Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 21. september 2011
Það þurfa fleiri að siðvæðast en stjórnmálamenn.
Óhætt er að segja að alltof stór hluti núverandi þingmanna, séu illkvittnustu stjórnmálamenn sem völ er á.
Ekki bara þeir illkvittnustu, heldur þeir heimskustu líka. Þetta þykja sumum stór orð, en þegar litið er til verka ríkisstjórnarinnar og nýrra allsekkistjórnmálamanna á þingi, þá er auðvelt að segja að þetta sé mjög vægt til orða tekið.
Á sama tíma og ríkisstjórnin með fjármálaráðherra í broddi fylkingar hefur tapað stórum upphæðum sökum mistaka við endurreisn fjármálakerfisins, þá þykir meirihluta ríkisstjórnarinnar í lagi, að draga fyrrum forsætisráherra fyrir Landsdóm og heyra mátti á þeim ósvífnustu á þingi, að það væri fínt ef hann færi bara í fangelsi.
Það er rétt, þessir stjórnmálamenn þurfa sannarlega að siðvæðast umtalsvert. Óvíst er hvort það takist því illskan er svo mikil.
Þetta kann einhverjum að þykja djúpt í árina tekið, en það er jú þekkt með fólk, sem daðrar við heimsku og illsku, að það er ósköp notalegt við þá sem eru þeim þóknanlegir og ógna ekki þeirra veika málsstað.
En er ég þá að segja að þetta sé vont fólk?
Nei, þetta er ágætis fólk, en gjörsneytt allri dómgreind og þekkir ekki sjálfsagða tillitssemi. Allir hafa frjálst val og sumir velja sér rangan málsstað. Þegar fólk velur sér rangan málsstað til að berjast fyrir, þá finnur það vanmátt sinn.
Þegar barist er fyrir röngum málsstað áratugum saman, þá kemur þráhyggja og reiði. Í framhaldi af því, neytir þetta fólk allra ráða til að koma þungu höggi á þá sem standa í vegi fyrir hinum ranga málsstað
Þess vegna ákvað Steingrímur J. Sigfússon að kæra Geir H. Haarde með sorg í hjarta, af sömu hvötum ákváðu hinir að gera slíkt hið sama, ekki allir með sorg í hjarta. Vegna þess að nýjir þingmenn þekktu ekki Geir H. Haarde og vissu ekki hversu vandaður og heiðarlegur maður hann er.
En það veit Steingrímur, þess vegna er hann með sorg í hjarta og hann verður það lengi.
Þeir kjósendur sem kjósa það fólk sem hefur staðið fyrir því, að snúa meginreglu réttarríkisins á hvolf og segja við Geir, að hann sé sekur uns sakleysi hann sé sannað, þeir þurfa sannarlega að siðvæðast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 21. september 2011
Kjánaleg rökvilla í umræðunni.
Grunnhyggnir einstaklingar koma oft með grípandi frasa sem fjöldanum þykja sniðugir, en þegar grannt er skoðað þá leynist í þeim hrópandi rökvilla.
Einhver aulaði því út úr sér, að óhugsandi væri að ef slökkviliðið kveikti eld, þá væri ekki hægt að nota þá sem kveiktu eldinn til að slökkva hann.
Hið ómögulega getur gerst, þannig að slys gæti átt sér stað í höfuðstöðvum slökkviliðsins sem valdið gæti eldsvoða.
Ef við gefum okkur það, að eldur kviknaði í höfuðstöðvum slökkviliðsins, sökum mistaka hjá slökkviliðsmönnum, hvað yrði þá gert?
Yrðu allir slökkviliðsmennirnir reknir og fundnir einhverjir sem aldrei hefðu haldið á brunaslöngu?
Að sjálfsögðu ekki, starfandi slökkviliðsmenn sem ollu eldsvoðanum myndu vitanlega slökkva eldinn, svo færi fram rannsókn og farið yrði yfir hvað klikkaði.
Það átti sér stað bankahrun á haustdögum 2008, það hrundu bankar í í mörgum löndum, traustir og gamlir bankar ásamt nýjum og áhættusæknum. Enginn sá hrunið fyrir, þótt ýmsa hafi grunað að eitthvað væri að.
Þvert ofan í ráleggingar Görans Person, varðandi það að boða ekki til kosninga og valda pólitískri kreppu eins og þeir gerðu í Finnlandi, það lengdi kreppuna hjá þeim umtalsvert, þá gengu vinstri flokkarnir í bandalag við óttaslegna þjóð og ríkisstjórnin féll.
Flestir sjá það í dag, að ríkisstjórn sú sem sat við völd í aðdraganda og kjölfar hrunsins vann býsna vel úr málunum. Búsáhaldabyltingin var misheppnuð og verður vonandi aldrei aftur endurtekin hér á landi, en það ræðst af því, hvort þjóðin vill notast við rökhugsun eða láta óttan ráða för.
Ef þjóðin hefði sýnt skynsemi og leyft ríkisstjórninni sem sat við völd á þessum tíma, klára að "slökkva eldinn" í stað þess að velja lið sem skvettir bensíni á eldinn og þykist slökkva hann þannig, þá værum við örugglega í miklu betri stöðu í dag, þótt við ættum margt óunnið í endurreisnarstarfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. september 2011
"Ekki tími hreystiyfirlýsinga"
Steingrímur J. Sigfússon er án efa sá stjórnmálamaður sem hvað mest hefur notast við hreystiyfirlýsingar á sínum stjórnmálaferli.
En þegar hann fær tækifæri til að standa við hreystiyfirlýsingar, þá er allur vindur úr honum, hann vill helst sleppa þeim alveg.
Það skyldi þó ekki vera ástæðan, að Steingrímur óttist að Bretar séu harðari málsvarar en sjálfstæðismenn. Hætt er við að Bretar svari honum fullum hálsi, en Steingrímu er ekki vanur þvíþ Ef fjölmiðlafólk kemur með óþægilegar spurningar, eins og þegar hann var spurður um Svavars-samninginn í morgunþætti rásar tvö um árið, þá sárnaði honum svo mikið að þáttastjórnandinn fór í baklás og beindi talinu að öðru.
Steingrímur þorir ekki að berjast eins og sást í Icesave, hann vill gefast upp um leið og andað er á hann.
Þess vegna varar hann við "hreystiyfirlýsingum" í sambandi við okkar viðbrögð vegna hryðjuverkalaganna, hann þorir ekki að takast á við Breta, því þeir svara honum fullum hálsi.
Íslendingar þurfa ekki á svona gungum að halda, stjórnmálamenn verða að sýna kjark og standa með þeirri þjóð sem kaus þá.
Við höfum góðan málsstað að verja í þessu máli, okkur vantar einhvern til að flytja hann sem þorir að berjast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 19. september 2011
Kannski ætti Jóhanna að skoða nútíðina betur.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur horft mjög mikið til framtíðar síðan hún tók við sem forsætisráðherra.
Hún hefur talað um fjölgun starfa á næsta ári eða næstu misserum osfrv., svo þegar næsta ár hefur runnið upp, þá hefur hún talað um bættan hag á því næsta.
Þetta kallast að vera fastur í framtíðinni, en svo fór hún að tjá sig um hvalveiðar og þá er hún orðin föst í fortíðinni, talaði um að íslendingar stunduðu vísindaveiðar á hval.
Ekki er sjálfgefið að þekking hennar á efnahagsmálum batni, en kannski tekst henni að gera eithvað rétt, ef hún lítur til nútíðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. september 2011
Afskaplega seinheppin kona, hún Jóhanna.
Það er eins og óheillastjarna svífi yfir Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar verkum, eftir að hún varð forsætisráðherra.
En ætli skýringin sé ekki sú, að hún sé bara alltof vinnusöm og dugleg.
Hún vann svo mikið í að efla völd alþingis á kostnað framkvæmdavaldsins, að hún jók völd framkvæmdavaldsins.
Að minnka launamun kynjanna hefur lengi verið hennar baráttumál og hefur hún rætt mikið um að það þurfi að laga.
Svo verður hún forsætisráðherra og vinnur svo mikið í því, að minnka launamun kynjanna, að hann eykst.
Þetta á náttúrulega ekki að vera hægt, en Jóhanna Sigurðardóttir, hún lýtur ekki eðlilegum náttúrulögmálum, svo mikið er víst.
![]() |
Aukinn launamunur kynjanna skelfileg þróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. september 2011
Er aumingjapólitík í sókn?
Einhver leiðinda aumingjapólitík virðist farin að festast í sessi hér á landi, því miður.
Frægt er þegar ríkisstjórnin vildi gefast upp fyrir kröfum Breta og Hollendinga, sem betur fer þá reis þjóðin upp með forsetann í broddi fylkingar.
Margir óttast hótanir útlendinga út af hvalveiðunum, Ólafur Stephensen velti því fyrir sér hvort nauðsynlegt væri að veiða hval yfirhöfuð.
Ef þjóðin ætlar að varðveita sjálfstæði sitt og reisn, þá þarf að sýna kjark og dug. Stundum þarf að berjast fyrir réttlætinu og stundum er baráttan tvísýn.
En með því að beygja sig alltaf fyrir vilja útlendinga, þá minnkar sjálfstraustið jafnt og þétt og það endar með því, að útlendingar geta haft okkur í vasanum.
Vissulega má segja að það sé ágæt leið, fyrir þá sem eru hræddir. Við verðum þá væntanlega örugg með af hafa ofan í okkur og á, en það er ekki nóg.
Við þurfum stöðugt að berjast fyrir okkar rétti og halda okkar hagsmunum á lofti. Þeir sem ganga hart fram í baráttu fyrir sínum hagsmunum uppskera alltaf virðingu umheimsins.
Í erlendum miðlum var fjallað um framgöngu þjóðarinar í Icesave og látið að því liggja, að við hefðum skapað fordæmi fyrir aðrar þjóðir, heimurinn á ekki að láta bankana stjórna sér, heldur á heimurinn að stjórna bönkunum.
Ef við gefum eftir okkar sannfæringu í hvalveiðimálinu, hvernig líður okkur með það?
Við vitum að hvalveiðar okkar ógna ekki lífríkinu og enginn heldur því fram, að þær geri það.
Þess vegna eigum við að standa fast á okkar skoðunum, berjast fyrir okkar hagsmunum og öðlast virðingu umheimsins að lokum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. september 2011
Hverjir kjósa ranglæti?
Guðmundur Andri Thorsson ritar grein í Fréttablaðið í morgun og þar segir hann m.a., að þeir sém að kjósi vinstri flokkanna kjósi réttlæti.
Erum þá við sem kjósum Sjálfstæðisflokkinn að kjósa ranglæti?
Skrif skáldsins eru til merkis um þá fáránlegu grunnhyggni sem hrjáir ansi marga sem eru að fjalla um pólitík á opinberum vettvangi.
En því miður er þessi heimska og grunnhyggni hluti af umræðunni, en hún þvælist óneitanlega fyrir vitrænni umræðu.
Þótt ég sé hægri maður, þá dettur mér aldrei annað í hug, en að núverandi ríkisstjórn se´að gera sitt besta.
Þau vilja réttlæti öllum til handa og fara af stað með góðan ásetning í farteskinu.
Menn ættu að reyna að troða því í hausinn á sér, að þetta snýst um aðferðarfræði og stefnur, hvernig til tekst. Vitanlega vilja allir stjórnmálamenn láta gott af sér leiða. Mikið væri gott að sem flestir áttuðu sig á þeirri staðreynd, sem reyndar er mjög augljós, þá fyrst er hægt að fara að ræða um pólitík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. september 2011
Þór frá Leiti?
Gróa á Leiti var persóna í sögubók Jóns Thoroddsen eins og allir vita. En kerlingin Gróa er samnefnari fyrir ákveðna gerð af fólki. Slíkir einstaklingar tala af miklum alvöruþunga, hafa ágæta eðlisgreind, eru mælskir og ná að sannfæra ansi marga.
Oftast skín einlægnin úr svip þessa fólks, það horfir beint í augu viðmælanda síns og hefur gjarna svör við öllu.
Ekki er því neitað að Þór Saari hefur oft rétt fyrir sér, enda er hann menntaður hagfræðingur og hefur starfað sem slíkur ansi lengi.
Gallinn við hann er hinsvegar sá, að hann hefur ansi sterk Gróu-einkenni og ef Gróa gamla hefði verið til, þá grunaði eflaust marga að hann væri afkomandi þeirrar ágætu konu.
Þór er vel greindur og hann kann ágætlega að passa sig, svona oftast nær. Í þætti Jóns Ársæls, sagðist hann hafa heyrt það, að mikil spilling væri í gangi, mútur gengju manna í millum osfrv. Það er vitanlega ekki hægt að hrekja þetta, hann vísaði ekki í ákveðnar heimildir, notaði svipaða aðferð og Gróa gamla; "ólyginn sagði mér", en hann bað reyndar hvorki þáttarstjórnanda né áhorfendur um að hafa þetta ekki eftir sér, eins og Gróa gerði gjarnan.
En hann skaut sig í fótinn, því hann gætti sín ekki nógu vel þegar hann sagði Ragnar Árnason hafa þegið háar greiðslur frá LÍÚ. Ragnar bar það strax til baka, einnig kom í ljós að LÍÚ hafi notað þjónustu Ragnars tiltölulega lítið, miðað við uplýsingar frá Háskóla Íslands.
Kannski hefur Þór haldið að Ragnar væri sjálfstæðismaður og svaraði þar af leiðandi aldrei fyrir sig.
Reyndar má kalla það byrjendamistök hjá honum, reyndir vinstri men og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins passa sig oftast á að nefna engin nöfn, enda hefur dugað vel í þeirra stuðningsmenn að segja "íhald-spilling" og þá uppskera þeir virðingu frá sínum stuðningsmönum og þykja þá afskaplega greindir og kjarkmiklir.
Það er nefnilega hættulegt að nefna nöfn og ákveðna atburði, ef menn ætla að notast við Gróu-tæknina í pólitík. Eflaust lærist þetta hjá allsekkistjórnmálamanninum á alþingi íslendinga með tímanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. september 2011
Ekki datt ríkisstjórninni í hug að tékka á þessu.
Frumkvæði ríkisstjórnarinnar í mikilvægum málum er ekki neitt. Það þurfti öfluga einstaklinga til þess að heimta úrbætur fyrir heimilin í landinu, þjóðin þurfti að hafa vit fyrir þeim í Icesave og svo kemur Guðlaugur Þór, sem er einn af fáum þingmönnum sem vinnur fyrir kaupinu sínu og kallar eftir mati á tjóni íslendinga vegna hryðjuverkalaganna.
Það er undarlegt að ríkisstjórnin skuli státa af tuttugu og sex prósent fylgi, eðlilega sækir að manni efi um að þetta séu réttar niðurstöður.
Það er ólíklegt að þessi kjarklausa ríkisstjórn komi til með að ræða þetta við Breta, en vitanlega er það nauðsynlegt, því þeir gefa ekkert eftir gagnvart okkur.
Það er merki um manndóm og dug stjórnmálamanna að halda sjónarmiðum þjóðar sinnar á lofti, það þarf að berjast til þess að ná sínum markmiðum í erfiðum deilum.
Vanhæfni ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu gerir það að verkum, að hún á ekki skilið neitt fylgi.
![]() |
Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 18. september 2011
Góð grein hjá Ragnheiði Elínu.
Satt að segja, þá hef ég undrast þá einkennilegu áráttu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að fara með það eins og mannsmorð, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir flestu því besta sem íslendingar hafa státað sig af.
Ragnheiður segir frá því, að frumkvæðið að viðurkenningunni á sjálfstæði Litháens hafi komið frá Sjálfstæðisflokknum en Jón Baldvin hafi hrósað sér fyrir það.
Ég hvet alla til að lesa þessa góðu grein, þar sem útskýrt er vandlega ferill málsins.
Það er jákvætt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru að aflétta leyndinni af góðum verkum Sjálfstæðisfloksins, það þarf ekkert að skammast sín fyrir að hafa staðið fyrir eða tekið þátt í öllum mikilvægustu framförum lýðveldistímans.
Ég hef aðeins verið að rjúfa þöginina um ýmislegt jákvætt í störfum sjálfstæðismanna, ásamt fleirum úr hópi almennra flokksmanna og það ber að fagna því, að þingmenn eru farnir að gera það líka.
Svo þarf að drífa sig í að kynna stefnu flokksins, því hún á ekki að vera trúnaðarmál og vinna stórsigur í næstu kosningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)