Færsluflokkur: Bloggar

Sálfræðitrikk sem virkar stundum.

Ýmis misgóð sálfræðistrikk eru notuð í pólitík, til þess að verja stjórnmálaflokka og sefa reiði almennings.

Eitt vel þekkt sálfræðitrikk, sem nýtur vinsælda hjá mörgum, er að fá einhvern úr liðinu til að segja af sér og þá halda margir að viðkomandi flokkur sé ansi heiðarlegur og góður.

Steinunn Valdís var látinn taka pokann sinn, án þess að hún hefði nokkuð til þess unnið. Á árunum fyrir hrun var til fullt af peningum í þjóðfélaginu. Prófkjörsbarátta getur verið ansi dýr og margir stjórnmálamenn eiga ekki mikið eigið fé.

Það voru allir stuðningsmenn allra frambjóðenda á fullu við að sníkja styrki, þeir sem voru svo óheppnir, eins og Steinunn Valdís, að hafa duglega fjáraflamenn í sínu liði, liggja nú undir ámæli.

Það var enginn frambjóðandi sem hafnaði styrkjum, ekki svo vitað sé, sumir höfðu einfaldlega ekki nógu öfluga sníkjara í liði með sér. En dómsstóll götunnar er samur við sig, hann hefur talið fólki trú um að þeir sem hafi fengið háa styrki séu spilltari en aðrir.

Steinunn Valdís er ekki bjartasta peran í stjórnmálaflórunni, en heiðarleg er hún, hálf klaufsk, en enginn hefur getað klínt á hana neinu misjöfnu, öðru en að hún hafi haft röska stuðningsmenn.

Fyrir nokkrum árum heyrði ég umfjöllun í útvarpinu um stjórnmálamenn, erlendis, sem höfðu sagt af sér vegna ýmissa mála. Það kom í ljós, að oftast fengu þeir góðar stöður í stjórnsýslunni á sambærilegum kjörum og þeir áður höfðu notið.

Þetta virtist vera ágætt sálfræðistrikk til að sýna kjósendum að hart væri tekið á þeim, sem viku af braut hins grandvara stjórnmálamann.

Kjósendur taka við öllum dúsum sem þeir fá, þeim þykir vænt um stjórnmálamenn sem stunda aðferðina "ég býð og þú borgar". Það þykir ekki stórmannlegt í hinu daglega lífi, en voða sætt þegar stjórnmálamenn gera það.

Vitanlega verður Steinunn Valdís ekki lengi atvinnulaus, Guðmundur Árni sem ofbauð kjósendum á sínum tíma var kosinn aftur á þing, síðan álitinn heiðarlegur og góður kall, hann endaði svo sem sendiherra.

Kjósendur eru ekki fífl, en við getum verið ósköp einföld og trúgjörn stundum, stjórnmálamenn eru ansi naskir að reikna það út.

 


mbl.is Steinunn fer í innanríkisráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir innanríkisráðherra í þessu máli?

Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind hvers lands og börnin eru það dýrmætasta af öllu.

Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um illmenni sem tæla börn og misþyrma þeim á hrottalegan hátt.

En ekkert hefur heyrst frá innanríkisráðerranum, sem hefur æðsta vald yfir löggæslumálum hér á landi.

Gaman er að fylgjast með hversu langan tíma hann þarf, til að átta sig á alvarleika málsins, en aðaleinkenni þessarar ríkisstjórnar virðist vera, að hreyfa hvorki legg né lið, nema að verulegur þrýstingur komi til. Frumkvæðið er ekki neitt, flokkurinn hans vill frekar spekúlera í þrætum um innrás í Líbýu og skattahækkunum á landsmenn heldur en að hugsa um blessuð börnin.

Undarleg forgangsröðun að vísu, en ekki óeðlileg í ljósi reynslunnar af vinstri flokkum hér á landi.


mbl.is Svipuð lygasaga var notuð fyrir sjö árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga þarf hægt um gleðinnar dyr.

Við þurfum ávallt að ganga hægt um gleðinnar dyr, því oft ríkir sorgin þar fyrir innan.

Vissulega er gott þegar erlendir fjárfestar sýna okkur áhuga, en hvorki er gott að setja svo stíf skilyrði að þeir bregðast ókvæða við og forða sér, eða að fagna þeim svo innilega, að þeir telja sig hafa frjálsar hendur með að gera hvað sem þeim sýnist.

Við þurfum að gæta þess, að íslendingar fái vinnu við byggingu allra mannvirkja sem Kínverjinn vill reisa, einnig þurfum við að setja skilyrði fyrir því, að keypt verði íslensk aðföng og íslenskt starfsfólk ráðið til starfa, á sambærilegum kjörum og gilda hér á landi.

En til þess að gleðja auðmanninn frá Kína, má vel bjóða honum skattaívilnanir og afslátt af ýmsum gjöldum, það gerðu Írar með góðum árangri.

Við þurfum að marka skýra stefnu í þessum málum, ef einhver er að fjárfesta vissa upphæð, sem skiptir hagkerfið máli og skapar mörg störf, þá er eðlilegt að veita viðkomandi góðan skattaafslátt og ýmis hlunnindi.


mbl.is „Ísland þarf peningana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Ólöfu Nordal.

Því miður er lítið um hugsjónaríka eldhuga í íslenskum stjórnmálum, en Ólöf Nordal er sannarlega í þeim hópi.

En Ólöf er ekki stöðugt að láta vita af því, hversu öflug hún er, það er vegna þess að þetta er henni eðlislægt og viss hógværð hefur ávalt verið aðalsmerki raunverulegra mikilmenna, á meðan minni spámenn þurfa stöðugt að auglýsa einhverja ímyndaða mannkosti.

Þess vegna verða ekki margir varir við hennar góðu kosti, en ég geri ráð fyrir að við fáum að njóta þeirra í ríkum mæli, í náinni framtíð.

Hún hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, að atvinnu og verðmætasköpun er eina leiðin sem virkar og það er rétt hjá henni.

Einhverjir hafa bent á, að ekki hafi verið sýnt fram á möguleika á fjármögnun stóriðjuframkvæmda, en það er ekki hægt að tryggja fjármögnun áður en ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdina.

Það segir sig sjálft, að ef samningar nást við álver, sem gildir til tuttugu og fimm ára, þá er fjármögnun ekki mikið vandamál, því heimurinn er ekki þurrausinn af peningum, þótt það sé kreppa.

Rifrildi stjórnarflokkanna um virkjunarkosti og stefnu í atvinnumálum, auk óstöðugs stjórnarfars, sem fjárfestum er illa við, það allt gerir það að verkum, að fjármögnun er erfiðari en hún þarf að vera.

Ég hlakka til, því ég er mikill jafnréttissinni, að sjá nafn Ólafar við hlið Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar eldri og Davíðs Oddssonar í sögubókum framtíðar, þar sem fjallað er um merkustu stjórnmálamenn þjóðarinnar.


mbl.is Eina leiðin að auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er þeim svona illa við staðreyndir?

Það virðist ekki nægja VG að berjast fyrir stefnu sem hvergi hefur gengið upp, heldur þurfa þau að snúa öllu á hvolf. Það er eins og þeim sé ákaflega illa við allar staðreyndir.

Því er haldið fram af þeim, að meginorsök húsnæðisbólunnar sé sú, að Verkamannabústaðir voru aflagðir.

Vitanlega hentar þeim ekki að minnast á þátt þeirra í því, að húsnæðisverð snarhækkaði, en vitaskuld átti R-listinn stóran þátt í því, þegar byrjað var með uppboð á lóðum í Grafarholti og þá fóru nokkrir verktakar á hausinn. Það er eflaust ágætis forvörn að þeirra mati, því þá fækkar þeim væntanlega sem verða ofsaríkir hér á landi.

Meginástæða húsnæðisbólunnar er vitanlega hækkun lánshlutfalls hjá Íbúðarlánasjóði upp í 90%.

Innanríkisráðherran hefur væntanlega gleymt því sem hann sagði í viðtali við Viðskiptablaðið 2. apríl árið 2007, en þá sagði hann 90% lánin vera til góðs fyrir íbúðarkaupendur.

Svo eru vitanlega fleiri ástæður fyrir húsnæðisbólunni, ofgnótt lánfjár á markaði, alþjóðleg húsnæðisbóla sem fór um heiminn, 100% lán bankanna osfrv.

En vinstri menn eru sjálfum sér líkir, þeir grípa eitthvað sem gælir við eyrun á þeim, Verkamannabústaðir hljóma vissulega notalega í þeirra eyrum, þess vegna hentar vel að segja að afnám þess kerfis hafi orsakað bóluna.

Sennilega vita VG liðar innst inni, að staðreyndir afhjúpa sjálfsblekkinguna hjá þeim og fólk sem lifað hefur í blekkingu lengi, á vont með að horfast í augu við raunveruleikann.


mbl.is Ríkið komi inn á fasteignamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hann trúir öllu sem hann segir".

Fyrir margt löngu sagði einhver við Einar Olgeirsson, sem var forystumaður sósíalista á fyrstu áratugum liðinnar aldar, að Jónas frá Hriflu væri falskur og ómerkilegur. Einar sagði það ekki vera rétt, því"hann trúir öllu sem hann segir".

Sama má segja um Steingrím J. Sigfússon, ekki fer á milli mála, að hann trúir öllu sem hann segir og það er slæmt fyrir þjóðina.


mbl.is „Ótvíræður árangur“ í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnum lögreglunni stuðning.

Því miður gerast oft hryllilegir atburðir í lífinu og þeir sem oftast eru þátttakendur í þeim, eru lögreglumenn.

Lögregluþjónn sem starfað hefur í nokkur ár, hefur örugglega komið að barnslíki, stundum ansi illa förnu. Viðkomandi er hugsanlega foreldri og finnur til djúprar sorgar, sem eðlilegt er.

En lögregluþjónninn verður, hvernig sem honum líður, að vera yfirvegaður og jafnvel veita foreldrum fyrstu áfallahjálp. Öruggt er að viðkomandi sofnar ekki friðsælum svefni eftir svona reynslu.

Oft eru harkalegar ryskingar um helgar, fólk er ölvað og undir áhrifum eiturlyfja. Fólk í þannig ástandi er oft ansi illvígt og ræðst gjarna á lögregluþjóna.

Þegar fólk er þreytt, jafnvel búin að eiga erfiða vakt, þá getur áreiti frá drukknum rugludalli orðið ansi íþyngjandi og gert einstakling, sem alla jafna er afskaplega yfirvegaður, ansi pirraðan og þá er stutt í að viðkomandi missir stjórn á sér. En ef lögregluþjónn missir stjórn á sér í starfi, þá getur hann misst starfið og jafnvel æruna, því blöð á borð við DV líta ekki á það sem trúnaðarmál, ef lögregluþjónn missir stjórn á skapi sínu.

Gerðar eru miklar kröfur til lögregluþjóna, svo miklar að óraunhæft er að ætla að nokkur geti staðið undir þeim.

Það merkilega er, að flestir lögregluþjónar standa undir þessum kröfum, en er það metið í launum?

Sennilega eru flestir sammála um að svo er ekki.

En til þess að hægt sé að huga að öryggi borgaranna, þá þarf að veita lögreluþjónum góð kjör og góð skilyrði.

Því miður er það svo, að sumsstaðar má helst ekki spara og það á við um löggæsluna, án þess þó að láta kostnað fara alveg úr böndum.

En óhætt er að segja, að stjórnvöld sýna lögreglunni afskaplega takmarkaðan skilning og slíkt mun í náinni framtíð, bitna á öryggi borgaranna.

Við erum þegar farin að horfa upp á aukna glæpatíðni hér á landi og hún minnkar ekki nema með aukinni löggæslu.


Umræðuhefð af síðustu sort.

Sú hefð hefur skapast í pólitík hér á landi, að vera með innistæðulausar upphrópanir. Slíkar upphrópanir skila engu öðru en reiði og reiðin hamlar framförum öllum.

Þeir sem kosnir eru af þjóðinni ættu að vera til fyrirmyndar, en því miður eru þeir á sama plani og hinir grunnhyggnu og sjálfskipuðu meðlimir "Dómsstóls götunnar".

Þór Saari, Mörður Árnason og Björn Valur Gíslason eru allir sekir um innistæðulausar upphrópanir.

Allir hafa þeir ýmist gefið í skyn eða fullyrt, að Sjálfstæðisflokkurinn sé gjörspilltur og fulltrúar hans hafi beinlýnis þegið mútur. Þetta eru alvarlega ásakanir sem ekki má hafa í flimtingum á þingi.

Ekki hef æeg farið í launkofa með þá staðreynd, að bæði er ég virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og einlægur stuðningsmaður þes ágæta flokks. Eftir öll mín kynni af forystu flokksins og flestum þingmönnum hans, þá gæti ég ekki svarað þeirri spurningu með fullnægjandi hætti, hvort ásakanir ofangreindra þingmanna séu rétar eða rangar, en ég get sagt að ég stórlega efist um það.

Með sömu aðferð og þrímenningarnir nota, gæti ég t.a.m. haldið því fram, að þeir 200. einstaklingar sem ráðnir hafa verið, án auglýsinga, hjá hinu opinbera væri skýrt dæmi um spillingu. En ég get það ekki því mig skortir sannanir.

Við sjálfstæðismenn höfum ekki þörf fyrir að sverta okkar pólitísku andstæðinga, við höfum góða stefnu að verja og það er nóg fyrir okkur.

Ef einhver hefur staðfestar grunsemdir um glæpsamlegt athæfi eins og mútur, þá er það glæpur að kæra ekki.

Allar þessar upphrópanir bera vott um umræðuhefð af síðustu sort.

Ef fólk væri almennt hugsandi á nótum eðlilegs réttarríkis, þá myndi enginn taka mark á svona málflutningi.

Hyggilegast væri að þjóðin lærði að nota dómgreindina betur í stað þess að trúa upphrópunum sem notaðar eru til að verja vonlausan málsstað.


Að ganga óhræddur til móts við eigin ótta.

Sá sem ætlar sér að verða leiðtogi, þarf að ganga óhræddur til móts við eigin ótta og sigrast á honum.

Af langri reynslu af sjómennsku hef ég kynnst nokkrum skipstjórum. Þeir sem bera af eru óhræddir við að taka ákvarðanir og þeir læra að sigrast á eigin ótta.

Það þarf oft að tefla á tæpasta vað þegar stundaðar eru fiskveiðar við Íslandsstrendur og það þarf kjark bæði og leikni, til að meta aðstæður rétt.

Sumir hræðast veðrin um of og leita vars í veðrum sem aðrir fiska í. Þeir sem sigrast á óttanum bera meira úr bítum en aðrir.

Sama er um stjórnmálamenn, þeir sem láta óttann ekki ná tökum á sér, verða oftast farsælir leiðtogar á meðan aðrir láta óttan ráða för, slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.

Einu hef ég tekið eftir með góða skipstjóra, þeir segja oftast fátt um eigin afrek. En hinir sem ekki eru eins góðir og jafnvel slakir eru stöðugt að segja sögur af hinum ýmsu afrekum sem þeir hafa unnið, oft skreyta þeir sögur sínar talsvert til að sannfæra aðra um ágæti sitt.

Ekki þarf að efast um að Geir H. Haarde hafi fundið fyrir ótta þegar þeir frá AGS lýstu því yfir, að leiðin sem hann valdi væri snargalin. Á svona örlagastundum er auðvelt að fá menn til að efast, en Geir stóð í lappirnar og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem ekki var ljóst að yrðu farsælar á þeim tímapunkti sem þær voru teknar, en Geir framkvæmdi í stað þess að láta óttan stjórna sér.

Geir H. Haarde er hógvær maður og lítillátur, hann hefur lítið grobbað sig í gegn um tíðina.

Svo er annar stjórnmálaleiðtogi, Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefur árum saman gortað af því, að vera kjarkmaður mikill og ekki hefur hann dulið þá sannfæringu sína, að hann væri einnig staðfastur maður með afbrigðum.

Svo reyndi á þá mannkosti sem hann hafði lengi gortað af.

Meðan hann var í stjórnarandstöðu, þá sagði hann það sína bjargföstu sannfæringu að ekki bæri að borga Icesave, en svo var þrýst á hann að utan.

Þá snarbreyttist hann og vildi nú af ölu hjarta gangast undir allt sem hinir erlendu viðsemjendur fóru fram á. Hann fullyrti það, að allt færi hér á annan endann ef við greiddum ekki hina ólögvörðu skuld.

Allir þekkja framhaldið, Icesave var ekki samþykkt, en við stöndum ekkert ver og engin af hans heimsendaspám rættist.

Steingrímur og fleiri hans líkar fara mikinn og gefa stórar yfirlýsingar, en þegar á hólminn er komið, þá er kjarkurinn hvorki mikill né stór.

Þjóðin á að velja sér leiðtoga sem standa með henni í blíðu og stríðu, hvetja hana á erfiðum stundum og gleðjast með henni þegar vel gengur.

Leiðtoginn þarf að treysta þjóðinni og hafa trú á möguleikum hennar og getu til að bjarga sér út úr hverskyns vanda.

Þeir leiðtogar sem við höfum í dag treysta ekki þjóðinni, enda treysta þeir ekki sjálfum sér. Það þýðir ekkert að gorta af einhverju sem  tilkomið er eingöngu vegna hagræðingar og lána, við þurfum meira fjármagn til landsins, fjármagn sem tilkomið er vegna framleiðslu. Þess vegna þurfum við t.a.m. álver eða aðra stóriðju.

En annar stjórnarflokkurinn berst gegn álverum á meðan hinn er klofinn í málinu.

Við höfum ekkert að óttast, dýrmætar auðlindir eru til staðar, það þarf bara að nýta þær. Einnig höfum við margar vinnufúsar hendur og mikinn auð í huga þeirra sem góða menntun hafa hlotið.

Okkur er ekkert að vanbúnaði, við þurfum bara ríkisstjórn sem hefur trú á og treystir eigin þjóð til góðra verka.


Hvað er að hjá VG?

Erfitt er að átta sig á meðlimum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Eftir miklar skattahækkanir og hækkanir á hinum ýmsu gjöldum, þá vilja þau hækka skatta enn frekar. Þau gera sér greinilega ekki grein fyrir því að almenningur í landinu er kominn að efri þolmörkum og jafnvel sumir yfir þau, varðandi skatta. Sama gildir um flest fyrirtæki landsins.

Og varðandi loftárásirnar á Libyu, þau vilja skipa nefnd til að rannsaka ákvörðun ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Sú nefnd þyrfti þá væntanlega að vera skipuð sálfræðingum, því þeir eru hvað hæfastir til að hjálpa til við að skilgreina atferli hjá fólki, sem á erfitt með að skilja það sjálft.

Vinstri grænir eru í ríkisstjórn og þar af leiðandi bera þau ábyrgð á ákvörðun ríkisstjórnarinnar varðandi loftárásirnar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband