Ætlar Ólína þá að biðjast afsökunar?

Nú er Ólína Þorvarðardóttir ógurlega ánægð með Siv Friðleifsdóttur.

Það er vegna þess að Siv kom forseta alþingis til varnar og taldi að þingmenn ættu að sýna meiri virðingu.

Þá hefur Siv eignast tvær vinkonur úr hópi stjórnarliða, en hin vinkonan er vitanlega sjálfur forsætisráðherrann. Það gladdi Jóhönnu mjög þegar Siv studdi hana í, að koma á alræðisvaldi forsætisráðherra þegar fjallað var um Stjórnarráð Íslands.

Kannski þær stöllur bjóði vinkonu sinni úr Framsóknarflokknum að ganga til liðs við Samfylkinguna, eða smeygja henni inn bakdyramegin og láta hana fylgja Guðmundi Steingrímssyni, en hann mun vera að búa til nýjan flokk sem verður sennilega deild innan Samfylkingarinnar, þótt flokkur hans heiti öðru nafni á opinberum vettvangi.

En ætli Ólína biðji á ekki forseta alþiingis afsökunar, fyrst hún talar á þessum nótum?

Hún hnakkreifst við flokksystur sína, sem er forseti alþingis, úr ræðustól á þessu ári.

Gaman verður að fylgjast með því.


mbl.is Siv skammaði Vigdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Gerði hún það ekki ?

hilmar jónsson, 6.12.2011 kl. 13:36

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki man ég til þess, en ég næ ekki að fylgjast með öllum fréttum, þannig að það getur vel verið að Ólína hafi beðist afsökunar.

Jón Ríkharðsson, 6.12.2011 kl. 13:41

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Hún hefur oftar en einu sinni sent forseta Alþingis tóninn úr ræðustól. Fyrir, að ég held, rúmu ári síðan vildi hún ekki láta máli sínu lokið og Forseti Alþingis sló ótt og títt í bjölluna, Ólínu til lítillar ánægju sem ekki naut tónlistarinnar úr bjöllunni. Svo var það síðasta vetur sem atburðirnir virtust ætla að endurtaka sig en þá spurði Ólína hneyksluð eitthvað á þessa leið: ,, Ætlar Forseti nú að fara að endurtaka bjöllusólóið?"

 Mér fannst hún nú ekkert sérstaklega hamingjusöm með það að þurfa að fara eftir þingsköpum þá.

Örvar Már Marteinsson, 6.12.2011 kl. 22:42

4 identicon

Skyldi Siv vera skemmda eplið í Framsókn? Hundraðmilljónakrónumanneskjan hún Siv er á leiðinni í Samfylkinguna,finn það á lyktinni.

Númi 6.12.2011 kl. 23:17

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Syldi hún vera skemmda eplið? Þvílík spurning, þau eru öllmeira og minna skemmd á þeim bæ. Það yrðu flott endalok á Samfylkingunni að fá hana innbyrðis svona rétt áður en allt siglir í strand.

Ólína er líklega svona orðhvöt af því hún þolir illa að sér sé mótmælt, en ekki trúi ég því að hún sé nein vinkona Sifjar. Hvernig gæti nokkur sæmilega greind manneskja komist hjá að sjá í gegnum framsóknar eiginhagsmunapotið sem Framsóknar kvenþingmenn  hafa boðið upp á undanfarin ár.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.12.2011 kl. 18:17

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur innlitin, Örvar, Númi og Bergljót.

Það var einmitt bjölumálið sem ég hafði í huga Örvar, ég man ekki eftir að hún hafi beðist afsökunar á því. En það er stundum svo mikið að gera á sjónum, þannig að oft fylgist ég nær ekkert með fréttum dögum saman. Ég man samt aldrei eftir afsökunarbeiðni frá Ólínu.

Hún er allavega ekki í stjórnarandstöðu Númi, þannig að eflaust skemmir hún fyrir félögum sínum.

Ætli Ólína sé ekki vinkona Sivjar, á meðan Siv er sammála henni Bergljót mín, Ólína virðist vera mjög ánægð með alla sem eru sammála henni, en hún á afskaplega bágt með að þola aðrar skoðanir en sínar eigin. Það er stór löstur á stjórnmálamanni, því fólk þarf að þola ólíkar skoðanir án þess að fara á límingunum.

Jón Ríkharðsson, 8.12.2011 kl. 00:17

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mikið væri nú spennandi að sjá einhvern fara á límingunum, í orðsins fyllstu merkingu, og maður gæti séð hvað býr undir, þegar allar hugsanir myndu myndhverfast, eða eitthvað í þá áttina. Gæfi slatta til að sjá hvernig hugsanir Ólínu litu út þegar henni er mótmælt. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.12.2011 kl. 13:26

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það væri vissulega gaman Bergljót mín, en þá aðeins í smástund.

Sem betur fer þá hafa flestir ákveðnar hömlur, varðandi það neikvæða.

En varðandi kærleikann og það jákvæða, þar eigum við ekki að hafa neinar hömlur, það er aldrei til of mikið af jákvæðni og kærleika.

Jón Ríkharðsson, 9.12.2011 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband