Laugardagur, 23. febrúar 2013
Stundum ratast kjöftugum satt orð á munn.
Steingrímur sagði að það hefði ekkert breyst hjá Sjálfstæðisflokknum og það er alveg rétt. Fyrir áttatíu og fjórum árum var sjálfstæðisstefnan sett á blað og hún hefur ekkert breyst, enda ekki ástæða til að breyta stefnu sem virkar.
Hann hefur hinsvegar átt í óttalegu basli með að halda stefnum, kallanginn, og þess vegna finnst honum skrítið að hægt sé að halda sömu stefnunni öll þessi ár og sama nafninu.
En nær hann að hitta á mörg rétt atriði í einni ræðu, enda er enginn fullkominn.
Hann sagðist ekki hafa fengið þjóðarsátt í arf eins og ríkisstjórnin sem tók við árið 1991, en hann fékk neyðarlögin í arf. Hefði hann fengið þjóðarsátt á arf, þá er líklegt í ljósi reynslunnar að hann hefði náð að klúðra því.
Steingrímur vill augljóslega gleyma stjórnviskunni sem Davíð Oddsson hafði þegar hann tók við á sínum tíma. Fyrir árið 1991 hafði ríkt kreppa ansi lengi og það var erfitt ástand fyrsta kjörtímabilið sem sjálfstæðismenn sátu. En eins og Illugi Jökulsson benti á í góðri bók, þá treystu flestir því að Davíð myndi ekki kollkeyra samfélagið.
Ríkisstjórn sjálfstæðismanna tókst að skapa traust, það hefur Steingrími ekki tekist og það tókst að skapa sátt.
Traustið og sáttin varð til þess að fáir höfðu áhuga á að kjósa vinstri stjórn. Þegar ótti og reiði ríkti, þá kaus meirihluti þjóðarinnar vinstri flokkanna, en ólíklegt er að sömu mistökin verði gerð tvisvar í röð.
Svo er eitt mikilvægt atriði sem Steingrímur gleymir, varðandi þjóðarsáttina.
Hún varð að veruleika fyrir tilstuðlan sjálfstæðismanna eins og allt jákvætt sem gert er á Íslandi og kemur sér vel fyrir alla þjóðfélagshópa.
Í ævisögu Guðmundar J. Guðmundssonar, sem var flokksbróðir Steingríms, kemur fram að upphaf þjóðarsáttar megi reka til aðgerða Þorsteins Pálssonar, er hann skipaði svokallaða forstjóranefnd árið 1988. Svo var það sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, ásamt Guðmundi J. sem urðu helstu höfundar þjóðarsáttarinnar eins og kemur fram í ævisögunni sem um var getið.
VG mikilvægasti flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll ég er hér, ekki gleyma hlutverki flokksins þíns í því að skapa þetta umhverfi sem við búum í nú um þessar stundir! Steingrímur hefur bara ekki breytt þvi neitt og þinn fokkur ætlar ekki að gera það heldur! Hvers vegna nefnir Bjarni ekki að hann ætli að taka á ofurlaunum og bankakerfinu? Af hverju ætlið þið ekki að taka á lífeyrissjóðunum og hvers vegna ætilið þið að viðhalda öllum sendiráðunum þar sem einkavinaráðningar eru um allan hnöttin? Svar óskast.
Sigurður Haraldsson, 23.2.2013 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.