Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 18. apríl 2011
Er vinstri stjórnin betri en "helvítis íhaldið"?
Sá sem að svarar þessari spurningu játandi, fylgist annað hvort ekki vel með þjóðfélagsmálum, eða er gjörsamlega blindaður af kolsvörtum flokksgleraugum.
En það þarf að færa rök fyrir sínu máli, ekki slá upp æsifyrirsögnum eins og vinstri menn og koma með innihaldslaus gífuryrði, slíkt er heftir vitræna umræðu.
Rökin fyrir ofangreindri fullyrðingu minni eru þau, að þegar hrunið skall á og allt varð á hvolfi hér á landi, þá fór það ekki á milli mála, að sjálfstæðismenn horfðu mjög í eigin barm og leituðu skýringa.
Nú hváir eflaust einhver, en minna skal á, að Geir H. Haarde hafði frumkvæði að því, að skipa rannsóknarnefnd til að fara yfir það, hvað raunverulega gerðist. Hann vissi það, eins og flestir hugsandi menn, að hann er algerlega vanhæfur til að meta eigin verk á óhlutdrægan hátt.
Þegar þjóðin heimtaði kosningar bað hann um frest, þar til rannsóknarnefndin hefði lokið störfum. Í orðum hans lá, að hann væri tilbúinn til að leggja sín verk í hendur þjóðarinnar og engin haldbær rök hafa enn komið fram, sem hrekja það.
Vinstri stjórnin neitar alfarið að leggja sín verk í dóm þjóðarinnar og enn síður, vill hún að þau verði rannsökuð.
Þrátt fyrir takmarkað vit, þá gera þau sér sennilega grein fyrir því, að þau hafa ekki staðið sig sem skyldi, en eru nú að reyna að klóra í bakkann.
En varðandi Geir, þá má vel vera að hann hafi ekki treyst vinstri flokkunum til að sjá um landsmálin og það var hárrétt mat hjá honum, eins og síðar kom í ljós.
Það eina sem vinstri stjórnin getur gert, er að reyna að sverta sjálfstæðismenn með innihaldslausum ásökunum um mútur og meinta spillingu.
Ekki skal vinstri stjórnin vera sökuð um spillingu, þar sem engar sannanir liggja fyrir, en það verður að teljast klaufaleg framgangan varðandi ráðningu seðlabankastjórans.
Það voru fleiri sem sóttu um, en Már var ráðinn. Hvers vegna var staðan auglýst, þegar vitað er að Ingibjörg Sólrún lagði það til við Geir, að hann ræki Davíð og réði Má Guðmundsson, sem síðar var ráðinn, án þess að ótvírætt hefði komið í ljós, að hann væri hæfasti umsækjandinn.
Einhver hefði sagt svona vinnubrögð vera einkavinavæðingu og spillingu, ef sjálfstæðismenn ættu í hlut.
En sjálfstæðismenn ásaka yfirleitt ekki fólk um glæpi, nema sannanir liggja fyrir.
Ég hef enn þá skoðun, að þessi ríkisstjórn sé samansafn fábjána, sem ekkert vita hvað þau eru að gera, enginn hefur hrakið þá fullyrðingu enn sem komið er. Reyndar skal viðurkennt, til að gæta sannmælis, að Katrín Júlíusdóttir er sú eina sem telst ágætlega hæf í þessum hópi, en þeir finnast varla fleiri enn sem komið er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 18. apríl 2011
Vill Birgitta ekki lýðræði?
Heldur var ég óhress með orð Birgittu Jónsdóttur, þegar hún kvaðst ekki vilja kosningar.
Máli sínu til stuðnings sagði hún, að þá væri endurskoðun stjórnarskrár í uppnámi, einnig breytingar á kvótakerfinu og ýmsar lýðræðisumbætur.
Ég get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum, því aldrei hef ég tekið mark á fólki, sem þykist hafa meiri réttlætiskennd, en almennt gerist.
Því er ekki að neita, að áleitin grunsemd leitar á hugann, er varðar það, að trygg laun freisti meira en ást á lýðræðinu í ummælum Birgittu. Það er erfitt að fá vinnu um þessar mundir og fyrir marga, þá er þingmannakaupið það besta sem þeir geta fengið, eins og staðan er í dag.
Hvað þýða kosningar á þessum tímapunkti?
Þær þýða ekkert annað en það, að almenningur í landinu fær að velja sér fulltrúa á alþingi.
Ef meirihluti almennings vill breytingar á stjórnarskrá, uppstokkun kvótans og frekari lýðræðisumbætur, þá verður verður væntanlega kosið samkvæmt því.
Sá þingmaður sem ekki treystir þjóðinni til að kjósa, hann á ekki skilið traust frá þjóðinni.
Ekki er ég að mælast til þess að kjósendur kjósi endilega samkvæmt mínum skoðunum, heldur að fólk kjósi það sem því þykir best.
Þingmaður sem óttast kosningar og dóm sinnar eigin þjóðar, hann hefur slæman málstað að verja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. apríl 2011
Byggja upp sprotafyrirtæki, hvað svo?
Stjórnvöld hafa talað mjög fyrir því, að stuðla að uppbyggingu sprotafyrirtækja og leyfa þeim að vaxa og dafna. Það er vissulega falleg hugsun og vel getur verið að það sé sniðugt, að vissu marki.
Það þarf náttúrulega að afla tekna, með þeim aðferðum sem við kunnum nú þegar, efla sjávarútveg og áliðnað. Vafasamt er að veita of miklu opinberu fé í sprotana, því óvíst er að það skili sér til baka og opinberir styrkir hafa stundum gert fólk værukært.
En ef sprotafyrirtækin vaxa, dafna og skila miklum hagnaði?
Þá er nú vissara að þessi ríkisstjórn verði ekki mjög lengi við völd, því þeir sem skila hagnaði eru ekki vinsælir hjá stjórnvöldum. Nema að þeir hafi verið vinsamlegir Samfylkingunni, en óvíst er að allir sprotarnir séu þannig þenkjandi.
Núverandi ríkisstjórn skattpínir alla sem græða og það ergir fyrirtækjaeigendur svo mikið, að þeir fara með starfsemina úr landi.
Þá er nú hætt við að stuðningurinn hafi farið fyrir lítið.
Það þarf að hvetja fólk og búa til góðan farveg til framkvæmda. síðan þarf að huga vel að þeim sem fyrir eru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. apríl 2011
Vaxandi andstaða við ESB aðild í Finnlandi.
Á meðan íslenskir aðildarsinnar leitast við, að sannfæra landa sína um nauðsyn þess, að ganga í ESB, þá virðast Finnar verða orðnir fremur neikvæðir á sambandsaðild.
Ef marka má ummæli ýmissa bænda í Finnlandi, þá virðast hlunnindi þeim til handa, af hálfu ESB, algerlega farið framhjá þeim. Þeir hafa bent á það, að áhrif ESB á landbúnaðinn hafi ekki verið að öllu leiti til góðs, Evrópusambandið hefur stýrt bændum yfir í greinar sem þeim finnst ekki hagstæðar.
Flest bendir nú til þess, að ESB aðild bæti ekki beinlínis hag þjóðarinnar, heldur þurfum við að bæta okkar hagstjórn ef eitthvað á að skána hér á landi.
Efast skal um, að Grikkir og Írar þakki Drottni, fyrir að hafa fært þeim ESB aðild og ódýr matvæli ásamt hagstæðum lánum til íbúðarkaupa.
Ofangreindar þjóðir virðast eiga það sameiginlegt með okkur hér á Fróni, að vera í leiðinda vandræðum, sem stafa af óábyrgri hagstjórn stjórnvalda og lélegu bankaeftirliti, sem einmitt var hannað af ESB að mestu leiti.
Það má vel vera, að einhverjum finnist það góður kostur að vera í samstarfi við ESB. Fólk hefur ólíka pólitíska sýn og sumir eru ægilega glaðir með stefnu sambandsins í hinum ýmsu málum.
Ekki skal efast um góðan vilja Brusselmanna til að bæta hag sinna aðildarríkja, en þeim hafa verið æði mislagðar hendur í þeirri viðleitni. Enda erfitt að hafa stjórn á mörgum löndum sem hafa ólíkar áheyrslur í hinum ýmsu málum.
ESB er svo sem ekkert hræðilegt, en enginn rök hafa enn komið fram, sem sýna nauðsynn aðildar með óyggjandi hætti. Ekki skal efast um að hagur Össurar og fleiri pólitíkusa mun stórbatna við aðild, en hyggilegra er að hugsa um hagsmuni heildarinnar, því þótt Össur sé vissulega mikill að vexti, þá er hann ekki stór hluti af okkar litlu þjóð.
![]() |
Ljóst að við höfum sigrað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. apríl 2011
Treystir þingið þjóðinni?
Jóhanna hafði rangt fyrir sér, þegar hún sagði að þjóðaratkvæði gengju ekki upp, ef um væri að ræða milliríkjadeilur.
Þjóðin náði réttri niðurstöðu í tvígang, meðan þingið þorði ekki að berjast.
Beint lýðræði hefur sannað ágæti sitt í Sviss, Jóhanna sagði að það væri ekki hægt að miða við Sviss þegar rætt væri um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Hún þekkir ekki vel til efnahagsmála og þaðan af síður til stjórnmálasögu heimsins.
Ástandið í Sviss var slæmt fyrir ca. 130. árum, það logaði allt í deilum og blóðugt stríð var á milli borgara þar í landi. Til að sætta málin, var farið af stað með þjóðaratkvæðagreiðslur.
Svisslendingar eru með þannig skipulag, að visst prósent þjóðarinnar getur gert kröfu um að mál verði sent til þjóðarinnar. Þá setjast fulltrúar almennings með kjörnum fulltrúum og það er farið yfir málin.
Í Sviss kunna þingmenn að tala við eigin þjóð, þannig að sjaldnast fara mál í þjóðaratkvæði.
Svona hefð þarf að skapast hér á landi, þjóðin verður að fá tækifæri til að segja sitt álit og kjósa um umdeild mál.
Það er óásættanlegt, að horfa upp á stjórnarliða keyra gæluverkefni sín í gegn um þingið, án mikillar umræðu.
Þeir þingmenn sem treysta ekki eigin þjóð, hvernig í ósköpunum geta þeir vænst þess, að þjóðin treysti þeim?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 15. apríl 2011
Hvar eru jákvæðu verk ríkisstjórnarinnar?
Ríkisstjórnin bendir á, að í hennar tíð hafi viðskiptajöfnuður orðið jákvæður, verðbólgan lækkað, gengið styrkst og ýmis hagræðing náðst.
En er það stjórnarliðum að þakka?
Miðað við sögu þeirra sem að henni standa, þá eru hægt að hafa upp grunsemdir varðandi það, að þau hafi ekki svo mikið gert í því efni, en það eru bara grunsemdir.
AGS hefur vitanlega verið þeim innan handar og þar er fjöldi hagfræðinga með ágæta reynslu. Sennilega er það skýringin á ýmsum jákvæðum verkum sem stjórnarliðar eigna sér.
Svo er það viðskiptajöfnuðurinn.
Hann er vitanlega tilkominn vegna þess, að tekjur landsmanna hafa dregist saman og neyslan minkað í framhaldi af því. Lágt gengi stuðlar að hækkun á verðmæti útflutningisafurða fyrst og fremst, en það hækkar afborganir landsmanna af lánum, svo dæmi sé tekið.
Það sem að ríkisstjórnin þarf að gera, án aðstoðar AGS hefur ekki gengið vel.
Illa hefur gengið að styðja við bakið á útflutningsgreinunum, tekist er á um virkjanir og virkjunarkosti, hvort það eigi að koma fleiri álver og hvort kvótakerfið eigi að vera eða fara.
Af þessu leiðir að atvinnulífið er í gíslingu ríkisstjórnarinnar.
Svo er það forgangsröðun þeirra varðandi þá fjármuni, sem AGS heimilar þeim að sýsla með.
Þau eru að eyða peningum í stjórnlagaráð, fjölmiðlaeftirlit, yfir hundrað milljarðar hafa farið í illa stödd og nánast ónýt fjármála og tryggingafyrirtæki og talsverðar upphæðir eru settar í ESB ferli sem lítil sátt er um.
Í stað þess að þvælast í atriðum, sem ekki eru lífsnauðsynleg fyrir þjóðina, þá hefði mátt styrkja löggæsluna í landinu, því glæpastarfsemi hefur aukist og fer vaxandi.
Einnig hefði mátt skera minna niður í heilbrigðis og velferðarmálum, það munar um hverja krónu í erfiðu árferði.
Ríkisstjórnin hefði átt að einhenda sér í, að bjarga því sem nauðsynlegt var að bjarga strax í upphafi.
Flestir þekkja þá röngu forgangsröðum, sem ríkisstjórnin hefur beitt, í þeim málum sem hún hefur ein yfirráð yfir, AGS spekúlerar ekkert í heilbrigðismálum eða löggæslumálum.
Sú stofnun hefur eingöngu áhuga á að bæta og hagræða tölum í efnahagsbúskapnum.
Atvinnustefnan er til skammar, en hún er grundvöllur þess, að hægt sé að reka almennilegt þjóðfélag.
Gaman væri að sjá eitthvað jákvætt, sem ríkisstjórnin hefur sannarlega beitt sér fyrir, til hagsbóta fyrir þjóðina.
Efast skal um að slíkt finnist, ef svo er, þá er það mjög vel falið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Er Svavar Gestsson sá vitlausasti?
Ég minnist þess fyrir mörgum árum, þegar Svavar Gestsson var á fullu í pólitík, að þá var oft rætt um hversu gáfaður hann væri. Aldrei sá ég neitt sem benti til þess, en það reyndi ekki mikið á gáfurnar hjá honum því hann var lengst af í stjórnarandstöðu.
Þingmenn geta nefnilega blekkt almenning þegar þeir eru í stjórnarandstöðu, það eina sem þeir þurfa að gera, er að bölva sjálfstæðismönum og segja helst "íhaldið" með miklum þunga og vandlætingasvip.
Þá trúa margir því, að viðkomandi sé ógurlega gáfaður.
En eftir að hafa lesið pistilinn hans Svavars á heimasíðu hans um Icesave, þá hálfpartinn vorkenndi ég Jóhönnu ræflinum vegna þess, að Svavar er hættur á þingi.
Ef hann væri þar enn, þá væri Jóhanna ekki vitlausasti þingmaðurinn.
Maðurinn sem sagði í viðtali við Morgunblaðið eftir að hafa gert með mestu aulasamninga lýðveldisins, að ekki þyrfti að skera niður í velferðarkerfinu, hvorki að loka einni sjúkrastofu né heldur kennslustofu næstu sjö árin, er aldeilis ekki af baki dottinn.
Nú er hann að sannfæra sjálfan sig, með dyggri aðstoð Þórólfs Matthíassonar, að samningurinn hans hafi ekki verið verri heldur en sá sem á eftir kom.
Ætli þeir hafi ekki borið niðurstöðuna undir Stefán B. Ólafsson og Þorvald Gylfason, til þess að vera alveg vissir?
En hann endaði pistilinn nokkuð vel; "peningaleg rök jámegin dugðu ekki gegn sæmdarþorstanum neimegin".
Þar hitti hann reyndar naglann á höfuðið, sæmdin skiptir meira máli ásamt réttlætinu, heldur en tímabundið fjárhagslegt skjól, sem enginn veit hvers virði raunverulega er.
Ég hvet fólk til að lesa pistilinn hans, það er athyglisverð lesning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Hefur stjórnarandstaðan engar lausnir?
Jóhanna Sigurðardóttir var að ergja sig yfir stjórnarandstöðunni, í kjölfar vantrauststillögu sjálfstæðismanna og sagði m.a. að stjórnarandstaðan hefði engar lausnir.
Hún hefur engar alvöru lausnir sjálf, en getur vissulega hrósað sér af, að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum, þótt deila megi um ágæti þess framtaks.
Í upphafi samstarfs stjórnarflokkanna, meðan þau nutu stuðnings Framsóknarflokksins, þá komu framsóknarmenn með þá hugmynd, að lækka höfuðstól lána.
Lánasöfn hinna föllnu banka voru tekin yfir með 60% afslætti, þannig að svigrúmið var til staðar. Sú aðgerð hefði létt á mörgum og aukið á bjartsýni landsmanna. Bjartsýni og von fleytir fólki ansi langt eins og flestir vita, aðrir en Jóhanna Sigurðardóttir.
Sjálfstæðismenn voru búnir að leggja drög að álveri í Helguvík, heilsutengdri ferðaþjónustu á suðurnesjum osfrv.
Það var vitanlega slegið út af borðinu, því hætta var á að einhver gæti hagnast að einhverju leiti.
Sjálfstæðismenn lögðu til fyrirframgreiðslu skatta á séreignasparnað. Sumir stjórnarliða tóku ágætlega í þá hugmynd, en hún var aldrei skoðuð til enda.
Ekki má gleyma því, að stjórnarandstaðan kom með tillögur varðandi Icesave samninganna og það leiddi til betri niðurstöðu heldur en þegar ríkisstjórnin var ein að verki.
Sem betur fer felldi þjóðin samninginn og ríkisstjórnin virðist farin að sjá, að það styrkir okkar málstað.
Það var stjórnarandstöðunni að þakka, jafnvel þótt nokkrir úr forystu sjálfstæðismanna hafi fengið tímabundið kvíðakast vegna hótanna Breta og Hollendinga, en ég vonast til að það líði hjá því kvíði er flestum hvimleiður mjög.
Menn geta hatast út í framsóknarmenn og sjálfstæðismenn.
En flestum ætti að vera það ljóst, að þeir flokkar eru margfalt hæfari til að takast á við efnahagsvandann eins og ofangreind dæmi sanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Þjóðverjar eru líka friðarsinnar.
Óttalegur asni er þessi borgarstjóri, hann skilur ekki nokkurn skapaðan hlut rétt.
Þjóverjar hafa ekki stundað árásir á önnur ríki síðan Hitler var við völd, en það er ansi langt síðan það var.
Það eru vissar siðareglur sem ber að virða, herskipið er í heimsókn og að vissu leiti komið hingað til lands, sem fulltrúi þýsku þjóðarinnar. Þess vegna ber borgarstjóra að sýna virðingu og taka á móti því.
Hvað ætli útlendingar hugsi varðandi ísland um þessar mundir?
Við höfum forsætisráðherra sem stígur ekki í vitið og borgarstjóra, sem gerir reyndar forsætisráðherrann ágætlega greindan í samanburði við borgarstjórann.
Jóhanna veit þó allavega hvað ESA þýðir, en hún er reyndar búin að vera lengur í pólitík en borgarstjórinn.
Borgarstjórinn sagði í viðtali við Austurrískan fjölmiðil, að hann vissi ekki neitt um Icesave, en hefði samt skoðun á því og ætlaði að flytja til Grænhöfðaeyja ef íhaldið kæmist til valda.
Vonandi halda útlendingar ekki,að æðstu ráðamenn okkar séu þverskurður af þjóðinni, þá er hætt við að virðing okkar fari í ruslflokkinn.
![]() |
Á móti hernaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Var Jóhanna að baka brauð?
Dóttir mín er orðin fullorðin kona og fyrirmyndar húsmóðir í alla staði. Þegar ég heimsæki hana norður í Skagafjörð, þá bíða mín gjarna heimabökuð vínarbrauð og annað góðgæti úr sveitinni.
Dóttir mín náði að þroskast á fullorðinsstig, en það hefur Jóhanna aldrei gert.
Þegar ég las ummæli Jóhönnu varðandi það, að hún væri litla gula hænan sem bakað hefði brauðið rifjaðist upp fyrir mér gömul minning tengd minni yndislegu dóttur.
Hún var tveggja ára gömul, að mig minnir og ég hafði komið í land um nóttina. Móðir hennar var farin til vinnu og ég var einn með blessuðu barninu.
Ég hafði sest inn í stofu og var að lesa bók og dóttir mín lék sér á gólfinu fyrir framan mig, róleg og indæl eins og hún ævinlega er.
Eitthvað hef ég verið syfjaður, enda ekkert sofið um nóttina, allt var svo kyrrt og hljótt hjá okkur feðginum, þannig að ég steinsofnaði í stólnum.
Svo rankaði ég við mér eftir ca. einn og hálfan tíma og sá að stúlkan litla var ekki lengur á gólfinu.
Þá gekk ég inn í eldhús og þar sat þessi elska á gólfinu, búin að henda öllu úr ísskápnum, brjóta fullt af eggjum á gólfið og strá helling af hveiti yfir. Það fauk dálítið í mig, en þegar ég sá sakleysið í svipnum og hún sagði við mig á sínu fallega barnamáli; "babbi, eg er að baka handa oggur", þá mýktist ég allur og tók til við að þrífa eftir hana og skellti henni í bað á eftir, ég gat ekki fengið það af mér að skamma hana, enda hefði ég átt að halda mér vakandi, en mistökin voru vitanlega mín.
Það er svipað með Jóhönnu, hún heldur að hún sé að baka, en í raunveruleikanum gerir hún eins og barnið, óhreinkar allt í kring um sig og sjálfa sig líka.
Það þýðir ekki að skamma hana, þau sem völdu hana í embættið áttu að vita betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)