Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 13. maí 2011
Hann er fyrst að skilja þetta núna.
Gáfur eru svo sem ekki allt og hægt er að komast ágætlega af, með hóflega greind í veganesti. En það er afskaplega óheppilegt að veita treggáfuðu fólki ábyrgðarstöður eins og komið hefur í ljós eftir að vinstri stjórnin komst til valda.
Árni Páll Árnason státar augljóslega ekki af mikilli greind, þótt hann hafi logið sig í gegn um háskóla með einhverju móti. Í tæp þrjú ár hefur það legið fyrir, að engin Icesave innheimtubréf hafi borist til landsins, en vesalings maðurinn er fyrst að átta sig á því núna.
Það ber ekki vitni um miklar gáfur, að átta sig ekki á svona einföldu atriði, en efnahagsráðherrann telur sig hafa uppgötvað merkilegan sannleik, sem hann ætlar nú að nota sem málsvörn í deilum okkar við Breta og hollendinga.
Látum það vera, þótt strákurinn sé frekar lengi að skilja einfaldar staðreyndir, en að hann hafi barist fyrir því allan tímann, að íslendingar skyldu, með góðu eða illu, borga skuld sem engin lagastoð er fyrir, það er aftur verra mál.
![]() |
Engin Icesave-innheimtubréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. maí 2011
Þetta kom víst formanninum á óvart.
Hinn margtuggni frasi "nýir vendir sópa best" er ekkert annað en hæpin alhæfing, sem sjaldan stenst.
Ekkistjórnmálamennirnir í Besta flokknum eru afar sérstæðir, svo að ekki sé dýpra í árina tekið að þessu sinni. Karl Sigurðsson, sem hefur með umferðarmál í borginni að gera, er víst alveg rasandi hissa á því, að skiltin hafi verið sett um, án þess að samþykki lögreglu hafi verið fengið fyrir því.
Raunar minna viðbrögð borgarfulltrúans á undrun forsætisráðherrans yfir ástandinu í bankamálum, en hún var mjög hissa á þessum fréttum sem hún sá í fjölmiðlum.
Þótt hefðbundir stjórnmálamenn hafi ýmsa galla, þá vissu þeir nú oftast nokkurn veginn hvað var að gerast.
Já, ég sakna þeirra tíma þegar hefðbundnir stjórnmálamenn voru við völd.
Það hefur komið í ljós, að þetta ekkistjórnmálalið er það alvitlausasta sem hægt er að hugsa sér.
![]() |
„Plastpokaskilti“ verða tekin niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. maí 2011
Brátt á að banna mönnum að taka í nefið.
Þessi tæra vinstri stjórn er að færa þjóðina áratugi aftur í tímann, með fáránlegum boðum og bönnum.
Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna vel eftir því, þegar men gátu þambað brennivín í lítravís, en það mátti ekki sötra bjór.
Nú á víst að banna blessaða neftóbakið, en leyfa fólki að svæla í sig reyktóbaki að vild.
Ætli þessi aularíkisstjórn fari ekki að banna tedrykkju líka?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. maí 2011
Handónýtt uppgjör við hrunið.
Á þessu ári verða liðin þrjú ár frá því að bankahrunið varð.
Skipuð varð rannsóknarnefnd á vegum alþingis til að rannsaka hrunið og hjálpa okkur við að draga lærdóm af því.
Þótt margir dásami skýrsluna og telji hana tímamótaverk, þá er erfitt að færa gild rök fyrir því. Þótt þeir sem skýrsluna gerðu hafi komið með ýmsar ágætar ábendingar, þá vantar mikið upp á, að vönduð rannsóknarvinna hafi farið fram.
Það skiptir engu máli hvort einstaklingur beri nafnið Davíð Oddsson eða fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum, allir eiga að vera jafnir að lögum.
Andmæli þau sem Seðlabankastjórarnir komu með, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og fleiri, þau koma ekki fram í skýrslunni sjálfri og engin málefnanleg umfjöllum fer fram af hálfu nefndarinnar,
Nefna má að Davíð benti á, að valdheimildir hafi skort. Skýrsluhöfundar gerðu ekkert með þær ábendingar. Ekki hefur heldur fari hátt um það, að Már Guðmundsson benti á slíkt hið sama eftir að hann tók við sínu embætti.
Það vakti líka athygli að, Þorvaldur Gylfason hafði efasemdir um að íslendingar væru hæfir til að rita rannsóknarskýrslu um hrunið. Hann sagði í ræðu á borgarafundi, að það væri ekki gott hjá Geir H. Haarde að skipa sjálfur í nefnd til að rannsaka það sem miður fór, betra væri að fá óháða útlendinga til verksins.
En Þorvaldur hafði skipt um skoðun strax og skýrslan kom glóðvolg úr prentsmiðjunni. Ekki var það vegna þes að hann hefði svona góð tök á hraðlestrartækni, heldur var hann nefndur í skýrslunni, sem einn af þeim sem hafði ítrekað varað við og komið með ábendingar, en á hann var ekki hlustað.
Ingibjörg Sólrún sagði aftur á móti að, Þorvaldur hafi haft greiðan aðgang að henni, en ekki komið með neinar ábendingar né viðvaranir.
Staðreyndin er sú, að hann skrifaði fjölmargar lofgreinar í Fréttablaðið um hversu dýrmlæt auðlynd bankakerfið væri. Honum mislíkaði bók Guðna Th. Jóhannessonar, vegna þes að Guðni benti á hólskrifin hans Þorvaldar, þegar prófessorinn var í tvöþúsund og sjö gírnum, en þá var hann sannfærður um, að fjármálaþjónustan væri framtíðin og hlutur sjávarútvegsins færi þverrandi.
Nú er búið að stefna Geir H. Haarde fyrir dóm og koma með ýmsar ásakanir á forstöðumenn Seðlabankans og annarra eftirlitstofnanna. Hugsanlega verður séð til þess, að einhver úr pólitíkinni eða stjórnsýslunni verði dæmdur.
En sérstakur saksóknari sem á að rannsaka raunverulega gerendur, hann hefur ekki fundið neitt bitastætt á þá sem raunverulega ollu hruninu.
Sama hver er nefndur, Jón Ásgeir, Hannes Smárason osfrv., allir eru þeir sem að útrásinni stóðu í prýðismálum og flestir ennþá að stunda viðskipti.
Þeir sleppa allir við blankheit og erfiðleika af völdum hrunsins.
Það versta er, að á meðan ríkisstjórn situr við völd, sem lýgur því að fólki að hún hugsi um hag almennings, þá er verið að tala um að það þurfi bónusa til þess, að halda í besta bankafólkið.
Menn þvarga og þvarga, haldnir eru handónýtir þjóðfundir og gagnslaust stjórnlagaráð sett á fót, á vafasaman hátt.
Ennþá eru menn að feta sömu slóð og einmitt, leiddi til hrunsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. maí 2011
Þvaðrið um hrunið.
Mér finnst það ósköp notalegt úti á sjó, að blaða í tímaritum áður en ég sofna. Af þeim sökum hef ég safn hinna ýmsu tímarita í skúffunni fyrir neðan kojuna mína og kennir þar ýmissa grasa.
Ég var að glugga í Frjálsri verslun frá seinni hluta árs 2006 og þar var verið að fjalla um útrásarvíkinganna okkar.
Breskir fjölmiðlar kváðu Jón Ásgeir einn mesta áhrifamanninn í tískuheiminum og Bretarnir voru ósköp glaðir með hann, einnig voru Bretar þesstíma mjög hrifnir af Björgólfi og Eggerti þegar þeir keyptu West Ham liðið. Heimurinn átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni á íslensku viðskiptamönnunum.
Eitthvað var í öðru blaði frá þesum tíma fjallað um dóm frænda okkar í Danmörku og fannst mörgum þar ytra vera æði sterkt til orða tekið.
Matsfyrirtæki voru ekki alveg á einu máli, en flestir töldu íslensku bankanna vera gífurlega öfluga.
Þetta sagði í samtímaheimildum, en samt hampaði Egill Helgason mjög útlendum vini sínum, sem státar af mikilli menntun og sá sagði að allur heimurinn hafi vitað hvernig málin stóðu, strax árið 2006.
Heimurinn hefur þá verið æði þögull um þesa vitneskju sína, en staðreyndin er sú enn og aftur, það hafði enginn hugmynd um að allt myndi hrynja.
Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti, hagkerfi heimsins hrundi á einu bretti og vitanlega sluppu íslendingar ekki með skrekkinn.
Við vorum jú í tómri þvælu, eins og heimurinn allur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 7. maí 2011
Hvenær deyr þessi tískubóla?
Tískustraumar koma og fara í bylgjum, á árunum fyrir hrun var mjög í tísku, að dásama allt sem að íslendingum snéri, við vorum mest best og klárust í öllu.
Svo var það fámennur hópur þjóðarinnar sem klúðraði bönkunum og þá var öll þjóðin allt í einu orðin ómöguleg.
Við þurfum að hætta að eltast við svona tískustrauma, þjóðin hefur bæði kosti og galla, en við þurfum að rækta kostina og sníða af gallana.
Í meginatriðum erum við eins og vestrænar þjóðir, ergjum okkur á stjórnmálamönnum, vinnum, borðum osfrv., það er vel hægt að lifa sambærilegu lífi hér á landi og þekkist í hinum vestræna heimi. Við erum hvorki verri né betri en aðrir jarðarbúar, sem tilheyra tegund er kallast á fræðimáli "Homo Sabiens".
En umhverfið hefur ræktað í okkur ákveðna eðliskosti sem við þurfum að nýta betur.
Þegar við hættum að nöldra og einbeitum okkur að vinnu, þá kemur í ljós mikill dugnaður ásamt gífurlegri hörku sem við höfum hlotið í arf frá forferðum vorum, en þeir unnu þrekvirki. Það væri gaman að sjá nöldurseggi nútímans takast á við þá hörðu baráttu sem þurfti að heyja hér á landi fyrr á öldum.
Lítið samfélag býður upp á meiri möguleika en mörg hin stærri. Við búum í návígi hvert við annað, þannig að við getum ræktað með okkur meiri samkennd en þekkist í stærri ríkjum. Óvíða eru betri tækifæri heldur en að útrýma atvinnuleysi og fátækt.
Um leið og þessi leiðinda tískubóla, sem gengur út á nöldur yfir öllu sem íslenskt er, hverfur, þá eru okkur allir vegir færir.
En meðan vitleysan gengur yfir, þá getur yfirvegað fólk hugað að möguleikum framtíðarinnar á meðan þeir, sem litla stjórn hafa á sínum tilfinningum, reyna að losa sig við óþarfa og eyðileggjandi reiði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. maí 2011
Sannkallaðir heiðursmenn.
Amma mín sáluga sagði mér oft, að það væri stórt átak að verða maður, en það að vera heiðursmaður, slíkt hefur fáum mönnum tekist.
Á vestfjörðum búa tveir menn sem borið geta með sæmd, þann titil, að kallast heiðursmenn.
Það eru frændurnir Jón Sveinsson og Ólafur Friðbjarnarson, en Morgunblaðið segir frá því á baksíðu, að þeir hafi tekið sig til og lagað Dalbrautina í Hnífsdal, algerlega upp á eigin spýtur og óbeðnir.
Þegar ég las þessa frétt, varð ég enn á ný stoltur af því, að geta rakið uppruna minn til vestfjarða, því vestfirðirski kynstofninn er öflugur mjög, þótt ekki sé alltaf verið að grobba af því.
Á tímum sem þessum, þar sem vællinn og nöldrið er allsráðandi í umræðunni, þá er ánægjulegt að frétta af mönnum, sem framkvæma í stað þess að væla og ef fleiri gerðu slíkt hið sama, þá væri samfélagið mun betur á vegi statt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. maí 2011
Fer Þráinn svona illa með peninga?
Þráinn Bertelsson þingmaður er ekki mjög sáttur við þau laun sem hann fær, fyrir að sitja á þingi. Hann sagði m.a. að þau dygðu honum ekki til framfærslu.
Þá var mér nú hugsað til allra þeirra, sem þurfa að sjá fyrir börnum, borga afborganir af húsnæði osfrv., en hafa aðeins úr hálfum þingmannalaunum, og jafnvel minna úr að spila.
Ekki er þetta fólk vælandi í fjölmiðlum, jafnvel þótt það sé ansi snúið og næstum ómögulegt, að lifa af launum þeim sem verkafólk fær í vasann.
Lágmarkslaun þingmanna eru í kring um 500.000., það eru grunnlaun. Svo fá menn borgað aukalega fyrir nefndarstörf og ýmislegt álag á kaupið.
Þótt þingmenn séu eflaust ekki mjög ofarlega í tekjuskalanum, þá er það óttalegur ræfildómur af fullorðnum manni, að geta ekki lifað af þeim.
Það er greinilegt að Þráinn kann ekkert með peninga að fara, þannig að eflaust bíður hans eitthvað mikilvægt hlutverk í fjárlaganefnd, ríkisstjórnin er voða svag fyrir hverskyns vitleysingum í öll störf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 7. maí 2011
Hrannar verður að vanda sig betur.
Hin snöfurmannlegi aðstoðarmaður forsætisráðherra, Hrannar B. Arnarsson þarf að fara að vanda sig betur í sínu starfi.
Þar sem mér er hlýtt til gamalla kvenna, þá finnst mér það illa gert gagnvart kerlingarhróinu henni Jóhönnu, að láta hana gera sig að fífli sökum ónógra upplýsinga.
Hrannar hefur misskilið þá hjá Hagstofunni og látið Jóhönnu fá rangar upplýsingar varðandi áhrif kjarasamninga á verðbólgu í landinu. Í fljótfærni skellti hann fram einhverjum tölum og kerlingaranginn fór með þvæluna beint í ræðustól alþingis.
Þegar Morgunblaðið leitaðist við að sannreyna orð Jóhönnu, þá kom í ljós að Hagstofan bjó ekki yfir þessum upplýsingum.
Fyrst að verið var að plata kerlinguna í forsætisráðherrastólinn, þá er nú alveg lágmark að láta hana ekki líta út eins og fífl, í hvert skipti sem hún þarf að gefa einhverjar upplýsingar.
Hrannar er ekki nógu natinn við gömlu konuna, en natni og umhyggja gagnvart gömlum konum, ætti að vera hverjum sönnum karlmanni djúpstæð þrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. maí 2011
Hví ekki að drepa ísbirni?
Litla samúð hef ég með ísbjörnum og mér að meinalausu, þá mættu þeir alveg deyja út.
Þess vegna finnst mér æði undarlegt, þegar fólk hefur samúð með þessum skepnum, þótt vitað sé að þeir ráðast á menn og drepa, nær undantekningarlaust, ef þeir eru í návígi við þá.
Margir vilja eyða milljónum í, að koma þessum kvikindum lifandi úr landi, á sama tíma og hægt væri að nota þessar sömu milljónir til að styrkja landa okkar, sem á hjálp þurfa að halda.
Það eru váleg tíðindi að ísbirnir eru farnir að sjást hér á landi, við óhefðbundnar aðstæður, þ.e.a.s. án þess að hafís sé fastur við landið. Enginn veit hver ástæðan er, talið er að ísbirnir hafi minni möguleika vegna bráðnun á hafís, þannig að þeir þurfa þá að finna sér bólfestu annarstaðar.
Hver sem ástæðan er, þá á að farga þessum skepnum, því þær eru hættulegar mönnum. Þótt sumum finnist þetta falleg dýr, þá sé ég litla fegurð við snjóhvítar og grimmdarlegar skepnur, sem auk þess eru afar luralegar í hreyfingum. En burtséð frá útlitinu, þá eru þetta hættuleg dýr.
Afstaða ísbjarnarvina kemur svosem ekki á óvart, til eru hópar hér á landi, sem finnst lítið til sinnar þjóðar koma og þrá ekkert heitar en að auka hér erlend áhrif. Þeir ganga svo langt, að taka málstað andstæðinga okar í Icesave deilunni og ganga þar fram á vasklegri hátt, en margir Bretar og Hollendingar. Það er til fullt af sérvitringum, en sérviskan á bara að vera til heimabrúks, en ekki sem ráðandi afl.
Mér er það til efs, að ísbjarnarvinirnir knáu, hafi nokkurn tíma verið nálægt þessum óargadýrum. Það er notalegt að sitja í hlýjunni heima hjá sér og dást að myndum af "krúttlegum" kvikindum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)