Má ekki gagnrýna Fjármálaeftirlitið?

Umræðan um forstjóra FME og aukning kostnaðar við rekstur stofnunarinnar virðist fara mikið fyrir brjóstið á fyrrum ráðherra viðskiptamála, Gylfa Magnússyni.

Gylfi hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann hrökklaðist úr embætti, sökum rangra upplýsinga varðandi myntkörfulánin. En hann lætur í sér heyra ef einhver vogar sér að gagnrýna FME eða forstjóra stofnunarinnar.

Gylfi heldur að þeir sem að gagnrýni forstjóra FME og eða stofnunina sjálfa, hafi eitthvað að óttast.

Hann sagði m.a. á eyjunni.is;"Ýmsir málsmetandi aðilar sækja nú af miklum þunga að Fjármálaeftirlitinu og reyna hvað þeir geta, að grafa undan stofnuninni. Á því er einungis ein líkleg skýring-það er mörgum mjög á móti skapi að stofnunin nái árangri í starfi, m.a. við að grafa það upp sem úrskeiðis fór í bankakerfinu í aðdraganda hrunsins".

Varla telst ég í hópi "málsmetandi manna", því ég er ósköp venjuleg hásetablók á togara, þótt ég tjái gjarna mínar skoðanir annað slagið þegar ég er í landi. En ég þekki engan af fyrrum stjórnendum hinna föllnu banka og gjarna vill ég að allur sannleikur komi í ljós.

Það er hinsvegar ekki hlutverk FME, það er að störfum Sérstakur saksóknari, það embætti sér um þau verkefni sem Gylfi heldur að sé á verkssviði FME.

Ef við skoðum forstjóra FME, þá er það undarlegt að slíkur maður skuli stjórna stofnun sem á að hafa eftirlit með mönnum eins og honum.

Hann gerði vafasama hluti í viðskiptum eins og komið hefur fram, hans afsökun var sú að hann hafi verið óvirkur stjórnarmaður, en það er ekki til neitt sem heitir óvirkur stjórnarmaður. Sá sem er í stjórn hlutafélags ber alltaf ábyrgð.

Það er óeðlilegt að efla stofnun sem hefur minni verkefni en hún hafði.

Bæði hefur bankasýslan minkað umtalsvert eftir hrun, einnig hefur ríkið verið að vasast í bankarekstri.

Fyrrum forstjóri FME var vammlaus maður, hann hafði aldrei gert neina vafasama hluti í viðskiptum, það hefur núverandi forstjóri hinsvegar gert. Í ljósi þess þykir mér óásættanlegt að núverandi forstjóri skuli gegna svona ábyrgðarmiklu starfi.

Hin auknu fjárframlög sem varið hefur verið til FME, væri betur varið til velferðarmála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

FME er handónýt stofnun. Það er ekki neitt sem menn segja til að grafa undan svo þeir geti svindlað. Heldur er það einmitt málið að FME hefur ekkert aðhafst og leyft mönnum að svindla. Við gagnrýnum líka lögregluna ef hún sinnir ekki útköllum þegar glæpir eru framdir, en með því erum við ekki að reyna að grafa undan löggæslu.

Staðreynd málsins er einfaldlega sú FME er meðsekt um stærstan hluta þeirra atburða sem skjalfestir eru í metsölubók síðasta árs. Margt af því eru alvarlegir glæpir. Það er því fásinna að halda því fram að fyrri stjórnendur þess séu einhverjir sakleysingjar, frekar en núverandi.

Hinum auknu framlögum sem varið hefur verið til FME væri betur varið til aðila sem hafa raunverulegan hug á að framfylgja lögum um fjármálastarfsemi.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2011 kl. 01:45

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll nafni.

Ekki treisti ég tölum Gylfa sem segir skamm þetta var ekki 77 PRÓSENT. EN SETUR EKKI UPP RAUNVERULEGA PRÓSENTU SEM SEGIR MÉR AÐ REINT ER AÐ FELA EITTHVAÐ ÞVÍ MIÐUR.

Jón Sveinsson, 6.12.2011 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband