Fimmtudagur, 25. október 2012
Nægjusemi er ekki alltaf dyggð.
Segja má að margir í hópi þeirra sem studdu tillögur stjórnlagaráðs, hafi oft verið ansi stífir á meiningunni og gert miklar kröfur til ríkisvaldsins. Svo þegar kemur að því að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs, þá virðist nægjusemin vera allsráðandi hjá þeim.
Þegar kosið er, þá er nægjusemi engin dyggð heldur löstur.
Beint lýðræði getur verið mjög til bóta, það veitir stjórnmálamönnum aðhald og eflir vitund þjóðarinnar.
Ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslur í tillögum stjórnlagaráðs er marklítið og máttlaust. Nefnt er að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti krafist atkvæðagreiðslu um mál er varðar almannahag. það er fallegt og gott, en svo eyðileggja stjórnlagaráðsmenn stemminguna og segja að ekki megi setja mál er varða fjárhag ríkisins í þjóðaratkvæði, ekki heldur mál er varða þjóðréttarskuldbindingar.
Icesave varðaði væntanlega þjóðréttarskuldbindingu, við sætum uppi með gríðarlegan kostnað ef þetta ákvæði hefði verið í núgildandi stjórnarskrá. Svisslendingar greiða atkvæði um skatta og allt mögulegt, að sjálfsögðu eigum við að geta það líka.
Það þarf að slá á puttanna á pólitíkusum þegar þeir vilja bruðla með almannafé og seilast dýpra í buddur vinnandi fólks, það varðar sannarlega almannahag.
Svo er það persónukjör, margir eru glaðir með þá tillögu stjórnlagaráðs, en þeim hefur láðst að lesa ritið sem kom inn á hvert heimili í aðdraganda kosninganna.
Á bls. 11. þar sem ákvæðið um persónukjör er útskýrt stendur m.a.: "Gert er ráð fyrir að kjósendur megi velja af listum ólíikra stjórnmálasamtaka en löggjafanum verði eftirlátið að ákveða hvort sú heimild verði nýtt". Greinilegt er að þrátt fyrir ákvæðið er ekki sjálfgefið að persónukjör verði ráðandi.
Vonandi verður hægt að koma með vitrænara breytingar á núgildandi stjórnarskrá og í þeirri vinnu er nægjusemi stórhættuleg meinsemd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. október 2012
Sófistar nútímans.
Sókrates mun hafa sagt þessi fleygu orð "heimur versnandi fer".
Í hans tíð voru svo nefndir sófistar oftast miklir mælskumenn og andríkir, sem gjarnan heilluðu fólk með sínum málflutningi, þannig að eftir að hafa rætt við þá í fimm mínútur þá trúðu menn því að svart væri hvítt, ef sófistar héldu því fram.
Hvað segir vísindavefurinn um sófista: "Sófistar kenndu fólki ýmsar kúnstir í rökræðum og mælskubrögðum. Þeir voru óvandaðir loddarar sem létu sig sannleikann engu varða, eða höfnuðu honum alfarið, en einbeittu sér að því að sannfæra."
Á netinu eru margir sem teljast til þessa hóps, en andagift og mælska er ósköp takmörkuð hjá þeim. Oftast sitja þeir við tölvuna og koma með stuttar setningar sem eiga að sanna litla vitsmuni eða vafasaman tilgang þeirra sem hafa aðrar skoðanir en þeir.
Rök hafa þeir engin, sennilega er tilgangur þeirra sá eini, að vekja á sér athygli. En þeir sem dást að mönnum sem skortir rökfærni og andagift eru eflaust á sama plani og sófistar nútímans. Ólíklegt er að þetta sé stór hópur, en afskaplega hávær eins og gjarnt er með þá sem vilja vita, en vita ekki neitt.
Já Sókrates hafði grunsemdir um að heimurinn færi versnandi. Heimurinn hefur bæði versnað og batnað síðan hann var uppi, en óhætt er að segja að hann hafi batnað að flestu leiti.
Skyldi Sókrates hafa séð þetta með sófistanna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. október 2012
Ég ætla að segja nei.
Brátt kemur að því, að landsmönnum gefst kostur á að segja sína skoðun á tillögum stjórnlagaráðsins.
Ég mun mæta á kjörstað og segja nei við tillögunum og vonast til að þær verði ekki samþykktar.
Flestir vita hvar ég stend í pólitík og þeir sem mæla fyrir tillögunum segja að við sálfstæðismenn fylgjum forystunni í blindni og gerum eins og okkur sé sagt, því við höfum enga sjálfstæða skoðun.
Ég er sjálfstæðismaður og í því felst að allar mínar skoðanir eru sjálfstæðar. Einnig get ég rökstutt mína afstöðu, þótt talsmenn tillagnanna haldi öðru fram.
Veigamestu rökin að mínu mati eru þau, að það er alþingis að breyta núverandi stjórnarskrá eða semja nýja, stjórnarskráin mælir svo um. Ef þingmenn treysta sér ekki til að gegna sinni mikilvægustu skyldu, þá eru þeir vanhæfir til flestra verka.
Persónukjör þykir mér ekki góður kostur. Ég er fylgjandi því að hafa hlutina einfalda því það er hagkvæmara og minni líkur á mistökum. Þess vegna vill ég að fólk kjósi flokka og framboð.
Því fylgir ábygð að búa í lýðræðisríki, þess vegna ættu kjósendur að taka virkan þátt í starfi þeirra flokka sem endurspegla þeirra afstöðu og raða fólki á framboðslista.
Svo finnst mér umræðan um auðlindarákvæðin villandi og óábyrg, fylgjendur stjórnlagaráðsins og sumir meðlimir þess segja að með því að kjósa tillögurnar, þá verði loksins komið á réttlátri skiptingu aflaheimilda.
Auðlindaákvæðin segja ekkert til um fiskveiðistjórnunarkerfi, það er í höndum stjórnmálamanna. Það kemur m.a. fram í grein sem Þorkell Helgason, meðlimur í stjórnlagaráði ritaði í september.
Lögmenn hafa bent á, að það tæki dómsstóla langan tíma að túlka ákvæðin. Það er ekki búið að túlka til fulls öll ákvæði núverandi stjórnarskrár, þannig að líklegt er að verði tillögurnar að veruleika, þá komast dómsstólar á byrjunarreit varðandi túlkun á stjórnarskrá og það mun bitna á þeirra störfum.
Þorvaldur Gylfason segir að Rna hafi beðið um nýja stjórnarskrá. Hið rétta er að hópurinn sem fjallaði um siðferði hvatti til breytinga á einstökum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Bent hefur verið á að núgildandi stjórnarskrá hafi haldið í kjölfar hrunsins og enginn hefur hrakið það.
Skynsamlegt er að endurskoða núgildandi stjórnarskrá og bæta í hana ákvæðum sem henta breyttum tímum. Skynsamlegt er að setja ákvæði um beint lýðræði, því líklegt að það verði framtíðin.
Einnig er ágætt að setja skýrt ákvæði sem kveður á um þjóðareign á fiskveiðiauðlindinni, um það ríkir sátt í öllum flokkum. Það mótmælir því enginn að þjóðinn eigi fiskveiðiauðlindina.
En allar auðlindir sem ekki eru í einkaeign, þær skuli í þjóðareign, það er óábyrgt að setja slíkt í stjórnarskrá landsins.
Enginn veit hvað verður auðlind í framtíðinni, auðlind er ekkert annað en náttúruafurð sem hugvit breytir í auðlind. Það virkar ekki hvetjandi á nýtingu hugvits, sem er okkar dýrmætasta auðlind, efþað á svo að þjónýta afrakstur þess.
SUS hvetur kjósendur til að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Fimmtudagur, 20. september 2012
Treystir Jóhanna á Jónas Kristánsson?
Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið manna lengst á þingi og á löngum tíma detta dropar í viskubrunn reynslunnar. Raunar má segja að droparnir séu ekki mjög margir sem Jóhanna hefur varðveitt en eitt veit hún þó, rétt fyrir kosningar er nauðsynlegt að vekja athygli á sínum góðu verkum til að hljóta kosningu á ný.
Ekki er um auðugan garð að gresja, þegar leitað er að góðum verkum til að státa sig af, en þá er reynandi að athuga hvort Jónas Kristjánsson hafi ekki rétt fyrir sér, varðandi það að íslendingar séu fávitar upp til hópa.
Ríkisstjórnin hefur hækkað skatta og flest gjöld, bæði á fyrirtæki og einstaklinga og vegna verðtryggingarinnar, þá hækka afborganir af lánum. Erfitt er að sjá hvernig hægt er að halda eftir stærri hluta tekna miðað við ofangreindar forsendur.
En þessi ummæli vekja ekki undrun hjá fólki sem hefur heyrt hana kenna Jón Sigurðsson við Dýrafjörð, segja færri flytja til Noregs en opinber gögn segja til um osfrv.
Skyldi Jónas hafa fengið Hrannar til að sanna sína kenningu?
Jóhanna: Dregið hefur úr skattheimtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 5. september 2012
Steingrímur gefur tóninn.
"Við sem stjórnvöld þessa æfintýralegu tíma höfum oft tekið umdeildar ákvarðanir sem e.t.v. hafa ekki alltaf reynst þær réttu. Nema hvað? Gera menn ekki mistök á hinum venjulegustu tímum".
Ofangreind tilvitnun er úr grein eftir Steingrím J. Sigfússon og hana er hægt að finna á vísi.is.
Vitanlega er það rétt hjá Steingrími, stjórnmálamenn gera mistök á venjulegum tímum og þegar tímarnir eru erfiðir sljóvgast hugurinn og þá er meiri hætta á mistökum. Steingrímur hefur helst skammað sjálfstæðismenn fyrir að gera mistök, svo þegar hann kemst í þá stöðu, að þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir, þá kemst hann að því að eðlilegt er að gera mistök. Batnandi manni er best að lifa.
Eins og allir vita, þá er ekki síður erfitt að höndla mikla velgengni, því fengu sjálfstæðismenn að kynnast. Mikil velgengni getur sljóvgað hugann eins og miklir erfiðleikar. Steingrímur er þá væntanlega tilbúinn til að ræða pólitík og hætta að skammast út í mistök sjálfstæðismanna, því augljóslega hefur hann ekki efni á því.
Kannski er hann þá tibúinn til að fara alla leið? Hann er að eigin sögn mikill prinsippmaður og slíkir menn hafa oft næmt auga fyrir réttlæti.
Með sorg í hjarta vildi hann senda Geir fyrir Landsdóm. Geir var sýknaður af öllum atriðum, nema að fylgja ekki fyrirmælum stjórnarskrár í einu og öllu. Nú er það vitað að Jóhanna hefur ekki gert það heldur, þannig að vafalaust leggur Steingrímur það til að hún verði látinn svara til saka fyrir það.
Og ætli hann greiði þá ekki atkvæði með því að Landsdómur, að undangenginni rannsókn, verði látinn skera úr um sekt hans eða sakleysi, varðandi skipun Svavars Gestssonar í samninganefndina, einkavæðingu bankanna, fjáraustrinum í SpKef, sparisjóði og Sjóvá?
Ekki er hægt að fullyrða að Steingrímur og Jóhanna verði dæmd sek í öllum atriðum, nema að Jóhanna er sek um sama brot og Geir.
Nú hefur Steingrímur sagt að það sé eðlilegt að gera mistök á óvenjulegum tímum, það hlýtur þá að eiga við um sjálfstæðismenn líka. Og í ljósi hans fyrri ummæla, þá kemst hann ekki hjá því að óska eftir rannsókn á öllum sínum verkum, í framhaldinu mun hann þá væntanlega, ef rannsóknin leitar í þann farveg, greiða atkvæði með því að hann og Jóhanna verði færð fyrir Landsdóm.
Nú reynir á kjarkinn hjá Steingrími, þorir hann að gera eins og Geir H. Haarde, að skipa nefnd til að rannsaka eigin verk?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. september 2012
Ísland án Sjálfstæðisflokksins?
Vinstri menn eru í mikill örvæntingu um þessar mundir að festa lygina í sessi, þeir vilja að fólk trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn sé rótin að allri spillingu í landinu og að sá ágæti flokkur hafi sett allt á hliðina.
En ef gefum okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið stofnaður, hvernig væri ástandið þá á Íslandi?
Verkalýðurinn og bændur hefðu þá náð að stofna stjórnmálaflokka, atvinnurekendur væru kannski með lítinn íhaldsflokk sem aldrei hefði náð manni á þing, vegna þess að þjóðin vildi bara vinstri stefnuna, sumir miðjuna og kysu þess vegna framsókn, en sá flokkur hefði þá verið í stjórnarandstöðu alla tíð.
Líklegt er að framan af, þá hefðu fyrirtæki nær eingöngu verið í ríkisrekstri, gengið svona sæmilega og allir hefðu vinnu, já verum jákvæð einu sinni. En enginn hefði náð að vera ríkur.
Svo þróast heimurinn, þótt enginn sé Sjálfstæðisflokkurinn. Við skulum fara hratt yfir sögu, þriðja leiðin svokallaða heillaði krata á Íslandi. Svo má ekki gleyma því að margir kratar eru hægri sinnaðir og óhætt að segja að það séu ekki áhrif frá Sjálfstæðisflokknum.
Öll vestræn ríki hefðu hugsanlega einkavætt banka, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið stofnaður á Íslandi. Stundum held ég að vinstri menn hafi óþarflega mikla trú á mætti Sjálfstæðisflokksins, en það er önnur saga. Kratarnir hafa yfirhöndina og eflaust þjóðina með sér, því mörgum langar til að auðgast, tja, það gerist víst í öðrum löndum þar sem þarlendir vita ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé til, en hann er það ekki að þessu sinni:)
Festum okkur ekki í smáatriðum, núna eru kratar búnir að gera það sem ISG hrósaði jafnaðarmönnum fyrir í landsfundarræðunni forðum, skapa góðan jarðveg fyrir vöxt fjármálafyrirtækja. Vitleysan öll í heiminum, fjármálaafleiður, græðgi og sofandaháttur, það hefði orðið til án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið stofnaður á Íslandi.
Peningaflæðið hefði orðið, ríkissjóður bólgnað út og allir sem vettlingi gátu valdið fengu fé úr opinberum sjóðum, það var sko veisla. Vitanlega hefðu vinstri flokkarnir tekið lán og örugglega jafnmikið af lánum og gert var, ef ekki meira.
Svo kemur hrunið, enginn Davíð og enginn Geir, þannig að neyðarlögin hefðu ekki orðið til, Már Guðmundsson eða Þorvaldur Gylfason hefðu stýrt seðlabankanum, peningum verið dælt í bankanna, allt lent á ríkinu og við setið uppi með 5-8 ma. ofan á allt annað, já og verið búin að gangast undir Icesave, þannig að ástandið væri ekki mjög bjart.
Og það hefði enginn forsætiráðherra beðið Guð um að blessa þjóðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 4. september 2012
Undarleg tiltekt.
Leiðtogar þjóðarinnar ásamt önnum köfnum spunameisturum hafa tönnlast á því stöðugt, að þau ríkisstjórnin stæði í tiltekt.
Í hugum flestra þýðir orðið "tiltekt", að verið sé að hreinsa upp, í þessu tilfelli þykjast þau vera að hreinsa upp eitthvað sem þeim þykir hafa farið miður í stjórnartíð sjálfstæðismanna.
En hver eru svo raunveruleg verk þessarar ríkisstjórnar og er hægt að finna einhverja viðleitni til að breyta því sem þau voru ósátt við í verkum sjálfstæðismanna?
Hægt er að byrja á Icesave, en Steingrími þótti nauðsynlegt að komast í ríkistjórn til þess að koma í veg fyrir að skuldin lenti á skattgreiðendum. Allir vita hvernig samningi Svavar Gestsson landaði. Svo þótti þeim náttúrulega alveg svakalegt hvað sjálfstæðismenn stóðu sig illa í því að ráða konur í störf hjá hinu opinbera, Jóhanna var að fara á taugum vegna þess að Björn Bjarnason fór á svig við jafnréttislögin að hennar mati og tók karl fram yfir konu.
Til þess að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig, þá setti hún skýrar reglur og braut þær svo sjálf. Já, það þykir undarleg stjórnsýsla, að berjast fyrir ákveðnum lögum og brjóta þau, en Jóhanna fer ótroðnar slóðir í pólitík.
Vitanlega var líka markmið þessarar ríkisstjórnar að auka vægi alþingis, til þess að koma í veg fyrir það, að framkvæmdavaldið gæti valtað yfir löggjafarsamkunduna. Um leið og Jóhanna fék tækifæri til að efla völd alþingis, þá barðist hún fyrir lögum um stjórnarráðið, sem juku völd forsætisráðherra.
Svo átti nú aldeilis að fara eftir tilmælum rannsóknarskýrslunnar varðandi eftirfylgni við lög og reglur svo ekki sé talað um hlýðni við dómsstóla landsins, það er göfug hugsun.
Svo kemur að því að hæstiréttur ógildir kosningar til stjórnlagaþingss, þá var nafninu breytt og þeir sem hlutu ólögmæta kosningu voru skipaðir í stjórnlagaráð.
Ekki má gleyma hneykslan sjórnarliða varðandi einkavæðingu ríkisbankanna tveggja, hana átti nú aldeilis að rannsaka í kjölinn og bæta starfsaðferðir við einkavæðingar banka í framtíðinni.
Þau höfðu varla sleppt orðinu þegar þau einkavæddu banka og ekki hafa enn fengist upplýsingar um kaupverð né kaupendur. Svo veittu þau óþekktum kaupendum afslætti þá sem mögulegt var að lofa íslendingum að njóta.
Ef þetta er tiltekt, þá skulum við vona að þau fari ekki að rusla til.
Bloggar | Breytt 5.9.2012 kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. september 2012
Spuninn gengur ekki upp.
Spunameistarar vinstri flokkanna keppast við að sannfæra fólk um ágæti sitjandi ríkisstjórnar og nota þeir hin undarlegustu rök máli sínu til stuðnings.
Þeir nefna aukin jöfnuð til þess að bæta ímynd vanhæfustu ríkisstjórnar lýðveldistímans og telja stjórnvöld gera vel við þann hóp sem hefur lægstu tekjurnar.
Það hljómar frekar ósannfærandi að heyra um batnandi hag tekjulágra úr munni fólks sem hefur þokkalegar tekjur, á sama tíma og augljóst er að tekjulágt fólk finnur ekki fyrir bættum hag.
Aukin jöfnuður eru tölur á blaði sem nýtast lifandi manneskjum ekki. Ég þekki marga í tekjulægsta hópnum og þetta ágæta fólk kveðst ekki finna fyrir bættum hag, ef eitthvað er þá aukast áhyggjurnar vegna þess að það hefur allt hækkað svo mikið.
Svo læða þeir því stundum í umræðuna, að Jóhanna Sigurðardóttir sé góður leiðtogi, en það er ekki hægt að svara þessháttar bulli, hver getur svarað fólki sem heldur því fram að tveir plús tveir séu sex, vegna þess að plúsinn sé tvö strik og bæta þeim við tvo og tvo.
Þjóðin finnur ágætlega á eigin skinni hvernig þjóðarbúskapurinn gengur. Væri ríkisstjórnin að bæta hag þeirra sem höllum fæti standa, þá myndu hagsmunahópar þeirra styðja stjórnvöld með ráðum og dáð og gæta þess að hún yrði sem lengst við völd. En Hagsmunasamtök heimilanna og fleiri samtök fordæma verk ríkisstjórnarinnar, það segir sitt.
Álit og útreikningar prófessors á góðum launum endurspeglar ekki hagsmuni þeirra sem lægstar tekjur hafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 3. september 2012
Blekkingar Stefáns Ólafssonar.
Stefán Ólafsson fer mikinn um þessar mundir og leitast við að plata þjóðina til fylgis við stefnu sem hefur aldrei dugað.
Hann segir það dellu, í einni grein, að ríkisútgjöld hafi aukist í tíð sjálfstæðismanna því þau hafi verið svipuð prósentutala af þjóðarframleiðslunni.
Það segir sig sjálft að t.a. 16% af tíu milljónum eru fleiri seðlar en 16 % af einni milljón, þannig að ekki þarf mikla stærðfræðikunnáttu til að átta sig á þessari blekkingu.
Í nýlegri grein ber hann saman Jóhönnu Sigurðardóttur og Davíð Oddsson, þar gerir hann aftur tilraun til að blekkja.
Hann segir að á bólutímanum hafi eingöngu auðmenn náð að græða. Það er hrein og klár lygi, margir ómenntaðir verkamenn höfðu tök á að græða mikið og sjálfur græddi ég umtalsvert, en hafði ekki vit á að leggja fyrir. Það voru tækifæri fyrir alla. Ef fólk hefur fyrir því að skoða fréttir og heimildir frá þessum tíma kemur í ljós að Jón Ásgeir, svo dæmi sé tekið, var aldrei í náðinni hjá Davíð, hægt er að nefna fleiri, en þó tókst þeim að græða eins mikið og þeir vildu á þessum tíma.
Menn dásömuðu það, að veldi "Kolkrabbans" væri fallið og tækifæri fyrir ný veldi að byggja sig upp.
Það er undarlegt að Stefán skuli kenna Davíð um bóluna, því Ingibjörg Sólrún sagði í landfsfundarræðu sinn árið 2007, að jafnaðarmenn hafi séð til þess að þessi mikli vöxtur fjármálafyrirtækja væri tilkominn vegna frumkvæðis jafnaðarmanna.
Það er rétt sem Stefán bendir á, Davíð tók við í erfiðu efnahagsumhverfi árið 1991, Jóhanna tók líka við á erfiðum tíma.
Munurinn á aðferðarfræði Jóhönnu og Davíðs er sá, að Davíð tókst að þjappa þjóðinni saman og honum tókst að skapa traust. Jóhanna hinsvegar sundrar þjóðinni og kemur með umdeild mál á færibandi. Davíð leitaðist við að leysa ágreining og gætti þess að ráðherrar undir hans stjórn rifust ekki í fjölmiðlum. Jóhanna skammast út í ráðherra sína í fjölmiðlum.
Nú er komið ræs á forystu Sjálfstæðisflokksins og alla sem vilja að sjálfstæðisstefnan nái völdum næsta vor.
Annars fær Stefán fleiri og fleiri til að trúa sér, því mörgum hættir til að trúa því sem prófessorar segja.
Ef að sjálfstæðismen vakna ekki við ræsið, þá þurfum við að sætta okkur við vinstri stjórn eitt kjörtímabil í viðbót, kannski tvö.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 31. ágúst 2012
Þetta er engin velferðarstjórn.
Fátækar barnafjölskyldur þurfa ekki stuðning úr opinberum sjóðum, ef heilsan er í lagi þá geta flestir bjargað sér sjálfir. Atvinnugreinar, hvort sem þær teljast vera skapandi eða grænar, að mati stjórnvalda, þær þurfa heldur ekki fjármagn úr opinberum sjóðum.
Þeir sem að þurfa á fjárhagsaðstoð að halda er sá hópur fólks, sem býr við sjúkdóma og ýmsa vanheilsu, ríkisstjórnin hunsar þann hóp.
Á sama tíma og lofað er að setja tugi milljarða í ýmis verkefni og búið er að setja hundruðir milljóna í ESB umsókn, tugi milljarða í misheppnaðar björgunaraðgerðir og stjórnvöld fullyrtu að hægt væri að standa við skuldbindingar varðandi Icesave, þá vantar nauðsynleg tæki á spítala landsins, til að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu.
Ríkisstjórn sem getur fundið hundruði milljarða í hina ýmsu málaflokka, sem ekki skera úr um líf og dauða en sveltir heilbrigðiskerfið, hún getur aldrei kallast "velferðarstjórn".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)