Óviðeigandi afskipti af dómsvaldinu.

Fundurinn hjá Vinstri grænum samþykkti tillögu þess efnis, að dómsstólar hyrfu frá því að lögsækja hina frægu níu menninga.

Það lýsir best hversu mikill tvískinnungur ríkir í þessum flokki, að fyrir nokkrum árum fylltust þeir vandlætingu og reiði þegar Davíð nokkur Oddson lét í ljós skoðanir sínar á störfum dómsstóla. En taka ber fram að Davíð lét eingöngu skoðanir sínar í ljósi, hann krafðist þess ekki að dómar yrðu dregnir til baka. 

Það hefði allt farið á annan endann í þjóðfélaginu ef sjálfstæðismenn hefðu lagt svona þvælu fram á fundi hjá sér. Enda hafa orð forystumanna Sjálfstæðisflokksins gjarna haft mikið vægi í samfélaginu.

 VG er bara lítill flokkur sem slysaðist í ríkisstjórn sökum þess að skynsemin hjá stórum hluta þjóðarinnar hrundi um leið og bankarnir. En skynsemin er að taka við sér aftur hjá þjóðinni, þannig að langur tími líður þar til vinstri stjórn kemst til valda á ný.

Þess vegna er kannski viturlegast að leyfa þeim að standa með vinum sínum og semja fáránlegar ályktanir sem engar stoðir eiga hvorki í lögum né almennum stjórnsýslu hefðum.

Þeirra orð hafa nefnilega ekki nokkra vigt í samfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband