Öfgafemínismi er slæmur.

Á meðan ég stundaði fjöldamorð á saklausum þorskum, til þess að framfleyta sjálfum mér og fjölskyldu minni og leggja mitt af mörkum til gjaldeyrisöflunar, þá hlustaði ég á þáttinn með Sirrý á Rás 2, þar sem hún ræddi við konu sérmenntaða í kynjafræði.

Sérfræðingurinn í kynjafræðinni þrætti ekki beinlínis fyrir það, að verið væri að boða öfgafemínisma, en hún taldi það nauðsynlegt til þess að leiðrétta þann mikla mun sem hún taldi vera á möguleikum kynjanna.

Sú sérfróða í kynjafræðinni taldi það nauðsynlegt að hætta að klæða ungabörn í einkennisliti sem gefa til kynna hvaða kyni þau tilheyra og hennar skoðun er greinilega sú, að kynin ættu að hætta að klæðast fatnaði sem sýnir kyn þeirra með óyggjandi hætti, hún taldi það hið besta mál, að karlmenn fari að klæðast kjólum og nælonsokkabuxum.

Ég held að það yrði óttaleg sjónmengun fyrir flesta, að horfa upp á grófgerða karlmenn klædda á þennan hátt, en vera kann að einhverjum þyki það fallegt, sennilega er sá smekkur ekki útbreiddur mjög.

Svona þvættingur gengur alls ekki upp, vegna þess að náttúran sér til þess að kynin eru ólík í háttum og það er ekkert slæmt við það. Ýmsir sérvitringar hafa reynt að sigrast á lögmálum náttúrunnar og þrátt fyrir gífurlegar framfarir í vísindum og tækni, þá hefur það sjaldan gengið upp.

Hvað er svo athugavert við það, að kynin séu ólík og klæðist fatnaði sem sýna hvaða kyni viðkomandi tilheyrir?

Jú, öfgafemínistar segja, að konur séu að pína sig til þess að þóknast karlmönnum, með því að klæðast þröngum fatnaði og óþægilegum skóm, eyða drjúgum stundum fyrir framan spegilinn til þess að karlmenn geti viðurkennt þær sem konur.

Svo koma karlmenn sem upplifa sig sem konur og afsanna þessa tilgátu.

Þeir mála sig mikið og ganga í þröngum fötum og óþægilegum skóm, vegna þess að þá upplifa þeir sig í réttu kynhlutverki. Ekki eru þeir að þóknast karlmönnum með þessum athöfnum, heldur líður þeim best svona tilhafðir.

Taka ber fram að ekki er verið að gera lítið úr þeim mönnum sem upplifa sig sem konur, þeir eiga að sjálfsögðu að hafa frelsi til að vera eins og þeir kjósa og það er óþverraháttur að gera lítið úr þeim.

Mörgum konum líður einnig best svona tilhafðar, þær gleðja flesta karlmenn í leiðinni, þannig að tilgangurinn hlýtur að vera góður.

Svo eru það atvinnumöguleikarnir.

Í eftirsóttar stöður og ábyrgðarstöður eru oftast fleiri sem sækja um en fá viðkomandi stöður, það gildir jafnt um karla sem konur.

 Fólk af báðum kynjum þarf að hafa mikið fyrir því að sanna sig og vinna sig upp, sumum veitist það létt og öðrum erfitt eins og gengur.

Við ræddum þennan þátt félagarnir um borð meðan við snæddum kvöldverðinn. Þá sagði skipstjórinn okkur frá öllum þeim fjölda símtala sem hann hefur fengið frá aðilum sem óska eftir að komast um borð. Það þykir eftirsótt að komast um borð í togara um þessar mundir, enda eru launin ansi góð.

Af öllum þessum fjölda hefur aðeins ein kona hringt, þannig að ekki virðist áhuginn vera mikill.

Nú erum við allir um borð mjög jafnréttissinnaðir, skipstjórinn þar með talinn að sjálfsögðu og við vildum gjarna fá konur í hópinn. Konur eru skemmtilegir félagar og mórallinn verður bara betri ef það er kona í hópnum, já við erum mjög hrifnir af konum.

En þær verða vissulega að standa undir væntingum, þetta er líkamlega erfið vinna og það má enginn hlífa sér um borð, þá lendir bara meiri vinna á okkur hinum og það viljum við ekki. Það verður hver og einn að vinna fyrir kaupinu sínu.

Ekki er hægt að útiloka það, að einhverjar konur séu nægjanlega hraustar líkamlega til þess að stunda störf  til sjós, þær láta bara ekkert vita af sér.

Einnig hefur verið talað um að konur séu óþarflega hógværara, en vissulega eiga þær að gera sömu kröfur til launa og karlmenn fyrir sömu störf. Raunar er þetta líka einföldun á málinu, vegna þess að til eru karlmenn sem, hafa ekki kjark til að gera kröfur, þeir hafa oftast lægri laun en aðrir, fyrir sömu vinnu. Það er þekkt á vinnumarkaði.

Konur standa fyllilega jafnfætis körlum að öllu leiti og þær geta leyst af hendi sömu störf. Hér fyrr á öldum þekktist það, reyndar í litlum mæli, að konur voru formenn á árabátum og þær þóttu standa sig mjög vel Konur hafa staðið sig vel í leiðtogastörfum, bæði hjá fyrirtækjum og þjóðum.

En sú fáránlega árátta að vilja hætta að gera konur kvenlegar og halda sér til, bæði til að gleðja augu karlmanna og upplifa sig eins og þær vilja vera, hún er ekkert annað en kjánalegar öfgar.

Vitanlega er svo í lagi þótt konur vilji hvorki ganga í kjólum né háhæluðum skóm, það ríkir sem betur fer frelsi í þessum málum.

Það er líka mjög góð leið, að klæða ungabörn í liti eftir kyni, þá kemur það í veg fyrir klaufalegan misskilning.

Sum börn hafa frekar kynlaust útlit fyrst um sinn og það getur verið mjög vandræðalegt að óska einhverjum til hamingju með fallega strákinn, ef strákurinn er svo raunverulega stelpa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Góður pistill Jón.  Þetta er eins varðandi umhverfismálin.  Öfgafólkið vinnur gegn góðu málefni.

Þórir Kjartansson, 23.1.2012 kl. 10:24

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Þórir, þú orðar þetta mjög vel.

Öll viljum við að sjálfsögðu jafnan rétt kynjanna og engan þekki ég sem vill að konur hafi lægri laun eða minni möguleika en karlar.

Sama er með umhverfismálin, öll viljum við að sjálfsögðu vernda náttúruna. Svo koma öfgasamtök og ljúga upp á okkur sem viljum notast við skynsemina.

Jón Ríkharðsson, 23.1.2012 kl. 11:10

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jæja Jón, ég á von á því að bæði dóttir þín og eiginkona hafi ritskoðað þennan pistil hjá þér og gefið þér grænt ljós, enda veitir ekki af þegar felurembur eins og þú byrja að skrifa um jafnréttismál. -

Hvað gerir þig annars umkomin um að dæma um hvað er "sjónmengun"  "fyrir flesta" og hvað ekki? -

Og við hvaða aldur, að þínu áliti, á að hætta að klæða stelpur sérstaklega í bleikt og stráka í blátt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2012 kl. 12:54

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú ert mættur Svanur, en þér er vissulega velkomið að mæta hvenær sem er. Þess vegna hef ég athugasemdakerfið opið, það er öllum velkomið að setja inn athugasemdir og ég svara vitanlega eins og mér þykir ástæða til.

Þér er vissulega frjáls að telja mig karlrembu, ég hef reyndar gaman af sérviskulegum skoðunum.  Sennilega langar þig til að vera glöggur mannþekkjari, en þú þarft meira til, miðað við greiningar þínar á mér.

Þú mátt þó eiga það, að þér tókst í tvígang að æsa mig upp í fáránlegar þrætur, en það tekst ekki í þriðja sinn.

Hafðu svo góðan dag Svanur minn og mættu endilega sem oftast þegar þig langar til að koma með greiningar á minni persónu eða bara tjá þig um það sem þú vilt. Af reynslunni þá sé ég að það er barnalegt af mér að þræta við þig og í fyrsta og vonandi eina skiptið ætla ég að neita að svara spurningum, því þú ert ekkert að leita eftir svari heldur að leita eftir þvargi, en ég er ekki í stuði til þess núna. Ég hef margt mikilvægara að gera við minn tíma heldur en að standa í barnalegu þrasi við sérvitringa. Það á að hafa gaman af sérvitringum sjáðu til, en alls ekki rökræða við þá, það hefur engan tilgang.

Jón Ríkharðsson, 23.1.2012 kl. 13:35

5 identicon

Feministafíflin á Íslandi eru ekki komin eins langt og svíar, en þar á bæ er kynleysið á börnum komið inn í kerfið. Helmingur leikskóla í Svíþjóð hefur tekið upp kynleysisstefnu og nú eru börn ekki lengur han (hann)eða hon (hún) heldur hen , já, einmitt HEN.

Íslendingar eru fljótastir allra að taka upp fíflagang svía, samber mengi sællar minningar og nú eru krata f... og VG við sjórn hér, þannig að það er á öllu von.

V.Jóhannsson 23.1.2012 kl. 16:58

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já, þetta er undarleg og slæm þróun í Svíþjóð V. Jóhannsson.

Ég vonast til að þjóðin verði nógu skysöm til að kjósa ekki vinstri flokkanna yfir sig aftur, því vinstri stjórnir eru yfirleitt fylgjandi svona vitleysisgangi.

Mér finnst það svo merkilegt, að sumir geri svo lítið úr konum og halda að þær séu að halda sér til bara til að þóknast karlmönnum.

Mér dettur amma sáluga í hug, en hún var sannkölluð dama, alltaf uppstríluð og flott, hún hélt þeim sið allt til hinsta dags.

Ekki man ég í hvaða samhengi hún sagði það, en hún sagðist alltaf gera sig fína, þá liði sér betur og hún væri eiginlega að halda sér til mest fyrir sjálfa sig.

Auðvitað eru til konur sem eru í þóknunarhlutverki gagnvart karlmönnum vegna lélegs sjálfsmats osfrv., þær eiga að finna leiðir til aukinnar sjálfsvirðingar, því sjálfsvirðing er ölum holl hvoru kyninu sem viðkomandi tilheyrir.

Jón Ríkharðsson, 23.1.2012 kl. 17:13

7 identicon

http://avpixlat.info/2012/01/21/genusmaffian-kraver-tillskott-till-ordlistan/ Vonandi komast menn inn á þetta blogg til að sjá vitleysuna sem er að þróast þarna.

Því miður þá hefur krata samfélagið eyðilagt heilabúið í flestum Svíum.

V.Jóhannsson 23.1.2012 kl. 19:03

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég tel mig nú vita það V. Jóhannson, vinstri stefna gerir lítið gagn í stjórnun landa, en hún er nauðsynleg til þess að veita sem flestum skoðunum vægi, en hún má aldrei vera ráðandi afl í neinu samfélagi.

Jón Ríkharðsson, 23.1.2012 kl. 19:47

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón reit; "í fyrsta og vonandi eina skiptið ætla ég að neita að svara spurningum,..."

Ég er ekki hissa á því að þér verði svarafátt að þessu sinni Jón Ríkhaðrðsson.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2012 kl. 22:28

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jæja Svanur minn, ég skal leika aðeins við þig núna. Þegar ég svaraði þér síðast, þá var ég ákaflega glaður á leið í land og ekki í skapi til að þvarga við besservisa, en nú er ég einn heima og hef lítið annað að gera en að þvarga út í loftið.

Þessar spurningar hjá þér eru ákaflega kjánalegar og svara sér sjálfar. Vitanlega er það í augum flestra ákveðið ósamræðmi í því fólgið að sjá grófgerða karlmenn klædda í fínleg kvenmannsföt. Þetta eru svona almenn viðmið sem þarfnast engra sérstakra rannsókna við, alveg eins og ég veit ekki til þess að það hafi verið sannað að sólin sé björt og hlý, en flestum finnst það en hún fer í taugarnar á sumum.

Ég hef reyndar engar rannsóknir að styðjast við og þori að fullyrða að þú þekkir engar vísindalegar rannsóknir heldur til að hrekja þessa fullyrðingu mína.

Alveg eins er það með grófgerða karla klædda í kvenmannsföt, það þarf engar rannsóknir til að segja að þarna gætir ósamræmis sem fáum þyir gaman að sjá, en sumum þykir þeta eflaust fallegt.

Svo er það næsta spurning, við hvaða aldur mér þykir æskilegt að hætta að klæða börn í bleikt og blátt. Það er enginn æskilegur aldur til, það fer vitanlega eftir smekk hvers og eins.

Mér finnst það sjarmerandi þegar fullorðnir menn varðveita barnið í sér, þess vegna gat ég ekki staðist þessa áeggjan hjá þér.

Hún var eins og hjá krakka sem er að ögra; "þú kannt ekki, veist ekki" osfrv.

Býð svo spenntur eftir næstu spurningum eða athugasemdum varðandi mína persónu.

Þú gætir t.a.m. bætt því við karlrembuna að ég sé kannski laumuhommi sem þori ekki út úr skápnum, svona ef þig skyldi skorta hugmyndir til að fjalla um mína persónu.

Og svo þakka ég þér kærlega fyrir að þroska mig mikið á stuttum tíma. Ég verð að viðurkenna að þér tókst aðeins að æsa mig upp í fyrstu tveimur athugasemdunum, en að þessu sinni gat ég haft ansi gaman af þér og hlakka til að fylgjast með næstu athugasemdum.

Þú ert væntanlega þeirar gerðar að vilja alltaf hafa síðasta orðið, en það er sterkt einkenni besservisma.

En heyrðu, mér verður aldrei svarafátt, stundum er málflutningur manna svo vitlaus að hann er vart svaraverður.

Jón Ríkharðsson, 24.1.2012 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband