"Með þeim mæli sem þér mælið mun yður og verða mælt".

Fjallræðan er í miklu uppáhaldi hjá mér, því hún hefur að geyma mikla og djúpa speki. Stundum hef ég vitnað í fyrri hluta fyrirsagnarinnar í Mattheusarguðspjalli, en þar segir:" dæmið ei, því með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér og dæmdir verða". Síðari hlutinn sem fyrirsögnin vitnar í er ekki síðri.

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa alloft mælt á þeim nótum að hinn svonefndi fjórflokkur geri það að verkum að virðing alþingis fari nú þverrandi og sé í sögulegu lágmarki.

Skyldi það auka virðingu alþingis þegar þingmaður fullyrðir að við verðum brátt á sama stað og vanþróuð ríki í Afríku? Og skyldi það auka virðingu alþingis þegar þingmaður segir stöðugt að þingið sé handónýtt og á sama tíma röflar hann um svakalega spillingu og rökstyður það ekkert frekar.

Orðfæri þingmannsins væri við hæfi í hópi þar sem fólk væri að tjá sínar tilfinningar og fá útrás fyrir reiði, en stjórnmálamenn verða að vera yfir það hafnir, ef þeir vilja njóta virðingar.

Skyldi það vera góð leið til virðingar, að mæla þau orð, að ríkisstjórnin sé gjörsamlega vanhæf, mæla orð þess efnis að Hreyfingin ástundi heiðarlega pólitík þar sem fólk segir ekki eitt og gerir ekki annað, setjast svo á fund með ríkisstjórninni, sem þau fordæmdu og ræða um mögulegan stuðning við hana?

Væru þau sjálfum sér samkvæm og stefnu sinni trú, þá myndu þau vitanlega heimta kosningar strax, til þess að fólk fengi að velja sér fulltrúa á þing, þau vilja jú veg lýðræðis sem mestan að eigin sögn.

Þau segjast vilja að stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga og þess vegna þykir þeim ágætt að núverandi ríkisstjórn sitji áfram.

En þjóðin er ekkert sérstaklega áfjáð í að breyta stjórnarskránni eða fá nýja, þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings sýnir fram á það með óyggjandi hætti.

Skoðanakannanir segja aldrei allan sannleikann, þær eru of ófullkomnar til þess, en þær eru ágætis vísbendingar.

Ef Hreyfingin hefði fylgi og traust kjósenda, þá myndu þau mælast hærri í skoðanakönnunum. En með málflutningi sínum hafa þau glatað trausti þjóðarinnar.

Þau mæla það að fjórflokkurinn hafi orsakað þverrandi traust á hinu háa alþingi og með þeim mæli mun þeim augljóslega og verða mælt.

Kannski væri við hæfi að skoða þau í ljósi þess sem síðar kom í fjallræðunni, orðin um flísina og bjálkann.

 

 


mbl.is Ekki aukið virðingu almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir skvetta mest sem vaða grynnst, Jón.

hilmar jónsson, 21.1.2012 kl. 10:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf jafn "djúpur", Hilmar..........................

Jóhann Elíasson, 21.1.2012 kl. 10:53

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Já maður reynir að forðast grynningarnar, mæli með því að þú reynir hið sama Jóhann....

hilmar jónsson, 21.1.2012 kl. 11:08

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég kalla það hræsni þegar menn eru með Guðs orð á vörum á sama tíma og þeir hinir sömu láta hafa sig að ginningarfífli og nota í að eyðileggja flokka og fólk sem er óþægilegt fyrir stórabróður. Þú Jón og Jón Magnússon hafið sennilega talið ykkur vera að ganga erinda almættisins þegar þið rottuðuð ykkur gegn Margréti í þágu Davíðs? "Þú þjónar ekki tveimur herrum".

Að sjálfsögðu á Geir ekki erindi á sakamannabekk en núna verður þjóðin að fá rannsókn á athöfnum fyrirrennarans. Afhjúpa verður öll spillingarverkin og kuklið í bönkunum þar sem eign þjóðar var notuð til að umbuna flokksgæðingum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Sannleikurinn er dómur sögunnar það er það sem fólkið þarf að sjá sannleikann.

Þetta svar fer í BÓKINA.

Ólafur Örn Jónsson, 21.1.2012 kl. 12:15

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þeta er hárrétt hjá þér Hilmar og það er líka til annað gott máltæki; "það er auðveldara að kenna heilræðin en að halda þau.

Jón Ríkharðsson, 21.1.2012 kl. 12:49

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óli minn, einhver misskilningur á ferðinni hjá þér.

Það sem er rétt í þessu varðandi mig, er að ég tók um tíma þátt í Nýju afli en hætti því þegar ákveðið var að fara í Frjálslynda flokkinn, þannig að ég mætti ekki á einn einasta fund í Frjálslynda flokknum þegar Nýtt afl fór þangað inn. Að eigna mér eitthvað varðandi Margréti Sverrisdóttur er hrein og klár lygi.

Það mun vera rétt að Jón Magnússon og Margrét Sverrisdóttur voru á öndverðum meiði og þau áttu ekki skap saman. En ástæðan fyrir því að Jón gekk í Nýtt afl var m.a. óánægja með Sjálfstæðisflokkinn og formennsku Davíðs Oddssonar.

Svo gekk nafni minn og vinur í Sjálfstæðisflokkinn aftur og ég held að hann og Davíð séu nokkuð sáttir hver við annan.

En Nýtt afl gekk aldrei erinda Davíðs Oddssonar, það er fráleitt að halda slíku fram, margir gengu í Nýtt afl sökum óánægju með Davíð á sínum tíma.

Jón Ríkharðsson, 21.1.2012 kl. 12:58

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

En Óli, ég er sammála því, það er best að allt komi upp á yfirborðið og allri leynd á að svipta af fortíðinni.

Það er nauðsynlegt að góð og vönduð rannsókn fari fram, án sleggjudóma að sjálfsögðu. Það á enginn að óttast sannleikann því hann gerir okkur frjálsa svo ég vitni aftur í hina heldu bók.

Jón Ríkharðsson, 21.1.2012 kl. 13:01

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heyrðu Himar, stundum verð ég ægilega forvitinn, forvitnin hefur reyndar fylgt mér lengi en stundum bara verð ég að þóknast henni.

Kannski er ástæðan sú að ég sé ekkert mjög skarpur, enda hef ég lítið spekúlerað í því, hvort ég hafi einhverjar sérstakar gáfur yfirhöfuð, ég er sáttur við þær gáfur sem ég hef, þær gera mér kleyft að leysa þau verkefni sem mér eru falin frá degi til dags og það er mér nóg. Ég þekki mikið af fólki sem er upptekið af því að vera gáfað og því líður oft ekki vel.

En nóg um það, en getur þú sýnt mér einhver dæmi um athugasemdir hjá þér sem sýna fram á djúpa og yfirvegaða hugsun? Mér finnst þetta oftast vera frasar og örfáar setningar sem tjá frekar tilfinningar en rökhugsun hjá þér.

Enda er ekkert slæmt við það, þú ert ágætlega músíkalskur, það má finna margt gott í músíkinni sem þú ert með á bloggsíðunni hjá þér.

Ég hef það á tilfinningunni að þér sé meira í mun en mér að líta gáfulega út.

Ég hef aldrei gefið mikið fyrir miklar gáfur, ég er óttalega einfaldur í hugsun, ég vil helst að fólk sé velviljað og jákvætt.

Jón Ríkharðsson, 21.1.2012 kl. 13:31

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón minn, Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera gáfumaður og sennilega er greindarvísitalan mín ekkert Wonder, en "meðadjúphugsun" ( svo við tökum nú ekki of djúpt í árinni ) tel ég að oft geti komist betur til skila með stuttum hnitmiðuðum setningum í stað langs og flókinns texta.

Meira segja las ég það einhvers staðar eftir mann með mun hærri greindarvísitölu en ég hef, að stuttur texti sé all líklegri en langur texti til þess að vekja athygli, kveikja og mótivera hugsun, og þá bæði með og á móti hugmyndum þess er skrifar. Svarar þetta einhverju ?

Takk fyrir músik komplimentið.

hilmar jónsson, 21.1.2012 kl. 13:56

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég lít gáfulega út ekki vantar það nú, en ég hef stundum áhyggjur af hinu..hehe..

hilmar jónsson, 21.1.2012 kl. 14:10

11 identicon

Heill og sæll Jón æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Jón síðuhafi !

Bara; að 1 punkti, hjá þér, hér að ofan.

Afríkuríkin ÖLL; eru þróaðri - og heilbrigðari samfélög, en undirmáls- og 5. Heims ríkið Ísland, fornvinur góður.

Ekki sízt; í ljósi síðustu viðburða, hér heimafyrir.

Veru maður til; að viðurkenna það, Jón minn !

Með; hinum beztu kveðjum - sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /  

Óskar Helgi Helgason 21.1.2012 kl. 15:34

12 identicon

vertu maður til; átti að standa þar. Afsakið; Helvítis fljótfærnina.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason 21.1.2012 kl. 15:52

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já fornvinur góður, þú segir nokkuð.

Með fullri virðingu fyrir þér og þinni visku, þá tel ég að mágkona mín og hennar fjölskylda, sem ég hef kynnst ágætlega, þekki Afríku betur en þú, þau ólust þar upp sjáðu til.

Þau meta það svo að Ísland sé gjörsamlega óspillt borið saman við Afríku, ég minni á dæmið sem ég kom með varðandi brúðkaup bróður míns á sínum tíma, þú manst væntanlega eftir því dæmi.

Það er eiginlega ekki hægt að bera saman ísland og Afríku, þetta er allt svo ólíkt, en flestir sem þekkja bæði til Afríku og´íslands, eftir að hafa búið í báðum löndum kunna betur að meta ísland.

Mér  hugnast betur að trúa þeim en þér í þessu samhengi Óskar minn Helgi.

Nú þarf ég að fara í aðgerð Óskar minn, en ég sendi þér mínar bestu kveðjur frá Halamiðum.

Jón Ríkharðsson, 21.1.2012 kl. 21:45

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jónas Kristjánsson hefur bent á þetta sem þú segir Hilmar og eflaust ekki alvitlaust hjá honum.

En það þarf að mínu mati að skoða mál frá öllum hliðum og það er erfitt í stuttum texta.

Halldór Laxness sagði það vera sitt erfiðasta verkefni að koma miklu til skila í stuttum texta, þannig að það er ansi snúið.

En þú ert góður listamaður og slíkir men notast oftar við tilfinningar í tjáningu en rökhugsun, án þess að vera vitlausari en gengur og gerist.

Jón Ríkharðsson, 21.1.2012 kl. 21:47

15 identicon

Komið þið sælir, á ný !

Jón síðuhafi !

Haltu þá bara áfram; ásamt þinni ágætu mágkonu, og hennar fólki, að horfa í hina áttina, og þumbast við, í beturvizku ykkar.

Ísland; bezt í Heimi - flottasta fólkið - fallegasta landið - OG; ÓTAL AÐRIR YFIRBURÐIR.

Ég er meðvitaður um; hversu komið er mínum högum, andlega, jafnt og líkamlega hrörnandi, frá degi til dags, Jón síðuhafi.

Ætli ég; skrökvi því ekki líka ?

Með sömu kveðjum - sem áður; samt /

e.s.

Suður í Nígeríu; komst upp um svikamyllu eins stærsta Bankans, í Lagos, Sumarið 2009.

Forráðamönnum Bankans; var gefinn einnar viku frestur, til þess að lagfæra sín mál, ella biði þeirra dýflissan.

Ekki; ekki enn, allar götur frá Haustinu 2008, hefir einn einasti íslenzkur glæpamaður, úr fjármála veröld, verið tekinn og hýddur, hvað þá; markaður og í grjót settur.

Hvað; segir þetta okkur, um Nígerískt siðferði - umfram hið íslenzka, Jón ?

Kannski; ég skrökvi þessu líka - og já; Nígeríumenn er að stærstum parti Svartir.

Það er ekki eins fínt; eins og hinn FULLKOMNI Hvíti maður, síðuhafi góður !     

Óskar Helgi Helgason 21.1.2012 kl. 22:44

16 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ragnheiður Elín Árnadóttir talaði um að FLokkurinn hefði "axlað pólitíska ábyrgð" með því að víkja úr stjórn eftir hrun. Stelpu álftin áttar sig ekki á því að þegar flokkur hangir á völdum eins og hundur á roði og lætur draga sig á hárinu úr stólunum æpandi og skrækjandi og síðan sparkað á rassgatinu út á götu, kallast ekki að "axla pólitíska ábyrgð" en við hverju öðru var að búast hjá heilaþvegnum og spilltum FLokkshálfvita eins og þessi ömurlega Ragnheiður Elín er.

Guðmundur Pétursson, 21.1.2012 kl. 23:14

17 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Guðmundur Pátursson !

Vel mælt; og sköruglega, sem af þér mátti búast, ágæti drengur.

Reyndar; er spurning, hvort Ragnheiður Elín, sé ekki fremur, 1/8 að vitsmunum, í mesta lagi, í stað 1/2s, Guðmundur ?

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 21.1.2012 kl. 23:22

18 identicon

Pétursson; að sjálfsögðu - ekki Pátursson, Guðmundur !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason 21.1.2012 kl. 23:23

19 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér þykir það ákaflega leitt að þú skulir vera illa haldin Óskar minn og aldrei hef ég sagt þig skrökva.

Það er hægt að tína til punkta sem styðja ákveðinn málstað því flest mál hafa margar hliðar og ég efast ekki um að allt sé satt og rétt sem þú segir um Nígeríu.

Ekki skil ég hversvegna þú gerir mér upp skoðanir eftir okkar ágætu samtöl. Ég hef aldrei sagt að Ísland sé best í heimi og aldrei talað um yfirburði hvíta kynstofnsins. Nú held ég að þú látir reiðina hlaupa með þig í gönur.

Ég kann hinsvegar best við mig á Íslandi, því ég lifi í ófullkomnum heimi og veit að ekkert land er fulkomið. Ég nenni ekki að takast á við nýja galla og fá kannski einhverja kosti í staðinn. Þess vegna vil ég vera á Íslandi þótt ég hafi aldrei haldið því fram að það sé besta land í heimi, enda væri það fásinna ég hef lítið ferðat til annarra landa þannig að mig skortir samanburð til að geta haldið slíku fram.

Það er prýðisfólk sem ég þekki frá Afríku og þau fóru þaðan til Íslands því þeim þykir lífið betra hér en þar.

Um fáa ef þá nokkurn hef ég heyrt, sem farið hefur frá Íslandi til Afríku til þess að flýja spillinguna á Íslandi.

Þótt þú sért reiður út í íslenska pólitík og finnist´landið gjörspillt, en ég hef oft sagt þér að ég virði þá skoðun, þá þætti mér vænt um að þú létir ekki þá reiði bitna á mér. Ég kannast ekki við að hafa tekið þátt í að gera þér lífið leitt og hafir þú eitthvað við mína flokksfélaga að sakast, þá er heppilegra að skammast út í þau en mig.

Núna er nóg að gera í aðgerð, þannig að' ég læt Þetta nægja að sinni, en láttu þá finna fyrir reiðinni sem hafa komið illa fram við þig, mér finnst ég ekki eiga það skilið.

Með bestu kveðjum frá Halamiðum samt sem áður.

Jón Ríkharðsson, 22.1.2012 kl. 00:57

20 identicon

" dæmið ei, því með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér og dæmdir verða".

Þannig að þú verður á einhverjum tímapunkti kallaður "baugspenni" og goðið þitt "afturhaldskommatittur"

Ljótt er að heyra.

ocram 22.1.2012 kl. 11:13

21 identicon

Sælir; á ný !

Jón !

Persónulega; átti / og á ekki reiði mín, að beinast að þér, heldur; og miklu fremur, þeim glæpa öflum (''Sjálfstæðisflokknum''), sem þú enn, í fullkominni einlægni, með einhverri fortakslausri bjartsýnisvon, virðist vera, haldinn tryggð við, enn þann dag, í dag.

Reyndu ekki; að hártoga orð mín Jón - stjórnmálasagan; frá árinu 1991, og raunar aftar, staðfestir mín orð, um Djöfulsins flokks skriflið, áðurnefnt, svo og hjálparkokkana 3, (B - S og V listana) sem ekki þarf að nefna, svo sem. 

En; sjálfsagt er það álíka þýðingarmikð, að benda þér á að leita skynsamlegri leiða, til að finna góðum hæfileikum þínum hugnanlegri farveg - eins og að benda Sleggju og Hvelli, ESB fjandvinum okkar á, að til sé veröld, að 92%, fyrir utan hina ört hrörnandi Evrópu.

Er ekki; nokkuð til í þessarri ályktun minni, Sæfari góður ?

Gangi ykkur vel; vestur á Halamiðum, Jón minn.

Með; fjarri því lakari kveðjum, en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason 22.1.2012 kl. 12:09

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ýmislegt hef ég sagt, sem vafalaust er miður fallegt ocram, en ég hef ekki notað uppnefnið "baugspenni" um neinn og raunar legg ég það ekki í vana minn að uppnefna fólk, mér finnst það bölvaður ósiður.

Það er nefnilega ágætt að kynna sér málin áður en maður ætlar að mynda sér skoðanir á þeim.

Jón Ríkharðsson, 22.1.2012 kl. 12:52

23 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mennskepnan er nú svo undarleg Óskar minn, fólk upplifir ýmislegt á ólíkan hátt og erfitt er að fullyrða hvað sé rét og hvað sé rangt.

Þótt ég sé á öndverðum meiði við þig að sumu leiti, þá hef ég aldrei meðvitað hártogað neitt, heldur sagt mínar skoðanir en jafnframt virt þínar. Ég hef aldrei beðið þig um að breyta um skoðun varðandi neitt, vegna þess að hver og einn hefur rétt á sínum skoðunum. Raunar ergir það mig ekkert þótt fólk sé ekki sammála mér, ég get kunnað prýðilega við fólk þótt það sé ekki sammála mér í pólitík og upplifi þjóðfélagið öðruvísi en ég geri.

En við skulum ekki þræta fornvinur góður, heldur slíðra sverðin og rækta góða vináttu.

Með góðum kveðjum frá Halamiðum, það er helvítis leiðinda veltingur núna, þú átt gott að vera á þurru landi og geta haft kaffibolann við tölvuna, ég þarf að skorða hann í klofinu á mér og passa að kaffið skvettist ekki á lærin.

Jón Ríkharðsson, 22.1.2012 kl. 12:58

24 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Jón !

Ég stend; við HVERT EINASTA orð mitt, um ömurleika flokka ræksnanna !

En; gangi ykkur vel, í ölduróti Halamiða, fornvinur góður.

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason 22.1.2012 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband