Færsluflokkur: Bloggar

"Helvítis íhaldið".

Að kalla sjálfstæðismenn "helvítis íhaldið" er vinstri mönnum mjög á tungu tamt. Göbbel sálugi, lærifaðir vinstri manna, notaði þessa tækni líka, að segja sömu hlutina nógu oft. Það fær fólk til að trúa nær hverju sem er.

Ef litið er til framkominna upplýsinga síðustu missera, þá má glöggt sjá, að sjálfstæðismenn stóðu sig vel, að mestu leiti, alla sína stjórnartíð.

Ekki má gleyma því að "helvítis íhaldið" byrjaði strax að vinna að lækkun skatta, eftir valdatökuna árið 1991. Fyrirtæki landsins voru í heljargreipum eftir skattpíningu vinstri stjórnarinnar sem á undan ríkti.

Einnig var gerð opinber rannsókn á Byggðarstofnun, en þar á bæ hafa menn farið ógætilega með fé. Það skal viðurkennast, að lengra hefði átt að ganga í þeim málum og ganga harðar í að minnka útgjöld ríkisins.

En oft er erfitt að vinna með heimtufreka kjósendur á bakinu og forystumenn hinna ýmsu hagsmunahópa, sem allir heimta sitt.

En ekki má gleyma því, að "helvítið íhaldið" greiddi niður erlendar skuldir og það gerði stöðuna skárri heldur en hún þó var, þegar allt hrundi.

Þrátt fyrir aumingjavæl fjármálaráðherrans, þá eru til ríki sem eru í verri stöðu en við.

Það er vegna þess að "helvítis íhaldið" setti á neyðarlög í kjölfar kreppunnar, sem gerðu hrunið léttbærara en hjá t.a.m. Írum, en þeir fóru þá leið sem Þorvaldur Gylfason vildi fara, veittu opinberu fjármagni til þess að halda bönkunum á floti.

Það er greinilegt að menn vissu hvað þeir voru að gera þegar neyðarlögin voru sett, í ljós hefur komið að þau standast.

Gallinn við sjálfstæðismenn er hins vegar sá, að þeir eru ekki eins góðir áróðursmenn og þeir sem á vinstri vængnum dvelja.

Geir H. Haarde er vandaður maður og ágætlega greindur. Hann er ekki stöðugt að gorta sig af eigin verðleikum. Sennilega hefði hann mátt gera meira af því.

Hann stóð að því að setja Rannsóknarnefnd alþingis á legg. Þorvaldi Gylfasyni þótti fyndið að alþingi rannsakaði sjálft sig, en hann dásamaði skýrsluna svo þegar hún kom út.

Hún var vissulega ekki gallalaus, en margt má samt af henni læra.

Geir mæltist til þess, að kosningar færu fram eftir útkomu skýrslunnar, sennilega hefur hann vitað að hann hafði hreina samvisku.

Ef þessi árans "búsáhaldabylting" hefði ekki farið fram, þá hef ég trú á að "helvítis íhaldið" hafði nú gagnast okkur betur en þeir ræflar sem halda um valdataumana í dag.

Þá væru komin sennilega tvö álver á kortið, með tilheyrandi atvinnuuppbyggingu og tekjuaukningu fyrir ríkissjóð, auk þess væru skattar lægri osfrv. En við værum vissulega ennþá að takast á við afleiðingar hrunsins, á mildari hátt en við gerum nú.

Sjálfstæðismönnum myndi aldrei detta sú della í hug, að senda menn á borð við Svavar og Indriða H. til að semja um Icesave, þannig að það ferli hefði tekið mun skemmri tíma. Ekki værum við heldur að borga stórar upphæðir í ESB umsóknarferlið.

Ég efast reyndar um að nokkur einstaklingur annar en Steingrímur Joð myndi hafa sent svona samningamenn út af örkinni.

Ég hef trú á því að meirihluti þjóðarinnar hugsi á skynsamlegum nótum. Það erum hins vegar vitleysingarnir í hinum gasprandi minnihluta, sem fá sitt fram.

Laun heimsins eru vanþakklæti og til að feta í fótspor mikils stjórnmálaskörungs, langar mig að segja eftirfarandi að lokum;

Fyrir rúmum tvöþúsund árum kom Kristur til jarðar. Hann var kærleikurinn holdi klæddur og réði mönnum heilt. Hans laun voru þau, að fá að deyja á krossi.

Við íslendingar fengum vandaðan og heiðarlegan mann til þess að stjórna landinu. Hann heitir Geir H. Haarde.

Hann er settur á sakamannabekk fyrir að hafa unnið að heilindum alla sína tíð.

 


Við höfum tvo kjána við stjórnvölinn.

Það eru óskrifuð lög í pólitíkinni, að ekki má segja forystumenn stjórnmálaflokka vera kjána, nema þá helst Jón Gnarr, því hann er nýr á sjónarsviðinu og hefur ekki myndað áratuga tengsl við fólk úr öðrum flokkum.

Það myndast einhver óskiljanleg samkennd á milli stjórnmálamanna úr öllum flokkum, þannig að menn passa sig á að fara ekki yfir línuna.

En samt get ég ekki sagt annað en, að Steingrímur Joð og Jóhanna séu kjánar, í þeim embættum sem þau gegna. Augljóst er að þeirra hæfileikar njóta sín betur á öðrum vettvangi.

Steingrímur skammast yfir fortíðinni og kveðst hafa séð þetta allt saman fyrir.

Fátt benti til andúðar hans á bönkunum, þegar hann dró í land fyrir Ögmund, sem þá var góður vinur hans, en Ögmundur hafði nefnt það í blaðagrein, að best væri ef bankarnir flyttu bara úr landi.

Allt varð vitlaust í samfélaginu, því enginn mátti segja neitt ljótt um bankamenn á þessum tíma. Ekki sagði Ögmundur þetta vegna hættunnar á því að bankarnir myndu hrynja, því enginn vissi það þá, heldur vegna þess að það væri orðinn allt of mikil tekjumunur í samfélaginu.

Einnig er það flestum í fersku minni, hversu blíðmáll hann var við sjálfstæðismenn, í aðdraganda kosninganna vorið 2007.

En ekki er gott að dvelja við fortíðina.

Icesave malið bendir ekki til hygginda af hálfu þeirra tveggja. Bæði héldu þau að allt færi á annan endann ef Svavars samningarnir yrðu ekki samþykktir.

Svo nokkru eftir að þeir voru ekki samþykktir, þá rituðu þau bæði í blöðin, greinar um batnandi stöðu þjóðarbúsins.

Þau áttuðu sig ekki á því, að staðan hafi breyst aðallega, vegna þess, að þau gátu vælt lán, út úr útlendingum.

Varla telur nokkur sig milljónamæring þótt hann hafi fengið milljónir að láni?

Já, leiðtogar þjóðarinnar töldu landið vera að rísa, eftir að þjóðarframleiðslan hafði minnkað þrjá ársfjórðunga í röð.

Alvöru þjóðarleiðtogar telja það vera kreppu.

Lýsir þetta ekki óttalegum kjánaskap?

 


Það eru til skynsamir vinstri menn.

Seint verð ég talinn aðdáandi vinstri stefnunnar, enda finnst mér hún út í hött. En allir verða að njóta sannmælis.

Þremenningarnir í VG, Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason hafa sýnt bæði skynsemi og mikla stórmennsku varðandi fjárlagafrumvarpið.

Þau tvö sem eru höfuð vinstri stjórnarinnar eru gjörsamlega úti á þekju. 

Steingrímur gasprar tóma þvælu og Jóhanna er nákvæmlega eins og Davíð oddson lýsti svo vel í ræðu sinni forðum daga; "eins og álfur úr hól". Hún hefur ekki hugmynd um hvernig á að stjórna landinu og hinn höfuðpaurinn veit það ekki heldur.

Lilja ætti að verða formaður VG, þá allavega er von til þess að landsmenn upplifi skynsamlega leiðsögn frá vinstri, þótt ég telji vissulega hægri stefnuna margfalt betri, sagan hefur sýnt það með óyggjandi hætti.

En það er ekki hægt annað en að þakka þessu góða fólki í VG fyrir skynsamlega afstöðu.

Steingrímur ætti að hætta í pólitík og leita sér hjálpar, til þess að vinna bug á þreytunni sem hann er haldinn.

Það er nefnilega einkenni lélegra verkmanna að þreytast fljótt, því þeir kunna ekki að vinna sér í haginn.


mbl.is Lilja, Atli og Ásmundur á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir treysta Samfylkingunni fyrir stjórn landsins.

 Já, ótrúlegt en satt, ennþá finnast einstaklingar, ágætlega af Guði gerðir, sem treysta Samfylkingunni til þess að stjórna landinu.

Núverandi formaður klúbbsins er víst eldri kona sem nánast enga þekkingu hefur á efnahagsmálum, en hún státar af einhvers konar réttætiskennd sem klúbbmeðlimum þykir ákaflega mikið til koma.

Móðir mín er jafngömul Jóhönnu og hún vill réttlæti öllum til handa. Ef einhver ætlaði að plata mömmu til þess að verða forsætisráðherra, þá myndum við bræður leitast við að fá hana ofan af þeirri vitleysu. 

En engum datt til hugar að koma vitinu fyrir Jóhönnu ræfilinn og því fór sem fór, hún varð formaður klúbbsins og forsætisráðherra landsins.

Réttlætiskennd er inngróin í alla sem ekki eru siðblindu haldnir, þannig ef að sú ágæta kennd nægir til æðstu metorða, þá eru nú ekki miklar kröfur gerðar til ráðamanna þjóðarinnar.

Forystumenn klúbbsins eru svo óskaplega hörundsárir og viðkvæmir, að umbótanefndin þeirra lagði ekki í að segja sannleikann. Enda er það gamalkunnug leið þessara kjarkleysingja, að ljúga öllum sínum mistökum upp á sjálfstæðismenn.

Við þurfum leiðtoga sem þorir að taka ákvarðanir, eins og t.a.m. sjálfstæðismenn sem settu á neyðarlögin, það þurfti kjark til þess. Enda hefur komið í ljós að við stöndum betur en aðrar þjóðir vegna þess að opinberu fé var ekki dælt í handónýtt bankakerfi. Gott væri líka ef  forystumenn þjóðarinnar, gætu eflt samstöðu hjá fólkinu í landinu og fengið þjóðina til að trúa því að hún gæti sigrast á erfiðleikunum.

En samfylkingarfólkið getur það víst ekki. Þau draga kjarkinn úr þjóðinni og segja að hún sé vanhæf til þess að stjórna sér sjálf, þess vegna þurfum við að væla utan í Brussel mönnum. Við erum víst ekki nógu öflug að þeirra mati.

Sennilega er það vegna þess að þau hafa ekkert sjálfstraust til að bera.

Frægt er þegar fyrrum formaður klúbbsins sagði það berum orðum, að þjóðin treysti þeim einfaldlega ekki.

Það var rétt hjá henni. Hver getur treyst flokki sem treystir sér ekki sjálfur?

 


Bretar ganga í berhögg við eigin orð.

 Bretar halda því fram að mismunun skuli ekki eiga sér stað á milli Evrópulanda og fyrst íslenskum innistæðueigendum hafi verið greitt, þá skuli það sama gilda um Breska innistæðueigendur.

Samkvæmt þeirra orðum varðandi það, að ekki skuli mismuna ríkjum, þá er þeim ekki stætt á því, að lána tryggingasjóðnum íslenska á 3.3% vöxtum á sama tíma og þeir lána sínum eigin sjóði á 1,5% vöxtum. 

En Steingrími og Jóhönnu þykir svo óskaplega skemmtilegt að sjá loksins möguleika á að geta veitt tugum milljarða til Breskra og Hollenskra vina sinna, að þau láta svona "smáatriði" vitanlega framhjá sér fara. Fyrst samninganefndinni tókst nú að fá lægri vexti heldur en Svavars nefndinni frægu, þá standa þau í þeirri trú, að þjóðin fari ekki að eyðileggja þessa einkennilegu greiðsluáráttu þeirra.

En ef við neyðumst til að borga þessa hörmung, þá ættu menn að huga að ofangreindum atriðum, því í upphæðum sem þessum, þá skiptir lækkun vaxtaprósentu gífurlegu máli.


Vinsælir álitsgjafar.

Það virðist ekki vera mjög flókið að verða vinsæll álitsgjafi og teljast góður samfélagsrýnir. Hluta þjóðarinnar virðist finnast það ósköp notalegt að láta kalla sig fífl og fávita, og finnst það merki um gott og næmt innsæi samfélagsrýnisins.

Einnig ef viðkomandi fjallar um sjálfstæðismenn á neikvæðum nótum og talar jafnvel um "helvítis íhaldið"sem rústaði öllu og framdi hina ýmsu glæpi, nokkuð reglulega, þá þykir hann æði skarpur.

Ég tala nú ekki um ef viðkomandi heldur því á lofti að Ísland sé að verða eitt spilltasta land í heimi, þá halda margir vart vatni yfir gáfum og orðsnilld viðkomandi einstaklings.

Góð leið til þess að komast í hóp vinsælla álits gjafa er líka að þykjast hafa séð þetta allt fyrir, varðandi hrunið og jafnvel hafa margoft varað við því. Ágætt er líka að benda á það, að allir útlendingar hafi nú séð hversu vitlaus við vorum og heimurinn í heild sinni gert sér grein fyrir hvert stefndi, allir nema þessir vitleysingar á litlu eyjunni norður í ballarhafi.

Svona þvættingur og lýðskrum gleður margar sálir, því miður.

En ef einhver jákvæður og glaðlyndur náungi ryðst fram á ritvöllinn og telur Ísland státa af merkilegri þjóð og er býsna ánægður með "helvítis íhaldið", þrátt fyrir að það sé nú ekki fullkomið, þá er viðkomandi öfgaþjóðernissinni sem á þann draum heitastan að rölta um göturnar á suðskinnskóm og versla nauðþurftir í kaupfélaginu.

Ef við breytum ekki um kúrs varðandi val á vinsælustu álitsgjöfunum, þá er hætt við að endurreisnin geti nú talsvert tafist. Það að festast í neikvæðum þankagangi er þekkt leið til vandræða.

Sem betur fer, þá hef ég nú trú á því að Guð hafi bænheyrt Geir H. Haarde og blessi Ísland umtalsvert. Allavega virðumst við komast ágætlega af, þrátt fyrir æði vafasama ríkisstjórn.


Hvert er hlutverk RÚV?

Fjölmiðill sem er í eigu þjóðarinnar ætti að endurspegla hennar sjónarmið. Þá er ekki verið að tala um eitt sjónarmið, heldur þau sem  eru efst á baugi hverju sinni, en ekki þau sem eru efst á lista Baugsmanna.

Egill nokkur Helgason, sem er vinsæll þáttastjórnandi á RÚV, virðist hafa algerlega frjálsar hendur með að fjalla um þau mál sem honum hentar hverju sinni. Það væri í lagi, ef hann starfaði í einkageiranum. En þar sem hann er opinber starfsmaður, þá verður hann að leyfa öllum sjónarmiðum að njóta sín. Evrópumálin hafa verið talsvert í umræðunni og hann hefur tekið "drottningaviðtöl" við talsmenn ESB, en minna hefur farið fyrir þeim sem andstæðir eru aðild. 

Það er ennfremur mjög ámælisvert hversu mikið hann hefur haldið sínum skoðunum á lofti, því það hefur neikvæð áhrif á hans trúverðugleika til þess að miðla upplýsingum til þjóðarinnar.

Ef RÚV á að vera áróðursmiðill fyrir aðildarsinna, þá sýnir það vanhæfni stofnunarinnar til þess að gegna hlutverki sínu. 


Þekkir hvorki stjórnaskrá né efnahagsmál.

Það má kyndust teljast að forsætisráðherra, sem jafnframt státar af áratuga þingmennsku, skuli lítt þekkja til efnahagsmála og kunni ekki grundvallaratrið stjórnarskrár lýðveldisins.

Mikið hefur verið fjallað um vanþekkingu hæstvirts forsætisráðherra á efnahagsmálum og a.m.k. vikulega, stundum nær daglega koma fram atriði sem sanna þessa kenningu mína, þannig að ekki skal fjallað um þá vanþekkingu í þetta skiptið.

En að kunna ekki skil á stjórnarskránni í ofanálag, það mætti kalla skandal, ef maður vill ekki taka of djúpt í árinni.

Stjórnarskráin kveður á um, að þingmaður sé aðeins bundin af eigin sannfæringu, þetta vita nú allflestir íslendingar. En ekki forsætisráðherrann.

Lilja Mósesdóttir fór eftir sinni sannfæringu og Jóhanna varð stórhneyksluð. Hún sagði að þingmaðurinn ætti að gera það upp við sig, hvort hann væri í liði með stjórn eða stjórnarandstöðu.

En Lilja greyið var bara að fara eftir stjórnarskránni, varla er slæmt ef þingmaður gerir það.

Eitt af mörgum áhugamálum Jóhönnu er hið margumrædda stjórnlagaþing. Hún fékk þessa flugu í höfuðið fyrir mörgum árum.

Hefði ekki verið betra fyrir hana að kynna sér stjórnarskrána áður en hún fór að gagnrýna hana?

 


Glöggt er gests augað.

Það sjónarmið Jónasar Kristjánssonar að íslendingar séu bæði fífl og fávitar stenst vitanlega enga skoðun. Ef við beitum heilbrigðri dómgreind í bland við almenna skynsemi, þá getum við fallist á að við séum eins úr garði gerð og fólk í öðrum löndum.

Þrátt fyrir allar Pisa kannanir, þá hefur menntunarstig þjóðarinnar ávallt verið með ágætum. Hér á landi hefur læsi verið nokkuð almennara í gegn um aldirnar heldur í mörgum öðrum löndum.

Fátæklingarnir í litlu torfkofunum kunnu margir hverjir góð skil á sinni eigin sögu auk þess sem þeir voru nokkrir ágætlega inn í því sem gerðist úti í hinum stóra heimi. Þótt f´retaflutningur hafi ekki verið góður á milli landa, þá skynjuðu menn heildarmyndina nokkuð vel.

Á árunum 1867-1880 var mikil útþenslustefna í gangi hjá Bandaríkjamönnum. Einn var sendur út af örkinni til þess að skoða íslensku þjóðina, því þeir höfðu áhugaá að kaupa landið af Dönum til þess að efla veldi sitt.

Sendimaðurinn sagði að við fyrstu sýn virtist Ísland; "algerlega virðislaust frá efnislegum sjónarhóli", en við nánari skoðun væru gæði landsins mjög verðmæt. Nefndi hann auðug fiskimið sem og fallvötnin ásamt orkunni í iðrum jarðar máli sínu til stuðnings.

Þjóðinni var líst fátækri en vel menntaðri vegna góðrar lestrarkunnáttu. Hann taldi það á ábyrgð Danskra stjórnvalda hversu fátæk þjóðin var, enda héldu Danir okkur lengi niðri með höftum ýmisskonar. Hann sá ýmislegt sammerkt með íslendingum og Bandaríkjamönnum og sagði m.a.; "yrðu frjálslegir stjórnarhættir innleiddir og ýtt undir eðlislægan þrótt þjóðarinnar, myndi umheimurinn undrast hve miklum framförum þessi fámenna norðlæga þjóð tæki".

Þótt ýmislegt í Wilky leaks skjölum bendi til þess að álit útlendinga á okkur sé ekki mikið, þá ber að taka því með fyrirvara. Að mörgu leiti hefur hluti þjóðarinnar hagað sér heimskulega, þannig að við eigum skilið gagnrýni.

Svo er þetta bara spurning um sjálfstraust. Það er að stærstum hluta áunnið og þeir sem státa af góðu sjálfstrausti geta gert hina ótrúlegustu hluti.

Með því að þekkja veikleika okkar og vinna á þeim, ásamt því að rækta styrkleikana, þá getum við notið virðingar heimsins. En með því að hafa stjórnvöld sem fljúga vælandi til útlanda og kvarta yfir vanmætti þjóðarinnar til sjálfsstjórnar, þá er ekki hægt að búast við mikilli virðingu útlendinga.

En með því að standa saman og vinna markvisst að okkar málum, þá lætur virðing annarra þjóða ekki á sér standa.


Hækja Sjálfstæðisflokksins.

Forysta Samfylkingarinnar lagði á það áheyrslu þegar þingvallastjórnin svonefnda var myndur, að regluverkið yrði aðlagað að þörfum fjármálafursta, þannig að þeir gætu grætt meira fé landi og þjóð til handa. Eins og margoft hefur verið bent á, þá þakkaði fyrrum formaður Samfylkingarinnar jafnaðarmönnum fyrir það að útrásin og hinn mikli vöxtur fjármálageirans varð að veruleika.

Samfylkingin bauð Bjarna Ármannsyni, þekktum banka og útrásarmanni á landsfundinn sinn árið 2007.

Össur Skarphéðinsson þekktur og innmúraður samfylkingarmaður skammaðist út í sexmenningana svonefndu í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna fyrir að hafa eyðilagt samruna Geysis green og REI, hann sagði íslensku þjóðina hafa orðið af tug milljarða hagnaði við þá aðgerð. Ekki má gleyma að Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason, þekktir útrásarvíkingar, voru þátttakendur í stofnun Geysis green.

Þetta eru allt saman staðreyndir, hægt er að fletta upp öllum heimildum varðandi þessi efni á netinu.

Þetta sjá allir nema ýmsir samfylkingarmenn, enda eru þeir flestir búsettir í allt öðrum veruleika en aðrir íslendingar.

Ingólfur Margeirsson ritar enn einn vælupistil samfylkingarmanna í Fréttablað dagsins í dag.

Þar barmar hann sér yfir undirlægjuhætti Samfylkingarinnar og gleðst yfir þvælu og rangfærslum umbótanefndar flokksins. En ekki þarf að hafa mikla þekkingu á stjórnmálasögu síðari ára til að átta sig á, að Samfylkingin er ekki hækja neins flokks.

Þótt margt megi slæmt um forystuna segja, þá er óhætt að fullyrða bæði um Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sigurðardóttur, að hvorugar eru þær auðveldar í taumi, Þetta eru konur sem standa fast á sínu. Jóhanna hefur sýnt það og sannað, að ef hún er ekki sátt, þá lætur hún vita af því. Hægt er að benda á stofnun Þjóðvaka á sínum tíma sem röksemd í þessu máli.

Hafi Jóhanna verið ósátt við auðmannadekur Samfylkingarinnar á góðæristímanum, þá hefði hún gert læti og hávaða úr því. Hún notar hvert tækifæri sem gefst til að vekja athygli á sínum málstað.

Hún var æði þögul á þessum tíma sem benti til að hún var sátt við það sem var að gerast. 

Ingibjörg Sólrún er ákveðin kona, hún hefði aldrei gert neitt sem hún var ekki sátt við sjálf.

Það þýðir ekkert fyrir Samfylkinguna að ætla endalaust að klína eigin mistökum á sjálfstæðismenn, landsmenn hljóta að fara að sjá í gegn um blekkinguna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband