Þriðjudagur, 22. maí 2012
Er meiri lýðræðisást hjá Hreyfingunni en í öðrum flokkum?
Birgitta Jónsdóttir sagði í atkvæðagreiðslu varðandi tillögu þá um vantraust sem sjálfstæðismenn báru fram; "Því legg ég til og mæli með, að hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármálaráðherra segi af sér. Ég mæli ekki með að þingrof verði samþykkt því það er einfaldlega sett til höfuðs stjórnarskrárbreytingum og almennum lýðræðisumbótum sem og umbótum í kvótakerfinu".
Hún og Margrét Trygvadóttir vildi ekki kosningar vegna þess að þær óttuðust að næsta ríkisstjórn væri ekki fylgjandi þeim málum sem Hreyfingin leggur hvað mesta áherslu á.
Sjálfur hef ég oft rætt um beint lýðræði, ég er fylgjandi því að þjóðin hafi möguleika á að taka völdin af þinginu og heimta þjóðaratkvæðagreiðslur ef þingið kemur með mál sem þóknast henni ekki. Það verður til þess að þingmenn þurfa að vanda sig betur og ræða opinskátt við þjóðina, sannfæra hana um ágæti hinna ýmsu mála.
Margir eru mér ekki sammála um þetta og einn þingmaður, sem vissi áhuga minn á framboði, spurði mig að því, hvað ég segði ef mál, sem ég vildi koma í gegn og hefði trú á, yrði sett í þjóðaratkvæði og fellt.
Þessum vini mínum hefur dottið í hug að þetta væri ágæt leið til að fá mig til að hverfa frá þessari hugmynd, en það virka engin sálfræðitrikk á mig.
Ég sagði honum einfaldlega að með því að vilja beint lýðræði, þá þyrfti að ganga alla leið og ef þjóðin hafnar því sem ég set fram, þótt ég sé á annarri skoðun, þá að sjálfsögðu virði ég vilja þjóðarinnar.
Beint lýðræði getur líka orðið til þess að rangar ákvarðanir verði teknar af þjóðinni, þær hafa líka verið teknar af þinginu og þjóðin staðið það af sér með sóma.
Hreyfingin vill koma stjórnarskrárbreytingum á framfæri og sínum stefnumálum, en hvað segir þjóðin?
Þjóðin virðist ekki treysta Hreyfingunni miðað við skoðanakannanir og fáir leggja málsstað hennar lið í umræðunni.
Þjóðin veit alveg hvað hún vill, það sást í Icesave, þá urðu heitar umræður, þjóðin stóð saman og fékk sínum vilja framgengt.
En stjórnarskrármálið og kvótamálin er ekkert sérstaklega heit í umræðunni. Það eru fáir sem halda þessum málum á lofti, flestir vilja leggja áherslu á önnur mál.
Þjóðin vill að hjól efnahagslífsins fari að snúast, það vilja allir meiri vinnu og meiri sátt. Þessi mál sem Hreyfingin berst fyrir auka ekki atvinu og skapa ekki sátt, því þau eru bæði mjög umdeild.
Ef að Hreyfingin vill virða vilja þjóðarinnar, þá á hún vitaskuld að berjast með henni fyrir því, að hún fái að kjósa sem fyrst og ef að þjóðin vill stefnumál Hreyfingarinnar og hefur trú á henni, þá vitaskuld kýs hún samkvæmt því.
Stjórnmálamenn halda oft að það þurfi að hafa vit fyrir þjóðinni, Hreyfingin virðist halda það líka.
En það þarf enga stjórnmálamenn til að hafa vit fyrir þjóðinni, heldur þarf stjórnmálamenn sem hvetja og þvælast ekki fyrir dugandi fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Það erum við sem sköpum þetta samfélag sem við lifum í.
Fólk hópast á mótmælafundi, þjóðfundi og allskyns samkomur og kemur sér saman um, að krefjast þess að stjórnmálamenn sýni heiðarleika. Svo ræðir fólk um hversu rotin pólitíkin er, um leið og menn koma inn fyrir dyr alþingis þá verða þeir gjörspilltir og rotnir í gegn, hætta að vera mennskir osfrv.
En í öllum múgæsingnum gleymist eitt mikilvægt atriði, stjórnmálamenn eru hluti af þjóðinni, þeir eru synir hennar og dætur, alveg sömu gerðar og fólkið sem hópast saman og finnur til mikillar samkenndar, vegna meintrar spillingar stjórnmálastéttarinnar.
Strax í æsku er okkur kennt að það sé flott að vera sniðugur, reyna að borga lítið og græða mikið. Þeim sem tekst það mjög vel njóta gjarna mikillar virðingar samborgara sinna. Það finnst mörgum upphefð í því að vera refur í viðskiptum, þess háttar fólk nýtur oftast mikillar virðingar samborgara sinna.
Og af því að stjórnmálamenn eru sömu gerðar og hinir, þá finnst þeim líka sniðugt, því þau eru alin upp við það, að sýna refskap, lofa hlutum sem þau vona að fólk gleymi osfrv., til þess að komast á þing. Það eru flestir tilbúnir að ganga ansi langt til að vernda sína hagsmuni og græða sem mest fyrir sig og sýna.
Það má segja að við öll og allir hagsmunahópar gerum rétt fyrir okkur sjálf en rangt fyrir heildina. Við þurfum að hugsa minna um okkar hagsmuni og taka tillit til annarra hagsmuna.
Við þurfum að rækta með okkur heiðarleika og virðingu fyrir öðrum. þótt það virki ægilega sniðugt að plata einhvern upp úr skónum í viðskiptum, þá má ekki gleyma því að þá er ekki verið að hugsa um hagsmuni þes sem er plataður.
Líklegt er að viðkomandi fatti plottið og verði frekar óhress, en hann hugsar með sér "bísness er jú bara bísness", svo reynir hann að hefna sín með því að plata einhvern annan.
Við erum öll ófullkomin, óheiðarleg og að einhverju leiti rotin, það er hluti af mannlegu eðli því öll hugsum við fyrst um okkar hagsmuni.
Við þurfum að íhuga þetta í hvert sinn er við dæmum aðra, erum við eitthvað betri sjálf?
Í gruninn erum við öll eins, hvort sem við vinnum í pólitík eða í öðrum störfum. Það er bara notalegra að hafa einhvern til að skammast út í, þá höldum við að það sé ekki svo mikið að hjá okkur. Stjórnmálamenn eru vitanlega prýðisgóð skotmörk, því þeir geta ekki svarað fyrir sig, þá kýs þá enginn.
Ef við viljum bætt samfélag sem samanstendur af heiðarleika og réttlæti, þá er ekki nóg að skammast út í stjórnmálamenn.
Við þurfum að taka allan pakkann, annars stöndum við áfram í sömu sporunum, enginn þroski.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Sjálfstæðisstefnan er leiðarljós til framtíðar.
Ef forysta og þinglið Sjálfstæðisflokksins heldur sig við sjálfstæðisstefnuna og berst fyrir framgangi hennar, þá hefur þjóðin von um betri tíð.
Við göngum í gegn um þrengingar og þær getur ríkið ekki leyst með auknum útgjöldum. Það er mjög erfitt að leysa skuldavanda heimilanna með peningum úr ríkissjóði, þannig að líklega verða þeir sem fóru fram úr sér að axla ábyrgð og læra af mistökunum.
Fyrir tæpum níutíu árum var Jón Þorláksson fjármálaráðherra, en Jón var einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins og í hópi aðalhöfunda sjálfstæðisstefnunnar, þannig að hluti af hans eðli, var raunverulega sjálfstlæðisstefnan í sinni tærustu mynd.
Þegar Jón tók við embætti, þá ríkti góðæri á Íslandi. Í stað þess að afla sér vinsælda með eyðslu, þá sparaði hann og skar niður í ríkisrekstrinum og náði að efla ríkissjóð. Svo kom niðursveifla og þá gat hann mildað hana með því að leggja fé í opinberar framkvæmdir og atvinnuskapandi verkefni.
Þetta er vitanlega langbesta efnahagsstjórn sem hægt er að hugsa sér og sjálfstæðismenn eiga að ástunda hana.
Stjórnvöld eiga að ræða við þjóðina og skapa þjóðarsátt um, að borga niður skuldir og leitast við að safna í sjóði til að geta mætt næstu efnahagslægð.
Allir hagsmunahópar verða að sættast á, að fá lægri framlög og sumir jafnvel engin, skera þarf allt niður sem við getum mögulega verið án.
Þetta eru harkalegar aðgerðir og koma illa við marga, en til lengri tíma litið er þetta nauðsynlegt, ef við viljum ábyrga efnahagsstjórn og möguleika á að lifa góðu lífi í þessu landi.
Stjórnvöld lýðveldistímans hafa eytt of miklu í misgáfuleg verkefni, það eru allir flokkar sekir að einhverju leiti.
Ef við viljum halda áfram á sömu braut og eyða eins og gert hefur verið, þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa stöðugan hagvöxt, sem ekki er mögulegur og þegar kemur að samdrætti, þá þarf að skera niður og niðurskurður annað slagið og ótti sem fylgir efnahagslægðum ásamt eyðslugleði þegar kemur þensla virkar illa á sálarlíf þjóðarinnar.
Við þurfum að temja okkur nægjusemi og sníða okkur stakk eftir vexti, gera miklar kröfur til okar sjálfra og mjög litlar kröfur til ríkisins. Heilbrigt fólk og hraust þarf engan stuðning úr opinberum sjóðum.
Það hefur enginn sagt að lífið sé auðvelt, það skiptast á skin og skúrir og enginn stjórnmálamaður breytir því, heldur enginn mannlegur máttur.
Við verðum að þola þrengingar um stund, vinna mikið og leggja hart að okkur, standa saman. Stjórnvöld eiga að styðja við bakið á þjóðinni með því að hvetja hana til góðra verka, skapa góðan jarðveg fyrir atvinnuskapandi verkefni með lágum sköttum og einföldum reglum.
Það eina sem ríkið á að sjá um er menntun, heilbrigðisþjónusta og það þarf að huga að þeim sem geta ekki hjálpað sér sjáfir.
Allir verða að taka þátt og sá sem skorast undan tefur uppbyggingarstarfið að einhverju leiti.
Það er engin önnur stefna en sjálfstæðisstefnan sem getur skapað gott og farsælt samfélag, vinstri stefnurnar ganga út á eyðslur eins og sannast á loforðum um þrjátíu og níu milljarða í verkefni sem óvíst er að skili arði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Horfum til framtíðar, fortíðin er liðin.
Tæpum fjórum árum eftir hrun eru margir fastir í ranghugmyndum varðandi það og kalla enþá eftir uppgjöri.
Uppgjörið hefur farið fram og ólíklegt er að eitthvað nýtt komi fram í dagsljósið sem útskýrir aðdraganda og orsök þess.
Vinstri flokkunum hefur mistekist að hengja það á Sjálfstæðisflokkinn, Geir H. Haarde var dæmdur saklaus, ef frá er talin venja allra ríkisstjórna lýðveldistímans, að fylgja ekki fyrirmælum stjórnarskrárinnar sem segir til um umræður mikilvægra mála á ríkisstjórnarfundum.
Rannsóknarskýrslan staðfestir að hrunið var ekki sjálfstæðismönnum að kenna og heldur ekki einkavæðingu bankanna, allar ábendingar varðandi það hvað hægt hefði verið að gera halda varla vatni.
Engum hefur tekist að benda á fordæmi fyrir þeim aðgerðum sem sagt er að Geir og hans ríkisstjórn hefði átt að framkvæma.
Það nýjasta hjá ríkisstjórninni er að rannsaka einkavæðingu bankanna, þrátt fyrir að til sé skýrsla Framkvæmdarnefndar um einkavæðingu og skýrsla Ríkisendurskoðunar ásamt því að Rna tók málið til ítarlegrar umfjöllunar.
Enda leggur ríkisstjórnin ekki í að rannsaka málið frekar, þau segja þetta annað slagið til að slá ryki í augu kjósenda, en gleyma að geta þess að frumvarp varðandi þetta mál hefur legið ofan í skúffu í ca. tvö ár og ekkert með það gert.
Við þurfum ríkisstjórn sem styður einkaframtakið, skapar frjóan jarðveg fyrir alla löglega starfsemi sem hugsast getur og er ekki stöðugt að skapa úlfúð um mál sem litlu skipta.
Ný stjórnarskrá skapar ekki verðmæti rifrildi um sjávarútveginn skapar heldur ekki verðmæti og þaðan af síður breytingar á stjórnarráðinu, en þetta eru helstu áherslur ríkisstjórnarinnar.
Ef að skortur er á fjármagni þá er vinna eina raunhæfa leiðin til að nálgast það og ef það skortir sátt, þá eiga þeir sem leiða umræðuna að sleppa óþarfa rifrildi.
Þetta eru margsannaðar patent lausnir sem svínvirka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Eftirspurn eftir Steingrími.
Steingrímur J. Sigfússon sagði frá því í Silfri Egils, að einhver hefði hvíslað því að honum að gott væri að fá hann til að redda málum í Grikklandi.
Vafalaust hafa margir haft spurnir af því að hann sé með afbrigðum þægur og hlýðinn. Hann gerði allt það sem AGS bað hann um að gera og hlýddi öllum fyrirmælum Breta og Hollendinga þegar hann hafði forræði á Icesave.
En þótt Steingrímur geti verið auðveipur mjög og hlýðinn, þegar hann mætir hörku, þá er þó eitt sem hann gat ekki fellt sig við, varðandi fyrirmæli AGS, en þeir vildu jú að íslendingar hæfu stóriðjuframkvæmdir.
Það er þekkt meðal þeirra sem dáleiða fólk, að aldrei er hægt að láta neinn gera neitt sem stríðir gegn samviskunni og fátt er andstæðara Steingrími en það, að landar hans geti orðið óþarflega auðugir af fé.
Svo getur þetta líka hafa verið kurteisishjal hjá viðmælandanum, en Steingrímur trúir öllum sem hrósa honum, enda hefur honum ekki tekist að vaxa af eigin verkum.
Ef AGS eða önnur stofnun vill láta hann kenna Grikkjum og fleirum að hlýða, þá þarf að átta sig á því að Steingrímur getur verið mjög fljótur að skipta út sannfæringum.
Steingrímur væri vís með að berjast af öllu afli gegn ESB og AGS, ef hann fyndi réttu stemminguna í Grikklandi, sem örugglega er til staðar og hann hefur jú sannfæringar fyrir því líka ef vel er að gáð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2012
Hvar er tjáningarfrelsið?
Á Íslandi á að ríkja tjáningarfrelsi, en nokkrir hugumstórir öfgamenn halda friðsömu fólki niðri, það þorir ekki að tjá sig af ótta við öfgaliðið.
Skoðanir fólks eru margbreytilegar og það hafa allir rétt á að tjá þær. Opin og óþvinguð tjáskipti þroska okkur, ef að einhver veður í villu þá er viðkomandi bent á að og fólk tekst á um ólíkar skoðanir.
Þeir sem tilheyra minnihlutahópum verða oft fyrir áreiti, stundum vegna vanþekkingar fólks eða að uppruni þeirra vekur upp óhug og ótta. Þá er það þeirra að sannfæra fólk um að þeir séu gott og heiðarlegt fólk.
Sjálfur er ég miðaldra hægri maður sem játa kristna trú. Mínir líkar hafa af einhevrjum ástæðum gefið þá mynd af sér að þeir séu fordómafullir, sjálfhverfir og hafi gaman af að græða sem mest af peningum, svondli jafnvel á öðrum til að geta grætt meira. Oft finnst mörgum við sem játum kristna trú vera hræsnarar og þeir telja mig tilheyra hópi sem hefur staðið fyrir hryllilegum stríðum og ofbeldi, þess vegna er ég að vissu leiti talinn frekar vafasamur.
Ekki truflar það mig, þótt fólk fordæmi mig fyrir skoðanir mínar og trú, já og mér finnst líka gaman að klæðast jakkafötum en get það sjaldan atvinnu minnar vegna, þau slitna fljótt um borð í togara og beita lítið skjól.
Heyru, svo er ég líka svo svakalegur að vera fylgjandi frjálshyggju, aldeils hræðilegur maður og nauðsynlegt að leyfa mér að finna fyrir skömmum og fordómum.
En hvað er ég svo, fyrir utan mínar stjórnmála og trúarskoðanir?
Ósköp venjulegur togarasjómaður, hef gaman af að fíflast í félögunum úti á sjó og tala þá oft ansi frjálslega, mér þykir mjög vænt um menn og dýr og tek ákaflega nærri mér ef einhver er í miklum vanda. Mig hefur aldrei langað til að verða ríkur af peningum, hafi mig langað til þes þá hefði ég nurlað og nurlað, ekki þurft að hafa mikið fyrir því vegna þess að ég hef lengst af haft góðar tekjur, enda unnið mjög mikið alla tíð.
Ástæðan fyrir því að fólk skammast út í mig er ekkert persónuleg heldur verð ég fyrir barðinu a fólki vegna þeirrar ímyndar sem fólk hefur af miðaldra hægri mönnum er játa kristna trú og finnst flott að spóka sig um í jakkafötum.
Ef við leyfðum umræðunni að þróast, tækjumst á um skoðanir og leituðumst við að skilja hvert annað, með opinskáum tjáskiptum, þá náum við ágætri sátt.
Við eigum ekki að skerða tjáningarfrelsi fólks, það hafa allir rétt á sínum skoðunum hvort sem me´r eða öðrum líkar við þær, það er annað mál og þeir sem telja sig þekkja sannleikann eru fjarri honum en flestir aðrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2012
Hrunflokkaþráhyggjan.
Þessi hrunflokkaþráhyggja er búin að vera til staðar bráðum í fjögur ár og þrátt fyrir ágætis upplýsingar í rannsóknarskýrslunni, sem flestir dásama en fáir hafa lesið, þá er ennþá til fólk sem trúir því að stjórnmálaflokkar á íslandi hafi valdið hruninu.
Það var of mikið traust á mörkuðum út um allan heim og á sama tíma var gífurlegt magn af lánfé að þvælast um heiminn. Það voru búnar til flóknar afleiður til að sýna meira fjármagn en raunverulega var til staðar, á pappírum. Ekki má svo heldur gleyma undirmálslánunum í Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir allar þessar upplýsingar þá er eins og sumir vilji ekki sjá staðreyndir heldur telja sjálfum sér og öðrum trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi valdið hruninu með því að einkavæða ríkisbankanna tvo.
Hrunið hefði orðið, sama hver fékk að kaupa bankanna.
OECD ráðlagði íslendingum eindregið að losa ríkið út úr bankarekstri, enda eru bankar heppilegri í einkaeign en ríkiseign að mati flestra, ekki bara á Íslandi heldur líka í öðrum löndum, flestum löndum hins vestræna heims.
Ef Samfylkingin hefði verið við völd og VG, á þessum tíma þá hefðu bankarnir samt verið einkavæddir. Við vitum að Jón Ásgeir og fleiri voru vinsamlegir Samfylkingunni, þannig að ekki hefði verið ólíklegt að þeir hefðu fengið ríkisbankanna tvo.
Það vildi enginn útlendur banki kaupa þannig að stjórnvöld voru ekki viss um að það tækist að einkavæða bankanna. Það er hægt að lesa um þetta allt í fyrsta bindi skýrslunnar.
Flest bendir til þess að hrunið hafi orðið, þótt Sjálfstæðislfokkurinn hafi aldrei verið stofnaður á Íslandi. Alþýðuflokurinn hafði forystumenn sem voru frekar markaðssinnaðir og Jón Baldvin var hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn ef eitthvað var, á þeim tíma sem hann var atkvæðamestur í pólitík.
Hrunið kom til vegna heimsku og græðgi og ef einhver trúir því að heimska og græðgi þekkist eingöngu í Sjálfstæðisflokknum, þá getur enginn mannlegur máttur komið vitinu fyrir viðkomandi einstakling, þrátt fyrir einlægan vilja og góðan ásetning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2012
Hvers vegna á fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?
Svarið við spurningunni er einfalt, Sjálfstæðisflokkurinn er besti kosturinn sem við höfum til að stjórna landinu.
En hafa sjálfstæðismenn gert mistök?
Sannarlega og þau ansi mörg, sjálfstæðismenn eiga örugglega eftir að gera fleiri mistök en vonandi ekki þau sömu og þeir hafa gert, aukið ríkisútgjöld og stækkað ríkisbáknið.
Allir vita hvernig stefna núverandi ríkisstjórnar er og nýju framboðin lofa ekki góðu.
Þau endurspegla að miklu leiti sambærilegt stjórnlyndi og stjórnarflokkarnir gera. Einn af þingmönnum Hreyfingarinnar er búinn að ákveða það, að banna skuli alfarið auglýsingar á áfengum bjór, en eru þær til skaða?
Sjálfur forðast ég áfenga drykki eins og heitan eldinn, því ég var snarvitlaus er ég bragðaði vín hér fyrr á árum og ég veit að ekkert hefur breyst í þeim efnum, við Bakkus eigum ekki skap saman.
En ég veit að meirihluti þjóðarinnar kann með vín að fara og fyrir marga er það sankallaður unaður að setjast niður með ein kaldan eftir erfiðan vinnudag og góð aðferð til að kveikja neistann í ástarsamböndum er að bjóða upp á góðan mat með eðalvínum.
Það gengur ekki hjá mér, eitt sinn ætlaði ég að heilla fagra blómarós upp úr skónum og bauð henni að borða á Grillinu á Hótel Sögu. Ég var klæddur í splunkuný jakkaföt frá Sævari Karli, nýklipptur rakaður og fínn. Ég fann að stúlkan gaf mér hýrt auga og það var ósköp notalegt. Vitanlega var pantað dýrasta vínið á listanum og spjallað á ljúfum nótum. Ég fann til mikils þorsta og kláraði vínið og matinn minn, pantaði svo aðra flösku og þegar ég varð hreifur af víni, þá brast ég gjarna í söng, sem og ég gerði á staðnum.
Þjónarnir voru ekki fullir aðdáunar, þótt ég hafi ágæta söngrödd, ég móðgaðist þegar þeir báðu mig um að hætta og sagði nokkur vel valin orð. Til að gera langa sögu stutta, þá þurfti borðdaman að flýta sér og ekkert hefur síðan til hennar spurst, mér var hótað lögreglufylgd ef ég færi ekki sjálfviljugur út af staðnum.
Þrátt fyrir reynslu mína af áfengisdrykkju, þá veit ég að sem betur fer eru ekki allir eins og ég, varðandi áfengi og áfengisauglýsingar gera innflytjendum kleyft að keppa sín á milli.
Dögun segir að það eigi að hafa vexti á lánum í lágmarki, slíkt er ekki hægt að framkvæma þar sem frjáls markaður ríkir. Vextir ákvarðast af framboði og eftirspurn peninga.
Höfuðkosturin við Sjálfstæðisflokkinn er sá, að hann boðar frelsi og hann hvetur atvinnulífið til góðra verka. Það er vitaskuld besta velferðarhjálp sem til er, handa heilbrigðu fólki. Vitaskuld vilja sjálfstæðismenn hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, en fólk sem hyggur á rekstur eru ekki í hópi þurfalinga og þarf enga ríkisaðstoð.
Sem flestir eiga að taka þátt í að móta Sjálfstæðisflokkinn, allir hægri menn og konur eiga að koma að þeim málum.
Besta leiðin til hagsældar, þrátt fyrir mörg mistök fortíðar, er vitaskuld leið sjálfstæðisstefnunnar. Það hefur engin önnur stefna virkað á Íslandi og öll afskiptasemi af lífi borgaranna er eitur í beinum flestra hér á landi. Einfaldar og skýrar reglur virka ávallt best.
Sjálfstæðisstefnan er sígild og hún fellur seint úr gildi á meðan stefnur vinstri flokkanna eru gjaldþrota, enda boða þau lítið annað en að halda besta flokknum frá völdum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 21. maí 2012
Núna leggst ég gegn einkavæðingu.
Væri ég á þingi um þessar mundir, þá myndi ég leita leiða til að koma í veg fyrir sölu ríkisins á eignahlutum sínum í bönkunum, ég myndi berjast á móti einkavæðingunni af fullri hörku.
Mikið peningastreymi í ríkissjóð og vinstri stjórn, það er stórhættuleg blanda.
Til stendur að nota þrjátíu og níu milljarða í atvinnuskapandi verkefni. Ef stjórnlagaráðið hefði haft dug í sér til að setja inn ákvæði sem bannaði stjórnvöldum að setja peninga í atvinnuskapandi verkefni, þá hefði það verið mjög til bóta, því koma þarf í veg fyrir að stjórnvöld geti notað peninga skattborgara til að kaupa sér atkvæði.
Ef græna hagkerfið er gróðavænlegt, þá ættu sniðugir einstaklingar að ná að fjármagna það. Fjárfestar stökkva alltaf á hugmyndir sem hagnaðarvon er í. Þeir sem bjuggu til atvinnuskapandi verkefni á fyrri hluta síðustu aldar voru bláfækir ungir menn, þeir höfðu ekki alltaf aðgang að bönkum.
Ef að fólk þarf að berjast og basla til að koma sér upp rekstri, þá eru meiri líkur á að það hugsi vel um fyrirtækið og gæti þess, að eyða ekki meiru en aflað er.
Vitanlega er nauðsynlegt að fara í nauðsynlegar samgöngubætur, en á tímum sem þessum þurfa opinberar framkvæmdir að vera í lágmarki. Þótt opinberar framkvæmdir skapi hagvöxt þá er það hagvöxtur sem byggður er á sandi.
Heillavænlegasti hagvöxturinn um þessar mundir er vitaskuld hagvöxtur sem er útflutningsdrifinn, en það skilur ríkisstjórnin ekki. Hún berst gegn sjávarútvegnum og vill ekki álver, en það eru meginstoðir útflutningsgeirans.
Best er vitanlega að þessi ríkisstjórn hafi eins lítið úr peningum að spila og mögulegt er, þeim er ekki treystandi fyrir almannafé.
En þegar kemur önnur ríkisstjórn sem vill nýta söluhagnaðinn sem fellur til, vegna einkavæðingar bankanna í að greiða niður skuldir, þá mun ég gera eins og Ragnar Reykás, berjast fyrir einkavæðingu og styðja hana heilshugar.
Raunhæft að selja hluti ríkisins í bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 21. maí 2012
Hvernig eiga stjórnmálamenn að tala?
Það er eðlilegt að maður, sem ætlar sér að starfa í pólitík velti fyrir sér, hvernig er best fyrir stjórnmálamenn að tala við þjóðina.
Því miður eru pólitíkusar flestir fastir í sama farinu, stöðugt að skammast út í andstæðinga sína og segja frá því hvað þeir hafi nú gert góða hluti fyrir land og þjóð.
Stjónmálamenn eru aðeins einn hlekkur í keðjunni og ekkert mikilvægari en aðrir.
Ef að hagvöxtur er mikill, atvinnustig hátt og almenn velsæld ríkir, þá er það fleirum en stjórnmálamönnunum að þakka.
Þeir sem sýna áræðni og dugnað með því að stofna fyrirtæki eiga sinn þátt, þeir sem að vinna í fyrirtækjunum eiga stóran heiður af velgengi þeirra.
Stjónmálamenn mættu gjarna hvetja þjóð sína til góðra verka og tala við hana á mannamáli.
Stjónmálamenn geta ekki búið til gott samfélag án þes að fá þjóðina í lið með sér, þess vegna verða þeir að sannfæra þjóðina um þá stefnu sem þeir boða. Það er líka mjög gott þegar þingmenn og ráðherrar treysta fólki, eru ekki stöðugt að setja lög og búa til rándýrar eftirlitsstofnanir.
Miklu betra væri ef leiðtogar þjóðarinnar sýndu got fordæmi og væru þekktir af réttsýni og heiðarleika, þá geta þeir talað um mikilvægi þess að vera vinnusamur og sýna ábyrga og samfélagslega hugsun.
Það væri ánægjuleg tilbreyting að sjá þingmann eða ráðherra í viðtali nefna, að sá góði árangur sem náðst hafi sé fyrst og fremst þjóðinni að þakka, dugnaður hennar og vinnusemi hefur komið okkur á þann stað sem við erum á í dag.
Hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af skorti á hrósi, þótt hann myndi ekki segja eitt hrósyrði um sig eða sinn flokk, þjóðin myndi sannarlega hrósa þeim sem hrósaði henni og hefði áunnið sér traust með heiðarlegum málflutningi og góðum verkum.
Enda ætti hann það sannarlega skilið og ef þingið væri skipað mörgum svona einstaklingum, þá er ekki ólíklegt að kjósendur settu sig ekki upp á móti góðri launauppbót þingmönnum til handa, því verðugur er jú verkamaður launanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)