Mánudagur, 5. desember 2011
Sama lygin endurtekin í annað sinn.
Jóhanna Sigurðardóttir laug því að flokksfélögum sínum, að Greco, stofnun sem fylgist með spillingu í ríkjum Vestur- Evrópu, hafi hrósað ríkisstjórninni mikið fyrir eftirfylgni við tillögur stofnunarinnar.
Klókir stjórnmálamenn, sem vilja völd umfram allt, gæta sín á að segja hluti sem hægt er að túlka á tvo vegu eða fleiri, þannig að ekki er hægt að sanna á þá hreina lygi með óyggjandi hætti.
En Jóhanna verður seint talin klókur stjórnmálamaður, hún lýgur blákalt. Svo fékk hún Steingrím í lið með sér og fékk hann til að kvitta undir sömu lygina og hún fór með á flokksstjónarfundi Samfylkingarinnar þann 29. janúar á þessu ári.
Í sameiginlegri yfirlýsingu Steingríms og Jóhönnu segir m.a.; "stjórnmálakerfið er í mikilli gerjun. Lagalegur rammi þess hefur tvívegir verið skoðaður á liðnum árum, til að tryggja gagnsæi og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Árangurinn af þessu starfi sýnir sig m.a. í því, að Greco, samtök gegn spillingu mæla stöðuna hér á landi með því besta sem gerist í heiminum."
Þetta stendur orðrétt í grobbskjali þeirra skötuhjúa og vissulega hljómar þetta sannfærandi, þetta eru jú æðstu ráðamenn þjóðarinnar sem segja þetta og bæði hafa þau lýst yfir eindregnum vilja til að efla heiðarleika og gegnsæi í stjórnsýslunni.
Skýrsla Greco er aðgengilega öllum á vef stjórnarráðsins og í niðurlagi hennar segir m.a.; Í ljósi framangreinds er það niðurstaða Greco að hin afar takmarkaða fylgni við tilmæli nefndarinnar sé í heildina óviðundandi."
Þetta er allt hrósið sem leiðtogar þjóðarinnar tala um í sameiginlegri yfirlýsingu. Í skýrslu Greco er talað um að ríkisstjórnin hafi aðeins framkvæmt eitt af tilmælum stofnunarinnar, af fimmtán atriðum.
Athugasemdir
Joseph Goebbels, áróðursmeistari þriðja ríkisins, mun hafa sagt "Ef þú endurtekur sömu lygina nógu oft verður hún að sannleika".
Ég var að enda við að renna yfir þriðju úttekt GRECO dags. 26. mars 2010, sem er væntanlega sú sem Jóhanna og þú vitna til og þar kemur einfaldlega og skýrt fram á bls. 6, í kafla "III - Conclusions" tl. 27 "In view of the above, GRECO concludes that Iceland has implemented satisfactorily or dealt with in a satisfactory manner only one of the fifteen recommendations contained in the Third Round Evaluation Report [...]". Skýrara gætu þau orð ekki verið sbr. það sem þú skrifar hér að ofan Jón.
Vandinn sem við er að glíma og það sem stjórnvöld - oft á tíðum - treysta á er að enginn nenni að lesa skýrslur sem þá sem GRECO gefur út og þ.a.l. verða orð "meistara" Goebbels að "sannleikanum" úr munni ráðamannanna. Það er a.m.k. klárt að ekki nenna fjölmiðlar að fylgja slíkum málum eftir frekar en öðrum!!!
Snorri Magnússon, 5.12.2011 kl. 19:37
Eitthvað virðist vera að gerast í þessum málum því í nýrri skýrslu sem ég fann á netinu, eftir mikið grúsk, kemur fram að átta (8) af fimmtán (15) athugasemdum GRECO virðast hafa verið uppfylltar í stað einnar (1) af fimmtán (15) áður. Nýrri skýrslan er dagsett þann 3. desember 2010 en er reyndar merkt sem "Interim" - sjá "III - Conclusions", tl. 59. á bls. 9.
Snorri Magnússon, 5.12.2011 kl. 19:54
Já, það er rétt hjá þér Snorri minn, Göbbels aðferðin virðist virka ágætlega.
Það er komnar einhverjar nýrri skýrslur á vef Stjórnarráðsins og mér skilst, miðað við mína takmörkuðu enskukunnáttu, að þær séu vinsamlegri í garð stjórnvalda en þessi sem þau létu þýða, en hún er dagsett 26. mars 2010.
Þar sem að ég vil ávallt virða sannleikann, þá segi ég þetta hálfsannleik en ekki lygi hjá þeim, en hálfsannleikurinn er ekkert betri en lygin.
Jón Ríkharðsson, 5.12.2011 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.