Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 16. maí 2011
Sæluríkið Svíþjóð.
Georg Bjarnfreðason, Stefán B. Ólafsson og fleiri þjóðþekktir vinstri menn hafa dásamað sæluríki það, sem þeir telja að sé til staðar í Svíþjóð.
Ég hef nú einu sinni skroppið til Svíþjóðar og get svo sem fallist á það, að þar í landi búi óskaplega hlýlegt og elskulegt fólk. Ég ákvað að spjalla við nokkra innfædda og þeir voru að ergja sig á ýmsum verkum stjórnvalda eins og gengur.
Einn sagði mér, að þegar óskað væri eftir sjúkrabíl, þá þyrfti langan tíma til að útskýra fyrir starfsmönnum neyðarlínunnar, hvað væri á seiði. Sá sem sagði mér af þessu, borinn og barnfæddur Svíi, sagði mér sögu af því, þegar móðir hans fékk slag. Þá þurfti hann að svara ótal spurningum um ástand gömlu konunnar, síðan hló viðmælandi minn og sagði að hann hafi verið spurður að því, hvort hún andaði, hann sagðist ekki vera að óska eftir læknisaðstoð ef sjúklingurinn væri dáinn.
Hann var nú alveg á því, eins og fleiri sem ég spjallaði við, að opinberir starfsmenn væru nú óskaplega tregir, allflestir.
Þanig að Svíþjóð er ekki án vandamála, að mati þeirra sem hafa alið allan sinn aldur þar. En kannski þurfa Stefán og fleiri, sem dásama Svíþjóð hvað mest og telja þar vera Paradís á jörð, að fræða þarlenda um það. Þeir geta gert eins og einn íslenskur ESB sinni reyndi að gera á You to be, en þar var hann að berjast við að sannfæra Íra um ágæti ESB, en sá írski lét sér ekki segjast, hann var ekkert hrifinn af ESB, sama hvað sá íslenski reyndi.
Kannski verður prófessornum íslenska betur ágengt með þá Sænsku, hver veit.
Til þess að telja sjálfum sér trú um, að allt sé svo vont hér á landi, þá reyna margir að hefja önnur lönd upp til skýjanna. En önnur vestræn ríki eru bara eins og litla Ísland, þau hafa kosti bæði og galla.
Annars er það ábyrgðarleysi, sem margir vinstri menn hafa gerst sekir um, að lofa einhverju sambærilegu kerfi og jafnaðarmennskan kom upp í Svíþjóð, Svíar eru nefnilega að gefast upp á því, það er svo dýrt.
Á síðari hluta nítjándu aldar varð mikill uppgangur í Svíþjóð, vegna þess að kapítalisminn ríkti þar þá. Svo þegar jafnaðarmennskan tók við, þá fór að halla undan fæti.
Opinberum störfum fjölgaði hraðar en störfum í einkageiranum, þannig að færri og færri stóðu undir framleiðslunni. Svo byggðu þeir upp rándýrt velferðarkerfi, sem þeir eru nú að skera niður og hækkuðu skatta, sem þeir eru nú að lækka.
Á sama tíma og Svíar eru farnir að átta sig á mistökum sínum, þá vilja íslenskir jafnaðarmenn gera þessi sömu mistök hér á landi.
Það að taka upp og tileinka sér stefnu, sem augljóst er að gengur ekki upp, það getur seint talist góð stjórnviska, nema í huga veruleikafirrtra vinstri manna, sem halda að peningarnir verði til í ríkiskassanum og skilja ekki nauðsyn þess að framleiða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. maí 2011
Og fólk vill þessa bullukolla áfram í valdastólunum.
Síðan Icesave samningarnir voru gerðir, þá hefur gengið lækkað umtalsvert. Þegar verið var að kynna samninginn fyrir þjóðinni, þá var því haldið fram að gengið muni sennilega ekki lækka. Þegar andstæðingar Icesave skuldbingarinnar bentu á hugsanlega gengislækkun, þá var það kallað hræðsluáróður.
En andstæðingar samningsins höfðu rétt fyrir sér, gengið lækkaði, einnig sögðu þeir það, sem studdu skynsemina í málinu, að engin hætta væri á lækkun á lánshæfismati þótt samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En þrátt fyrir að hrakspár stjórnvalda og svokallaðra fræðimanna, þá hefur lánshæfismatið ekki lækkað enn og fátt sem bendir til þess, að svo verði.
Samt sem áður er til hér á landi, fámennur hópur sérvitringa, sem trúir stjórnvöldum og skrítnum háskólaprófessorum, sama hversu oft kemur í ljós að fyrrgreindir aðilar, vita ekkert hvað þeir eru að tala um.
Ef fólk hefði treyst stjórnvöldum í þessu máli, þá er hætt við að lánshæfimatið hafi farið niður fyrir ruslflokk, því vaxtagreiðslur hefðu orðið illviðráðanlegar fyrir ríkið.
En þrátt fyrir allar staðreyndir, þá situr ríkisstjórnin ennþá og sumir, með óútskýranlega heilastarfsemi, styðja þau til illra verka.
![]() |
Fitch breytir horfum í stöðugar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. maí 2011
Kommúnisminn er að styrkja sig í sessi.
Ég á alltaf bágt með að taka undir skoðanir, sem settar eru fram með sterkum lýsingarorðum.
Þess vegna verður það að viðrukennast, að þegar vinir mínir og flokksfélagar voru að tala um kommúnisma, þá fannst mér það óþarflega sterkt til orða tekið.
En ég verð víst að viðurkenna, að þeir höfðu rétt fyrir sér en ég rangt, kommúnisminn er að styrkja sig í sessi hér á landi og það er ekki of sterkt til orða tekið.
Stjórnvöld viðurkenna ekki dóm hæstaréttar, eins og sjá má á skipun stjórnlagaráðsins. Svo þegar Ríkisendurskoðun fór yfir fyrirspurnir Guðlaugs Þórs, þá reyndi forsætisráðherra að hafa skoðanamyndandi áhrif á stofnunina.
Einnig eru aðgerðir stjórnvalda varðandi ferðamannagjaldeyrir ansi sterk birtingarmynd kommúnisma, það sama má segja um fjölmiðlalögin, en stjórnvöld vilja ákveð hvað er rétt að segja og hvað ekki.
Það heitir víst á mannamáli aðför að tjáningafrelsi, ef rétt er haft eftir þeim sem tjáð sig hafa um lögin, en það skal viðurkennast að ég hef ekki lesið þau.
Fjármálaráðherra vill hafa hönd í bagga með drykkjusiðum landsmanna, þótt erfitt sé að átta sig á aðkomu fjármálaráðherra að forvörnum. Í stjórnsýslulögum er hlutverk hans skilgreint og hans starf á að vera utanhald um fjármál þjóðarinnar og ýmis eftirlitsstarfsemi tengd fjármálum.
Ef heilbrigðisráðherrann væri jafn stjórnsamur og Steingrímur, þá myndi hann væntanlega tjá sig um stóriðjumál eða eitthvað óskylt hans ráðuneyti.
Eflaust er ungliðinn stjórnlyndi, sá sem vill að ríkið sjái um sölu og dreifingu á matvöru, til þess að þjóðin geti fengið mat á góðum kjörum, að ræða við formann sinn um þessa hugmynd sína og Steingrímur að leita leiða til að matreiða þessa kommúnistahugmynd rétt ofan í landann.
Það skyldi þó aldrei vera takmark VG, að heiðra minningu látinna leiðtoga Kommúnistaflokksins sáluga og klára það verk sem þeir hófu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 15. maí 2011
Daninn sem vissi þetta allt.
Ýmsir sjálfskipaðir álitsgjafar sem og aðrir sem skipaðir eru af fjölmiðlum, hafa hrósað Lars Christiansen mikið og dásamað hann fyrir að hafa séð kreppuna fyrir.
Lars hefur þóí það minnsta eitt fram yfir kollega sinn Þorvald Gylfason, hann þykist ekki hafa spádómsgáfu og góð sjálfsþekking á borð við það, veitir mönnum ágætis forskot.
Í viðtali við Frjálsa verslun segir Lars m.a. að hann hafi ekki séð hrunið fyrir, heldur taldi hann það, að leiðréting ætti sér stað á hlutabéfamarkaði og að líklega yrði hörð lending hér á landi.
En margir hafa svo gaman af, að skammast út í fyrrum stjórnvöld, fyrir að státa ekki af skyggnigáfu sem gerir þeim kleyft að sjá inn í framtíðina, en fáir hafa þannig gáfu, ef þá nokkur jarðneskur maður.
Hann ætti að uppfræða kollega sína tvo, þá Þorvald Gylfason og Þórólf Matthíasson um eðli hagfræðinnar. Lars segir nefnilega að hún sé ekki mjög nákvæm vísindagrein, en líklega hafa tvímenningarnir aldrei heyrt um það áður.
Í það minnsta þykjast þeir geta sagt ansi nákvæmlega fyrir um framtíðina, kannski þeir taki að sér að spá fyrir fólki í aukavinnu hjá sálarannsóknarfélagi því, sem bróðir utanríkisráðherra stendur fyrir? Ef mig langaði til að forvitnast um framtíðina, þá yrði ég afskaplega tregur til að óska eftir því, að Þorvaldur eða Þórólfur kíktu í kristalkúlu fyrir mig.
Hann segir að stjórnvöld hafi getað búið sig betur undir áföll, væntanlega með því að beita meira aðhaldi í ríkisrekstrinum, en bruðlið var yfirgengilegt á árunum fyrir hrun, þar klikkuðu sjálfstæðismenn gjörsamlega.
En þetta að sjá hrunið fyrir, það gerði enginn lifandi maður og erfitt er víst um samgöngur á milli heims og heljar eins og alkunna er.
Honum finnst merkilegt að "rauð-græn ríkisstjórn skuli hafa haldið út með svona afdráttarlausa aðhaldsstefnu", en Lars veit vitanlega eins og flestir, að vinstri mönnum fer flest betur en hagstjórn.
Ætli skýringin sé ekki sú, að AGS hefur lamið þau til hlýðni. Vinstri menn geta gert ágæta hluti með því að hlýða og þegja, ef þeir eru í stjórn, eins og sást þegar vinstri stjórn Steingríms Hermannsonar hlýddi aðilum vinnumarkaðarins á þjóðarsáttartímanum.
Aðdáendur hins danska hagspekings, ættu að hlusta betur á hann. Lars segir nefnilega, að "rangt sé að kenna einhverju einu um hvernig fór", en vinstri menn vilja helst láta góðmennið Geir, jú það var víst Steingrímur Joð sem kvað Geir vera góðmenni og strangheiðarlegan mann, þessvegna ákærði hann Geir með sorg í hjarta að eigin sögn, dúsa í fangelsi.
Ef fyrrum formaður sjálfstæðisflokksins fær að sitja inni, þá líður þeim alveg prýðilega, vinstri mönnunum, vegna þess að hatrið á Sjálfstæðisflokknum er það eina sem sameinar þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. maí 2011
Eru til einhverjir "hrunflokkar"?
Umræðan um hina svokölluðu "hrunflokka", þ.e.a.s. Framsóknarlokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, hefur verið óvenjulega lífsseig og þrátt fyrir mikið magn af upplýsingum um fjármálahrunið sem átti sér stað í heiminum.
Höfuðorsökin mun hafa verið, ásamt mörgum samverkandi þáttum sem íslenskir stjórnmálaflokkar gátu ekki haft neitt með að gera, var gífurlegt framboð af ódýru lánsfé sem flæddi um heiminn. Ég efast um að Davíð Oddsson eða Geir H. Haarde hafi haft áhuga eða tíma til, að pakka vafasömum Bandarískum húsnæðislánum inní skuldabréfavafninga.
Einkavæðing ríkisbankanna hafði ekkert með hrunið að gera.
Ef einhver telur að ólöglega hafi verið að verki staðið, þá ber að kæra m.a. Ríkisendurskoðun, því sú stofnun gaf það út, að einkavæðingaferlið hefði staðist lög, þótt einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar af hálfu stofnunarinnar, en það mun hafa verið vegna þess að Steingrími Ara fannst menn fara of geyst og vel má vera að það hafi verið rétt hjá honum.
Einnig kann að vera rétt, að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir bankanna, en það var ekki söluverð bankanna sem olli hruninu á fjármálamörkuðum heimsins.
Það virðist hafa farið framhjá ansi mörgum, að það voru ekki bara Landsbankinn og Búnaðarbankinn sem hrundu vegna hrunsins, Glitnir hrundi reyndar fyrstur og vitað er, að sjálfstæðismenn lögðu aldrei neina sérstaka blessun yfir þann banka. Margir sögðu, fyrir hrunið, að Davíð hefði sérstakt hatur á eigendum Glitnis, en um það skal ekki fullyrt, allavega er það ljóst að sá banki naut engrar sérstakrar velvildar stjórnvalda, umfram aðrar fjármálastofnanir.
Haustið 2008 stóðu stjórnvöld frammi fyrir stærsta og erfiðasta verkefni, sem íslensk ríkisstjórn hefur lent í. Þegar menn lenda í fordæmislausum vandræðum, með snarvitlausa þjóð hangandi yfir sér, öskrandi allan sólahringinn, þá er ekki óeðlilegt, að menn framkvæmi einhverja handvömm. Eftir á að hyggja, þá er alltaf hægt að gera betur. En takmörk mannshugans eru m.a. þau, að hann þarf alltaf reynslu eða fordæmi til að standa rétt að málum.
Það voru engin fordæmi né haldbær fyrirmæli til staðar, til að styðjast við á þessum tíma, stjórnvöld þekktu ekki kreppu af þessari stærðargráðu.
Þrátt fyrir allt, þá tókst að viðhalda greiðslumiðlun við útlönd, á tímabili óttaðist þjóðin, að það yrði vöruskortur, en það gerðist ekki. Það mun hafa talist mikið afrek hjá starfsfólki Seðlabankans að halda öllu gangandi í þessum aðstæðum.
En flestir hafa nú gleymt þessu, þótt ekki sé langur tími liðinn frá því að hrunið varð.
Núna hafa sérfræðingar út um allan heim hrósað ríkisstjórn Geirs H. Haarde, fyrir það, að hafa tekið rétta ákvörðun og sleppt því að dæla fé í ónýta banka. Sumir segja að það hafi verið vegna þess að peningarnir voru ekki til staðar.
Það er einföldun á staðreyndum, vegna þess að um mitt ár 2008 stóð íslenska ríkinu til boða, að taka stór lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Stjórnvöld þáðu ekki lánið, m.a. vegna þess að þau þóttu of dýr, en stjórnarandstaðan vildi ólm taka lánið, ásamt Þorvaldi Gylfasyni og fleiri fræðimönnum, til þess að standa á bak við bankanna ef þeir lentu í vandræðum.
Sá sem allt vissi, svona eftir á, hann Þorvaldur Gylfason, sagði að vandi Glitnis muni hafa verið lausafjárvandi, Már Guðmundsson tók í sama streng.
Vitanlega vita allir í dag, að vandi Glitnis var mikið stærri, bankinn var bæði baneitraður og handónýtur. Og "hrunflokkarnir" einkavæddu hann ekki, samt féll hann fyrstur allra.
Þegar hörmungar eiga sér stað, þá fara oft ýmsar samsæriskenningar á kreik.
En þeir sem trúa því, að einkavæðing tveggja ríkisbanka á lítilli eyju, norður í Atlandshafi, hafi átt stóran hlut í hruni hagkerfis heimsins, þeir hafa afskaplega fjörugt ímyndunarafl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 14. maí 2011
Hvenær hætta menn að vera nýbúar á Íslandi?
Mikið lifandis skelfing getur verið fyndið, að lesa margar röksemdir hér í bloggheimum.
Sumir virðast trúa því, að íslendingar séu allir nýbúar hér á landi, vegna þess að forfeður okkar sem námu hér land, voru víst allir af erlendu bergi brotnir.
Eftir því sem ég kemst næst, þá á ég engar ættir að rekja til útlanda, hvort sem það er gott eða slæmt. Forfeður mínir komu hingað fyrir ca. ellefuhundruð árum, getur skeikað einhverjum árum til eða frá, kannski áratugum, en mínar ættir hafa búið hér ansi margar kynslóðir, þannig að ég hlýt að mega kalla mig íslending en ekki nýbúa.
Engar staðfestar heimildir eru fyrir því, að Papar hafi eitthvað fiktað í kvenfólki því sem nam hér land, þannig að miðað við röksemdir nokkurra furðufugla, þá er víst enginn íslendingur til, heldur búa hér á landi eintómir nýbúar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. maí 2011
Þurfum við fleiri ný framboð?
Þegar upp koma vandamál og erfiðleikar í efnahagsmálum, þá hrópa margir eftir nýjum framboðum og telja að nýtt fólk, komi með ferskar hugsjónir.
Margir höfðu trú á því, að Birgitta Jónsdóttir væri ægilega mikil hugsjónakona, en nú hefur komið í ljós, að hún hefur ekki djúpstæðari hugsjónir en annað fólk.
Það eru engar sérstakar hugsjónir, þótt fólk hafi gaman af því að taka þátt í múgsefjun á borð við fjöldamótmæli, en þar skapast oft ágætis samkennd með fólki.
Birgitta vildi ekki leyfa þjóðinni að kjósa, hún treysti ekki kjósendum til þess að kjósa rétt. Það er reyndar hægt að horfa framhjá því, vegna þess að slíkur misskilningur er algengur hjá vinstri mönnum, þeir trúa því að þeir geti haft vit fyrir þjóðinni.
En svo birtist mótmælandinn og stjórnleysinginn Birgitta Jónsdóttir sem boðsgestur í opnun húss, sem margir telja táknmynd fyrir hrunið. Hún notaði víst son sinn sem afsökun, en vilji hún halda fast í hin ýmsu prinsipp, þá ætti hún að vilja vera góð fyrirmynd fyrir afkvæmi sitt.
Nei við höfum ekkert með ný framboð að gera. Þeir sem setjast á þing, fara brátt að trúa því, að þeir séu eitthvað merkilegri en aðrir og þurfi að hafa vit fyrir okkur hinum.
Ég sé engan á þingi sem er gáfaðri heldur en t.a.m. margir í mínum vinahópi, sem flestir eru iðnaðarmenn og sjómenn.
Við þurfum beint lýðræði, stjórnmálamenn eru á engan hátt hæfari heldur en við hin til að taka ákvarðanir. Fyrst að gömul kona, með enga þekkingu á efnahagsmálum hefur getað gegnt starfi forsætisráðherra um tveggja ára skeið, án þess að allt fari fjandans til, þá getur almenningur hér á landi vel tekið ákvarðanir um öll mál er þjóðina varða.
Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt það með afgerandi hætti, að það þarf engar vitsmunabrekkur til þess að sitja í ráðherrastólum. Ef þau hefðu vit á því að þegja og halda sig til hlés, þá væri þjóðin í mun betri málum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 13. maí 2011
Við megum aldrei gefast upp.
Vinstri mönnum og ýmsum þeim, sem búa við skort á sjálfstrausti þykir æði notaleg hugsun að láta aðra hugsa fyrir sig. Þá er hægt að skammast út í pólitíkusa fyrir að hafa ekki staðið sig betur, ef illa fer, eða halda áfram að aulast í gegn um lífið ef ekkert alvarlegt kemur upp á í efnahagsmálunum.
Við megum aldrei gefast upp á því, að heimta frelsi og meira frelsi. Of mikil afskiptasemi misvitra stjórnmálamanna er bara til ills og heftir þroska okkar sem þjóðar.
Við erum ungt lýðveldi og eigum margt eftir að læra. Fjármálakerfið hrundi, en það gerir ekkert til þótt við töpum öllum okkar eignum, við getum alltaf unnið þær til baka.
Þótt ekki sé beinlínis verið að óska eftir því að tapa, þá er það engu að síður staðreynd, að margir eru í þeirri stöðu í dag og það er vissulega erfitt hlutskipti og sárt.
Þótt fjármálakerfið hafi hrunið í höndum einkaaðila, þá er ekki þar með sagt að við þurfum að hverfa aftur til fortíðar og láta ríkið sjá um alla hluti fyrir okkur.
Þjóðin þarf að draga sinn lærdóm af því sem gerðist og halda áfram.
Tökum ungabörnin til fyrirmyndar, þau byrja að taka fyrstu skrefin og detta. Oft eru það ansi slæmar byltur, sárt högg á höfuðið, skráma eða kúla á hausinn.
Börnin gefast ekki upp, þau halda áfram og læra að ganga, vegna þess að vinstri mennska er sem betur fer ekki meðfæddur galli, heldur áunninn.
Ef ungabörnin væru almennt vinstri sinnuð, þá væri heimurinn troðfullur af skríðandi fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 13. maí 2011
Þjóðernishyggja er af hinu góða.
Þjóðernishyggja er lífsnauðsyn þeim þjóðum, sem vilja teljast þjóð meðal þjóða. Við þurfum að rækta okkar þjóðararf og vera stolt af honum, það er góður grunnur til að byggja á.
Okkar sérkenni aðgreina okkur frá öðrum þjóðum og eru í vissum skilningi okkar helsta vörumerki, þegar kemur að markaðssetningu fyrir okkar afurðir erlendis.
Helsti gallinn er sá, að ýmsir grunnhyggnir þvargarar, sem ryðjast á ritvöllinn, skilja ekki hugtakið "þjóðernishyggja" og rugla því saman við "öfgaþjóðernishyggju" sem er algerlega óskylt fyrirbæri, öfgaþjóðernishyggja er nefnilega slæm, eins og allir öfgar.
Það þarf ekki að lítilsvirða aðrar þjóðir og gera lítið úr þeirra menningu, þótt lögð sé rækt við að efla eigin þjóðernisvitund og vera stoltur af eigin þjóð.
Það er líka nauðsynlegt að tileinka sér það sem aðrar þjóðir hafa fram yfir okkur, við getum fjölmargt lært af eldri og reyndari þjóðum varðandi marga þætti. Stjórnskipanin í Sviss er til fyrirmyndar, Þjóðverjar eru með afbrigðum duglegir og skipulagðir osfrv.
En við þurfum ekki að sameinast öðrum þjóðum til þess að læra af þeim.
Við getum lært af öllum þjóðum heims og ræktað það sem er gott hjá okkur. Mest er um vert, að við náum að þroskast á eigin forsemdum, sem sjálfstætt ríki, án aðildar að ESB.
Hætt er við að hávært hringl í beinum látinna höfuðskálda þjóðarinnar heyrist, þegar þau snúa sér marga hringi í gröfum sínum, vegna heimsku og fáfræði nokkurra íslendinga, sem hafa meiri möguleika heldur en þau höfðu á sinni tíð, til þess að skilja lífið.
Höfuðskáldin skyldu nefnilega mikilvægi þess, að elska sitt land og vilja auðga það, eins og ódauðleg verk þeirra, gefa sterklega til kynna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. maí 2011
Sorpblaðamennska af verstu sort.
Sorpblaðamennskan hefur lengi loðað við DV, þótt ýmsar áhugaverðar fréttir rati þangað inn annað slagið.
En það var sorglegt að sjá forsíðumynd af ungri stúlku sem lést í Seláshverfi og í blaðinu var talsverð umfjöllun um stúlkuna og rætt við ættingja hennar og vini.
Fólki getur orðið á mistök og margir hljóta slæmar byltur á lífsins hálu braut, sumir hverfa úr þessum heimi sökum eigin mistaka. En það er engum til góðs, að fá nákvæmar upplýsingar um slíkt.
Minningu látinna ber að heiðra og eftirlifandi ættingjum á að sýna tillitssemi.
Vera má að ættingjar stúlkunar hafi veitt samþykki sitt, blaðamaðurinn hefur með skrúðmælgi náð að sannfæra fólkið um nauðsyn þess að fjalla um þessi mál í forvarnarskyni.
En ætla má að í fyllingu tímans, líði foreldrum stúlkunnar, sem og nánustu ættingjum ekki vel með það, að nú veit alþjóð það, að hún hefur fiktað við eiturlyf.
Hin ógæfusama stúlka hefði vel mátt fá að hvíla í friði, ekkert bendir til þess að birting nafns hennar hafi eitthvað forvarnargildi.
Þetta er dæmi um afskaplega óvandaða blaðamennsku, sem ætti ekki að líðast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)