Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010
"Lengi skal manninn reyna"
"Lengi skal manninn reyna", .þetta var orðtak gáfaðs manns sem ég var samskipa fyrir fjöldamörgum árum.
Skipstjórinn okkar, sem einnig var útgerðarmaður skipsins og eigandi var ekki mjög hrifinn af mönnum sem vildu virða samninga. Þeir voru yfirleit reknir. Aldrei hef ég verið á skipi þar sem samningar voru eins lítið virtir og hjá þessum ágæta manni.
Gáfaði skipsfélaginn minn hafði þekkt skipstjórann nokkuð lengi. Hann sagði mér frá því, að hann hafi stöðugt verið að nöldra og var tíður gestur hjá sjómannafélagi staðarins. En eftir að hann sjálfur eignaðist skip, þá minnkaði áhuginn á samningum sjómanna til muna.
Núverandi viðskiptaráðherra minnir talsvert á þennan ofanritaða skipstjóra. Ráðherrann var fullur af hugsjónum um betri stjórnsýslu og óskaplega sannleikselskandi maður.
Ráðherrastólar breyta hugsjónum veiklundaðra manna. Lögfræðingur viðskiptaráðuneytisins kvaðst hafa látið yfirmenn sína fá álit varðandi gengistryggð lán í hendur. Ég er enginn sérfræðingur í stjórnsýslu, en samt hef ég grun um að viðskiptaráðherra sé í hópi yfirmanna lögfræðingsins.
Skyldi viðskiptaráðherra hafa skipt um skoðun varðandi ráðherra eftir að hann sjálfur uppgötvaði mjúka sessu stólsins?
Hann var jú harður á því að ráðherra segði af sér fyrir minnstu yfirsjónir, svoleiðis athafnir voru að hans mati þá til þess fallnar, að auka tiltrú fólks á stjórnsýslunni.
Já "lengi skal manninn reyna".
![]() |
Upplýsti yfirmenn sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010
Um nafnleysingja.
Hér í bloggheimum dvelja löngum stundum einstaklingar sem þora ekki að koma fram undir nafni.
Oft koma þeir með stóryrtar yfirlýsingar um menn og málefni, en sjaldan rökstyðja þeir sitt mál.
Mín skoðun er sú að menn eigi að sjá sóma sinn í því að skrifa undir fullu nafni, allt annað er heigulsháttur. Freistandi er að skylda þá sem vilja tjá sig opinberlega til að koma fram undir fullu nafni.
En það eru víst sjálfsögð mannréttindi að fá að vera heigull í friði og það ber að virða.
Ég býst nú samt við að orð nafnleysingjanna hafi minna vægi heldur en orð manna sem þora að standa fyrir máli sínu, með mynd og fullu nafni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
"Hin tæra vinstri stjórn" vill ekki mótmæli.
Vinstri menn hafa í gegn um tíðina verið óskaplega hrifnir að hinum ýmsu mótmælum. Hópur fólks úr röðum VG. hljóp niður á Austurvöll og lét ófriðlega. Það fannst vinstri þingmönnum þá sjálfsagður réttur manna,að berja potta og pönnur og hrópa orð sem lýstu vanhæfi þáverandi ríkisstjórnar.
Eftir að þessi sérstæða stjórn tók við völdum bar eitthvað á mótmælum. "Hin tæra vinstri stjórn" fann til samkenndar með mótmælendum þessum og bauð völdum einstaklingum úr þeirra hópi í kaffi og notalegt spjall.
Kannski hefur þessari ágætu konu sem mótmælti ein síns liðs langað í kaffi og notalegt spjall með ráðherrum. Það hefði í það minnsta verið stórmannlegt af þeim að gefa konunni nokkrar mínútur til að spjalla og drekka með henni kaffi.
Nei í staðinn þá varð hinn taugatrekkti aðstoðarmaður forsætisráðherra æfur og hann hringdi á lögregluna. Eflaust með samþykki ráðherranna allra. Konan var fjarlægð af staðnum hið snarasta.
Það er náttúrulega örlítil skreyting á sannleikanum að segja að "hin tæra vinstri stjórn" vilji ekki mótmæli. Þau eru mjög hrifin af mótmælum, ef þau beinast að öðrum flokkum. Þá er bara fínt að vera með öskur og læti, það gerir ekkert til þótt það trufli störf annarra flokka.
En þau sjálf eru orðin svo fín með sig viðkvæm, að þau þola ekki eina konu með mótmælaspjöld. Ætli það verði næsta skref hjá þeim að leita leiða til að banna mótmæli, svona rétt á meðan þau eru við völd?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Allur vindur úr viðskiptaráherra?
Ég man eftir manni nokkrum sem gaf sig út fyrir að vera haldinn mikilli sannleiksást. Í aðdraganda hrunsins gaf hann út yfirlýsingu þess efnis, að bankarnir væru að hruni komnir, þá vantaði ekki stóru orðin.
Svo fór búsáhaldabyltingin af stað og þessi ágæti maður hélt ræður og á honum var að heyra að hann vildi meiri heiðarleika og allt upp á hið fræga borð, sem enginn virðist hafa séð.
Svo birtist við hann viðtal í DV, þar sem hann hneykslaðist mjög á starfsemi þingsins og líkti þingumræðum við Morfískeppni. Þá var nú aldeilis eldmóður í honum.
En allur eldur kulnar ef honum er ekki haldið við. Í dag er hann liðsmaður "hinnar tæru vinstri stjórnar" og gengur þar í takt með félögum sínum, reynir að ljúga sig út úr vandræðalegum uppákomum.
Það reynir fyrst á menn Þegar Þeir þurfa sjálfir að axla ábyrgð. Það er nefnilega þægilegra að gagnrýna aðra.
Umræðan um gengistryggð lán hefur verið ríkjandi í samfélaginu undanfarin misseri. Helgi Seljan tók viðtal við eldhugann fyrrverandi.
Eldurinn var kulnaður og augun daufleg að sjá. Á vandræðalegan hátt reyndi hann að sannfæra sjálfan sig og þjóðina um, að hann hafi ekki gert neitt rangt.
Annars á maður ekki að vera svona dómharður, kannski er hann eins og Steingrímur Joð, orðinn allt of þreyttur. Það er allavega ekki eðlilegt að svara spurningu um lögmæti gengistryggðra lána með því, að lán í erlendri mynt væru lögleg.
En hvort sem það er þreytu um að kenna eða öðrum orsökum, þá er þetta enn eitt dæmið sem sannar vanhæfni "hinnar tæru vinstri stjórnar".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
"Hin tæra vinstri stjórn" og Icesave
Mikið er ég því feginn að "hin tæra vinstristjórn" fékk ekki vilja sínum framgengt varðandi greiðslu fyrir Landsbankann á Icesave þvælunni. En stjórnarherrarnir reyndu allt hvað þeir gátu að fá þjóðina á sitt band.
Finnst landsmönnum ekkert skrítið við það að fjármálaráðherra fullyrti að vinir hans tveir hafi náð góðum samningi eftir að þeir komu til baka? Og rétt áður lofaði hann þjóðinni því að samninganefndin hans myndi landa besta mögulega samningi sem völ væri á?
Mér finnast þessi ummæli furðuleg í ljósi þess, að Þegar stjórnarandstaðan kom að málinu var skyndilega hægt að lækka greiðslubyrði hins besta mögulega samnings um áttatíuþúsund milljónir. Það munar nú um minna á tímum sem þessum.
Eitthvað fór blessaður gamli maðurinn hann Svavar að réttlæta samningana sína og benti á, að á sínum tíma hafi þetta verið bestu mögulegu samningar, ég áttaði mig nú aldrei á þessu hjá kallinum.
Svo þegar þjóðin var ekki ánægð með að ábyrgjast greiðslurnar og ganga að kröfum andstæðinganna, þá var því nú hótað, að endurreisnin myndi tefjast allverulega, ef hún væri þá ekki bara ónýt.
Reyndar jókst bjartsýni Jóhönnu þegar Hreiðar Már var handtekinn, þá sagði hún að með handtöku bankastjórans fyrrverandi og félaga hans væri endurreisnin hafin. Kannski er handtakan ástæða þess að seðlabankastjóri hefur nú gefið í skyn að kreppan væri senn á enda?
Já margt skrítið hefur komið frá "hini tæru vinstri stjórn". Nú er komið rúmt ár síðan að allt átti að fara fjandans til ef samningarnir væru ekki samþykktir. Samningar eru ekki enn komnir í höfn, samt segja talsmenn "hinnar tæru vinstri stjórnar" að allt sé á leiðinni upp á við, já kreppan næstum búin.
Ef einhver getur skilið þennan undarlega málflutning "hinnar tæru vinstri stjórnar", tja þá væri gaman að heyra frá þeim fróða einstaklingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. ágúst 2010
Hefur framþróun orðið okkur til góðs?
Það er gott að velta því fyrir sér hvort framþróun síðustu ára hafi orðið okkur til góðs. Þeirri spurningu er hægt að svara bæði játandi og neitandi. En ég tel það rétt að hægja aðeins á þróuninni og vinna í því, að bæta þann skaða sem hún hefur valdið. Á sama tíma getum við notið kostanna.
Andleg líðan landsmanna skiptir miklu máli fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar. Erfitt er að sjá að þessi ágæta þróun hafi bætt andlega líðan þjóðarinnar.
Eitt það mesta lán sem mig hefur hent var að kynnast ömmu minni mjög náið, en hún var fædd skömmu eftir byrjun síðustu aldar og hóf för á önnur tilverustig í byrjun þessarar aldar. Allan tímann sem hún lifði hafði hún góða andlega heilsu og aðdáunarvert minni til hinstu stundar.
Hún kynntist vel ömmu sinni og lærði margt af henni, ég hef það víst frá gömlu konunni að vera gefinn fyrir að hlusta eftir reynslu fyrri kynslóða.Síðustu árin sem hún lifði var farið að bera á umræðu um þunglyndi og önnur vandamál á hinu andlega sviði. Gamla konan var hissa á þessu, hún sagði að þegar hún var ung, þá vissi hún varla af þessum hvimleiðu vandamálum.
Vitanlega var ekki lífið tóm gleði, en fólk tók aðstæðum af meira æðruleysi og var ekki að fara á límingunum út af minnstu frávikum.Hún mundi vel tíma torfhúsa og baðstofumenninguna kannaðist hún vel við. Fólk var í mikilli nánd hvert við annað og sótti styrk hvert hjá öðru.
Vissulega voru fordómar og vanþekking til staðar, hægt er að fallast á að geðfatlaðir og samkynhneigðir eigi betri vist í dag heldur en þá. En lífið hefur aldrei verið fullkomið.Það besta við gamla tímann var kyrrðin og friðurinn, einnig hjálpsemin.
Okkur vantar það í dag, en ef vilji er fyrir hendi, þá getum við skapað þessar aðstæður á ný.Svo er það blessuð kreppan sem allir tala um. Það var líka kreppa hérna á fjórða áratugnum og mikið atvinnuleysi. Faðir minn ólst upp í bragga á Skólavörðuholtinu.
Ég heimsótti bróður hans fyrir skömmu og hann fór að segja mér frá braggalífinu. Þegar hann vaknaði á morgnana, þá var nú ekkert sérstaklega hlýtt, einnig var ekki óalgengt að rottur skriðu yfir sængina hans, þær voru hluti af tilveru fólks sem bjó við þessar aðstæður.En faðir minn og hans systkini komust öll til manns og náðu að lifa prýðis lífi þrátt fyrir aðstæður í æsku sem fáir myndu höndla í dag.
Aðstæður okkar eru margfalt betri í dag en þær voru í kreppunni hinni fyrri. Samt virðist fólk vera með jafnmikinn, ef ekki meiri barlóm í dag. Hvers vegna skyldi það nú vera?
Fyrir mörgum árum voru sýndir í sjónvarpinu þættir sem nefndust "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins".Þjóðinni tókst að slíta af sér hlekkina og hófst til hæstu hæða. Með frekari framþróun gleymdum við okkur, við hlekkjuðum hugarfarið á ný í svartsýni og gremju.
Besta framþróun sem hægt er að hugsa sér í dag snýr ekki að framþróun í tækni né uppgötvun nýrrar þekkingar.Besta framþróun okkar verður, ef okkur tekst að slíta af okkur hlekki hugarfarsins. Þá verðum við frjáls og ekki lengur fangar þess þrúgandi hugarfars sem nú ríkir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. ágúst 2010
Allt upp á borðið.
Nú situr við völd ríkisstjórn sem gaf það út í upphafi að hún vildi hafa allt upp á borðum. Þótt ég teljist seint aðdáandi vinstri manna, þá fannst mér þetta nú ágætis hugmynd hjá þeim. Einnig fór fram þjóðfundur sem kallaði eftir heiðarleika.Ekki man ég betur en að "hinni tæru vinstri stjórn" hafi hugnast sú niðurstaða nokkuð vel.
Mér finnst kominn tími á efndir, ég er nefnilega mjög hrifinn af því að hafa gegnsæi á sem flestum sviðum. Nú langar mig að koma með smá tillögur, því ég veit að Jóhanna og Steingrímur Joð eru í hópi minna tryggustu lesenda.
Það væri ágætt að byrja á því að rannsaka allt varðandi Icesave, frá því að Indriði og Svavar voru valdir og til dagsins í dag. Það er margt í því máli sem hefur valdið mér hugarangri og ég veit að ég er ekki einn um það.
Svo væri ágætt að fara aðeins yfir kostnaðinn í kring um það mál sem og kostnað og framkvæmd aðildarviðræðna við ESB. Það þarf að rannsaka þessi mál vandlega og fá allt upp á borðið, ég veit að margir eru mér sammála.
Einnig finnst mér ýmislegt undarlegt varðandi ráðningu og brotthvarf umboðsmanns skuldara. Það er talið rangt að maður í mikilvægu embætti hafi þegið lánakjör umfram það sem almenningur átti kost á. Félagsmálaráðherra á að hafa einnig þegið lán á betri kjörum en ég ræfillinn á kost á. Þetta er ekki öfund hjá mér, ég er ekki áhugasamur um lántökur því ég er svo gamaldags að eðlisfari, mér finnst betra að eiga fyrir hlutunum.
Mér finnst bara svo skrítið að félagsmálaráðherra muni ekki hvað hann fékk margar milljónir, ef það er rétt eftir honum haft. Maður eins og ég, sem telst ekki minnugri en gengur og gerist, ég gæti þulið upp öll þau lán sem ég hef fengið í gegn um tíðina, núna strax. En þar sem að það hvílir ekki upplýsingaskylda á hásetablókum eins og mér, þá leyfi ég mér að halda mínum fjármálum fyrir mig. Þau eru heldur ekkert áhugaverð.
Kæru vinir Steingrímur Joð og Jóhanna, ef þið eruð að lesa núna, eða þegar þið hafið tíma til að lesa þennan pistil.
Gerið það fyrir okkur alþýðuna að láta rannsaka öll ykkar verk. Það á ekki að óttast sannleikann, hann kemur í ljós á endanum. Fyrst þið voruð svona áhugasöm um að láta rannsaka allt hjá "helvítis íhaldinu" eins og þið segið stundum, hvers vegna ekki að rannsaka allt sem að ykkur snýr?
Við alþýðan eigum skýlausa kröfu á að vita allt um ykkar embættisfærslur. Allt pukur er óásættanlegt.
Og að lokum til ykkar þvargara, þá vil ég líka að mínir menn, sjálfstæðismenn verði rannsakaðir ef grunsemdir eru uppi um eitthvað misjafnt. Ég vil að allir verði rannsakaðir sem hafa eitthvað vafasamt í sínum fórum.
Allir, óháð pólitískum skoðunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. ágúst 2010
Erum við sannkölluð Evrópuþjóð?
Merkilegt er að heyra utanríkisráðherra halda því fram að við ættum heima í ESB því við værum Evrópuþjóð að stofni til. Þetta er áhugaverð söguskoðun og lýsir ekki góðu læsi ráðherrans á eigin þjóð.Margt bendir til að við eigum meira sameiginlegt með Bandaríkjamönnum en nágrönnum okkar í Evrópu.
Við erum ung og þjóð eins og Bandaríkjamenn. Þar af leiðandi erum við nýjungagjarnari en hinir íhaldssömu Evrópumenn. Við erum þjóð sem er til í að leggja mikið á sig og fórna sér fyrir lífsgæði, bæði nauðsynleg og ónauðsynleg, eins og Bandaríkjamenn. Evrópumenn eru meira fyrir að vinna minna, eiga meira frí osfrv.Einnig má benda á að Bandaríkjamenn hafa verið okkur mun vinveittari í gegn um tíðina en Evrópumenn, nægir að nefna þorskastríðið í því samhengi.
Ég hef í það minnsta komist að því að við séum margfalt líkari vinum okkar í Ameríku heldur en nágrönnunum í Evrópu. Ekki er ég að segja að við ættum að vera enn ein stjarnan í Bandaríska fánann, við eigum að vera sjálfstæð áfram og geta tileinkað okkur það besta frá öllum þjóðum.
Einnig eigum við að hafa góð og gangkvæm viðskipti sem og samskipti við alla, það er okkur til framdráttar í stað þess að múlbinda sig við einn hluta heimsins. Það kallast þröngsýni og heimska.Við erum ekki sannkölluð Evrópuþjóð, né heldur sannkallaðir Bandaríkjamenn.
Við erum sannkölluð íslensk þjóð, það fer okkur betur. Hin íslenska þjóð má ekki láta Evrópska hlutann kúga sig til hlýðni. Þá deyr hin íslenska og eftir stendur máttlaus blanda af einhvers konar þjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 6. ágúst 2010
Hvað liggur að baki ESB umsóknarinnar?
Ekki er ólíklegt að eitthvað hafi farið framhjá mér í þessu ESB umsóknarferli, þannig að ég óska eftir leiðréttingum ef ég fer með rangt mál.
Í málflutningi aðildarsinna hefur helst heyrt um hvað ESB getur gert fyrir okkur. Í samningaviðræðum er heppilegra að báðir aðilar hafi upp á eitthvað að bjóða, því ef íslendingar ætla að vera eingöngu í hlutverki þiggjanda, þá er hætt við að málið minni óþægilega mikið á atburðina sem áttu sér stað árið 1262.
Þær aldir sem við lutum erlendum yfirráðum þurftum við að þola lítilsvirðingu af hálfu okkar erlendu herra. Það var ekki vegna þeirra mannvonsku, heldur vegna þess að íslendingar höfðu ekki upp á neitt að bjóða, vildu bara þiggja.
Eitthvað hefur heyrst þess efnis að við hefðum upp á svo góða þekkingu að bjóða í fiskveiðistjórnun. Það hljómar líkt og þegar við höfum tekið þátt í Eurovision og einnig þegar við vorum í framboði í öryggisráðinu. Útlendingar voru spurðir álits og vitanlega sýndu þeir kurteisi. Það er ekki ósvipað og þegar góðleg kona með einfeldningssvip og í forljótum kjól spyr menn álits á kjólnum. Enginn vill særa vesalings konuna og menn segja að kjóllinn sé fínn.
ESB hefur gefið í skyn að við fáum enga sérmeðferð í fiskveiðimálum. Í diplómatískum samningaviðræðum tala menn oft undir rós. Ef talað yrði hreint út, myndi þetta væntanlega þýða að okkar auðlyndamál yrðu meðhöndluð eftir því sem heildarhagsmunir ESB segðu til um í framtíðinni.
Það er heldur ekkert sjálfgefið að þeir í sambandinu gleypi allt hrátt sem við segjum varðandi fiskveiðimál. Það getur allt brugðist til beggja vona. ESB leggst alfarið gegn hvalveiðum, ólíklegt er að við hefðum einhver áhrif á það sjónarmið.
Við þurfum svo sem ekkert að skammast okkar fyrir menntun og þekkingu á ýmsum sviðum, en að halda að við stöndum öðrum þjóðum framar, það er barnaskapur. Benda má á nýlegt dæmi, en fyrir skömmu síðan þá töldu íslendingar sig geta kennt öðrum þjóðum ýmislegt varðandi fjármál og viðskipti ásamt nýjum vinnubrögðum varðandi kaup á fyrirtækjum. Fáir eru á þessari skoðun í dag.
Við erum lítil þjóð með ágæta þekkingu á veiðum og vinnslu sjávarfangs. Þar stöndum við mörgum þjóðum framar. Einnig eigum við möguleika í álframleiðslu, okkur hefur gengið ágætlega á því sviði einnig.
Við eigum enn langt í land, enda erum við ungt lýðveldi með stutta sögu. En það þýðir líka að við eigum möguleika á að finna upp nýjungar á sviði stjórnsýslu, jafnvel nýjar stefnur í pólitík. Frjór hugur landans bíður upp á endalausa möguleika. En samhliða því þurfum við einnig að þróa það sem við þegar kunnum, einhvers staðar þarf að fá tekjur.
Sökum smæðarinnar eru boðleiðir einfaldari og styttri. Sem sjálfstætt lýðveldi höfum við fleiri tækifæri á viðskiptum við þjóðir utan ESB, það er ekki hyggilegt að klúðra því í fljótfærni.
Svo ein spurning að lokum, hvað höfum við upp á annað að bjóða handa ESB en okkar auðlyndir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. ágúst 2010
Engin lög segja að við eigum að borga Icesave.
Það hefur komið frm hjá fróðum lögspekingum að lög skylda okkur ekki til að borga Icesave skuld Landsbankamanna. Forsætisráðherra gat þess einnig í tölvupósti sem hún sendi Gordon Brown, meðan hann réði ríkjum í Bretaveldi.
Hún sagði reyndar að íslendingar ætluðu að greiða Bretum og hollendingum þeirra kröfur, jafnvel þótt okkur bæri ekki skylda til þess samkvæmt laganna hljóðan. Svo koma þessi skrítnu og illskiljanlegu sjónarmið. Vegna þess að neyðarlögin voru sett á, þá ber okkur að borga, einnig hefur verið sagt að samkvæmt áliti ESA hafi ekki verið rétt staðið að stofnun innistæðutrygginga.
Ef fyrrgreindar forsemdur væru réttar, þá værum við skuldbundin samkvæmt lögum, miðað við minn örskilning á lögfræði. Þá væri það væntanlega þannig, að lög segðu til um, að ríki sem setti neyðarlög eins og gert var hér á landi þyrfti að borga. Það hefur reyndar komið fram, að ef álit ESA væri rétt, sem margir fróðir menn hafa efasemdir um, þá þyrftum við hugsanlega að greiða einhverjar bætur, en ekki hefur verið sagt að við eigum að borga skuldina alla. Ekkert hefur komið fram sem staðfestir með óyggjandi hætti að okkur beri að borga, meðan svo er, þá er hyggilegt að ara sér hægt og bíða.
Margir sem þjást af kvíða vegna málsins hafa bent á að allt fari fjandans til ef við ekki borgum. Ég á það til að kvíða hinum ólíklegustu hlutum, þannig að þessir einstaklingar virka mjög róandi á mig. Meðan þeir halda sínum sjónarmiðum á lofti, þá veit ég að við þurfum engu að kvíða. Í áranna rás hafa komið efasemdir og hinn afar hvimleiði kvíði hefur náð heljartökum á viðkvæmum sálum. Þegar álverið var gert í Straumsvik þá óttuðust menn að útlendingar tækju allt yfir og skildu okkur eftir í sárum, þegar ráðhúsið var byggt átti allt fuglalíf að hverfa osfrv.
Eitt það nýjasta í þessum leiðinda kvíðamálum eru skilaboð ríkisstjórnarinnar til alþýðunar síðustu áramót, meðan þau voru andvaka af kvíða, nagandi neglur í gríð og erg, meðan forseti vor hugsaði stíft, hvort hann ætti að skrifa undir eður ei. Forsetinn skrifaði ekki undir og þau fóru á límingunum, allt átti að fara niður á við á örskömmum tíma. Nú nokkrum ánuðum seinna hefur kvíði þeirra að einhverju leiti minnkað, því nú finnst þeim allt hafa farið upp á við og stundum, í einskæru bjartsýniskasti gefa þau í skyn að nú fari þetta allt að vera búið.
Þau hafa náð svo góðum tökum á öllu, jafnvel þótt ekki hafi verið samið um Icesave. Einhverjar vonir virðist stækkunarstjóri sambandsins hafa um að honum gangi betur að tjónka við þjóðina. Þetta er glöggur maður og hann sér að ríkisstjórninni gengur ekkert í sinni viðleitni að gæta hagsmuna ESB. Ef íslendingar standa saman, þá þurfum við engu að kvíða. En ef sundurlyndisfjandinn gengur laus, þá verður þyngra verk að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Við skulum muna orð sjálfstæðishetju vorrar og nafna míns Sigurðssonar; "sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér".
Bloggar | Breytt 4.2.2013 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)