Vestfirðingar með hjartað á réttum stað.

Eitt er það sem fyllir mig alltaf stolti og það er, að ég skuli vera svo lánsamur að forfeður mínir voru vestfirskir sægarpar, sem börðust hetjulegri baráttu við hrikaleg náttúruöfl.

Hin risastóru vestfirsku fjöll geta virst hrikaleg en á sama tíma veita þau skjól fyrir veðrum og vindum, þau geta verið harkaleg og undurblíð á sama augnablikinu.

Sama má segja um vestfirðinga, þeir geta virst ansi harðir en svo er það þessi hjartahreina umhyggjusemi fyrir lífinu sem einkennir þá.

Ekki kemur á óvart, að það skuli vera vestfirðingur sem hvetur okkur til að hjálpa vinum okkar í Færeyjum og ég tek heilshugar undir með þessum ágæta manni, vitanlega eigum við að standa fyrir fjársöfnun og veita þeim myndarlegan stuðning.

Lífið gengur út á það, að gefa og þiggja. Í stað þess að vera stöðugt að gorta sig af engu, þá ætti ríkisstjórnin vitanlega að sjá sóma sinn í því, að bjóða fram aðstoð okkar íslendinga, á sama tíma og almenningur stendur fyrir söfnunarátaki.

Sýnum frændum vorum og vinum samhug í verki.


mbl.is Íslendingar hjálpi Færeyingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Heyr! Svo sannarlega,þeir eru ekki bara frændur heldur fölskvalausir vinir.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2011 kl. 04:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nú þarf að bretta fram úr ermum og safna.  Ríkisstjórnin ætti tafarlaust að senda hjálparsveitir og búnað hjálpar.  Og auðvitað peninga.  Færeygingar eiga það inni hjá okkur að við styðjum þá í þessum hremmingum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 12:51

3 identicon

Sammála.

Færeyingar eiga allt gott skilið !

runar 26.11.2011 kl. 13:52

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Vestfirðingar eru besta fólkið á landinu, að mínu mati, og Færeyingar ekki verri. Ég skal vera meðal þeirra fyrstu til að gefa eitthvað, um leið leið og söfnun hefst. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.11.2011 kl. 16:37

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Helga, ég hef verið með nokkrum færeyjingum á sjó og þetta eru bæði hörkunaglar í vinnu og skemmtilegir félagar.

Jón Ríkharðsson, 26.11.2011 kl. 17:00

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Tek undir það með þér Ásthildur, ég er sannarlega tilbúinn til að styðja þá eins vel og ég get.

Jón Ríkharðsson, 26.11.2011 kl. 17:02

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Rúnar, þeir eiga svo sannarlega allt gott skilið..

Jón Ríkharðsson, 26.11.2011 kl. 17:03

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Bergljót, núna erum við hjartanlega sammála, það er margt líkt með Færeyingum og vestfirðingum.

Báðir byggja þeir sína afkomu á sjósókn og fólk frá þessum svæðum er hjartahreinna en gengur og gerist, það hef ég oft orðið var við.

Það er kostur að mínu mati, þegar fólk hefur kjark til að vera það sjálft og reynir ekki að þóknast öðrum, því þeir sem vilja þóknast öðrum verða aldrei annað en lélegar eftirlíkingar af þeim, sem þeir reyna að þóknast hverju sinni.

Jón Ríkharðsson, 26.11.2011 kl. 17:07

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"og fólk frá þessum svæðum er hjartahreinna en gengur og gerist", enda er ég ættuð að Vestan. eins og þú.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.11.2011 kl. 15:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð nú eiginlega að taka undir þetta með þér Bergljót mín  Við erum bæði kjaftforari og hreinskiptnari er flestir aðrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2011 kl. 17:13

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það kemur mér ekki á óvart Bergljót mín.

Þótt við séum ekki sammála að öllu leiti, þá skynja ég sterka réttlætiskennd hjá þér og hreint hjarta.

Það eru eðliskostir sem ég met hvað mest, ég hef aldrei dæmt fólk eftir stjórnmálaskoðunum.

Pabbi er t.a.m. mikill vinstri maður og verkalýðssinni af gamla skólanum, hann hundskammar mig reglulega fyrir að styðja Sjálfstæðisflokkinn, við þrætum hressilega og mamma reynir að þagga niður í okkur. En við erum alltaf mjög nánir, enda hefur hann alltaf verið mér ákaflega góður og ég gæti ekki hugsað mér betri föður.

En ég skil illa hans pólitísku áherslur og hann ekki mínar.

Jón Ríkharðsson, 27.11.2011 kl. 18:05

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ef að allir væru jafn hreinskilnir og einlægir eins og vestfirðingar eru Ásthildur mín, þá væri ástandið mun betra í heiminum.

Ég held að þegar upp er staðið, að þá viljum við öll það sama, hvar í flokki sem við stöndum.

Öll viljum við réttlæti, við erum bara ekki alveg sammála um hvað er réttlæti og hverjar eru leiðirnar að því.

En með hreinskilnum skoðanaskiptum og heiðarlegri tjáningu og hlustun, þá þokumst við stöðugt nær, í átt að sannleikanum.

Jón Ríkharðsson, 27.11.2011 kl. 18:10

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það má rétt vera, og vonandi Jón minn.  Það eru bara alltaf misjafn sauður í mörgu fé, sem skemmir fyrir öllum hinum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2011 kl. 20:19

14 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Færeyingar fá mína aðstoð ef þeir vilja, en mikið skil ég pabba Jóns vel, hann veit

að sjálfstæðisflokkurinn er flokkur bófa og bjána.

Aðalsteinn Agnarsson, 28.11.2011 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband