsfundi. Það er vegna þess að menn óttast það, að þar sem margir vinstri menn vilja hafa áhrif á flokkinn í vafasömum tilgangi, þá gætu þeir nýtt sér þessa glufu, skráð sig í Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel haft neikvæð áhrif á hann og hans ímynd.

Það eru ýmsir einstaklingar, sem voru framarlega í búsáhaldabyltingunni og eru ekki sjálfstæðismenn, sem hafa mætt á fundi þar sem fólk gat skráð sig til þátttöku í landsfundinum. Þeir höfðu skráð sig í flokkinn, en margir höfðu grunsemdir um að það væri til þess að búa til læti, því hegðun þeirraá opinberum vettvangi benti til þess.

Það sem samþykkt er á landsfundi er ekki frekar vilji almennra flokksmanna en forystunnar. Það eru mikil átök í flokknum um ýmis mál, þetta þekki ég mjög vel, enda í nánum samskiptum við sjálfstæðismenn þegar ég er í landi.

Það er ekkert sem bendir til þes að það sé foringjaræði í flokknum, slíkt heyrir maður aðallega frá fólki sem er ekki í Sjálfstæðisflokknum.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 12:28

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sveinn, hugtakið "hagvöxtur" getur verið villandi. Hagvöxtur þýðir vitanlega hversu mikil hreyfing er á fjármagni í þjóðfélaginu.

Aukin skattheimta virkar lamandi á fólk og takmarkar áhuga fjárfesta á að koma hreyfingu á fjármagn, þannig að aukin skattheimta er röng aðferð við að auka hagvöxt.

Þú mátt vitanlega hafa þína skoðun á þesu máli Sveinn minn, en vonandi verður hún ekki allsráðandi.

Áður en Viðeyjarstjórnin tók við, árið 1991, þá voru háir skattar að kæfa fyrirtækin í landinu. Þessi mikli hagvöxtur sem ríkti í mörg ár, fyrir bankavitleysuna, kom ekki til vegna aukinna gjaldeyristekna, heldur fyrst og fremst vegna lægri skatta á fyrirtæki. Þá höfðu þau meira fé á milli handa og gátu borgað hærri laun og fjárfest meira.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 12:35

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón, Þú vilt meina að flokkurinn sjái sér ekki fært að halda utanum félagatalið í flokknum og halda kjörskrá samkvæmt því? Eða áttu við að aðeins réttu sjálfstæðismennirnir megi kjósa til formanns, ekki þeir t.d. sem eru grunaðir að hafa tekið þátt í búsáhaldabyltingu sem kom spilltum stjórnmálamönnum flokksins frá völdum? - Hvað varðar spillingu innan flokksins þá eru sumir þingmenn flokksins mjög spilltir. Árni Johnsen, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson Illugi Gunnarsson Tryggvi Þór Herbertsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir eða meira einn einn þriðji  hluti þingmanna flokksins hafa verið viðriðin afar vafsöm viðskipti og ættu umsvifalaust að víkja af þingi. Restin er svo ábyrg fyrir að kóa með þeim.

Óskar Hall; Já, ég skil, samfélagslegu réttlæti innan flokksins er hamlað af tæknikunnáttuleysi. Þvílíkur flokkur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.11.2011 kl. 13:24

24 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Svanur Gísli, ég þekki allt þetta fólk sem þú nefnir og stór hluti af því eru góðir vinir mínir sem ég er í reglulegu sambandi við.

Árna Johnsen þekki ég reyndar ekki neitt, en hann var dæmdur fyrir glæpi og hann sýndi ekki heiðarlega breytni. Hann er sá eini sem hefur verið sakfelldur, þannig að ég get ekki varið hann.

Bjarni Benediktsson og Tryggvi Þór voru þátttakendur í fáránlegum gjörningum á fáránlegum tíma, þar sem heimurinn var á hvolfi í vitleysu og græðgi. Báðir hafa þeir sagt og gert ranga hluti, en hvorugur þeirra er þekktur fyrir óheiðarleik í súnum störfum sem stjórnmálamenn.

Illugi gerði þau slæmu  mistök að fara í stjórn sjóðs 9, en hann framdi enga glæpi og hann hefur heldur ekki sýnt neina spillingu í sínum stjórnmálastörfum.

Guðlaugur Þór hafði duglega stuðningsmenn sem söfnuðu háum upphæðum fyrir prófjör hans. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hann hafi verið að hygla styrkveitendum sínum, en ég þekki grunsemdir margra þess efnis. Það þarf að sanna grunsemdir um glæpi, til að menn geti talist glæpamenn, mér leiðast kjaftasögur.

Svo er það Þorgerður Katrín, hún er gift manni sem tók þátt í allri vitleysunni og notfærði sér lögin til hins ítrasta. Einnig sagði hún klaufalega hluti, en hún hefur viðurkennt það og sagði af sér varaformannsembætti m.a. vegna þess. Hún hefur heldur ekki verið ákærð fyrir neitt og ekki hefur komið fram, að hún hafi verið að hygla neinum, en kjaftasögur eru í gangi.

Ég er eindreginn talsmaður þess réttarríkis sem við búum í, þannig að ég viðurkenni ekki glæpi, nema að þeir séu sannaðir fyrir þar til bærum dómsstólum.

Margir í Sjálfstæðisflokknum fullyrða ýmislegt um vafasaman ásetning stjórnarliða. Ég tek heldur ekki undir það, vegna þess að það hefur ekki verið sannað.

Mér fannst ástæðulaust fyrir Björgvin G. að víkja, eins fannst mér það ástæðulaust hjá Steinunni Valdísi.

Þau eru ekki í hópi minna uppáhalds stjórnmálamanna, en ég álít þau bæði heiðarlegt og gott fólk, sem sagði af sér til að friða kjósendur tímabundið.

Það að hafa verið viðriðinn vafasaöm viðskipti, finnst mér ekki næg ástæða til afsagnar. Mér finnst þvert á móti kostur, ef fólk hefur gert stór mistök og er tilbúið til að læra af þeim. Ef um er að ræða glæp, þá þarf slíkt mál að fara sína leið, Árni Johnsen framdi glæp og hann sat inni. Slíkt hefur ekki gerst hjá hinum sem þú nefndir.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 13:49

25 identicon

Það er alveg merkilegt jon hvað margir sjalfstæðismenn eru haldnir fölskum minningum!

-Eru menn bunir að gleyma þegar rikistjorn Þorsteinns Palssonar kom a fastgengistefnu 1987, i 20% verðbolgu, og kom utflutningsgreinunum a knen.

- genginu var siðan haldið að meðaltali i 130 i 18 ara valdartið sjalfstæðiflokks, æðislegt umhverfi fyrir utflutningsgreinarnar.

- Eftir 4 ara valdarsetu 1995 var atvinnuleysið 5% ( ekki var buið að vera neitt hrun ), og brottfluttir islendingar umfram aðflutta 1.637 manns, eða 0,6% af mannfjölda, arið 2010 er þetta 1703 manns , eða 0,54 % af mannfjölda.

-Þessi svo kallaði hagvöxtur a valdartima sjalfstæðiflokks var þvi miður ekki  drifinn afram að verðmætasköpun, utflutningi eða þesshattar, heldur lantökum, einsog tölur um vöruskiptajöfnuð a þessum arum bera með ser, að tala um skattalækkanir og ahrif þeirra eftir 1991, er ekkert annað en drepfyndið

Pall Eydal Reynisson 22.11.2011 kl. 14:07

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón reit; "Ég er eindreginn talsmaður þess réttarríkis sem við búum í, þannig að ég viðurkenni ekki glæpi, nema að þeir séu sannaðir fyrir þar til bærum dómsstólum."

Með þessum rökum gætu flestir af sjálfum útrásarvíkingunum gengt þingmennsku fyrir flokkinn. - Allir vita að .eir framkvæmdu sín rán í skjóli verndar. Guðlaugur Þór tekur fjóra millur sjálfur og reddar flokknum 30. Í staðinn fékk. FL group, Fons og fleiri að athafna sig að vild. Milljarðar gufuðu upp. Enginn er sakfeldur, enginn er sekur. Er það furða þótt þessir vinir þínir og þessi fokkur sé kallaður sjálftökuflokkurinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.11.2011 kl. 14:15

27 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei, ég er ekki búinn að gleyma neinu Páll. En þessi mál sem þú nefnir voru ekki til umræðu í pistlinum, heldur var ég að benda á þá skoðun mína, að sjálfstæðismenn eru ekki spilltari en gengur og gerist í íslenskri pólitík.

Reyndar hefur pólitísk spilling aldrei mæls há hér á landi í alþjóðlegu tilliti, samkvæmt niðurstöðum Greco, en það er stofnun sem mælir spillingu í lödnum Vestur-Evrópu.

Á árinu 1987 voru sjálfstæðismenn ekki einir við völd, þeir voru í stjórn með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Kratarnir fóru með ráðuneyit viðskipta og fjármála á þessum tíma. Mistök í hagstjórn hafa oft verið gerð í tíð sjálfstæðismanna, ég hef oft nefnt það, bæði í ræðu og riti.

Á árinu 1995 var sala á fiski til Evrópu treg, m.a. vegna þess að þeir héldu að sér höndum vegna Maastrich samkomulagsins sem verið var að uppfylla þá. Það er ein skýringin á því, að viðskiptajöfnuðurinn var neikvæður, en vissulega eru margar skýringar oftast á þesshátta málum og óþarfa einföldun að blása upp eitt atriði og segja það einu ástæðuna fyrir öllu.

Varðandi lækkun tekjuskatts fyrirtækja, þá ber öllum saman um, sem voru í rekstri að það hafi verið til bóta og fyrirtæki sem skila hagnaði hljóta að hafa meira svigrúm til að greiða hærri laun, enda varð það að veruleika hjá flestum.

Það var mikið atvinnuleysi hér á landi árið 1995, en þá var líka ákveðin niðursveifla í heiminum. Við sveiflumst alltaf að einhverju leiti með heiminum öllum, í efnahagsmálum. En svo gleymir þú að nefna árin á eftir, en þ+á vorum við með meiri hagvöxt og meiri kaupmátt en mörg lönd innan OECD, það vakti meira að segja athygli víða hversu vel íslendingum gekk á þessum tíma, nokkrum árum fyrir einkavæðingu bankanna.

En finnist þe´r þetta drepfyndið, þá gleður þú mig mikið, því það er alltaf til góðs ef fólk getur hlegið og fundið fyrir gleði.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 15:51

28 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Svanur minn, FL-Groub fékk að athafna sig að vild. Sjálfstæðisflokkurinn hugsaði svo vel um þá, að þeir sprengdu meirihlutann í borgarstjórn til þess að koma í veg fyrir samruna Geysis-green og REI, haustið 2007. Eins og þú kannski manst, þá var það lífsspursmál fyrir FL group, að samruninn yrði að veruleika, þannig að hafi þeir hugsað sér að múta flokknum, þá var þeim peningum illa varið.

Ég vil að allir fái annað tækifæri og ég er ekki reiður út í þessa útrásarvíkinga. Þeir höguðu sér eins og bavíanar og fóru illa með þjóðina, núverandi ríkisstjórn hefur farið illa eð þjóðina líka, en ég er ekki reiður út í Jóhönu og Steingrím.

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, þá trúði ég því að vinstri menn myndu ná að redda okkur, því þeir urðu að standa sig til að njóta trausts í framtíðinni, það var lífsspursmál fyrir þau. En þau stóðu eki undir væntingum, þannig að ég treysti þeim aldrei framar.

Eins væri ég tilbúin til að treysta útrásarvíkingunum aftur. Ef þeir læra af sínum mistökum, þá geta þeir nýst mjög vel, ef þeir gera það ekki, þá hafa þeir fyrirgert trausti sínu, allavega hjá mér.

Það hafa allir flokkar verið að hygla sér og sínum, það er staðreynd og enginn sekari en annar í þeim efnum. Svo r vont að sanna hug þann sem býr að baki, treysta þeir samherjum sínum betur en öðrum, því þeir þekkja þá, eða er þetta hreinn og klár vinargreiði? Ég hef ekki svarið við því og ég efast um að það finnist nokkurn tíma.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 15:59

29 identicon

Jón! Varðandi ríkistjórn þorsteins Pálssonar þá sprakk hún vegna fastgengisstefnu sem Þorsteinn fékkst ekki til að bakka með.

hagvöxtur árin 1995 til 2003 ( bankavitleysan byrjaði  2003) var ekki merkilegur, í ljósi þess að öll árin fyrir utan árið 2002, var halli á vöruskiptajöfnuði, þetta 20-30 milljarðar á ári.

Hagvöxtur í tíð sjálfstæðismanna byggðist fyrst og fremst á neyslu og lántökum ( meðan kippt var fótunum undan útflutningsiðnaði með framhaldi á fastgengisstefnunni )

Mig langar til að benda þér á að skattar á fyrirtæki úr 30 % í 18 % átti sér ekki stað fyrr en eftir 10 ára valdarsetu sjálfstæðismanna, þ.e árið 2002, rétt fyrir einkavæðingu bankanna, þannig að þessi sögurskýring stenst engan veginn hjá þér og ég minntist á þetta þar sem þú ýjaðir að þessu að þetta hefði gerst strax eftir að viðeyjarstjórnin tók við! Það var ekkert um skattalækanir fram að þeim tíma.

Reyndar var álagning tekjuskatts einstaklinga lækkuð (sem minnkaði skattbyrðina), en um leið voru skattleysismörkin látin dragast aftur úr launaþróuninni (sem jók skattbyrðina). Seinni aðgerðin var mun stærri en sú fyrri svo nettóútkoman varð sú, að skattbyrði 90% heimila jókst

Má vera að þú treystir ekki núverandi ríkistjórn aldrei framar, ekki er ég sammála þér, en mikið þarf þrælslundaða sál til að treysta XD aftur.

Páll Eydal Reynisson 22.11.2011 kl. 22:43

30 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Varðandi fall ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, þá mun það hafa verið matarskatturinn sem olli því, það er í það minnsta opinber skýring á því máli, þú hefur kannski aðrar upplýsingar.

Þorsteinn talaði um afnám matarskattsins við Jón Baldvin, eða það barst Jóni til eyrna, ég verð að rita eftir minni núna því ég er úti á sjó og nenni ekki að googla í þessari leiðindatölvu, hún er svo andskoti seinvirk.

Jón Balvin varð æfur vegna þess og það magnaði deilurnar þeirra í millum. Ekki hef ég heyrt að fastgengisstefna hafi orðið til þess að stjórnin sú sprakk.

Svo hef ég heima ansi merkilega umfjöllun úr áramótafylgiriti "The economist" frá áramótunum 1998-1999. Þar sagði erlendur blaðamaður frá því að hagvöxtur hér á landi væri óvenjulega mikill og atvinnuleysi eitt það minnsta sem þekktist í OECD ríkjunum. Einnig var hagvöxtur og kaupmáttur launa hvað mestur í OECD á þessum tíma, á Íslandi, þannig að söguskoðun þín stenst ekki alveg 100%.

Svo er það með útreikninga og skýrslur, það getur verið snúið að lesa út úr því öllu fyrir ómenntaðan mann eins og mig, en það eru misjafnar forsendur sem menn gefa sér í þeim efnum.

En eftir stendur mín upplifun, sem óbreytts alþýðumanns og ég tengist engum klíkum eða hagsmunasamtökum. Ef svo væri, þá stæði ég eki í því að streða á sjónum lungann úr árinu til að eiga ofan í mig og á. En ég hef engan áhuga á klíkum eða sporslum svo það komi fram, mér finnst ágætt að vinna fyrir me´r á heiðarlegan hát eins og ég hef alltaf gert.

Mér gengur alltaf betur að láta enda ná saman þegar sjálfstæðismenn eru við völd, en það er erfiðara þegar vinstri stjórnir ríkja. Ég hef verið á vinnumarkaðnum í þrjátíu ár, þannig að ég hef samanburð.

Það er rétt að erlendar lántökur hafa verið of miklar hér á landi og hagstjórn ekki nógu góð, en Sjálfstæðisflokkurinn ber ekki einn ábyrgð á því. Allir hefðbundnir stjórnmálaflokar hafa komið að því leiðndaverki.

Ég ólst upp í tíð óðaverðbólgu vinstri stjórna, þ.e.a.s. ríkisstjórna sem höfðu takmarkaða aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Faðir minn van verkamannavinnu, þannig að ég man vel eftir öllum verkföllunum og víxlverkunum launa og verðhækkanna. Það voru ekki miklir peningar til á mínu æskuheimili, en okkur leið samt vel.

Ég virði að sjálfsögðu allar skoðanir, misjöfn er upplifun fólks, en fyrir mína parta, þá gengur buddunni minni alltaf ver að halda peningunum í sér meðan vinstri stjórnir ríkja, þess vegna styð ég minn breyska Sjálfstæðisflokk, sem gerir mistök annað slagið eins og ég.

Ekki veit ég hvernig þú skilgreinir þrælslund, en samkvæmt almennri skilgreiningu, þá hef ég ekki þrælslundaða sál. Ég hef oft þurft að basla ansi mikið, en alltaf verið fullkomlega frjáls maður í frjálsu landi og sjálfstæðismaður gerðist ég, því stefna hans hljómar vel við mínar lífsskoðanir. Það hélt enginn að mér sjálfstæðisstefnunni, ég fann hana sjálfur og hef oftast verið einn um þessa skoðun, í minni fjölskyldu og í hópi vinnufélaga. Sem betur fer erum við þrír eða fjórir af fimmtán, sem erum fylgjandi þessari góðu stefnu hér um borð og allir erum við frjálsir menn sem berjumst fyrir okkar og sigrumst á öllum vanda eins og sjálfstæðismanna er háttur.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2011 kl. 23:50

31 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heyrðu, meðan ég man Páll, þá er þetta villandi hjá þér með lækkun tekjuskatts á fyrirtæki. Eins og þú setur það fram, þá segir þú að skattar á fyrirtæki hafi lækkað úr 30% í 18% á tíu ára tímabili, það er rangt.

Skattar voru annað hvort 50% eða 45% árið 1991, þeir voru lækkaðir niður í 30% árið 1993 og enduðu svo í 18% , það má vel vera árið 2002, ég man það ekki. En sjálfstæðismenn voru ekki eins lengi að lækka skatta og þú nefnir í þinni athugasemd.

Ég þakka þér kærlega fyrir að skora svona á heilann minn, ég nenni ekki að googla í tölvunni um borð, hún er svo seinvirk, þannig að ég þurfti að treysta á minnið.

Þú getur sannreint þessar tölur, en þær eiga að vera réttar nema að ég man ekki hvort skaturinn var 45eða 50% árið 1991.

Það er í lagi að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn, hann hefur gert margt gagnrýnivert, en það lítur betur út, ef menn eru með tölur nokkurnveginn á hreinu og koma ekki með svona rangfærslur eins og þú augljóslega gerðir.

Jón Ríkharðsson, 23.11.2011 kl. 00:02

32 identicon

Jon!

Mer er fullkunnugt um að skattur a fyrirtæki var lækkað ur 50% i 45% 1991 og siðan i 33% 1993, en þetta var engnn skattalækkun heldur tilfærsla.

-frádráttarheimildir urðu takmarkaðri , t.d heimildin til að leggja tillag í fjárfestingarsjóð felld niður, arðfradrattur afnuminn og fleira.

Samkvæmt Samtökum atvinnulifsins sem gaf ut skyrslu um þetta efni arið 2001 og het "vaxandi skattbyrði fyrirtækja" þar var staðan tekin fra 1991 til 2001. Þar kemur fram að virkt skatthlutfall ( þegar fradrattarheimildir vs skatthlutfall er tekið samann ) fyrirtækja arið 1990 er 27,5 % en er 28,4 % arið 2000, skattalækkun?!!

Siðan segir orðrett i niðurlagi þessarar skyrslu :

"Á grundvelli fyrrgreindra forsendum fæst sú niðurstaða að tekjuskattar á fyrirtæki hafi ekki lækkað í raun á síðasta áratug, þrátt fyrir að skatthlutfallið hafi lækkað úr 50% í 30%. "

Þetta vissi eg, og stend við það að raunveruleg skattalækkun a fyrirtæki atti ser ekki stað fyrr en arið 2002.

Varðandi fastgengisstefnuna og fall rikistjornar Þorsteins Palssonar, þa voru astæður fyrir fallinu kannski nokkrar, en framsoknarmenn sem voru i stjorn voru æfir yfir þessari fastgengisþrahyggju hja XD og vildu gengisfellingu strax, sem þorsteinn tok ekki i mal, margir vilja meina að þetta hafi orðið rikistjorninni að falli.

Mer kemur a ovart að samkvæmt reynslu þinni þa se hagi þinum best borgið þegar XD er við völd, sjomaður er það ekki.

Eg benti a að gengisvisitalan var nanast su sama fra 1992 til 2008, sem væri svo sem allt i lagi ef verðbolgustigið væri svipað og það er i þeim löndum sem við skiptum við, en svo var ekki, munurinn var nokkur %, þarf að utskyra hvað það þyðir? Eg þekki nokkra sjomenn, sa hvað þeir voru að hafa fyrir sina vinnu nokkrum arum fyrir hrun, staðreyndin er að sjomenn drogust verulega aftur ur i launkjörum a þessum arum,.

Pall Eydal Reynisson 23.11.2011 kl. 09:38

33 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það kann að hljóma hrokafullt hjá mér, en ég tek aldrei mikið mark á skýrslum og niðurstöðum þeirra. Forsendur geta verið mismunandi, reyndar skortir mig þekkingu til að fara djúpt í þessháttar mál.

Það er örugglega hægt að finna margt sem að styður það, að skattar á fyrirtæki hafi raunverulega ekki lækkað, en ég minnist þess í umræðunni á sínum tíma, að þá var talað um að skattalækkun á fyrirtækin væru að skila árangri, það var fyrir árið 2002.

En mér leiðist þvarg og að þvæla málin, ég get eingöngu talað útfrá minni upplifun og greinilega er ég ekki einn um hana, þar sem að ég er þá einn af 38% þjóðarinnar, svona ca. sem er ánægður með Sjálfstæðislfokkinn. Þetta er fjölmennur flokkur sem notið hefur mikils fylgis, því margir telja sinni afkomu betur borgið með þá við völd.

Svo eru vitanlega einhverjir sem ekki eru sammála og það er mjög gott.

Það væri ekki gott fyrir lýðræðið ef allir styddu einn flokk, fólk er ólíkt sjáðu til og erfitt að segja, hver hefur rangt fyrir sér og hver hefur rétt fyrir sér.

Hver og einn verður að styðjast við sína upplifun. Ég hef aldrei séð neitt benda til þess að vinstri flokarnir hafi gert eitthvað af viti, án aðkomu Sjálfstæðisflokksins og það segir sína sögu.

En til að efla víðsýnina, þá hef ég lesið bækur eftir forystumenn vinstri flokkanna, Jón Balvin, las ævisögu hans, bókina sem Steingrímur J. skrifaði, Svavar Gestsson osfrv., engin af þessum bókum virkaði sannfærandi á mig.

En ég veit að mörgum þykja þessi skrif ægilega djúpvitur og góð.

Það er rétt hjá þér, gengið var allt of hátt í góðærinu og þá voru laun sjómanna svipuð og verkamannalaun í landi. En okkar laun eru mjög sveiflukennd eins og flestir vita.

Jón Ríkharðsson, 23.11.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband